Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Dæmi um útreikning samkvæmt meðaltali Á forsíðu blaðsins í dag er greint frá því að samkomulag sé í sjónmáli um svonefnda meðaltalsaðferð við úthlutun þingsæta. Dæmi um þessa aðferð gæti verið á þessa leið: í kjördæmi X eru greidd 6000 at- kvæði. í kjördæminu eru 6 þing- menn. Deilt er með þingmannatöl- unni 6 í heildaratkvæðatöluna. Þannig verður meðaltal atkvæða á at- bakvið hvern þingmann 1000 kvæði í þessu kjördæmi. Framboðslistarnir eru fjórir: A-listi 900 atkv. 0.9 einn þing- 1000 atkv. 1.0 einn þing- 2300 atkv. 2.3 tveir þing- 1800 atkv. 1.8 tveir þing- maður B-listi maður D-listi menn G-listi menn Þá er byrjað á að deila þing- mannsvísinum 1000 í atkvæðatölur allra listanna. D-listi fengi 1. þing- ntann, G-listi fengi annan þing- mann, D-listi fengi þriðja þing- mann og B-listi fengi fjórða þing- mann. A-listi fengi fimmta þing- manninn í þessu dæmi og G-listinn sjötta þingmanninn. -óg í dag kl. 10 árdegis Fundur sérfræðinga um snjóflóðavarnir „Það var skömmu eftir síðustu áramót að félagsmáiaráðherra á- kvað að kalla saman hóp sér- fræðinga til að ræða snjóflóð og snjóflóðavarnir og athuga hvort ekki þurfi að samræma lög um þessi mál og hugsanlega hvort setja þurfi nýja heildarlöggjöf um þessi nátt- úrufyrirbrigði. Þessi starfshópur kemur einmitt til fyrsta fundar nú kl. 10 í dag“, sagði Hallgrímur Dal- berg ráðuneytisstjóri í samtali við Þjóðviljann. Það var skömmu fyrir síðustu jól að Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra bað um skýrslu um snjóflóð, snjóflóðahættu og varnir gegn snjóflóðum og eru þar rakin af- skipti félagsmálaráðuneytisins af þessum málum. Allt síðan snjó- flóðin féllu yfir Neskaupstað í des- ember 1974 hafa verið í gangi rann- sóknir á snjóflóðum á vegum Rannsóknarráðs ríkisins. Á fundinum í dag með ráðherra munu m.a. koma fulltrúar frá Rannsóknarráði, Veðurstofu ís- lands, Viðlagatryggingu íslands, Almannavörnum, Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðilum. Leiðrétting: Kvennaframboð og sundstaðir I frétt Þjóðviljans í dag er sagt frá bókun fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í íþróttaráði, þar sem hann mótmælti hækkun á aðgangi að sundstöðum borgarinnar. í frétt- inni er sagt að hann hafi ekki fengið stuðning fulltrúa V-listans. Vegna þess vill Kvennaframboðið taka fram eftirfarandi Kvennaframboðið í Reykjavík á engan fulltrúa í íþróttaráði, þar sit- ur í minni hluta auk fulltrúa Abl. framsóknarmaðurinn Sveinn Jóns- son. Hann túlkar stefnu síns flokks og einskis annars. Þegar samið var um sameiginlegt framboð Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Kvennaframboðs til nefnda borg- arinnar fylgdi því engin málefna- samstaða og því hafði V-listinn (þ.e. Kvennaframboðið) ekkert um það að segja sem gerðist í íþróttaráði. Hins vegar flutti Kvennaframboð- ið tillögu í borgarstjórn þegar fjárhagsáætlun borgarinnar var til umræðu, um að aðgangseyrir að sundstöðum borgarinnar stæði undir sama hlutfalli rekstrar og ár- ið 1982, þ.e. hækkaði aðeins í hlut- falli við verðbólgu. Alþýðubanda- lagið sem stóð að bókun í íþrótta- ráði flutti enga tillögu í borgar- stjórn um aðgangseyri að sund- stöðum. í von um leiðréttingu. f.h. Kvennaframboðsins í Reykjavík. Kristín Ástgeirsdóttir