Þjóðviljinn - 21.01.1983, Side 7
Föstudagur 21. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
þessum efnum var honum mikill
bakhjarl.
Við héldum bæjarmálaráðsfundi
heima hjá Guðmundi og Mörtu, til
undirbúnings hverjum bæjar-
stjómarfúndi og átti ég því á heim-
ili þeirra dýrmætar pólitískar
kennslustundir, sem seint líða mér
úr minni. Það var tilhlökkunarefni
í hvert sinn að koma inn á þetta
heimili með reglubundnum hætti
árum saman til að ræða pólitík.
Marta bar fram á þessum fundum
ekki bara kaffi og meðlæti, heldur
tók hún einatt þátt í umræðunum
og var mjög tillögugóð. Samhygð
þeirra hjóna fór aldrei fram hjá
okkur hinum.
Guðmundur var vandaður
maður til orðs og æðis. Þótt hann
andmælti harðlega skoðunum ann-
arra, var aldrei að heyra persónu-
lega áreitni af vörum hans í garð
þeirra, sem við var talað. Það var
ánægjulegt að finna, hvaða traust
starfsmenn Reykjavíkur báru til
Guðmundar, hlutlægni hans og
réttsýni, þótt aðra pólitíska skoðun
hefðu en hann, og á ég þar ekki síst
við Guttorm Erlendsson og Tómas
Jónsson.
Guðmundur Vigfússon unni
Reykjavík og Reykjavík óx af
verkum hans.
Guðmundur var einn af mikil-
hæfum forystumönnum Sósíalist-
aflokksins og Alþýðubandalagsins.
Allt vildi hann leggja á sig til að
tryggja samheldni manna í barátt-
unni fyrir þeirri hugsjón, sem hann
ungur gekk á hönd og varð honum
leiðarstjarna í starfi og lífi uns yfir
lauk. Fyrir það framlag hans ber að
flytja þakkir á þessari kveðju-
stund.
Persónulega þakka ég honum
vináttu og samstarf í áratugi og
við hjónin vottum Mörtu og fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð.
Ingi R. Helgason
Á kveðjustund er manni oft
undarlega orðvant, ekki hvað síst
þegar hana ber brátt og óvænt að.
Nú er runnin upp slík kveðju-
stund. Guðmundur Vigfússon hef-
ur verið kallaður yfir móðuna
miklu, sem við öll verðurn fyrr eða
seinna að fara yfir, aðeins 67 ára
gamall.
Hin ntargvíslegu og mikilvægu
störf Guðmundar í þágu verkalýðs-
hreyfingar og sósíalisma verða af
öðrum betur rakin en mér. Aðeins
þann þáttinn sem lýtur að málum
Reykjavíkurborgar vil ég nefna
örfáum orðum.
Guðmundur var kjörinn bæjar-
fulltrúi í Reykjavík árið 1950. Tæp-
um tveim árurn síðar við fráfall Sig-
fúsar heitins Sigurhjartarsonar tók
Guðmundur við forystu sósíalista í
bæjarstjórn og síðar borgarstjórn
og gegndi því hlutverki allt til árs-
ins 1970 er hann lét af því starfi að
eigin ósk.
Á því tímaskeiði, sem Guð-
mundur átti sæti í borgarstjórn og
borgarráði, var Reykjavíkurborg í
hvað hröðustum vexti. Sá mikli
fjöldi sem flykktist til borgarinnar
um og eftir strfðsárin hafði lagt
undir sig yfirgefna hermanna-
bragga og fjöldi manna bjó við að-
stæður, sem okkur þættu ótrúlegar
í dag.
Fyrir þetta fólk var Guðmundur
Vigfússon ötull baráttumaður.
Guðmundur var alla tíð í minni-
hluta og hlutverk hans varð ekki síst
það, að halda uppi samfelldri gagn-
rýni á störf og stefnu meirihluta
Sjálfstæðisflokksins.
