Þjóðviljinn - 11.01.1983, Síða 5
Þriðjudagur 11. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Tillögur leiðtoga Varsjárbandalagsins:
Friðarsáttmáli Nato og
V ars j árbandalagsins
Tillögur leiðtogafundar V'arsjár
bandalagsríkjanna sem haldinn var
í Prag í Tékkóslóvakíu 4.-5. janúar
s.l. hefur vakið athygli á Vestur-
löndum, enda opna þær leiðir til
skjótari árangurs í afvopnunarmál-
um en menn hafa þorað að vona.
Tillögurnar ítreka fyrri tilboð
Andropovs um fækkun meðáldrægra
kjarnorkuvopna í Evrópu í sam-
ræmi við vopnaforða Breta og
Frakka. Einnig er boðið upp á þá
„núll-lausn“ er felist í eyðileggingu
allra kjarnorkuvopna í Evrópu. Þá
lýsa leiðtogarnir sig hlynnta hug-
myndum um kjarnorkuvopnalaus
svæði í Norður-Evrópu, Balkan-
löndum og annarsstaðar á megin-
landinu. En mesta athygli hefur þó
vakið tilboð þeirra um gagn-
kvæman samning Atlantshafs- og
Varsjárbandalagsins er feli í sér
skuldbindingu aðila um að vera
ekki fyrri til að beita kjarnorku-
vopnum eða hefðbundnum vopn-
um gegn hinum aðilanum. Hér á
eftir fer útdráttur úr stjórnmálayf-
irlýsingu leiðtogafundarins:
Ekkert verkefni er þjóðum
heimsins mikilvægara en
varðveisla friðar og stöðvun víg-
búnaðarkapphlaupsins. Því leggja
leiðtogar Varsjárbandalagsríkj-
anna nú tillögur fyrir aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins er fela í
sér að gerður verði saamningur á
milli aðila um gagnkvæma skuld-
bindingu á að beita ekki hervaidi
og viðhalda friði. Meginatriði slíks
samnings ætti að vera gagnkvæm
skuldbinding um að verða ekki
fyrri til að beita kjarnorkuvopnum
eða hefðbundnum vopnum gegn
mótaðilanum og því um leið gagn-
kvæm skuldbinding um að beita
mótaðilan ekki hervaidi.
Samningurinn mundi jafnframt
fela í sér skuldbindingu um að aðil-
ar beittu þriðja aðila ekki valdi, og
hann mundi jafnframt ekki tak-
marka rétt aðila til sjálfsvarnar ein-
stakra aðiidarríkja eða fleiri
bandalagsríkja í sameiningu í sam-
ræmi við stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna. Samningurinn ætti að
vera opinn öllum ríkjum til aðildar.
Þátttakendur Pragfundarins hvetja
Nato-ríkin til þess að taka þetta
nýja frumkvæði til gaumgæfilegrar
athugunarog svaraþvímeð jákvasð-
um hætti.
Ögrunarstefnan
í yfirlýsingunni segir að áfram-
haldandi þróun slökunarstefnunn-
ar sé nú í hættu, og að í stað sam-
vinnu hafi komið andrúmsloft ögr-
unar. Vígbúnaðarkapphlaupið sé
nú að þróast yfir á nýtt og enn
hættulegra stig. Vígbúnaðarstefna
Bandaríkjanna og sumra banda-
manna þeirra, sem miði að því að
ná hernaðariegunt yfirburðum,
ógni nú öllu jafnvægi í alþjóða-
málum.
í yfirlýsingunni segir að Banda-
ríkin hafi tekið upp kenningar sem
ógni friðnu og byggi á þeirri for-
sendu að hægt sé að sigra í kjarn-
orkustyrjöld með því að verða fyrri
til að beita kjarnorkuvopnum.
Aðildarríki Varsjárbandalagsins
hafa lagt þunga áherslu á að sér-
hver von um að hægt sé að sigra í
kjarnorkustyrjöld sé vitfirring. Þar
verður ekki um sigurvegara að
ræða. Slík styrjöld mundi leiða af
sér eyðingu þjóða og hafa ólýsan-
legar afleiðingar í för með sér fyrir
siðmenninguna og lífið á jörðinni.
Leiðtogarnir leggja áherslu á að
nú þurfi að bregðast skjótt við, á
nteðan enn eru möguleikar á að
stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og
hefja afvopnun. Þeir segja að Var-
sjárbandalagsríkin vænti þess að
hin kjarnorkuveldin muni svara
einhliða yfirlýsingu Sovétstjórnar-
innar um að verða aldrei fvrri til að
beita kjarnorkuvopnum með
hliðstæðri yfirlýsingu.