er komiö út Meðal efnis: Viötal viö Stuömann Grein um VIDEO Grein um GODARD og fl. og fl. Fæst á næsta blaðsölustað Verö kr. 60 9. umferð skákmótsins í Wijk Aan Zee Friðrik vann Seirawan — teflir við Kortsnoj á morgun Fciðrik Ólafsson náði sér vel á strik á skákmótinu í Wijk Aan Zee þegar hann vann bandaríska stór- meistarann Yasser Seirawan í 9. umferð mótsins sem tefld var í gær- kvöldi. Tefldi Friðrik af mikilli hörku og knúði Bandaríkjamann- inn til uppgjafar í 37 leikjum. Önn- ur úrslit í 9. umfcrð urðu þau, að Browne vann Hulak, Kuligowski vann Speelman og jafntefli gerðu Anderson og Hort og Ree og Nunn. Skák Van der Wicl og Kortsnoj fór í bið og einnig skák Sheeren og Riblis. Þar sem úrslit 7. og 8. umferðar féllu út úr blaðinu í gær vegna mikilla þrengsla verða þau rakin hér aftur. 7. umfcrð: Ree vann Hu- lak, Van der Wiel vann Friðrik og jafntefli varð í skákum Browne og Horts, Kuligowski og Riblis, Spe- elman og Nunn, Kortsnoj og She- eren og Seirawan og Anderson. 8. umferð: Speelman vann Ree, Anderson vann Kortsnoj, Van der Wiel vann Seirawan og Nunn vann Friðrik. Þess má geta að inflúens- ufaraldur gengur nú yfir Holland, svokölluð Hong-kong-inflúensa og fékk snert af flensu þessari. Kom til tals að skákurn hans í 7. og 8. um- ferð yrði frestað, en ekkert varð úr. Staðan eftir 9 umferðir er þessi: I. Anderson 6V: v. 2. Nunn 57: v. 3. Ribli 5 v.+ 1 biðskák. 4.-6. Frið- rik, Hort og Browne 5 v. 7-.8. Seirawan og Hulak 47: v. 9. Ree 4 v. 10. Van der Wiel 37: v + 1 biðskák. II. Kuligowski 37: v. 12.-13. Kort- snoj og Sheeren 3 v. + 1 biðskák. 14. Speelman 3 v. Og þá er það glæsileg vinnings- skák Friðriks: Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Yasscr Seirawan Tarrasch-vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4. e3 d5 5. d4 a6 6. dxc5 Bxc5 7. a3 0-0 8. b4 Ba7 9. Bb2 Rc6 10. Hcl De7 11. b5 axb5 12. Rxb5 Bb8 13. cxd5 Rxd5 14. Bd3 Rf6 15. Dc2 e5 16. Rd2 Ild8 17. Re4 Rg4 18. h3 Dh4 19. 0-0 Rh6 20. Rg3 Kh8 21. Hfdl Hf8 22. Be4! Be6 23. Bxc6 bxc6 24. Dxc6 Da4 25. Re4 Ha6 26. Db7 Da5 27. Bc3 Db6 28. Dxb6 Hxb6 29. Bb4 Hg8 30. Rbc3 Rf5 31. Rc5 Rh4 32. Rxe6 Hxe6 33. Hd7 Hg6 34. g3 f5 35. Rd5 Hg5 36. Be7 Rf3+ 37. Kg2 8 6 fHf s 7 ■ B&a Mk 6 11 111 11 li 5 ■ 4 ||p ÍÍP |gp 3 a ■ BftBÁ 2 H ■ A'é’ | 1 ■ m m m abcdefgh - og í þessari stöðu gafst Seirawan upp. 10. umferð verður tefld í dag og þá mætir Friðrik Kortsnoj og hefur svart. _ hól. <5 tÁ OíðsrAt\ toet-é^ Athyglí þeírra lántakenda, sem inna áttu af hendí ársgreíðslur af íbúðalánum sínum í nóvember-mánuðí sl., skal vakín á því, að 5% dráttarvextír leggjast á þær í mánuðí hverjum sem líður án þess að þær séu greíddar. Eru því samtals 15% dráttarvextír komnir v á þær ársgreiðslur, sem verið hafa í vanskilum frá því í nóvember-mánuði sl., og munu þeír hækka í samtals 20% hinn 2. febrúar nk. Þá skal einnig vakin athygli á því, að í febrúar-mánuði nk. verða ársgreiðslur þær, sem verið hafa í vanskilum frá því í nóvember 1982, sendar fógeta til innheimtu. Mun það leiða til enn aukins kostnaðar íyrir lántakendur ef ekki verður að gert í tæka tíð. Lántakendur eru því eindregið hvattir til að ínna af hendi ársgreiðslur sínar hið allra fyrsta og láta það ekki dragast lengur en orðið er. ^Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.