Þjóðviljinn - 21.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1983, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1983 Kveðjuorð Guðmundur Vigfússon Guðmundur Vigfússon fyrrv. borgarfulltrúi lést miðvikudaginn 12. janúar s.l. þá 67 ára að aldri. Andlát Guðmundar kom mér, og mörgum nánum vinum hans, mjög á óvart. Ég vissi að vísu, að hann hafði kennt sjúkleika, en að mér hvarflaði ekki, að Guðmund- ur, sem enn stundaði atvinnu sína eins og best varð á kosið, væri svo hættulega veikur að búast mætti við þeim úrslitum sem urðu. Guðmundur Vigfússon var fæddur að Hrísnesi í Barðastrand- arhreppi 14. september 1915. Hann var því að komast á fullorðinsár og mótast sem einstak- lingur í upphafi heimskreppunnar miklu, sem hérfór aðsegja til sln af alvöru um 1930. Guðmundur átti ekki þess kost á þeim árum að ganga menntaveg- inn, eins og það hefir stundum ver- ið kallað. Fyrir honum lá því ekki langskólanám og hann hlaut ekki þá viðurkenndu námstitla, sem nú eru mest í hávegum hafðir. Hefði Guðmundur verið 15 ára um 1945 til 1950, þykir mér líklegt, að hann hefði orðið verkfræðingur, arkitekt, hagfræðingur eða félags- fræðingur svo nokkrar gagnmerkar menntagreinar séu nefndar, því nægar hafði Guðmundur námsgáf- ur til að ná þessum menningar- stigum. En tími Guðmundar var annar. Hann var sonur fátækra hjóna, hann var einn af þeim greindu og gáfuðu unglingum, sem stóð á sín- um mótunarárum frammi fyrir atvinnuleysi, og fátækt og frammi fyrir takmörkuðum réttindum þeirra, sem ýmist strituðu við land- búnað, fiskveiðar eða við verka- mannavinnu. Hlutskipti Guðmundar var ekki langskólamenntun. En hann fékk eigi að síður góða undirstöðu- menntun. Hann sótti unglinga- skóla og nam af þeim sem lengra voru komnir, og svo var hann sem ungur maður strax kominn í skóla lífsins, og lærði á umhverfið og mannlífið, og lærði að mennta sig sjálfur. Guðmundur Vigfússon var góð- ur fulltrúi sinnar kynslóðar. Hann var einn af þeim sem kallaður var sjálfmenntaður. Hann var við sín verkalok í rauninni gagnmennt- aður maður; fróður um flesta hluti, víðlesinn og maður með skarpa dómgreind. Guðmundur Vigfússon var eins og kunnugt er einn af kunnustu for- ystumönnum íslenskra sósíalista um langt árabil. Kunnastur var hann eflaust, sem forystumaður sósíalista í borgar- stjórn Reykjavíkur, en þar var hann fulltrúi frá 1950 til 1970, eða í full 20 ár. Guðmundur var í borgar- ráði Reykjavíkur 1952 til 1970 og varamaður áður í tvö ár. Á þessum arum hafði Guð- mundur mikil áhrif á rekstur borg- arinnar og gífurleg áhrif á sam- skipti fjölda borgarbúa við stofn- anir borgarinnar. Guðmundur hafði ekki aðstöðu í borgarstjórn sem meirihlutamaður, en þrátt fyrir það hafði hann sín miklu áhrif. Guðmundur var þannig maður að með honum var gott að vinna. Hann var tillögugóður, skýr og rökfastur og af þeim ástæðum hafði hann oft meiri áhrif en búast mátti við vegna pólitískrar stöðu sinnar. Enginn vafi leikur heldur á, að Guðmundur nýtur almennrar við- urkenningar þeirra sem með hon- um unnu m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur. Starf Guðmundar að borgarmál- efnum Reykjavíkur var mikið og vissulega er ástæða til að minnast þess. En ekki er síður ástæða til að minnast nú við leiðarlok, þess mikla og góða starfs, sem Guð- mundur innti af hendi í þágu pólití- skra samtaka okkar