Þjóðviljinn - 26.01.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Qupperneq 4
4 StÐA — bJOÐVILJINN Miðvikudagur 26. janúar 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgéfandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ‘Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir1 Afgreiðslustjóri: Baidur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar AugíýsingarT Áslaug Jóhannesdóttir.'ólafur P. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Ánægja með fyrirvara • Nálægt áramótum eru skýrslur og tölur af ýmsum sviðum þjóðlífsins einatt til umræðu. Eitt af því sem þá ber á góma í hefðbundinni umræðu eru nokkrir þættir menningarlífs. Enn sem fyrr Iáta menn uppi undrun yfir því að bókaflóð er ekki í rénun, nema síður sé. Síðan munu koma tölur sem ítreka það, að áhugi á leiksýningum sé útbreiddari meðal íslendinga en annarra þjóða og munar miklu. • Þetta eru hinir föstu liðir. En í leiðinni erum við minnt á yngri þætti í menningarlífi. Óperan var að halda upp á ársafmæli sitt á dögunum og það ber ekki á öðru en því framtaki hafi verið tekið framar vonum. Og í landi þar sem það var ekki alls fyrir löngu aðalefni lesendabréfa að kvarta yfir svonefndu sinfóníugauli í útvarpi, þar leit ný sinfóníu- hljómsveit dagsins ljós í haust leið og hefur látið gott af sér leiða. Kórar eru öflugir og fluttu nálægt jólum ýmis þau kirkjuleg tónverk sem mest orð fer af. • Þegar þessi tíðindi eru rakin saman þarf það ekki að koma á óvart, þótt fáir verði um þessar mundir til að kvarta um tíðindaleysi í menningunni, eins og algengt var fyrir all- nokkrum árum. Sú gróska sem hér er ýjað að á sér ýmsar forsendur vafalaust. Við höfum ekki búið við þá tegund stéttagreiningar, sem laumar því að alþýðufólki með upp- vextinum að leiksýningar eða bækur séu fyrir yfirstéttir fyrst og fremst. Þótt fjárveitingarvald sé með háttbundnum hætti skammað fyrir sínku í garð menningar og lista, þá er rétt að minna á, að margt jákvætt hefur gerst í fjármögnun listar, og hafa fulltrúar og forystumenn íslenskra sósíalista átt þar drjúgan hlut að máli. Þær breytingar hafa nokkrar orðið á íslensku skólakerfi sem bæta móttökuskilyrði fyrir það sem á boðstólum er, og á þetta ekki síst við um tónlist. Og síðast en ekki síst er að bera lof á áhuga og dugnað þeirra manna sem vinna að framgangi menningarlífs sem skapendur og miðlar. • En þó að þetta kunni allt að vera rétt, er engin ástæða til að dotta í sjálfsánægju að því er lifandi menningu varðar. Ear er alltaf við meira en nóg að glíma - tregðu yfirvalda í þessu máli, deyfð meðal listamanna sjálfra í öðru, áberandi gagns- leysi ýmissa fjárveitinga til menningar (listamannalaun skulu þar nefnd sem dæmi). Eða þá þróun auglýsinga- mennsku, sem getur þegar fram í sækir orðið mjög skaðleg áhuga landsfólksins á bókum - því þjóðareinkenni sem við höfum helst á lofti þegar við viljum orðstír okkar sem skástan meðal þjóða. • Gleymum því heldur ekki, að enda þótt tiltölulega fleiri taki þátt í lifandi menningarlífi hér en gerist meðal flestra annarra þjóða, þá er það engu að síður svo, að sá „kjarni“, sem veldur ótrúlega miklu um að öll þessi fjölbreytni er möguleg, er alls ekki of stór - og þar af leiðir að hver liðsauki sem hann fær í áhuga og stuðningi er dýrmætur. • Það er líka ástæða til að minna á það, að það menningará- stand, sem um margt er ánægjulegt er í tvennskonar háska. Annarsvegar skal þá til nefnd sú frjálshyggja sem vill breiða lögmál markaðarins yfir sem flest - sem þýðir, ef framkvæmt er í smáu samfélagi, að margt það, sem við höfum getað sótt ánægju og lífsfyllingu til, getur horfið af dagskrá. í sömu átt og þessi pólitíski straumur gengur svo myndbandabyltingin, sem er mjög róttæk hér á landi. Myndbönd geta verið til margra hluta nytsamleg, eins og hver maður veit. En við okkar aðstæður er bylting þessi varla iíkleg til að hafa önnur áhrif en þau, að menningarneysla svonefnd verði miklu einhæfari en fyrr, miklu rækilegar bundin við mjög takmörk- uð svið kvikmyndaiðnaðar og miklu fjær íslenskum veru- leika. klippt Eggert Haukdal; i þriðja sæti 1979, í þriðja sæti 1983. Verða öll ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins sótt til Suðurlands? Geirsliðið vinnur nauman sigur Flokkseigend af élag Sj álfstæðis- flokksins í Reykjavík vann nokkra sigra í prófkjörum flokks- ins um helgina. Það var ekki ein- ungis að Halli og Laddi gersigr- uðu keppinauta sína í Nórður- landskjördæmi eystra, heldur tókst flokksvélinni að koma fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, Þorsteini Páls- syni, í fyrsta sæti flokksins á Suðurlandi. Ekki verður sigur Geirsklíkunnar minni fyrir þá sök að Árni Johnsen, blaðamaður hjá Árvakri hf. (stjórnarfor,- maðurGeirHallgrímsson), hlaut. annað sæti framboðslistans. Eggert þriðji Eggert