Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN, Þriðjudagur II. janúar 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ’Umsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjori: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar Augíýsingar: Ásiaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Morgunblaðið vill óbreytt orkuverð • Það er greinilegt að engin takmörk eru fyrir því hversu langt Morgunblaðið leyfir sér að ganga í auðmjúkri þjónustu við auðhringinn Alusuisse, sem hér rekur álverksmiðju í Straumsvík. • í forystugrein Morgunblaðsins á sunnudaginn var er kom- ist svo að orði: - „Öllum er ljóst, að miðað við stöðu ál- iðnaðarins í heiminum er varanleg verðhækkun á raforku til álversins í Straumsvík óraunhæf nema samþykkt verði að auka megi framleiðslugetu þess.“ • Morgunblaðið heldur því sem sagt blákalt fram að krafa af okkar hálfu um hækkað raforkuverð til álversins í Straumsvík sé einfaldlega „óraunhæf“ nema búið sé að stækka verksmiðjuna svo og svo mikið! - Það er ekki ama- legt fyrir álfurstana í Sviss þá dr. Múller ogherra Sorato aðfá svona yfirlýsingar frá íslandi, og ekki að undra þótt þeir lifi í voninni um stjórnarskipti á íslandi. • Morgunblaðið segist telja óraunhæft að við íslendingar séum að heimta hærra raforkuverð af auðhringnum en þessi 6,5 mill, sem er það lægsta orkuverð sem finnst hvar sem leitað er í nálægum löndum í hliðstæðum viðskiptum óskyldra aðila. • Morgunblaðið Iætur hins vegar að því liggja, að væntan- lega geti stjórn Landsvirkjunar valdið þáttaskilum í samn- ingum við auðhringinn um orkuverðið. Þau þáttaskil, sem Morgunblaðið vill sjá eru hins vegar greinilega nýir samning- ar um óbreytt orkuverð fyrst allar kröfur um hækkun eru stimplaðar óraunhæfar. • En er nú víst, að Morgunblaðið eigi sér vísan bandamann í þessum efnum þar sem er stjórn Landsvirkjunar? Við leyfum okkur að draga það í efa. Að vísu má vera, að framganga Jóhannesar Nordal, stjórnarformanns Lands- virkjunar í fréttatíma sjónvarpins á föstudaginn var hafi gefið Morgunblaðsmönnum átyllu til að ætla að svo væri. En hér er á fleira að líta. • í opinberri greinargerð um rafmagnsverð til stóriðju, sem Landsvirkjun sendi frá sér í septembermánuði s.I. segir svo á blaðsíðu 31: • „Meðalverð á raforku til álvera í Evrópu var árið 1981 um 20 mill. Á sama tíma greiddu öll álver Alusuisse að meðaltali 22 mill og álver Pechiney greiddu 24 mill. Spænskar álverk- smiðjur fóru fram á niðurgreiðslur á raforku niður í 25 mill, en fengu niður í 27 mill til að þær yrðu samkeppnisfærar. Þessar tölur benda til þess, að ef tekið er tillit til flutnings- kostnaðar og allur annar kostnaður er eins, ætti ISAL að geta greitt allt að 22 mill fýrir orkuna. Þegar á allt er litið, virðist raunhæft að fara fram á tvö- til þreföldun á núverandi orkuverði til ÍSAL.“ • Við biðjum menn að taka vel eftir því, að þetta er orðrétt úr greinargerð Landsvirkjunar frá því í haust, og þarna kemur fram sama niðurstaða ýtarlegra athugana og áður lá fyrir frá sameiginlegum starfshópi iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar, Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins. 1 • Með öðrum orðum: Það er Morgunblaðið eitt og pólitísk- ir aðstandendur þess, sem telja allar kröfur um hærra orku- verð til álversins óraunhæfar. Á sama tíma er það niðurstaða allra sérfróðra og óvilhallra aðila, að kröfur um tvöföldun til þreföldun orkuverðsins séu sjálfsagðar og rökin fyrir þeim