sósíalista og í þágu verkalýðssamtakanna. Guðmundur var erindreki Al- þýðusambands Islands 1943-1948 og ferðaðist þá um allt land, hélt fundi og aðstoðaði verkalýðsfélög. Hann var skrifstofustjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1948-50, mætti á Al- þýðusambandsþingum og var í full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík í mörg ár. Guðmundur Vigfússon var því einn af þeim, sem vann ósleitilega í mörg ár að því að treysta skipulag verkalýðshreyfingarinnar og að því að þoka áfram hagsmunamálum verkafólks og sjómanna. Guðmundur var í stjórn Sam- bands ungra kommúnista 1934-38, í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar og síðar varð hann fulltrúi í miðstjórn Sósíalistaflokksins og í fram- kvæmdanefnd flokksins í yfir 20 ár. Guðmundur Vigfússon var í fremstu röð þeirra, sem stóðu að stofnun Alþýðubandalagsins fyrst sem kosningasamtaka 1956 og síðar að því að stofna Alþýðu- bandalagið sem formlegan stjórn- málaflokk árið 1968. Störf Guðmundar í stjórnmála- samtökum okkar sósíalista verða ekki rakin hér að neinu ráði. Þau voru mikil og góð og ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar allra félag- anna sem með Guðmundi störf- uðum á þessum árum, þegar ég þakka Guðmundi fyrir hans mikla og góða starf og óeigingjörnu vinnu, og fyrir einstaklega hlýlegt og vinsamlegt samstarf. Þegar ég minnist vinar míns, Guðmundar Vigfússonar, er hann í mínum huga dæmigerður góður sósíalisti; sósíalisti af þeirri gerð, sem sér og finnur til, sósíalisti sem vinnur að því að gjörbreyta þjóðfé- laginu til hagsbóta fyrir þá, sem undir hafa orðið í lífsbaráttunni, maðurinn sem er reiðubúinn til að berjast fyrir rétti þeirra sem með hörðum höndum vinna þau störf í þjóðfélaginu sem mestu máli skipta. Guðmundur fékk sína eldskírn í baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þá skipti mestu máli að tryggja atvinnu, að knýja fram eðlilegar launabætur og að fá félagsleg rétt- indi viðurkennd. Á síðari árum gaf Guðmundur sig mjög að skipulagi húsnæðis- mála og framkvæmdum á því sviði. Hann gerði sér góða grein fyrir því, hve þýðingarmikil kjarabót það er, öllu alþýðufólki, að eiga öruggan aðgang að heilsusamlegu húsnæði. Fullyrða má, að Guðmundur átti drjúgan þátt í að koma fram þeim umbótum í húsnæðismálum hinna lægst launuðu, sem tekist hefir að koma á hin síðari ár. Síðasti starfsvettvangur Guð- mundar var einmitt hjá Húsnæðis- málstjórn þar sem hann hafði með að gera framkvæmdir á sviði verka- mannabústaða. Eftirlifandi kona Guðmundar er Marta Kristmundsdóttir. Allan þann tíma, sem Guðmundur var önnum kafinn í sínu fjölbreytta fé- lagsmálastarfi, stóð Marta við hlið hans. Það hefir ekki farið fram hjá mér, né neinum okkar félaganna, sem nánast samstarf höfðum við Guðmund, að með engu móti hefði honum tekist að koma öllu því í verk, sem hann gerði fyrir flokk og félög og fyrir íbúa Reykjavíkur sem borgarfulltrúi, nema af því að Marta, konan hans, stóð af áhuga og fullum skilningi með honum í öllu hans starfi, og tók á sig ómælda fyrirhöfn og áhyggjur með manni sínum. Marta hefir líka allan tímann verið virkur og áhugasamur sósíal- isti. Við félagarnir, sem nánast sam- starf áttum við Guðmund, þökkum þér Marta fyrir þinn hlut í ykkar sameiginlega og ágæta starfi. Við félagarnir vottum þér, Marta, inni- lega samúð okkar