Haukdal, sá sem átti svardagana með Geir í Varðar- ferðinni sl. sumar, hlaut þriðja sætið. Þannig er hægt að láta súpu í grautinn. Þetta þriðja sæti varð reyndar hlutskipti Eggerts Haukdals í prófkjöri fyrir síðustu kosningar. Þá brást hann við með því að efna til sérframboðs einsog er í manna minnum. Ósigur hans nú gæti því þess vegna framkallað sömu við- brögð. En máske hefur Ingólfur Jónsson á Hellu skipt um skoðun síðan þá? Eimreiðarklíkan Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, er sjálfsagt valinn í fyrsta sætið til að undirstrika mottó Sjálfstæðisflokksins: flokkur allra stétta; sem í reynd er útfært með alræði burgeis- anna. Þorsteinn tilheyrir hinni svokölluðu Eimreiðarklíku í flokknum einsog Davíð Odds- son. Sú klíka hefur gjarnan átt samleið með leiftursóknarliðinu. Vill „báknið burt“ og þar fram eftir götum. Sem þingmaður Sunnlendinga mun maðurinn væntanlega vera álíka sam- kvæmur sjálfumsérogaðrirtals- menn Sjálfstæðisflokksins - og stilla kröfum kjördæmisins á hendur ríkisvaldinu mjög í hóf. En það má ekki minna vera en Vinnuveitendasambandið fái fulltrúa sína beint úr röðum starf- andi agenta Vinnuveitendasam- bandsins í stað þess að hafa ævin- lega á sínum snærum huldumenn og fyrrverandi forstjóra á þinginu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn Pálsson; framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins, fyrrverandi ritstjóri Vísis, Eimreiðarklíkan, tilvonandi odd- viti Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi. Óli Guðbjartsson á Selfossi beið ósigur fyrir Þorsteini og má mikið vera ef þau úrslit verða ekki tilefni eftirmála. Vert er að benda á, að Þorsteinn hlaut ekki nema rúman þriðjung atkvæða, - svo að ekki er traustið á fram- bjóðanda flokkseigendafélagsins afgerandi? Sigur Árna Johnsens Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Sjálfstæðismenn í Suður- landskjördæmi - og þó sérstak- lega fyrir Vestmannaeyinga - að Árni Johnsen, blaðamaður og söngvari, skuli nú standa á þrep- skildi hins virðulega húss, lög- gjafarsamkonu íslendinga. Maðurinn þykir sums staðar drepfyndinn - og víða þarf hann ekki að gera annað en láta sjá sig til að kjósendur veltist um af hlátri. Og það var kominn tími til að sá kornum gamansemi í hin alvöruþrungnu stjórnmál. Leiftursókn með bros á vör, leiftursókn með léttúð, leiftur- sókn með Árna Johnsen, svo nokkrar uppástungur um slagorð séu nú nefndar fyrir kosningabar- áttuna. Og þess má einnig geta til gamans, að Árni hlaut innan við þriðjung atkvæða til annars sætis á framboðslistanum. Ósigur Guðmundar Karlssonar Guðmundur Karlsson, þing- maður Vestmannaeyinga, varð að lúta í lægra haldi fyrir Árna Johnsen frá Árvakri hf.. Guð- mundur hefur verið einn helsti „tengiliður flokksins við atvinnu- lífið“ og orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. Flokkseigendafé- lagið sparkaði honum út úr fjár- veitingarnefnd alþingis á kjörtím- abilinu og nú verður hann að víkja fyrir Árna Johnsen! Hvar getur dapurlegri örlög? Guð- laugur Gíslason fyrrverandi þing- maður hefur dyggilega stutt Guð- mund, en allt kom fyrir ekki. Hvað þeir gera Vestmannaeying- ar, sem nú drekka af beiskum bikar ósigursins? Eða hvort munu þeir stuðningsmenn Óla Guðbjartssonar sætta sig við framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins? -óg. Árni Johnsen; málefnaleg kosn- ingabarátta, leiftursókn* með léttúð. Ósigur Sólness Lárus Jónsson og Halldór Blöndal sigruðu í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Björn Dag- bjartsson varð í þriðja sæti en Jú- líus Sólnes náði rétt fimmta sæti. Þau úrslit hljóta að teljast mik- ill ósigur fyrir Jón Sólnes og stuðningsmenn í Sjálfstæðis- flokknum, en við síðustu kosn- ingar var Jón með sérframboð í kjördæminu. Það mun hafa spillt fyrir Júl- íusi, að hann hafði svarið Geirs- liðinu hollustu fyrir kosningabar- áttuna. Segir sig úr flokknum Ekki verður sagt um Alþýðu- flokkinn að hann eflist og styrkist með hverjum deginum. í nýlegu blaði VÍKUR-frétta á Suðurnesj- um segir Þorsteinn Valur Bald- vinsson sig úr flokknum og bætist þar við stóran hóp trúnaðar- manna flokksins, sem gengið hafa úr honum að undanförnu. Þorsteinn segir m.a.: „Ég átti sæti í verkalýðsnefnd SUJ og verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins og sat í stjórn SUJ og FUJ ásamt öðr- um störfum innan flokksins. Eins og gefur auga leið hef ég kynnst innviðum flokksins ansi vel. Þessi kynni taka nú enda og er tími til kominn. Ég skil ekki lengur hvers vegna þessi flokkur kennir sig við stefnu Socialdemokrata. Ég vil frekar líkja honum við flokk afturhaldssamra eiginhagsmunaseggja. Ég segi mig hér með úr flokknum, en mun áfram berjast fyrirstefnu Socialdemokrata á réttum vettvangi." -óg. - áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.