Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN I máígagni vinstrisinnaðra útlaga tékkneskra er hvatt til þess að leitað sé leiða út úr pólitískum kreppum austurbiokkar- Sjá 9 janúar 1983 miðvikudagur 48. árgangur 20. tölublað Mlkið gæfta- leysi Það sem af er janúarmánuði hef- ur gæftaleysi á vcrtíðinni verið með eindæmum, svo „elstu menn muna vart annað eins“ eins og stundum er sagt. En þegar gefið hefur má segja að afli á línu hafi verið sæmilegur, einkum hjá þeim bátum sem róa með tvær setningar af línu og draga þá 2ja nátta fisk á aðra línuna. Segja sjómenn að aíli sé 30% meiri á hana en hina sem dregin er fyrr eftir skemmri legu. Aftur á móti hefur afli verið treg- ur í net. Raunar hafa verið svo miklir straumar hér fyrir Suður- og Vesturlandi, að erfitt hefur verið að eiga við netatrossurnar, einkum hér í svo kölluðum Kanti. Verður oft svona straumasamt ef ís er nærri landi og ríkjandi vindátt sú sama og verið hefur hér í janúar. Þessar upplýsingar fékk Þjóð- viljinn hjá Ingólfi Arnarsyni hjá F.I. -S.dór. Glynnis Duffin frá Nýja Sjá- landi kemur hér á heimili sitt við Aðalstræti á Patreksfirði tveimur dögum eftir flóðin. Hún var hér inni þegar flóðið lenti á húsinu og kiemmdist upp í horn, en gat kraflað sig að glugga og var bjargað út um hann. Meðal þess sem kom inn í húsið var heill toghleri ofan úr hlíð og stóreflisbjörg eins og sjá má fremst til vinstri. Ljósm.: eik. Sjá 6 Formenn flokkanna fjögurra um kjördæmamálið Samkomulag í augsýn Meðaltalsaðferðin sýnist fýsileg, segir Svavar Gestsson - Svo virðist sem samkomulag geti náðst um breytingar á út- reikningi úrslita í kosningum til að ákvarða þingsæti, þannig að tekin verði upp svokölluð meðaltalsaðferð, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins er Þjóðviljinn innti hann fregna af kjördæmamál- inu. Talað er um fjölgun þing- manna um þrjá, þannig að þeir verði 63. - Með þeirri aðferð, sem formenn^ flokkanna fjögurra hafa orðið nokkuð ásáttir um í meginatriðum, verður hlutur flokkanna á lands- byggðinni jafnari en nú. Þessvegna er hægt að flytja fleiri uppbóta- þingsæti í þéttbýlið. Þannig verður ekki sama þörf fyrir fjölgun þing- manna til þess að ná meiri jöfnuði milli flokka og byggðarlaga. Reiknað er með að fjölgun þing- manna verði aðallega í Reykjavík og Reykjanesi þ.e. um þrjá þing- menn, en önnur kjördæmi verði að mestu óbreytt; þó þannig að öll kjördæmi geti reiknað með upp- bótaþingmönnum af og til. Ekki hefur verið ákveðið hvort allt landið verði gert upp í einu eða hvort hvert kjördæmi verði reiknað fyrir sig. Um þessa tillögu hefur verið fjallað í þingflokki og framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins. - Við leggjum áherslu á að ná samkomulagi hið allra fyrsta. Þá er verið að tala um að kosið verði í apríl eins og stjórn og stjórnar- andstaða gera ráð fyrir. Þess vegna er rétt að búa sig undir að þinginu Ijúki í febrúarlok, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. -óg Sjá3 F riðrik Ólafsson vann bandariska stórmeistarann Yasser Seirawan í 9. umferð alþjóðlega skákmótsins í Wijk aan Zee i gær. Sextán manns, þar af tíu konur, gefa kost á sér til framboðs á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. í dag eru frambjóðendur kynntir. Atvinniileysið er nú í rénun enda er vertíð víðast hvar að fara í gang, segir Óskar Hallgrímsson Nú er vertíð víðast hvar komin í gang eða er um það bil að gera það og þá um leið glæðist atvinna á ný. Að því er ég best fæ séð fer ástandið batnandi um allt land, nema helst i Reykjavík og í Hafnarfirði, og þó er von til þess að í Hafnarfirði fari hjólin að snúast innan langs tíma, þar sem togararnir munu leysa landfcstar nú í vikunni eftir því sem ég best veit, sagði Óskar Hallgríms- son hjá félagsmáiaráðuncytinu, en hann hefur með atvinnuleysis- skráninguna að gera þar. Óskar benti á í sambandi við Reykjavík, að veðurfar hefði verið með þeim hætti undanfarið að segja mætti að tekið hefði fyrir alla byggingarvinnu. Aftur á móti væri von til þess að vinna hæfist innan tíðar í frystihúsinu á Kirkjusandi, en þar hefur vinna legið niðri að undanförnu og um 60 manns misst atvinnuna af þeim sökum. Vertíðarbyrjun breytir fijótt atvinnuástandinu.... Vont veður hefur einnig orsakað mikið gæftaleysi þar sem vertíð er hafin, þannig að vinna er varla ikomin í fullan gang þar enn þá, en 'þetta horfir allt til betri vegar, sagði Óskar Hallgrímsson. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.