Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983
Sunnudaginn23.
janúar, þ.e. á morgun,
eru 10 ár liðin f rá því að
gosið í Heimaey hófst.
Þegar mörg hundruð
metra löng gossprunga
rifnaði hreinlega upp í
túnunum hans Þorbjörns
bónda á Kirkjubæ.
Rúmlega 5000 íbúar
Heimaeyjar yfirgáfu
heimabyggð sína,
fluttust á bátum og með
flugvélum til
meginlandsins. Þessir
fólksflutningareru
einstæðiríallri
íslandssögunni.
Þegargosinu lauk
höfðu rúmlega 400 hús
og eignir eyðilagst og
tjónið var gífurlegt. Við
eyna höfðu bæst rúmir
tveirferkílómetrar og er
heildarmagn gosefna
talið í kringum 250
miljónir rúmmetra. Þar af
urðu eftir í Eldfelli og
hrauni 230 miljónir
rúmmetra. Það sem
afgangs varð féll að
mestu í sjó. Þeim vikri
sem féll yfir bæinn með
öðrum gosefnum var að
miklum hlutatil komið
fyrir í flugbrautinni í
Eyjum, auk þess sem
hann var nýttur til nýrrar
byggðar úti við Hamar,
en sú byggð kom í stað
þeirrar sem undir hraun
hvarf.
10 ár
Þessir tveir voru frá bresku sjónvarps- og útvarpsstöðinni BBC. Sá til hægri á myndinni heldur á hljóðnema.
eru liðin frá því að
I þeirri samantekt sem
hér birtist er stuðst við
blöð og rit sem komu út í
tilefni gossins. Stiklað er
á stóru því að Ijóst er að
gosið í Heimaey verður
um ókomin ár uppspretta
frásagna af ýmsu tagi.
Allar þær Ijósmyndir sem
birtast hér með greininni
tókSigurjón
Jóhannsson, sem þá var
Ijósmyndari Þjóðviljans,
en starfar nú sem
blaðafulltrúi Arnarflugs.
Fæstar þeirra hafa birst
áður.
Menn hötðu talað um það sín á
milli að túnin við Kirkjubæ hefðu
vcrið furðulega græn það sem af
var vetri. Þær umræður tengdust
þó ekki á neinn hátt möguleikum
á gosi. 22. janúar var dagur
mikilla andstæðna á Heimaey
a.m.k. hvað veðurfar snerti. Fyr-
ri part dags halði foráttuvonsku-
veður gengið yfir og í mesta
veðrarass landsins Stórhöfða
höfðu mælst uni 12 vindstig. Það
gekk á með rigningu, rokið var
svo mikið að menn áttu í mestu
vandræðum með að standa í fæt-
urna. Þegar kvölda tók snarlægði
hinsvegar, logn komst á í bæ og
varð næstum hlýtt í veðri. Um kl.
22 um kvöldið þóttust einhverjir
finna jarðskjólftakippi sem ekki
eru mjög tíðir í Kyjum. Síðan var
gengið til náða.
Jörðin rifnaði sundur...
Þann tíma sem gosið stóð yfir í
Eyjum áttu viðstaddir vart orð til
að lýsa áhrifum þeim sem gosið
hafði á þá. Þetta átti einkum við
þegar gosvirknin var hvað mest.
En eitt er aðvaknavið gos, annað
að að vera áhoríandi að áðuraug-
lýstugosi. Hvernig varð mönnum
eiginlega um að vakna við þessi
ósköp? Undirritaður er í nokkuð
góðri aðstöðu til að dæma um
það. Hann var á staðnum.
Menn hafa eiginlega aldrei
fengið það á hreint hvenær gosið
byrjaði nákvæmlega en flestum
ber saman um að upptökin hafi
verið um kl. 2 aðfaranótt 23. jan-
úar. Tíminn 01.55 hefur verið
gefinn upp á meðan aðrar teóríur
ganga út á það að gosið hafi byrj-
að kl. 01.58. Hversvegna? Tja,
rafeindaknúin klukka, sem hékk
og hangir, á Útvegsbankabygg-
ingunni í Eyjum þar sem bæjar-
skrifstofurnar höfðu einnig starf-
semi síma, stöðvaðist nákvæm-
lega á þessum punkti og var
klukkuverkinu ekki komið í samt
lag fyrr en mörgum árum síðar,
rétt eins og hún bæri mikilvægt
vitni í máli þessu.
Um leið og þeir sem austast
bjuggu í bænum, einkanlega íbú-
arnir á Kirkjubæ, höfðu gert lög-
reglu viðvart var þegar hafist
handa við að vekja íbúa bæjarins
og gekk það verk fljótt og vel fyr-
ir sig. Lögreglubílar og slökkvi-
liðsbílar óku um götur bæjarins
og þeyttu sírenur í ákafa. Á
skammri stundu hafði tekist að
vekja nær alla íbúa Heimaeyjar.
Menn gengu út á götu og horfðu
til austursins. f fyrstu höfðu
sumir haldið að Katla, sem um
þessar ntundir átti von á sér, væri
þarna á ferðinni, en sú sjón sem
blasti við þessa kyrru vetrarnótt
tók af öll tvímæli. Þarna gat að
líta gígaröð og hraunsletturnar
hófust hátt til himins. Óvæntur
vágestur hafði tekið sér bólfestu í
bæjarhlaðinu.
Leiðin lá niður á höfn
Vegna veðursins um daginn
lágu allir bátar bundnir við
bryggju og lengi vel ræddu ntenn
þá furðulegu tilviljun. Hvað
hefði gerst ef bátar hefðu verið
úti og veðrið verra. Snjókoma
eða eitthvað þess háttar? Án þess
að nokkur tilskipun bærist um
það í fyrstu lá leið fólksins niður á
höfn. Bæjarstjórn Vestmanna-
eyja kont þegar í stað til fundar
og þá var tekin ákvörðun um
hvernig að fólksflutningum
skyldi staðið.
Fóik hafði með sér allra
nauðsynlegustu hluti. Fullorðnir
létu niður í töskur sínar ýmislegt
sem ekki mátti vanta í þá ferð
sem framundan var. Plögg tengd
fjármálum ogfleira. Börnin tóku
nteð sér þá gripi sent voru þeim
hjartfólgnust. Innan klæðaþeirra
mátti t.a.m. sjá nýfædda kett-
linga, gullfiska í krukkum o.s.frv.
Það eru til margar spaugilegar
sögur um viðbrögð fólks. Þannig
á ónefndur maður að hafa rekið
börn sín úr rúminu og arkað út á
götu. kvnnt sér málin með hangi-
kjötslæri undir hendinni. Þegar
Eyjamenn höfðu náð landi í Þor-
lákshöfn um morguninn og
spurðu einn aðkominn hvernig
honum hefði orðið að vakna við
Fráfyrsta degi gossins. Þá var gosvirknin mest og töldu menn að gysi úr um 40 gígum. Þessi mynd Sigurjóns Jóhannssonar var af mörgum talin ein sú
besta sem tekin var í gosinu. Eyjamönnum þótti þó verra að báturinn sem kemur siglandi skyldi ekki vera úr Eyjmn.