með þakklæti fyrir samstarfið við okkur. F. 14. sept. 1915 D. 12.jan. 1983 Við vottum jafnframt börnum ykkar hjóna og öllu skyldfólki samúð okkar við fráfall félaga okk- ar og samstarfsmanns. Að lokum flyt ég þér, Marta, og öllu þínu fólki sérstakar samúðar- kveðjur mínar og minnar konu fyrir vináttu þína og ykkar Guð- mundar við okkur hjón. Lúðvík Jósepsson. Minnisstæður maður, samstarfs- aðili og mótherji í senn, Guðmund- ur Vigfússon frá Hrísnesi á Barða- strönd, varð bráðkvaddur fyrir viku og er borinn til moldar í dag. Þessi geðþekki og greindarlegi maður, sem vakti traust og tiltrú við fyrsta handtak, var kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1950 og vann þar af trúmennsku í tuttugu ár. Þau voru níu árin, sem við Guð- mundur störfuðum saman að mál- efnum höfuðborgarinnar. Frá þeim árum lifir minningin um glöggskyggnan mann og ábyrgan, fullan af áhuga á framförum og fé- lagslegum umbótum. Auðvitað var stjórnmálaágreiningur um sum máj, en samstaða um fleiri. Áður höfðum við Guðmundur kynnst í kosningabaráttu á Snæfells- nesi þar sem við kepptum tvívegis um þingsæti. Einhvernveginn gerðist það, að hlýjar kenndir og vináttubönd urðu til okkar á milli í öllum þess- um samskiptum og entist sá vin- skapur alla stund. Eg minnist Guðmundar Vigfús- sonar með þökk og virðingu og votta Mörtu Kristmundsdóttur konu hans, börnum þeirra og öðr- um ástvinum samúð í söknuði þeirra og mikla missi. Gunnar Thoroddsen Guðmundur Vigfússon gekk ungur maður til liðs við þá þjóðmálastefnu, er hafði það að meginmarkmiði að bæta lífskjör þeirra, sem minnst niega sín og skarðastan hlut bera frá borði. Má segja, að á þeim vettvangi liggi allt hans ævistarf. I fyrstu var það unnið á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar, síðan á sviði borgarmálefna Reykjavíkur og að lokum hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Guðmundur var mörgum kost- um búinn. Hann var viðkynning- argóður og óvenju lipur í samvinnu við aðra menn, bæði samherja og andstæðinga. Honum tókst jafnan með Ijúfmennsku sinni og hyggind- in í vinnubrögðum að komast lengra og ná meira árangri en ýmsir þeir, sem virtust við fyrstu sýn vera á meiri hraða én hann. Höf- uðeinkenni Guðmundar voru skyldurækni og trúmennska, sem aldrei brást. Hann átti mjög auðvelt með að setja skoðanir sínar fram á einfaldan og ljósan hátt, hvort heldur sem var í ræðu eða riti. Hann dró fram aðalatriðin og fylgdi þeim eftir. Málefnin sjálf, þótt um þau væri fjallað á vettvangi andstæðra fylkinga, hófust í hönd- um hans á það stig, að hið harða pólitíska yfirbragð, sem löngum hefur einkennt málefnaumræðu okkar, vék til hliðar. Þar af leiddi, að honum auðnaðist á löngu tíma- bili að sigla hinn úfna sjó harðra sviptinga og átaka betur en mörg- um öðrum og ná farsællega landi. Guðmundur var gæfumaður í sínu lífi. Hann var maður friðar og sátta. Óvildarmenn átti hann enga. Hann hafði einatt bætandi áhrif á umhverfi sitt, hvar sem hann fór, og laðaði fram hið jákvæða í mann- iegum samskiptum. Slíkir menn eins og hann skilja eftir sig fleiri farsæl spor og víðar en greint verð- ur við fljóta yfirsýn. Við hjónin áttum margar ánægj- ulegar samverustundir á liðnum árum með honum og Mörtu Krist- mundsdóttur, konu hans, og fjöl- skyldu þeirra. Er margs að minnast úr þeirri samferð og mikið að þakka. Við sendum Mörtu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Hjartarson. Á gamlaársdag hringdi Guð- mundur til mín. „Bara til að óska þér gleðilegs árs og þakka gömlu árin.