Þær fjölmörgu tillögur sem Guð-
mundur Vigfússon flutti í borgar-
stjórn um húsnæðismál sanna bet-
ur en flest annað hvað lausn þeirra
vandamála var honum hugleikin.
Þegar mál æxluðust svo að ég tók
við starfi Guðmundar að borgar-
málum þá leitaði ég oft til hans
fyrstu mánuðina. Alltaf var hann
reiðubúinn til aðstoðar og alltaf
þáði ég af honum hollráð.
Það vakti athygli mína þegar ég
var kominn í sæti Guðmundar Vig-
fússonar í borgarstjórn og borgar-
ráði hvað pólitískir andstæðingar
töluðu með mikilii virðingu um
Guðmund og hve rnargir af emb-
ættismönnum borgarinnar höfðu
bundist vináttuböndum við hann.
Það var samdóma álit allra þeirra
sem störfuðu með Guðmundi að
einkenni hans væru hæglæti en
festa, stundvísi, orðheldni og
samningalipurð.
Hann vann heill og óskiptur að
hverju því verki sem hann tók að
sér fyrir reykvíska alþýðu, og öll-
um sínum bestu starfsárum fórnaði
hann þeim málstað sem hann og
við miklu fleiri trúum á.
Að leiðarlokum vil ég fá að votta
Guðmundi Vigfússyni virðingu
mína og þakklæti. Þar mæli ég
einnig fyrir munn bórgarmálaráðs
Alþýðubandalagsins.
Mörtu. ekkju Guðmundar, börn-
um þeirra hjóna og barnabörnum
votta ég samúð mína.
Sigurjón Pétursson
„Hann Guðmundur er dáinn".
Þetta voru orð Gylfa tengdasonar
Guðmundar heitins Vigfússonar,
er hann hringdi til mín að kvöldi
12. þ.m. - Einn nánasti vinur minn
var þar með horfinn af sjónarsviði
okkar. Við slíka frétt er eins og
maður lendi snögglega inní algert
tóm, samt vissi ég að Guðmundur
gekk ekki heill til skógar og beið
frekari læknisrannsóknar.
Með Guðmundir er genginn
mikilhæfur mannkostamaður, sem
skilur eftir í hugskoti manns hug-
ljúfar minningar frá löngu félags-
legu samstarfi, samverustundum á
heimili hans og Mörtu Kristmunds-
dóttur konu hans og í sameigin-
legum ferðalögum með þeim
hjónum.
Þá minnist ég góðra stunda, sem
við nokkrir gamlir samstarfsmenn
höfum átt á undanförnum árum,
nær hvern sunnudagsmorgun, á
heimili dóttur Guðmundar og
manns hennar. Þar voru rifjaðir
upp liðnir atburðir og spjallað
saman um landsins gagn og
nauðsynjar líðandi stundar. Þeirra
samverustunda verður gott að
minnast um ókomna framtíð, en
framhald þeirra hlýtur að verða fá-
tæklegra þegar Guðmundar nýtur
ekki lengur við.
Á ferðalögum með Guðmundi
var bæði gagn og gaman í boði, því
hann bjó yfir mikilli þekkingu um
land og þjóð, sem hann rifjaði upp
á skýran og skemmtilegan hátt.
Einnig kunni hann fjölda kvæða og
vísna, sem hann fór með fyrir okk-
ur. Allsstaðar þar sem leiðir okkar
lágu um landið þekkti hann til
fólks, sem hann meira og minna
hafði haldið sambandi við allt frá
þeim árum er hann var erindreki
Alþýðusambandsins og vakti það á
vissan hátt athygli að þar var um að
ræða jafnt pólitíska andstæðinga
sem samherja.
