Þjóðviljinn - 08.01.1983, Side 32
DJÖÐVIUINN
Helgin 8. - 9. janúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
Snúist gegn 50% hækkun fargjalda Strætisvagna Reykjavikur:
Verðlagsstoinun krefst lögbanns!
Mun styðja við bakið á Verðlagsstofnun, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
„Mér sýnlst einboðið að standa við bakið á Verlagsstofnun í
tilraunum hennar til að berjast gegn þessum óhóflögu og löglausu
hækkunum á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur sem borgar-
stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið og tóku gildi í
gærmorgun“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í samtali
við Þjóðviljann í gærkvöldi.
Verðlagsstofnun hefur ákveðið að krefjast þess að borgarfógeti
leggi lögbann við hinni ólögmætu hækkun á fargjöldum Strætis-
vagna Reykjavíkur, sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur
hefur samþykkt. Tók hækkunin gildi í gær án þess að fyrir lægi
samþykki Verðlagsráðs, einsog lögkveða á um. Hækkun fargjald-
anna er hvorki meira né minna en 46.5% að meðaltali, samkvæmt
upplýsingum borgarhagfræðings.
Verðlagsstofnun hefur farið þess á leit við fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs að hann veiti atbeina sinn í málinu og leggi
fram þá lögbannstryggingu sem krafist verður til þess að lögbannið
nái fram að ganga. Fjármálaráðherra hefur einsog áður sagði lýst
þeirri skoðun sinni að það beri að standa við bakið á Verðlags-
stofnun í þessu máli, eins og hann komst að orði.
„Égbafði ekkert um þetta mál heyrt um miðjan dagí gærogmér
hefur því ekki gefist tími til að skoða málið til hlýtar en formleg
afgreiðsla málsins fer fram strax eftir helgina“, sagði Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra í gærkvöldi.
-v.
12 hendur á lofti; einhliða hækkun. Frá afgreiðslu í borgarstjórn í fyrrakvöld. Ljósm. -eik,
Heildarfiskaflinn 1982:
Nær helmingi
minni en 1981
Þorskaflinn minnkaði um 90 þús. lestir
Komnar eru bráðabirgðatölur
yflr heildar fískafla íslendinga árið
1982 og varð hann 762.907 lestir á
móti 1.434.857 árið 1981. Munur-
inn er hvorki meira né minna en
672 þúsund lcstir.
Þorskaflinn varð 372.566 lestir
en var 461.895 lestir árið á undan,
og því nær 90 þúsund lestum minni
þorskafli í ár.
Annar botnfiskafli en þorskur
jókst hins vegar svo nam að magni
um það bil helming af minnkun
þorskaflans, en þar er um mun
verðminni fisktegundir að ræða. í
heild var botnfiskaflinn um
670.000 tonn á síðasta ári, en hafði
verið nær 716.000 tonn árið 1981.
Loðnuafli var aðeins 13.244 tonn
á síðasta ári, 642.430 tonn árið
áður, sem sagt aflinn í fyrra var
aðeins um 2% þess loðnuafla, sem
hér veiddist árið 1981. Síldarafli
var á síðasta ári 55.545 tonn en árið
áður 39.097 tonn.
-S.dór.
Afgreiðsla fjárhagsáœtlunar Reykjavíkur:
Felldu tillögur
minnihlutans
Hendur 12 borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins voru rígbundnar
við afgrciðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar í gærmorgun.
Aðeins einu sinni fékk tillaga frá
minnihluta einhvern stuðning; það
var þegar Magnús L. Sveinsson
greiddi atkvæði með tillögu Al-
þýðubandalagsins um styrk til
Listasafns alþýðu. Það dugði þó
ekki til.
Allar breytingatillögur minni-
hlutans, stórar sem smáar voru
felldar. Af málum sem ekki fengu
stuðning má nefna tillögur Alþýðu-
bandalagsins um einfalda verðlags-
hækkun í stað niðurskurðar á
styrkjum til Alþýðuleikhússins,
Framfarafélags Breiðholts,
Leigjendasamtaka og Torfusam-
taka; tillögu um 200 þúsund krónur
til að bjarga Reykjavíkurmynd
Lofts Guðmundssonar frá 1940-
1942 frá eyðileggingu; tillögu um
að gera upp eina íbúð í Bjarnaborg
og uppfylla kröfur eldvarnareftir-
lits, og svo mætti lengi telja.