“ Hann var hress í máli að vanda og við spjölluðum stutta stund um sameiginleg áhugaefni, borgarstjórnina og landsmálapólit- íkina. Við áttum margt eftir að segja hvort öðru þegar samtali varð að ljúka þeim degi og vorum stað- ráðin í að hittast bráðlega á nýja árinu og halda spjallinu áfram í góðu tómi. Eg spurði hann ekki um heilsufar og vissi ekki um að háska- legur sjúkdómur hafði gert vart við sig, og Guðmundur var ekki að tí- unda slíkt. Það var ekki hans vandi að fjölyrða um eigin hag, þegar við töluðum saman. Hreyfing íslenskra sósíalista hef- ur alla tíð átt á að skipa mönnum sem gáfu henni alla starfsorku sína, og urðu svo samgrónir henni, að hreyfingin og þeir voru eitt, og þessa menn hefði maður ekki getað hugsað sér á öðrum vettvangi. Einn þessara dýrmætu manna var Guðrnundur Vigfússon. Þegar ég kom til landsins að afloknu námi 1953 var aðal vettvangur hans orð- inn bæjarráð, en þar tók hann við að föður mínum látnum 1952. Hann var þá maður á besta aldri með drjúga reynslu í störfum fyrir verkalýðshreyfingu og flokk, ör- uggur og skýr í málflutningi. Þann- ig sé ég hann fyrir mér, þegar ég kynntist honum fyrst á fundum í Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Það var margt hægt að læra af Guðmundi fyrir unga og óreynda áhugakonu um stjórnmál. Guð- mundur tók brátt að ræða bæjar- málin við mig. Eitt sinn bað hann mig að móta með sér tiliögur um dagvistarmál og leikvelli og annað sem börn varðaði. Ég gat varla tal- ist mjög fróð um þau efni á þeim tíma, en konurnar í Kvenfélagi só- síalista voru það, og það voru vel grundaðar tillögur sem Guðmund- ur lagði fram í bæjarstjórn ogfylgdi fast eftir. Þannig undirbyggði Guðmundur málflutning sinn í bæjarstjórn, til- lögur hans stóðu föstum fótum vegna eljusemi hans og trausts sambands við fjölmarga félaga sem áhuga höfðu á bæjarmálum eða höfðu sérþekkingu á einstökum málum. I fjögur ár sátum við Guðmund- ur síðan saman í bæjarstjórn og það reyndist auðvelt verk að starfa þar undir forystu hans. Þetta var kjör- tímabilið 1962-1966. Guðmundur hafði þá langa reynslu að baki í borgarmálum og þekking hans á málefnum borgarinnar var yfir- gripsmeiri en flestra annarra bæjarfulltrúa. Hann var ótvírætt forystumaður alls minnihluta bæjarstjórnar, og ég fann það vel að hann naut einnig virðingar þeirra Sjálfstæðismanna sem hann deildi harðast við á bæjarstjórnar- fundum. Með hvassri gagnrýni, sem byggð var á þekkingu og rök- um hafði hann áhrif á framvindu mála, þó að alltaf væru nægjanlega margar hendur á lofti í atkvæða- greiðslum til þess að koma tillögum hans fyrir kattarnef með einum eða öðrum hætti. Borgarmálaráðsfundina héldum við að kvöldlagi á heimili mínu. Þar voru bæjarstjórnarfundirnir að sjálfsögðu undirbúnir, en að bæjarmálum loknum var oft setið lengi, og talað um bækur, menn og málefni, og einnig á þeim stundum naut ég góðs af því sem Guðmund- ur hafði fram að færa. Ég hvarf af vettvangi borgarstjórnar árin 1966- 1970, en það var síðasta kjörtíma- bil Guðmundar. Hann taldi ekki rétt að sitja þar lengur en 20 ár. „Ef ég fer að sitja eitt kjörtímabilið enn“ sagði hann, „þá er ég hræddur um að ég fari að eiga erfitt með