Á starfssviði Guðmundar bæði í
verkalýðshreyfingunni og hinum
almennu stjórnniálum, fórekki hjá
því að vindar lékju um um hann,
enda var hann rökfastur og mála-
fylgjumaður góður. Guðmundur
naut jafnan mikillar virðingar og
trausts, bæði meðal samherja og
andstæðinga. Ég minnist þess að
einn helsti forsvarsmaður í hópi
pólitískra andstæðinga Guðmund-
ar í borgarstj órn Reykj avíkur sagði
við mig fyrir nokkrum árum er
Guðmundur barst í tal okkar á
milli: „Guðmundur er sá maður
meðal pólitískra andstæðinga
minna, sem ég met mest, þar koma
til mannkostir hans og dreng-
lyndi.“
Hér verða ekki rakin margvísleg
störf Guðmundar, enda eru þessi
orð mín hugsuð sent fátækleg þökk
fyrir frábæra viðkynningu og vin-
áttu er ég naut af hans hálfu á þeim
fjóruin áratugum sem kynni okkar
hafa staðið.
Ég og fjölskylda mín sendurn
Mörtu, börnum þeirra Guðmund-
ar og fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur á þessari saknaðarstund í
vissu þess að minningarnar um allt
sem Guðmundur var þeim og öðr-
um samferðamönnum sínum verði
þeim huggun harmi gegn.
Blessuð sé minning Guðmund-
ar.
Sig. Guðgeirsson.
Þegar við starfsmenn Húsnæðis-
stofnunar ríkisins komum til starfa
að ntorgni hins 13. janúar sl. mætti
okkur auður stóll, er setinn hafði
verið allt til verkloka kvöldið áður.
Vinur okkar og samstarfsmaður,
Guðmundur Vigfússon, forstöðu-
maður Byggingarsjóðs verka-
manna, var aðeins nýkominn heim
að loknu dagsverki að honum þyngdi
svo rnjög, að skjott var hann all-
ur. Okkur hafði verið ljóst síðustu
mánuðina, að hann gekk ekki heill
til skógar, en ekki kom það í neinu
fram í störfum hans og þvf hygg ég,
að ekkert okkar hafi órað fyrir að
endirinn væri svo skammt undan.
Mér er þó ekki grunlaust unt, að
hann hafi sjálfur þótzt sjá að hverju
fór. Samt var engan bilbug á hon-
um að finna og daglegum störfum
sínum sinnti hann af sömu kost-
gæfni og ætíð áður. í því sambandi
má geta þess, að áður en hann hélt
af vinnustað hinn 12. janúar hafði
hann lokið öllum undirbúningi
vegna mála, sem nauðsyn bar til að
leggja fyrir fund húsnæðismála-
stjómar hinn 17. janúar. En ekki lét
hann þar við sitja, að ljúka gerð
allra tillagna vegna verkamanna-
bústaðanna, sem flytja þurfti á
fundinum, heldur gekk hann
sömuleiðis frá öllum þeim bréfum,
sem senda þurfti í kjölfar hans. Þá
hafði hann einnig lokið gerð
viðamikilla skýrslna um byggingu
verkamannabústaða á liðnu ári og
stöðu Byggingasjóðs verkamanna
um áramótin. Allt þetta beið okkar
tilbúið, samstarfsmanna hans, er
við tókurn að undirbúa stjórnar-
fundinn að öðru leyti sl. mánudag.
Það má því með sanni segja, að
hann hafi skilið eftir sig hreint
borð.
Ég kynntist Guðmundi fyrst sem
stjórnarmanni í húsnæðismála-
stjórn, er ég var ráðinn sem skrif-
stofustjóri hennar í september
1965. Hann hafði verið varamaður
í stjórninni frá 1957 og aðalmaður
frá 1961. Þar sat hann síðan allt til
1972 að hann gerðist einn af fram-
kvæmdastjórum Framkvæmda-
stofnunar ríkisins en þá hafði hann
um tveggja ára skeið verið deildar-
stjóri í Húsnæðisstofnuninni.
Hann sneri aftur 1974 og tók þá á
nýjan leik við sínu gamla starfi. Því
gegndi hann fram á síðasta
dag.
