Þjóðviljinn - 08.01.1983, Side 21

Þjóðviljinn - 08.01.1983, Side 21
Helfjin 8. - 9. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 xttfrsði Frá Þorleifi í Hólum Ættfræðiþættir Þjóðviljans, sem Þorleifur Jónsson alþni. Páll Þorleifsson prestur Þorleifur Hauksson bókmennta- fræðingur Haukur Þorleifsson bankabókari Þorbergur Þorleifsson alþm. Sigurður Pálsson skáld Jón Hjaltason lögfr. birtust veturinn 1980-1981, nutu mikilla vinsælda. Þó er ekki ætlun- in að taka þá upp á nvjan leik held- ur aðeins birta ættfræði af og til eftir efnum og aðstæðum. Nú fyrir jólin kom út hjá Prent- smiðjunni Leiftri bókin Ættgarður eftir hinn mikilvirka ættfræðing og guðfræðiprófcssor Björn Magnús- son. I bókinni rekur hann niðja nokkurra forfeðra sinna, þ.á.m. Rósu Brynjólfsdóttur sem var gift tveimur prestum. Einn sonarsonur hennar var Þorleifur Jónsson (1864-1956) bóndi, hreppstjóri og alþingismaður á Hólum í Nesjúm. Til gamans verða hér raktir niðjar Þorleifs, þeir sem komnir eru til fullorðinsára, og að sjálfsögðu far- ið eftir Frændgarði. Þorleifur var kvæntur Sigurborgu Sigurðardótt- ur frá Krossabæjargerði í Nesjum. Þau cignuðust 7 börn sem upp komust: 1. Þorbergur Þorleifsson (1890- 1930) bóndi og alþingismaður í Hólum. Ókvæntur og barnlaus. 2. Jón Þorleifsson (1891-1961) listmálari í Blátúni í Rvík. Fyrri kona hans var Rakel Ólöf Péturs- dóttir Ijósmóðir og línræktarkona, ættuð norðan úr Grunnavík og Aðalvík. Börn þeirra voru Kol- brún, Bergur Pétur og Jarl. Seinni kona Jóns var Úrsúla Theme frá Dresden. Þau barnlaus. 2a. Kolbrún Jónsdóttir (1923- 1971). Fyrri maður hennar var Brandur Brynjólfsson lögfræðing- ur í Rvík en seinni maður Gísli Halldórsson verkfræðingur. Börn hennar: 2aa. Orri Brandsson (f. 1948) svæfingarfræðingur í Hafnarfirði. 2ab. Þórunn Brandsdóttir (f. 1951), gift Gunnari veggfóðrara í Yestmannaeyjum Loftssyni rit- höfundar Guðmundssonar. Barn Kolbrúnar með Peter James Kopcsak frá Kaliforníu: 2ae. Rakel Pétursdóttir (f. 1953), gift Sigurþór vélvirkja á Egilstöð- um Steinarssyni. 2b. Bergur Pétur Jónsson (f. 1925) flugumferðarstjóri í Rvík. Kona hans er Elísabet Pálsdóttir. Sonur þeirra: 2ba. Páll Þór Bergsson (f. 1953) í Rvík, kvæntur Ragnheiði Val- garðsdóttur. 2c. Jarl Jónsson (f. 1934) löggilt- ur endurskoðandi í Kópavogi, gift- ur Kristínu Magnúsdöttur.. 3. Anna Þórunn Vilborg Þor- leifsdóttir (1893-1971) húsfreyja í Hólum, gift lljalta bónda, smið og hreþpstjóra í Hólum. Börn þeirra: 3a. Sigurður Hjaltason (f. 1923) sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði, kvæntur Aðalheiði Geirsdóttur. Elsta barn þeirra er: 3aa. Margrét Sigurðardóttir á Höfn, gift Sigurjóni Arasyni. 3b. Jón Hjaltason (f. 1924) hæst- aréttarlögmaður í Vestmanna- eyjum, kvæntur Steinunni Sig- urðardóttur. Elsta dóttir þeirra: 3ba. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir (f. 1952), gift Hermanni Einarssyni í Ve s t m a n n ae y j u m. Barn Jóns með Klöru Þor- leifsdóttur: 3bd. Þorleifur Jónsson (f. 1948). 3c. Sigurborg Hjaltadóttir (f. 1926),bankafulltrúi í Rvík. 3d. Halldóra Hjaltadóttir (f. 1929), gift Agli Jónssyni alþingis- manni og bónda að Seljavöllunt. Elsta barn þeirra er: 3da. Anna Egilsdóttir (f. 1955), gift Vigni Sveinbirni Hjaltasyni á Seljavöllum. 3e. Þorleifur Hjaltason (f. 1930) bóndi og hreppstjóri í Hólum, kvæntur Eddu Lúðvíksdóttur. 