Þjóðviljinn - 26.01.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. janúar 1983 Á ystu nöf Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur Exterminism and Cold War. Edited by New Left Review. Verso 1982. The Fate of the Earth. Jonathan Schell. Cape 1982. Það kom að því að biblía herfor- ingja, „Vom Kriege" eftir Carl von Clausewitz sem út kom í fyrstu 1832, varð úrelt. Rit þetta var talið klassískt verk um pólitík og styrj- aldir í rúm 100 ár. Það sem gerir þetta rit úrelt er, að nú er ekki lengur hægt að heyja styrjaldir til vinnings, enginn sigrar í kjarn- orkustyrjöld. Allt tal um takmark- aða kjarnorkustyrjöld milli risa- veldanna er annaðhvort algjör fífl- ska eða útsmogin klókindi manna sem tala gegn betri vitund. í „Exterminism and Cold War“ er sfnað saman greinum um ógnir nútímans, kjarnorkustyrjöld og af- leiðingar hennar og kalda stríðið svonefnda, eftir 14 kunna menn. Meðal þeirra eru: Edward Thomp- son, Mike Davis, Raymond Wil- liams, Rudolf Bahro, Lucio Magri, Etienne Balibar, Medev, Saburo Kugai, Noam Chomsky ofl. Edward Thompson á inngangs- og Iokagreinina. Höfundarnir fjalla um þessi efni, hver frá sínu sjónar- horni, fjallað er um afstöðu risa- veldanna U.S. A. og Sovétveldisins og viðbrögð þriðja heimsins í þessu kapphlaupi. Einnig taka þeir til meðferðar Kalda-stríðið frá 1945 og forsendur þess, en undirbúnin- gurinn undir kjarnorkustyrjöld og Kalda stríðið eru samofin. Allar þessar greinar eru eftirtektarv- erðar og meðal þeirra snjöllustu eru greinar Edwards Thompsons. The Fate of the Earth birtist í fyrstu sem tímaritsgreinar í The New Yorker. Á s.l. ári hafa fáar bækur orðið jafn útbreiddar og þessi, hún hefur þegar verið þýdd á þýsku (Piper) og frönsku og þýð- ingar á aðrar tungur eru þegar í undirbúningi eftir því sem nú er vitað. Bókin er nú meðal mest seldu rita í Bandaríkjunum og í Þýskalandi er hún númer 1 á met- sölulista Spiegels. Höfundurinn er bandarískur blaðamaður og rithöfundur, fædd- ur 1943 og hefur starfað við New Yorker. Hann hefur sett saman þrjár bækur. Höfundurinn skiptir ritinu í þrjá höfuð-kafla. Fyrsti kaflinn nefnist „A Republic of Insects and Grass. “ Þar rekur hann upphaf og sögu at- ómvopna og fyrstu tilraunir, sem gerðar voru með þau og fyrstu notkun þeirra í hernaði. Einnig fjallar hann um viðbrögð valda- manna og vitnar í umsagnir þeirra, sem bera þess ótvírætt vitni að notkun þessara vopna þýddi gjör- eyðingu. Eisenhover sagði t.d. 1956, „andstæðir aðilar yrðu að semja, því að með tilkomu atóm- vopna, væru tímar styrjalda liðnir og að mannkynið yrði að gera sér þetta ljóst eða útmást ella“. Jimmy Carter sagði í kveðjuræðu sinni fyrir nokkrum misserum, þegar hann lét af forsetaembætti að „þeir sem lifðu af atómstyrjöld, ef nokkrir yrðu, myndu lifa í örving- lan í eitruðum rústum menningar, sem hefði framið sjálfsmorð". So- véskir leiðtogar voru og eru síst ómyrkari í máli. 1981 var gefinn út bæklingur af stjórninni, þar sem því var haldið fram að „atómstyrj- öld þýddi endalok menningarinnar og eyðing mannkynsins". Æðstu menn Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna viðurkenna og benda á hætt- una sem fylgír framleiðslu og hugsanlegri notkun atómvopna, þeir tala um menningarhrun, eyðingu mannkynsins og jafnvel lífríkis jarðarinnar, en allt þetta tal er. oft innantómt tal stjórnmála- manna við vissar aðstæður. Enda er vissulega erfitt að tala um at- burði, sem eiga sér engar hliðstæð- ur í sögu mannkynsins. Schell álítur að á síðari árum hafi tekið að bera á fullyrðingum ým- issa stjórnmálamanna og þó eink- um herforingja um að atómárás muni ekki eyða stríðsaðilum og að slík átök geti jafnvel orðið til þess að leysa ýmis vandamál, einkum í sambandi við offjölgun, slíkt tal er vægast sagt ekki sæmandi homo sapiens. Höfundurinn telur að sú staðreynd að hægt er að eyða öllu jarðlífi ekki aðeins einu sinni held- ur fimmtán sinnum og að slíkt geti átt sér stað án beinna afskipta ríkj- andi valdamanna, t.d. af slysni eða bilun í tölvubúnaði, hljóti að vera flestum staðreynd hvort sem menn geri sér fulla grein fyrir því eða reyni að dylja það fyrir sjálfum sér. Hann álítur að menn reyni yfirleitt að gleyma hættunni enda væri ill- gjörlegt að lifa sífellt meðvitandi um yfirvofandi ógnir og dauða. Menn verða því að neita hrikaleg- asta raunveruleika okkar tíma og þar með skapast tvískinnungur sál- arlífsins, sem höfuudur rekur nán- ar síðar í ritinu. Schell lýsir í þess- um kaíla eyðingu Hiroshima og Nagasaki og segir síðan „að það sem gerðist í Horoshima, hafi verið aðeins smábrot þess, sem muni geta gerst við beitingu atóm- sprengju nú...