-ÁI
84,6% hœkkun á fargjöldum frá 16. nóvember:
13—15 árn böm greiða
miljónir í strætó í ár
Tillögur AB um hœkkað aldursmark vísað frá í borgarstjórn
Tillögu Alþýðubandalagsins um
að aldurstakmark barnafargjalda
með strætó yrðu hækkuð úr 12 í 15
ár eftir 84,6% hækkun fargjalda á
hálfum öðrum mánuði var vísað
frá með atkvæðum 12 borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins í gær-
morgun. Nafnakall fór fram um til-
löguna.
f frávísunartillögu íhaldsins segir
að öll rök skorti til þess að breyta
viðmiðunaraldrinum auk þess að
ekki sé gert ráð fyrir fé í þessu skyni
í fjárhagsáætluninni. í máli Davíðs
Oddssonar borgarstjóra kom fram
að hér væri um miljónir að ræða.
Guðrún Ágústsdóttir sagði at-
hyglisvert að ef 3-4000 börn á aldr-
inum 13, 14 og 15 ára hættu að
greiða fullorðinsfargjald yrði um
margra miljóna tap að ræða fyrir
borgarsjóð. í ljós kæmi að þessi
aldurshópur myndi á árinu 1983
greiða fléiri miljónir í strætisvagn-
afargjöld eftir þá hækkun sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ein-
hliða ákveðið. Þetta væri staðfest-
ing á þeim orðum Alþýðubanda-
lagsins að hækkunin bitnaði verst á
efnalitlum og barnmörgum fjöl-
skyldum. Tillagan væri einmitt
fram komin vegna ákvörðunar um
50% hækkun fargjalda nú, en á
hálfum öðrum mánuði, þ.e. frá 16.
nóvember, hefðu strætisvagna-
gjöld í Reykjavík hækkað samtals
um 84,6%.
Nafnakall var einnig um 50%
hækkunina nú og greiddu allir full-
trúar minnihlutans atkvæði gegn
henni og þegar tillaga Kvenna-
framboðs um að fargjöld stæðu
undir 60% af rekstri í stað 70%,
eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ákveðið, var borin upp, studdu 9
fulltrúar minnihlutans þá tillögu
líka. Meirihluti 12 Sjálfstæðis-
manna stendur því einn að þessari
árás á kjör strætisvagnafarþega.
50% hækkun SVR
Hækkar vísitöluna
segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ
„50% hækkun á fargjöldum
SVR hækkar framfærsluvísitöluna
um 0,8% samkvæmt núgildandi
vísitölukerfi“, sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ í gær.
„í nýja vísitölugrunninum myndi
hún vega töluvert minna eða lík-
hefur fengið yfirlýsingu ríkisstjórn-
ar um að hún muni sjá til þess að
verðhækkanir á opinberri þjónustu
verði ekki nema á síðustu 10 dög-
um fyrir útreikning verðbóta, sem
næst verður 1. febrúar. Hér munar
því um tveimur vikum, en hækkun-
um 0,8%
in fæst fyrst bætt í verðbótum 1.
ntars nk. Ásmundur sagði að
Reykjavíkurborg hefði hingað til
miðað hækkun sína á sínum þjón-
ustugjöldum við verðlagstímabilin
enda hefðu hækkanir hingað til
verið staðfestar af viðkomandi yfir-
völdum.
-ÁI
lega um 0,3% hækkun, þar sem
neyslukönnun sýndi að notkun
strætisvagna hefur minnkað hjá
meðalfjölskyldunni. Hins vegar er
ljóst að fyrir lágtekjufólk, sem
vegna lítilla tekna notar strætis-
vagna en ekki einkabíl, er þessi
tala, 0,8%, síst of há“, sagði Ás-
mundur.
Um hækkunina að öðru leyti
sagði hann að ekki hefði verið sótt
um hana til verðlagsyfirvalda,
þannig að ekki yrði séð að hún væri
framkvæmd á löglegan hátt. Enda
hefðu verðlagsyfirvöld ákveðið að
grípa til ráðstafana til að hnekkja
henni.
Engin lög eða reglur eru til um
það hvenær hækka megi vörur og
þjónustu, en verkalýðshreyfingin