að snúa mér að öðru verkefni. Menn eiga ekki að verða eilífir augna- karlar í borgarstjóm." Síðan kvaddi hann borgarstjórn á fundi 21. maí 1970. Ég var ekki viðstödd þann fund, en einn félagi okkar hefur lýst því fyrir mér með hve miklum glæsibrag Guðmundur kvaddi. Þetta var harður deilufundur fram- an af þar sem Guðmundur dró ekki af sér. Síðan talaði hann fyrir síð- ustu tillögu sinni í borgarstjórn, en hún fjallaði um að leita eftir sam- vinnu eða sameiningu Reykjavík- ur, Mosfellshrepps og Kjalarnes- hrepps, og eftir knappri bókun í fundargerð að dæma, virðist þeirri tillögu hafa verið sæmilega vel tekið. í fundarlok kvaddi síðan Guðmundur vel völdum orðum. Eftir að samveru okkar Guð- mundar í bæjarstjórn lauk urðu fundir ekki jafntíðir og áður, en alltaf var jafnánægjulegt að hitta hann á fundum eða á förnum vegi. Ég þakka honum samfylgdina og kveð hann með trega. Mörtu og bömum þeirra hjóna votta ég dýpstu samúð. Adda Bára Sigfúsdóttir Fyrir hádegi síðastliðinn miðvik- udag ræddum við Guðmundur Vig- fússon saman í síma. Eftir hádegi var Guðmundur allur. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum, þegar ég sá það í Þjóðviljanum morguninn eftir, að Guðmundur hefði orðið bráðkvaddur þennan dag. Svona er bilið stutt. Ég kynntist Guðmundi fyrst, er við stóðum í undirbúningi bæjar- stjórnarkosninganna í Reykjavík árið 1946. Fjórum árum seinna, ár- ið 1950, vorum við báðir kosnir í bæjarstjórnina af lista Sósíalista- flokksins ásamt þeim Sigfúsi Sigur- hjartarsyni og Katrínu Thorodd- sen. Ég var unglingur í liðinu, enn- þá við nám í Háskólanum, og Sig- fús hinn afburðasnjalli forystum- aður. Sigfús féll frá tveimur árum síðar, 1952, og tók þá Guðmundur Vigfússon við forystuhlutverkinu og sinnti því af mikilli skyldurækni og festu þar til hann hvarf úr bæjarstjórninni eftir 20 ára farsælt starf þar, árið 1970. Það var ekki heiglum hent að taka við forystunni úr hendi Sigfús- ar Sigurhjartarsonar, en fyrir ein- staka samviskusemi og lipurð, ó- sérhlífni og djörfung varð Guð- mundur von bráðar viðurkenndur og virtur sem forystumaður vinstri aflanna í bæjarstjórn Reykjavíkur þá tvo áratugi, sem hans naut þar við. I bæjarstjórnarliðinu höfðum við uppi nokkra verkaskiptingu og fjallaði Guðmundur einkum um atvinnumálin, fjárhagsmálefni bæjarins og stjórnsýsluna. Guð- mundur var ætíð mjög málefna- legur og raunsær í málafylgju sinni og framúrsakarandi rökfastur. Hann var mikill ræðumaður og átti mjög gott með að skýra skoðanir sínar og tillögur. Mjög undraðist ég hversu fljótur Guðmundur var jafnan að semja tillögur, sem tóku til meginkjarna málefnisins á þann hátt, að annað hvort var maður með tillögunni eða á móti henni. Guðmundi var einkar lagið að flytja tillögur um bæjarmálefnin með því orðfari og efnisinnihaldi, að allir fulltrúar minnihlutans gátu stutt þær. í þessum hæfileika Guð- mundar var ekki síst falinn sá styrk- ur og það pólitíska verðmæti, sem í honum bjó. Með þessum vinnu- brögðum reisti hann málefni Sósí- alistaflokksins og með þessum starfsstíl ávann hann sér viður- kenningu og traust samherjanna og virðingu andstæðinganna. Guðmundur gerði sér mikið far um að kynna sér rekstur bæjarfé- lagsins og bjó.áður en varði, yfir grundvallandi þekkingu á rekstri Reykjavíkurborgar. Þekkingin í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.