Frysting
Þeir segja að gagnkvæm frysting
langdrægra sóknarvopna Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna og
fyllsta eftirlit með tæknilegri end-
urnýjun þeirra sé mikilvægt skref í
átt til stöðvunar vígbúnaðarkapp-
hlaupsins. Jafnframt leggja þeir
ríka áherslu á að samið verði um
eyðingu kjarnorkuvopna í áföng-
um.
í ályktuninni er lögð áhersla á
mikilvægi þess að dregið sé úr út-
gjöldum til hernrála, og beri að
verja þeim fjármunum er þannig
sparist til aðstoðar við þróunarrík-
in og til félagslegrar og efnahags-
legrar uppbyggingar.
Varðandi Evrópu, þá telur yfir-
lýsingin að besta lausnin væri sú
„núll-lausn“ er fæli í sér að öll
meðaldræg og skammdræg kjarn-
orkuvopn í Evrópu yrðu lögð nið-
ur. Vilji gagnaðilar hins vegar ekki
fallast á slíka lausn er vísað til til-
lagna Andropovs frá 21. desember
s.l. (Sjá Þjv. 28. des. s.l.). Fundur-
inn bendir á að á meðan afvopnun-
arviðræður fara fram í Genf hóti
Nato-ríkin að koma upp nýjum
meðaldrægum bandarískum eld-
flaugum í Evrópu. Það sé nauðsyn-
legt skilyrði þess að afvopnunarvið-
ræðurnar í Genf beri árangur, að
ekkert það skref verði tekið
er
flæki málin. Hins vegar sé nauðsyn:
legt að stíga skref í þá átt að bæta
andrúmsloftið og flýta þannig fyrir
raunhæfum árangri. Um leið og
Varsjárbandalagsríkin boða rót-
tækan niðurskurð á kjarnorku-
vopnum og eyðingu efnavopna í
Evrópu lýsa þau áhyggjum sínum
af þeirri hættu sem stafar af miklu
magni hefðbundinna vopna í álf-
unni. Stungið er upp á gagn-
kvæmri fækkun bandarískra og so-
véskra vopna í Mið-Evrópu. Hægt
væri að skipuleggja slíkt með sam-
komulagi, en þar til slíkt sam-
komulag væri í höfn ætti að stöðva
alla aukningu vígbúnaðar.
Kjarnorkuvopna-
laus svæði
Þá segir að Varsjárbandalagið sé
hlynnt tillögum um myndun kjarn-
orkuvopnalausra svæða í norður-
Evrópu, á Balkanskaganum og í
öðrum hlutum álfunnar. Þá eru
þeir einnig hlynntir hugmyndum er
miða að friðlýsingu Miöjarðarhafs-
ins og leggja til viðræður um þessi
mál.
Þá leggja þeir áherslu á að
Madrid-fundinum verði lokið og
að þar verði gengið frá samkomu-
lagi um aðra ráðstefnu um upp-
byggingu gagnkvæms trausts, ör-
yggis og afvopnunar í Evrópu, er
miði að því að draga sem mest úr
tortryggni og leysa jafnframt úr
þeim hindrunum er standa í vegi
fyrir afvopnun í þessum heims-
hluta.
Leiðtogarnir lýsa því yfir að lok-
um, að þrátt fyrir flókna og hættu-
lega stöðu heimsmála, þá séu
möguleikar fyrir hendi til þess að
yfirstíga erfiðleikana og snúa þeirri
þróun sem nú á sér stað við, þannig
að hún verði í samræmi við vilja
þjóðanna.
Viðbrögð
Viðbrögð leiðtoga Nato-
ríkjanna viö tillögum þessum hafa
verið varkár, en þó mun jákvæðari
en viðbrögðin við tillögum And-
ropovs fyrir hátíðarnar. Reagan
Bándaríkjaforseti sagði að taka
þyrfti tillögurnar til athugunar og
Pym utanríkisráðherra Breta sagði
tillögurnar vera allrar athygli
verðar.
Það er álit margra, að með til-
lögum þessum hafi Varsjárbanda-
lagið tekið fruntkvæðið í afvopnun-
armálum úr hendi Vesturveldanna
og að þær muni verða til þess að
draga enn frekar úr stuðningi al-
mennings á Vesturlöndum við ögr-
unarstefnu Reagans og sumra
stjórnvalda í Nato-ríkjunum.
-ólg.
Nú er hægt að gera góð kaup í teppum. Okkar
áriega bútasa/a og afsláttarsala byrjar 10. janúar
og stendur í 10 daga.
Teppabútar af öllum mögulegum
stærðum og gerðum með miklum
afs/ætti og fjö/margar gerðir
gólfteppa á ótrúlega góðu verði.