Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8. — 9. janúar 1983 UNG ANGIST Norrænir unglingar tjá skoðanir sínar í myndum Kjarnorkusprengjan er ofarlega í hugum unglinganna. Þetta erein af Tinnsku myndunum, en nærri því eins mynd kom frá Islandi. Yfir hátíðarnar hefur staðið yfir í kjallara Norræna hússins sýning á verkum norrænna unglinga sem farið hefur um allar helstu borgir á Norðurlöndum og hvarvetna vakið mikla athygli. Hér hefur sýningin farið dálítið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum vegna jólanna og veðursins, en nú um þessa heigi eru síðustu forvöð að sjá sýninguna. Myndir þessar eru eftir unglinga á aldrinum 13-15 ára og flestar unnarsem hóþverkefni í einstökum hópum eöa bekkjum. Vinnan fór þannig fram aö þau ræddu fyrst um óskir sínar, vonir og þrár og hvaö þau væru hrædd viö og unnu síðan myndirnar eftir á í samræmi viö niðurstöðurnar. Blaðamaður Þjóöviljans ræddi viö handmenntakennara Eddu Óskarsdóttur og Þóri Sigurðsson og sögöu þau aö þessi sýning væri eiginlega fyrsta verkefniö sem kemur út úr nýstofnuöu Sambandi myndmenntakennara á Noröurlöndum. Þegar gengið er um sýningarsalina rekur maður strax augun í hve margt er líkt með myndum frá Finnlandi og íslandi og þær myndir hafa vakiö mikla athygli þar sem sýningin hefur verið. Otti viö stríö og þrá um frið er áberandi í myndum þessara tveggja þjóöa og Dæmigerð stelpumynd. Það er togað í hana úr öllum áttum. Vertu svona, gerðu þetta! Óttinn við að fá ekki að vera sjálfstæðar persónur í nútímasamfclagi er ríkjandi í mörgum myndum. skýringarinnar kannski aö leita í því aö þetta eru tvær útvarðaþjóðir meö stórveldapressu á sér, önnur úr austri og hin úr vestri. Þó aö ekkert samband sé milli geröar myndanna í þessum tveimur löndum eru þæroft mjög líkar, nánast sömu „mótívin". Um þetta segir í sýningarskránni: „Eyðilegging umhverfisins, sjálfvirknin, þekking á náttúru landsins er tjáð á áhrifamiklum myndverkum. Nemendurbrjóta heilann um framtíö mannsins. Veröurmanneskjan lík vélmenni eöaveröurtæknin manneskjulegri? Lífiö minnir á vissan hátt á dauðadans og hótunin - kjarnorkusveppurinn - sést í mörgum myndanna. Nemendur vilja réttlátan heim og þeir viljafriö. Þeir vilja vera ábyrgir. Margar myndanna segja okkur hvernig heimurinn og manneskjan þyrftu aöbreytast". Hér á landi lögöu 5 skólar til efni á sýninguna og í umsögnum margra erlendra blaöa er þáttur íslands talinn einna bestur. Skólarnir voru Garðaskóli í Garöabæ, Heyrnleysingaskólinn, Hólabrekkuskóli í Rvík, Laugalækjaskóli í Rvík og Lækjaskóli í Hafnarfiröi. En sjón er sögu ríkari og veröur þetta látið nægja í oröum _ GFr Ein íslensku myndanna. Fullkominn skólaleiði. Hið vonda og góða. Jafnrétti. Vigdís umkringd andlitslausum karlmönnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.