Enn er mér minnisstætt er ég
kom til míns nýja vinnustaðar í
september 1965. Þar var Guð-
mundur fyrir, og var hann fenginn
til að leiðbeina mér og setja mig inn
í hið nýja starf. Það gerði hann með
þeirri nærgætni og nákvæmni, sem
ætíð einkenndi öll hans störf. Þegar
ég þótti sjálfbjarga lét hann af leið-
sögn sinni, en áfram hafði ég hið
bezta samstarf við hann í stjórn
stofnunarinnar. Síðan kom sú tíð,
að honum þótti tímabært að draga
sig út úr argaþrasi stjórnmálanna
og gerðist hann þá einn af starfs-
mönnum Húsnæðisstofnunarinn-
ar. Var það samtímis því, að Bygg-
ingasjóður verkamanna var feng-
inn stofnuninni til urnráða, sam-
kvæmt nýsamþykktum lögum vor-
ið 1970, og naut hann eftir það for-
sjár Guðmundar nær alla tíð. Og sú
forsjá var eins og bezt varð á kosið.
Störf hans einkenndust af ná-
kvæmni, gætni og umhyggju fyrir
þessum elzta fjárfestingarsjóði
landsmanna. Ég held að Guð-
mundur liafi unaö því hlutskipti
vel, svo mikill félagsmaður sem
hann var alla ævi, að mega starfa
með þessum hætti að bættum kjör-
um og aðbúnaði alþýðufjölskyldn-
anna í landinu, sem hann bar svo
mjög fyrir brjósti alla tíð. Þar til
viðbótar kom, að í reynd var hann,
sem forstöðumaður Byggingasjóðs
verkamanna, einn helzti ráögjafi
húsnæðismálastjórnar og þar með
æðstu stjórnvalda um stefnumörk-
un í málefnum verkamannabú-
staða, var ætíð kvaddur við samn-
ingu lagaákvæða og reglugerða þar
að lútandi og tók líka þátt í samn-
ingu almennrar húsnæðislöggjafar
oftar en einu sinni. Má af því nokk-
uö marka hve mikils hann var
metinn.
í daglegu samstarfi var Guð-
mundur eins og bezt varð á kosiö.
Ætíð glaður, hlýr og vinsamlegur,
reiðubúinn til að bera gott orð í
milli ef nauðsyn bar til. Rabb við
hann yfir kaffibolla eða við hádegis-
verð var manni daglegt tilhlökk-
unarefni Hann var þaulkunnugur
mönnum og málefnum og engan
vissi ég kunnugri en hann um bók-
menntir og stjórnmál, sameiginleg
hugðarefni okkar beggja. Og þegar
næðisstundum sleppti var hann
maður raunsær, hygginn og ráða-
góður í daglegum störfum - marg-
oft nutum við samstarfsmenn hans
góðs af því.
Þegar Guðmundur er nú allur,
svo óvænt og skyndilega minnumst
við hans með söknuði. Það má þó
vera nokkur huggun harmi gegn,
að andiát lians skyldi verða með
snöggum hætti úr því að dauða-
stund hans var upp runnin. Viö
sendum Mörtu konu hans einlægar
samúðarkveðjur, börnum þeirra,
tengdabörnum og barnabörnum,
og biðjunt þeint allrar blessunar.
Þakklátum huga minnumst við
allra samstarfsáranna með Guð-
mundi og óskum sálu hans velfarn-
aðar um ómælisgeim.
Sigurður E. Guðmundsson
Þó okkur séu ljós endalok þau
sem öllum eru búin, erum við eigi
að síður alltaf jafn óviðbúin, er ætt-
ingjar eða vinir fara skyndilega.
Svo var líka um mig er góðkunnug
rödd í síma sagði mér að kvöldi 12.
janúar að Guðmundur Vigfússon
væri dáinn. Ég vissi að hann átti við
erfiðan sjúkdóm að stríða og frek-
ari rannsóknir biðu hans, en ég lét
mér ekki til hugar koma svo
skyndilega breytingu.
Það var á miðjum ára-
tugnum að leiðir okkar Guðmundar
lágu saman, en þá fór ég lítillega að
taka þátt í félagsstarfi reykvískra
sósíalista, þar sem Guðmundur var
þá fyrir löngu kominn í forystu-
sveit. Maður dróst ósjálfrátt að
þessum hógværa manni, enda við-
mót allt og framkoma þannig við
okkur nýgræðingana að okkur
fannst að við hefðum líka hlutverki
að gegna í baráttunni fyrir
breyttum og betri heimi.
