Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Síða 15
Helgin 8. — 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 söngvarinn Laurence Albert Laurence Albert hefur unnið til margra góðra verðlauna með söng smum. Bassa- Fjórðu áskriftartónleikar Tón- listarfélagsins í Reykjavík verða í Austurbæjarbíói í dag, laugardag, kíúkkan hálf þrjú eftir hádegi. Þar kemur fram ameríski bassasöng- varinn Laurence Albert, en hann er meðal efnilegustu yngri söngv- ara vestanhafs og hefur unnið til margra góðra verðlauna. Þrisvar sinnum hefur hann unnið til Schu- bertverðlauna fyrir ljóðasöng í Austurríki. Hann hefur einnig sungið í óperunt og komst t.d. í úrslit í söngkeppni á vegum Metropolitan-óperunnar í New York 1981. Píanóleikarinn Mary Dibbern mun leika með honum á þessunr tónleikum, en hún er einnig band- rísk. Hún hefur þó fyrst og fremst numið í Evrópu, hjá Paul Velucci á ltalíu, og í Englandi hjá Dalton Baldwin. Hún hefur starfað með mörgum frægum söngvurum, t.d. Bernac: Souzay og Ellu Amelin. A efnisskránni eru aríur eftir Hándel og Vivaldi og sönglög og lagaflokk- ur eftir Schubert, Hugo Wolf og Paulenc. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur klassísk lög í dag. laugardag, verða haldnir tónleikar í Hlégarði í Mosfellssveit á vegum Tónlistarfélags Mosfells- sveitar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanó- leikara. Efnisskráin er fjölbreytt og m.a. eru lög eftir Hándel, Schumann, Brahms, Schubert, Donnizetti, Rossini o.fl.. Þetta verður í fyrsta sinn, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir heldur klassíska tónleika opinber- lega. Hún stundar nú framhalds- nám í London við Guildhall School ot Music and Drama og mun vænt- anlega ljúka þaðan burtfararprófi í júlí 1984. Aðalsöngkennari hennar er Laura Sarti. Áður en Sigrún hélt utan til náms var hún tvo vetur við Tónlistaskólann í Reykjavík. Söngkennari hennar þar var Rut L. Magnússon. A tónleikunum verða einnig fluttir kaflar úr forleik eftir Hándel fyrir tvö klarinett og horn. Flytj- endur eru Kjartan Óskarsson, klarinett, Knútur Birgisson, klar- inett, og Þorkell Jóelsson, horn. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn. Jörgen Murer. kl. 16 - 22. Hún stendur til 16. janúar. Jörgen múrari í Nýlistasafninu VíIItustu dmumarþínír. Björtustu vonír annarra. Miöi í Happdrætti SÍBS hefurtvær góðar hliðar: Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning. Hin hliðin, - og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi og Reykjalundi. HAPPDRÆTTISÍBS — Happdrætti til góðs. Danski listamaðurinn Jörgen Bruun Hansen eða Jörgen Murer eins og hann er gjarnan kallaður af vinum sínum opnar sýningu á rnorgun, kl. 4 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B. Á henni eru 14 segraffito-myndir, gerðar með blandaðri tækni, járnbleki og past- el á litaðan grunn. Þetta eru ljóðmálverk þar sem ljóðtextar eru skrifaðir hver yfir annan á flötinn, uns upp úr stendur heildstætt myndverk. Að auki gefur að líta bækur listamannsins. Hann verður viðstadur opnun sýningarinnar. Jörgen Bruun Hansen er fæddur 1927 í Danmörku, afkomandi múr- ara í þrjá ættliði. Hann er kennari við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, jafnframt því að vera þekkt og afkastamikið ljóð- skáld. Alls hefur hann gefið út níu ljóðabækur. Iðulega hefur hann fengið aðra myndlistarmenn til liðs við sig í bókagerðinni og eru bækur hans nær ávallt myndskreyttar. Gott dæmi þar um er bókin um Wegerknapf sem þrykkt er á hand- gerðan pappír, handrituð og frá- bærleg vönduð í handverki. íslend- ingum er Jörgen Murer einkum kunnur fyrir ljóð sín (sem sum hafa verið þýdd og birt í tímaritum og dagblöðum), en hingað til lands kom hann fyrst í boði Norræna hússins árið ’73 og las þá upp úr verkum sínum og hélt fyrirlestra. Einnig hefur hann kennt í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í sérfagi sínu sent við kemur múrverki og útfærslu veggskreyt- inga; en hann hefur farið víða um Evrópu og sett upp vegg- og múr- myndir fyrir hina ýmsu myndlistar- menn. Hér má minna á uppsetn- ingu veggskreytingar Tryggva Ólafssonar á sjúkrahúsinu á Nes- kaupstað. Til íslands hefur Jörgen Murer komið einum finrm sinnum og eignast hér fjölda vina og kunn- 'ngja. Sýningin í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, er opin daglega frá

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.