4. Þorbjörg Þorleifsdótir (f. 1896), gift Þorsteini Þ. Thorlacius bóksala á Akureyri og síðar prent- smiðjustjóra í Rvík. Börn þeirra: 4a. ÞorleifurThorlacius (f. 1923) forsetaritari og síðar sendifulltrúi, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur. Synir þeirra: 4aa. Þorsteinn Thorlacius (f. 1946) viðskiptafræðingur í Rvík, kvæntur Guðnýju Jónasdóttur. 4ab. Einar Thorlacius (f. 1952) skartgripahönnuður í Rvík, kvænt- ur Helgu Ásgeirsdóttur. 4b. Olöf M. Thorlacius (f. 1925), gift Gísla Vilhelm Steinssyni skrif- stofustjóra í Rvík. 4c. Anna S. Thorlacius (f. 1933), giftist Jóni Gunnari Árnasyni vél- virkja og myndlistarmanni. Dætur þeirra: 4ca. Helga Margrét Jónsdóttir (f. 1952), gift Erling Árnasyni kjöt- iðnaðarmanni í Rvík. 4cb. Þorbjörg Jónsdóttir (f. 1955), gift Gísla Jóni Sigurðssyni póstafgreiðslumanni í Haínarfirði. 4cc. Ólöf Anna Jónsdóttir (f. 1965). ' 5. Páll Þorleifsson (1898-1974) prestur á Skinnastað, kvæntur Elísabet Arnórsdóttur. Börn þeirra: 5a. Jóhanna Katrín Pálsdóttir (f. 1933) bankaútibússtjóri Búnaðar- banka Islands. Maðurhennarersr. Jón Bjarman fangaprestur í Rvík. Sonur þeirra: 5aa. Páll Jónsson (f. 1957), kvænt- ur Ingibjörgu Eyþórsdóttur. 5b. Stefán Pálsson (f. 1934), for- stjóri stofnlánadeildar Búnaðar- bankans, giftur Arnþrúði Arnórs- dóttur. 5c. Þorleifur Pálsson (f. 1938) deildarlögfræðingur í dónis- og kirkjumálaráðuneytinu, kvæntur Guðbjörgu Kristinsdóttur. 5d. Arnór Lárus Pálsson (f. 1943), deildarstjóri í Kópavogi, kvæntur Betzy Ivarsdóttur. 5e. Sigurður Pálsson (f. 1948), skáld og leikhúsfræðingur í París, býr með Kristínu Jóhannesdóttur kvikmyndaleikstjóra. 6. Ilaukur Þorleifsson (f. 1903) bankabókari í Búnaðarbanka ís- lands. Fyrri kona hans var Ásthild- ur Gyða Egilson en seinni kona Ásthildur Björnsdóttir. Börn hans eru af fyrra hjónabandi. Þau eru: 6a. Gunnar Már Hauksson (f. 1937) bankamaður í Rvík, kvæntur Sjöfn Egilsdóttur. 6b. Þorleifur Hauksson (f. 1941) bókmenntafræðingur í Rvík, rit- stjóri Tímarits M&M og síðar lekt- or í Svíþjóð, kvæntur Guðnýju Bjarnadóttur. 6c. Halla Hauksdóttir (f. 1946) meinatæknir í Rvík, gift Guð- mundi Erni Ingólfssyni ljós- myndara. 6d. Nanna Hauksdóttir (f. 1949) sjúkraþjálfari í Noregi, gift Ivari Björklund vistfræðingi. 7. Rósa Þorleifsdóttir (1906- 1980) listbókbindari í Rvík, gift Karli Ástvaldi Björnssyni toll- verði. Dætur þeirra: 7a. Helga Karlsdóttir (f. 1932), gift Knúti Knudsen veðurfræðingi. 7b. Ásta Karlsdóttir (f. 1933), gift Hauki Bergssyni vélvirkja í Rvík. 7c. María Karlsdóttir (f. 1944), gift Ingvari Finni Valdimarssyni flugumferðarstjóra í Rvík. -GFr erlendar bækur Auglýsing um fasteignagjöld m Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykja- vík 1983 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna 1. greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró- seðlana í næsta banka, sparisjóði eða póst- húsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Athygli er vakin á því, að Framtalsnefnd Reykjavíkur mun tilkynna elli- og örorkulíf- eyrisþegum, sem fá lækkun eða niðurfell- ingu fasteignaskatta skv. heimild í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfé- laga og samþykkt borgarráðs um notkun þeirrar heimildar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. janúar 1983. Michael Grant: Dawn of the Middle-Ages. Wcidenfcld and Nicolson 1981. Michael Grant er mikilvirkur höfundur. Hann hefur skrifað fjölda bóka um fornöldina, einkúm rómverska fornöld. í þessari