Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 15
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Krákur (1981), eftir Brittu Marakatt Spor mannanna 2 (annar hluti, 1982), eftir Conni Maria Johnsen Christin „Kicken" Ericson, ful- lega unnið þrykk. Ég bjóst við veglegra framlagi hjá Finnum, en þeir sýna helm- ingi færri verk en Norðmenn og Svíar. Þótt ckki sé allt fengið með magninu, reynist erfiit að átta sig á stöðu finnskrar vefjalistar af svo litlu úrtaki. En ýmislegt er aðdáunarvert, einkum það hve persótiulegir finnskir listamenn eru. Leena Saarto er ágætt dæmi um þetta og verk hennar „Sum- ar“ er einhver skemmtilegasti myndvefnaðurinn á sýningunni. Þá er „Förin", eftir nöfnu hennar Leenu Jokinen, bæði siáandi og unnið af næmri tilfinningu fyrir möguleikum efnisins. Hlutur íslendinganna er sá jafnasti í heild. Áherslan liggur í einfaldleik verkanna og gerir það framlagið bæði klárt og traust. En það er ekki að sama skapi ný- stárlegt og ekki er örgrannt um að íslensk vefjalist sé unt of bund- in í viðjar átakaleysis. Verk Hild- ar Hákonardóttur er samt sem áður hreint og snjallt í uppsetn- ingu og virðist mér Hildur vera að stefna inn á nýjar og ferskari brautir en áður. Eins er vefur Ingibjargar Haraldsdóttur, „Frostaskjól", óvenju fágaður og tær í einfaldari en rismikilli lausn sinni. „Skuggar" Sigurlaugar Jó- hannesdóttur er tilraun til að brjótast úr hinu hefðbundna formi og gefur ótal möguieika ef listakonan varast að binda sig við hina formalísku hlið tilraunarinn- ar. Vandræðalegast er „Leikur" Ingibjargar Sigurðardóttur og sýnist mér hún hafa fest sig um of í „ullarleiknum" frá Langbrók- arsýningunni. Ina Salóme á hins- vegar fínlegt og sérstætt þrykk- verk, sem nefnist „Landslag". íslendingar eru gætin þjóð og kjósunt við oft yfirvegun umfram innlifun. Það er gott og blessað aðalsmerki siðaðrar þjóðar, en það er ekki endilega forsenda framfarasinnaðrar listar, síst af öllu á þessum „síðustu og verstu tímum". Við rnegum ekki troða um of einstigi sjálfsvitundarinn- ar, heldur bæta okkur með því að gerast frakkari gagnvart við- fangsefnunum. Við skulum ekki láta okkur nægja „að standa jafnfætis" ná- grönnunt okkar, eða telja okkur sífellt trú um að viö séum þeim jafnvel fremri, „opnari en þeir". Tímarnir breytast en slagorðin standa í stað og geta hæglega snú- ist upp í staðlausa sjálfsblekk- ingu. I stað fneðalmennskunnar, verðum við að hætta einhverju til að öðlast eitthvaö. Það nægir ekki að vera opinn gagnvart um- heiminum, sé maður lokaður gagnvart sjálfum sér. Listamaður sem aldrei þorir að gera skyssu, gerir heldur aldrei neitt rétt. Ef ekki er skilningur fyrir þessu, endum við í því sent Donald Kuspit kallar sósíal- demókratíseringu listarinnar, þ.e. list sent aldrei er „van", en heldur aldrei „of“. Frostaskjól (1982), eftir Ingibjörgu Haraldssóttur. VST hf. - Virkir hf. ÚTBOÐ Á RAUFUN FÓÐURPÍPNA Rafmagnsveitur ríkisins - Kröfluvirkjun óska eftirtilboðum í raufun 7“ fóðurpípna í borhol- ur. Útboðs- og verklýsing verður afhent væntanlegum bjóðendum á eftirtöldum stöðum: Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavík. Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. Laufásvegi 19, Reykjavík Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Glerárgötu 36, Akureyri. Tilboðum skal skila til Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen Ármúla 4, Reykjavík eða Glerárgötu 36, Akureyri fyrir kl. 11.30, 28. jan. 1983 en þá verða þau opnuð að þeim bjóðendum viðstöddum er þess óska. Félag Járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbót- ar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 1. febrúar n.k. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 86 fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna RIKISSPITALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALI SJÚKRALIÐAR óskast viö handlækningadeildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast strax eöa eftir samkomulagi viö deild VIII Víoihlíð. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspítalans í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI DEILDARÞROSKAÞJALFI og ÞROSKÁÞJALFI óskast viö Kópavogshæli. Upplýsingarveitirforstöðu- maöur Kópavogshælis í síma 41500. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 16. janúar 1983. íslenska járnblendífélagið hf. óskar að ráða Hjúkrunarfræðing í hlutastarf við verksmiðju félagsins að Grundartanga. Jón Steingrímsson verkfræðingur veitir allar nánari upplýsingar í síma 93-3944. Grundartanga, 17. janúar 1983

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.