sterk. • Afstaða Morgunblaðsins í þessu mikilvæga máli gengur þvert gegn íslenskum þjóðarhagsmunum og er fordæm- anleg. • í gögnum sem Ragnar Halldórsson, forstjóri ISAL sendi fjölmiðlum fyrir stuttu segir að meðalorkuverð hjá álverum í heiminum og hjá Alusuisse sérstaklega sé „ekki 22-24 mill sem ráðherrann villveraláta,heldur milli 16 og 17 millí‘Þetta er einkar athyglisverð yfirlýsing og hvað sem réttmæti henn- ar líður þá gefur hún tilefni til að slá því föstu, að ágreiningur milli aðila varðandi meðalorkuverð hjá verksmiðjum AIu- suisse erlendis og til álvera í heiminum yfirleitt snúist um það hvar á bilinu 16 til 24 mill þetta meðalverð liggi. • Morgunblaðið telur hins vegar að hér sé óraunhæft að krefjast hækkunar frá smánarverðinu 6,5 millH I kaffi hjá Jóni Baldvin „Þetta byrjaði allt saman í kaffi hjá Jóni Baldvin. Það var árið 1974, hann var skólameistari Menntaskólans á ísafirði og ríkis- stjórnin hafði áætlanir um að senda herinn úr landi.“ Þannig hefst inngangur í Helgarpósti að viðtali við Arnór Sigurjónsson soldáta að mennt og lesendur hljóta að kikna í hnjánum and- spænis svo dýrmætri þekkingu og reynslu. Auk þess er með viðtal- inu gefið til kynna að stríð og vopnaskak hafi tilgang, já æðri tilgang. „I alvöru stríði kynnist maður sjálfum sér og sínum eigin mörk- um“, segir maðurinn og göfug sjálfsíhugun af þessu tagi hlýtur að réttlæta vopnuð átök nær færi gefst. Helgarpósturinn er veikur fyrir þessari rómantík; strákur í kaffi hjá Styrmi og Jóni Baldvin, sleginn til soldáts, einkennis- klæddur andspænis Rauða hern- um, í sprengjuregni í Líbanon, yfirlögregluþjónn sem vill kenna lögreglumönnum að fara með skotvopn, tilvonandi hernaðar - ráðgjafi. Helgarpósturinn segir: „Þeir sátu í eldhúsinu hjá skólameistar- ahjónunum, skólabróðir þeirra Jóns og Bryndísar, Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgun- blaðsins, Einar Guðfinnsson frá Bolungarvík og Arnór Sigurjóns- son. Hinir síðarnefndu nementi- ur í þriðja bekk skólans og talið barst að því hvað ungir menn ætl- uðust fyrir að menntaskóla lokn- um. - Það er ekki annað að gera en fara út og læra til hermennsku í þeirri von að geta talað um þau mál af skynsemi, lagði Arnór til málanna." Teningnum var kastað. Andspœnis Rauða hernum „En hugmyndin var fædd og ári síðar var hann kominn í nýliða- skóla norska hersins. Hann kom heim aftur í sumar, sjö árum síðar, liðforingi að tign og hefur stjórnað mönnum sínum í Norður-Noregi andspænis Rauða hernum, starfað í yfirherstjórn Norður-Noregs og friðargæslu- sveit Sameinuðu þjóðanna í Lí- banon.“ Þannig hefur víkings- i eðlið fengið að njóta sín í Arnóri þó vegur hans hafi farið minnk- andi. „Nú hefur hann fengið skrifstofu í Lögreglustöðinni í Reykjavík og er ekki lengur liðsforingi, heldur aðstoðaryfir- lögregluþjónnog kennir nemend- um Lögregluskólans“, segir Helgarpóstur og virðist ekki al- veg sáttur við hlutskipti manns- ins. Það er dýrlegur draumur... Síðan spyr biaðið: „Er ekki draumur þinn - með hliðsjón af menntun þinni og þjálfun - að koma hér upp sér- þjálfaðri lögreglusveit? - Það er mat yfirvalda á hverjum tíma að ákveða hvað þarf að gera. Og eiginlega æiti ég að vísa þessari spurningu hér upp á næstu hæð, segir Arnór og bendir með vísifingri uppfyrir sig. Það er lögreglustjóri sem á að svara þessu.