glæsi- lega út gefnu bók er efnið frum- miðaldir eða dagrenning miðalda. Ritið spannar tímabilið frá hruni Rómaveldis fram til 816. Oft hefur þetta tímabil verið nefnt „hinar dimmu aldir“, cn því fer fjarri að það sé réttnefni. Grant telur að á þessum öidum hafi gerjast og mót- ast sá grundvöllur sem síðari aldir byggðu á varðandi menningu og listir. Þetta var frjósamur tími einkum í listum, trúarbrögðum og ýmiskonar uppfundningum. Sú skoðun, að miðaldir og þá ekki hvað síst „hinar dimmu aldir“ hafi verið eðja barbarisma og menning- arleysis er nú á undanhaldi, enda var sú skoðun mótuð þegar hugar- heimur manna tók að aðlagast hinni þröngu skynsemishyggju og smáskítlegri nytsemishyggju sem upp kom með auknum áhrifum smáborgarastéttanna um og eftir frönsku stjórnarbyltinguna og sem náði hámarki „þegar nautpeningur aldamótanna tók að troðast inn í hin helgu vé“ eins og ágætur ntaður orðaði áhrif skynsemis og vúlgær-efnishyggju aldamótakyn- slóðarinnar. Grant er fjarri því að vera ein- stæður unt þessar skoðanir, eins og vitað er, eru franskir sagnfræðing- ar og þá einkunt „annalistarnir" frumkvöðlar nýs mats á aldarfari fyrri alda og endurmat þeirra á miðöldum er í þessa veru. Grant fjallar ekki aðeins um Evrópu, ekki síður um Islam og Kína, en áhrif Islams á evrópumenninguna voru róttæk og alhliöa. Miðaldir og þá frummiðaldir einkenndust m.a. af endurskoðun laga og réttarfars og á sama tímaskeiði var grund- völlur lagður í listum og skreytilist, og þessar aldir voru undanfari blómaskeiðs bókmenntanna á 12. og 13. öld. Siðmenningaráhrif kirkjunnar jukust og kirkjan mót- aði og agaði samfélögin og vemd- aði menningarvísinn í þeim stofn- unum, sem urðu fyrirmynd síðari alda klaustralífs um Evrópu. Þess- ar perlur menningarinnar St. Gall- en Luxeuil, Reinau, Reichenau, svo fáein klaustur séu nefnd, miðluðu öðrum því besta sem lifði í menningu samtímans og það voru áhrifin þaðan og siðmenningar- áltrif kirkjunnar, sem urðu kveikjan að menningarblómstran hér á landi á 12. og fram á 14. öld. Grant ver miklu rúmi í útlistun lista og bókagerðar og myndasafn ritsins bæði svart/hvítt og í litum fyllir upp textann. Þetta er ágætt inngangsrit að þeirri dagrenningu í menningu og mótun siðaðra samfélaga sem upp- hófst á frummiðöldum. Saul Bellow: The Dean’s December. A Novel. Scckcr & Warhurg 1982. Aðalpersónan er Corde, pró- fessor í blaðamennsku við háskóla í Chicago. Hann er giftur konu frá Rúmeníu, sem flúði land fyrir mörgum árum og er heimsfrægur stjörnufræðingur. Móðir hennar varð eftir og sagan hefst með því að hún veikist og er lögð inn á ríkisspí- tala. Corde og Minna, en það er nafn eiginkonunnar, fara austur fyrir tjald. Þar hefst baráttan við skriffinnskuna og jafnframt fréttir Corde af máli, sem hann hlaut að verðaviðriðinn heima í Chicago, þar sem einn stúdenta hans var myrtur af blökkum glæpamönnum. Corde tók upp málið og varð fyrir miklu aðkasti, einkunt frá jarmandi rétt- indabaráttu hópum, sem ákæra liann fyrir kynþáttaofsóknir og fleira af slíku tagi. Margir koma við sögu. í Rúmeníu kynnist hann af eigin raun sögu tengdamóður sinn- ar, sem hafði orðið fyrir barðinu á hreinsunum og fleira góðgæti. Santfélögin tvinnast saman í þessari sögu Bellows og Corde, heimur sögunnar verður heimur- inn í hnotskurn. Sagan er ákaflega skemmtilega skrifuð og er jafn- framt skissa af okkar tímum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.