“ Hann gerir tilraun til að lýsa áhrifunum og eyðing- unni, ef tuttugu megatonna sprengja yrði sprengd yfir New York. Hann byggir þessa lýsingu á umsögnum og ritum bandarískra atómfræðinga. Hann lýsir síðan á- rás á Bandaríkin og leiðréttir þann misskilning að borgirnar verði verst úti, meðvitund manna um kjarnorkuárás er bundin árásunum á Horoshima og Nagasaki og ýmsir telja að landsbyggðin verði ekki eins hart úti, þetta telur Shell mik- inn misskilning, eyðingin nái yfir öll ríkin, ekki síður sveitir en borg- ir. Ózónlagið og áhrif mennskrar Bandaríkjamenn æfa gashernað tækni á það hefur verið mikið rætt um lengri tíma, Schell telur að með kjarnorkustyrjöld stórveldanna myndi ózónlagið raskast svo mjög að það yrði engin vörn lengur fyrir menn og skepnur, geislunin myndi flæða yfir jörðina og blinda fyrst í stað menn og málleysingja og aðrar eftirverkanir yrðu enn geigvæn- legri, jörðin myndi eyðast af öllum hærri lífverum og í lokin myndi gras og pöddur verða eina lífið á jörðunni. 1 öðrum kafla ritsins „The Sec- ond Death“ ræðir höfundurinn frekar um sálfræðileg áhrif yfirvof- andi ógnana og skyldur mannsins við lífið. Hann segir: „Að drepa mennska veru er morð og fjöl- margir álíta að eyðing fósturs sé einnig morð (þrátt fyrir hræsnisfullar réttlætingar grautar- hausanna), en hvers kyns væri sá glæpur sem kæmi í veg fyrir fram- hald lífsins á jörðinni?" Edmund Burke segir „að hinir dauðu, hinir lifandi og hinir ófæddu séu bundnir samfélagi kynslóðanna... samfélag manna um Iistir, yísindi og siðuð samfélög nái út yfir líf og dauða, þar eru ekki aðeins hinir lifandi þátttakendur, heldur einnig hinir horfnu og hinir ófæddu, sem hljóti arfinn og eigi allan rétt á honum“. Skyldurnar við fortíðina, nútíðina og framtíðina éru kveikja allrar menningar og mennsks lífs. Schell telur að ýmiskonar merki í listum og bókmenntum nú á dög- um beri í sér greinileg merki um slitin við fortíðina, það er ekki ný kenning, það tók að örla á hinni algjöru afneitun fortíðarinnar fyrir mörgum áratugum í ýmsu formi, áður en kjarnorkuógnunarinnar tók að gæta.En nú eru þessi merki afdráttarlausari, listin markast meira og meira af „aflist" mörkin milli lista og hversdagslegra at- hafna slævast, sýning á sköpun málverks verður fullt eins mikið at- riði og málverkið í sjálfu sér, gjörn- ingar (uppákomur) verða listaverk í sjálfu sér og þegar uppákoman er um garð gengin er ekkert eftir, nema e.t.v. hughrif, sem vara mis- munandi langan tíma, í besta falli engan tíma. Schell telur að þessi stefna eða tíska, stafi af dulvitaðri vissu um að nú sé sá tími upp runninn, að ekki þýði lengur að vinna verk fyrir kyn- slóðir framtíðarinnar, öllu verði al- gjörlega lokið senn, andartakið sé það eina, sem menn geti notið. Þetta er í stíl viðlista-anarkisma og af-skilgreiningu listarinnar (Har- old Rosenberg). Schell nefnir mörg önnur atriði af þessum toga, og hann leitast við í bókarlok að benda á færar leiðir út úr þeim ógöngum sem mannkynið hefur ratað í með yfirvofandi beit- ingu kjarnorkuvopna yfir höfði sér. Hann bendir réttilega á það, sem allir vita, að útþurkun er gjör- leg og með þessari hugvekju ætti öllum að vera greinilega ljós staða mannkynsins nú. Höfundurinn er heill og óskiptur í umfjöllun sinni og einlægni hans er ótvíræð. Þetta er ein þeirra fáu bóka, sem allir ættu að lesa og það sem fyrst. FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík um skipan framboðslista vegna komandi alþingiskosninga fer fram 28.-30. janúar 1983. Kosið er að Grettisgötu 3 og verður kjörfundur opinn sem hér segir: föstudaginn 28. janúar kl. 16-19 laugardaginn 29. janúar kl. 10-19 sunnudaginn 30. janúar kl. 14-19 í‘r»/o, >s/v H°$ni &shii i' 6 , ÍJi*y,ní 'Hl 9'>.va °sn, io/i ’/iÞo rJón '■!£!'iss, "i/dj j J"ð, Ú/, ’U'ur 21^0 '"o,, ''iil, *ob, 2^ ÁÍÁ SjíJ' ÍsOn ’ ►/» Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík, sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald og þeir nýir félagar, sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir 'U árgjald til félags- ins við inngöngu. Gangið í Alþýðubanda- lagið og hafið áhrif Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur óflokks- bundna stuðningsmenn í Reykjavík að ganga í félagið og taka þátt í síðari umferð forvals félagsins um skipan framboðslista Alþýðubanda- lagsins við komandi alþingis- kosningar. Kosning fer þannig fram að kjósandi ritar tölurnar 1, 2, 3,4,5, og 6 við nöfn á listanum eins og hann óskar að mönnum verði raðað á fram- boðslista vegna alþingis- kosninga. Ráðlegging Sýnishorn af atkvæðaseðli. Merkið á sýnishornið eins og þér hyggist kjósa. Hafið það með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. Kjörnefnd ABR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.