Þegar ég nú rifja upp kynni okk-
ar Guðmundar, sem hin síðari ár
urðu að vináttu, er mér efst í huga
hin einstaka prúðmennska hans og
trygglyndi. Þessara eiginleika nutu
jafnt samherjar hans sem pólitískir
andstæðingar. Skoðanir þeirra virti
hann eins og sínar eigin og er það
ekki aðalsmerki þeirra er þátt taka
í umfjöllun mála á opinberum vett-
vangi?
Ég minnist fjölmargra ánægju-
stunda í félagsskap Guðmundar. Þó
held ég að mér verði minnisstæðust
ferð er viö fórum tveir saman fyrir
urn hálfum þriðja tug ára. Við fórum
til veiða í Þingvallavatni, við Mið-
fell. Viö höfðum tjald og viðlegu-
útbúnað. Ég held að hvorki veiði-
búnaður né annað hafi verið mjög
nýtískulegt, en við gistum þarna í
faðmi íslenskrar náttúru, létum
fara vel um okkur, renndum fyrir
fisk og duttum jafnvel í vatnið; við
nutum útilífsins. Og í þessari ferð
tók Guðmundur þá bakteríu er
ekki skildi við hann síðar: veiði-
bakteríuna, og ég hygg þær
ánægjustundir ótaldar, er hann síð-
an átti við læk og vatn með veiði-
stöng í liendi.
Þá koma í huga fjölmargar minn-
ingar frá hinum bráðskemmtilegu
sunnudagskvöldum í Stuðlaseli 5,
hjá dóttur hans og tengdasyni,
Hrafnhildi og Gylfa. Þar voru dæg-
urmálin tekin til umræðu. Þar
kynntist maður hversu Guðmund-
ur var geysilega ættfróður og minn-
ugur á nöfn og ártöl. Hann tók
undirritaðan stundum í smá
kennslustund í þeim fræðum, en
oftast fannst honum árangurinn
óttalega lítill!
Guömundur var bókamaður
mikill, átti safn góðra bóka og las
mikið. Taldi það raunar sinn eina
lúxus að kaupa bækur.
Þótt æviferill Guðmundar verði
eflaust rakinn hér af öðrum, verð
ég að nefna, að hann sat í borgar-
stjórn Reykjavíkur í tuttugu ár og
lengst af sem forystumaður sósíal-
ista þar. Ég tel mig ekki halla á
neinn þó ég segi að málstað sósíal-
ista í borgarstjórn hafi ekki í annan
tíma verið betur fylgt eftir.
Ég átti erindi við mann í dag, er
þekkti Guðmund vel, en pólitískur
andstæðingur. Hann sagði, er lát
Guðmundar bar á góma - „Já,
hann barðist heiðarlega fyrir sínum
hugsjónum, og engan þekki ég, er
minna hugsaði um eigin hag“.
Við þessar sundurlausu minn-
ingalínur vil ég aðeins bæta kærri
þökk og kveðju frá mér og konu
minni til góðs félaga og vinar, og
innilegum samúðarkveðjum til
Mörtu, barnanna og annarra skyld-
menna.
Jónstcinn Haraldsson
Þegar ég frétti lát Guðmundar
Vigfússonar hvarflaði hugurinn í
einu vetfangi rúma fjóra áratugi
aftur í tímann.
Frænka mín, sem flutt var
„suður", kom norður á æsku-
stöðvarnar í Hrútafirðinum í eins
konar kynnisferð með mannsefni
sínu. Ég man glöggt, hvað okkur
heirna gast strax vel að þessum
sviphreina og látlausa unga manni.
Og þá strax hófust þau kynni, sem
síðan áttu eftir að verða nánari og
traustari og rofnuðu aldrei þessa
Framhald á bls. 12