“ í hans hendi... Jamm, það er í hans hendi hvað verður úr þessum pilti sem hefur verið með í stríði, “þar sem maður kynnist sjálfum sér“. Það getur verið býsna strembið að stríða. „Þess vegna lætur maður mennina gjarnan fara að grafa skotgrafir eða hlaða skotfæra- belti - aðallega til að dreifa hug- anum“, segir Arnór Sigurjóns- son. „Er íslenska lögreglan tilbúin að takast á við vopnaða menn-'' hugsanlega erlenda hryðjuverka- menn?“ spyr Helgarpóstur af því að innlendir uppreisnarseggir koma ekki til greina. „Já, ég hef fyllstu trú á því, að íslenska lög- reglan gæti gert það sem gera þyrfti", svarar Arnór og lesand- inn verður að ráða í martröðina þegar á að fara brytja niður mannskap eins og á Sturlunga- öld, eða til hvers eru vopnin? Hann vill verða hernaðar- ráðgjafi „Hitt er þó kannski mikilvægara í huga liðsforingjans fyrrverandi, að hann hefur flutt til landsins nútíma hernaðarþekkingu byggða á sjö ára reynslu og námi.“ Það vantar hernaðarráðgjafa. „Það er undir slíkt sem ég hef verið að undirbúa mig“, segir Arnór og er búinn að gleyma að ætlunin var í upphafi að geta tal- að af viti um „varnarmál". Það er svo spurning, hvort ekki væri heppilegra að hernaðarráðgjafi kæmi af öðrum vettvangi en All- oy Express Natós. Spurning hvort drengurinn þyrfti ekki að komast í læri hjá Rauða hernum sem hann stóð andspænis forðum í fullum skrúða, svona rétt til að verða líklegri til hlutlauss mats. En það hlýtur að vera æsileg til- hugsun fyrir þá í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins að fá ráðunaut sem staðið hefur and- spænis Rauða hernum.... - óg> Kauplœkkanir og kerfisvarsla f skætingspistli í Tímanum í sl. viku var því haldið fram, að Al- þýðubandalagið standi gegn skynsamlegum efnahagstil- lögum. En hvernig er það með þessar tillögur Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum... hvers vegna í ósköpunum birtir Tíminn þær aldrei? Til glöggvunar skal á það bent, að efnahagstillögur Framsóknar- flokksins snúast um tvennt: 1) kauplækkanir 2) að verja óbreytta yfirbyggingu og stjórn- kerfi þjóðfélagsins. Með öðrum orðum stendur ekki annað eftir en kauplækkun á kauplækkun of- an. Þessar tillögur eru ekki settar á blað til birtingar opinberlega. En þó má finna í ýmsum gögnum stjórnarsamstarfsins fróðlegar heimildir um kauplækkunarár- áttu þessa flokks. Verðbólgu- valdur í ofanálag Þess er heldur ekki víða getið í málgögnum Framsóknarflokks- ins, að flokkurinn er einn megin verðbólguvaldur síðustu ára. í því sambandi væri ekki úr vegi að birta opinberlega yfirlit yfir áhrif fiskverðsákvarðana for- manns Framsóknarflokksins á verðbólgustærðir. Ekki síst væri athyglisvert að taka á því hvernig Framsóknarflokkurinn stóð að síðustu fiskverðákvörðun. Þjóð- viljinn fullyrðir að sull sjávarút- vegsráðherra með gengi í tengsl- um við fiskverðsákvarðanir hafi eitt sér munað 10-20% í verð- bólgu þessa árs. Mætti Tíminn gjarnan birta yfirlit yfir gengistil- lögur Framsóknarflokksins í nú- verandi ríkisstjórn og verðbólgu- áhrif þeirra tillagana. Þá kemur væntanlega fram niðurtalningar- aðferðin og kostir hennar. Hœgri sigur í Framsókn Það fór eins og vænta mátti að Ólafur Jóhannesson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins. Hins vegar varð þeim sem von- uðust til að kona skipaði annað sæti ekki að ósk sinni (engar breytingar í Framsókn). Hins vegar varð Haraldur Ólafsson, sem skrifað hefur langar greinar og vandaðar um næstu hægri stjórn, í öðru sæti. Það fer því ekki á milli mála, að það var fylk- ing Helguvíkurmanna og Natós, sem þarna vann sigur. -óg k.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.