Þjóðviljinn - 26.01.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. janúar 1983 505 tonn af tóbaki Sala á ibúa dregst saman Heildarsala tóbaks frá Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins var tæp 505 tonn árið 1982. Meðal- sala á hvern íbúa var 2058 grömm sem er 9 grömmum minna en árið áður. Sala á reyktóbaki minnkaði um 9,5% milli ára, vindlasalan minnkaði um 3,3%, sala á nef- tóbaki og munntóbaki stóð í stað en sígarettusalan jókst um 2,4%. í heild var söluaukning um 0,9% á sama tíma og íbúum fjölgaði um 1,4%, þannig að sala á h vern íbúa hefur dregist saman. Að meðaltali reykti hver ís- lendingur 1780 sígarettur og 60 vindla í fyrra, notaði 166 grömm af reyktóbaki, 62 grömm af nef- tóbaki og 0,4 grömm af munn- tóbaki. Meðalsala reyktóbaks (píputóbaks o.fl) á hvern íbúa. hefur ekki verið svona lítil síðan 1963 og vindlasalan ekki síðan 1970. Nóg af guðsorði i Póllandi 195.000 pólskar Biblíur, 45.000 myndskreytt Nýja testa- menti og 200.000 guðspjöll hafa verið prentuð í Póllandi á þessu ári, á vegum Sameinuðu biblíufé- laganna. Skák Karpov að tafli - 86 Þegar Karpov mætti Spasskí í 7. umferð Sovétmeistaramótsins 1973, var þar á ferðinni uppgjör tveggja sterkustu skák- manna Sovétmanna. Báðum hafði gengið vel í mótinu og skák þeirra var stór- skemmtileg viðureign, full af duldum flétt- um. Karþov fékk, að þvíer virtist, yfirburða- tafl, en Spasskí var seigur í vörninni. Hann fórnaði manni og náði frumkvæðinu. Eftir 54. leik Karpovs virtist stutt í fyrsta tap hans á árinu: 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Karpov - Spasskí 54. .. Dxe3+ (Af ýmsum var 54. - Dh4 talinn betri leikur. Hvítur heldur þá í horfinu með 55. Da7+ Kh6, 56. Dé3.) 55. Rxe3 Re4 56. Rdl Rf6? (56. - Kf6 vinnur á svart var niðurstaða þeirra sem rannsökuðu þetta endatafl nið- ur í kjölinn.) 57. Re3 h5 58. Rf3 Re4 59. Rdl - Svartur sættist á jafntefli, jafnvel þótt hann hefði frumkvæðið. Skák þessi hafði slæm áhrif á Karpov, því að í næstu um- ferðum fór verulega að halla undan fæti hjá honum. Ómar Hallsson, eigandi Nausts, fyrir miðri mynd, ásamt starfsmönnum sínum með venjulegtlÞorra-matartrog. Ljósm. Atli. Enn er þorri blótaður í Nausti Veitingahúsið Naust mun hafa verið fyrst allra veitingahúsa hér á landi til að taka upp þann sið að bjóða gestum þorramat og endurvekja þann gamla sið að blóta þorra. Þetta var árið 1956 og allar götur síðan hefur Naust haldið þessum sið og gerir að sjálfsögðu enn. Þá telst það einnig til tíðinda að gerðar hafa verið breytingar á Nausti, þær fyrstu í 30 ár. Veitingahúsið hefur fengið við- bótarhúsnæði, þar sem áður var Zoéga-verslun og hefur þar verið innréttaður nýr veitingasalur í sama stíl og gamla Naustið. Þetta hefur í för með sér um helmings stækkun á Naustinu, og það sem meira er um vert fyrir dansglaða gestis dansgólfið hefur stækkað mikið. Loks má geta þess fyrir mat- menn, að þorra-maturinn er bor- inn fram óskammtaður í trogum í Nausti. Þannig leit Dómkirkjan út árið 1839. Skírnarfontur Thorvaldsens Refurinn friðaður, elgurinn skotinn í fyrsta sinn í þau 11 ár, sem úlfurinn hefur verið friðaður í Noregi, hefur fengist fullvissa fyrir því að hann hafi getið af sér afkvæmi. Þetta átti sér stað, sam- kvæmt norskum heimildum, skammt frá sænsku landamærun- um, nálægt Trysil í N-Noregi. Þá hafa einnig heyrst fréttir af ferð- um úlfahópa í S-Noregi, en ekki er talið vera samband á milli þeirra og frænda þeirra norður- frá. Á sama tíma og friðun villtra dýra virðist vera að byrja að bera árangur í Noregi, hefur áhugi og „dugnaður" skotveiðimanna á veiðum villtra dýra þar í landi aldrei verið meiri. Á síðasta ári voru hvorki fleiri né færri en 22.500 elgir skotnir, sem er 1.500 dýrum fleira en árið áður. Sam- tals voru kjötafurðir af villibráð, sem skotin var í Noregi í fyrra, um 5,7 miljón tonn, að verðmæti 24.2 miljónir dollara. Hér skal enn drepið á atburði, sem áttu sér stað á árinu 1839. Er þess þá fyrst að geta, að um sumar- ið kom hingað skírnarfontur sá, sem Thorvaldsen hafði gert og gefið Dómkirkjunni í Reykjavík. Var skírnarfonturinn vígður af Steingrími biskupi 6. sunnudag eftir trinitatis og jafnframt skírt fyrsta barnið við fontinn, sonur Stefáns Gunnlaugssonar, land- og bæjarfógeta. Var drengurinn nefndur Bertel í höfuðið á höf- undi og gefanda skírnarfontsins. Jónas Hallgrímsson fór rann- sóknarferð um Norðurland um sumarið, einkum til þess að athuga brennisteinsnámur. Kom Jónas úr þessu ferðalagi um haustið og dvaldi í Reykjavík næsta vetur, en lagðist brátt sjúkur og lá rúmfastur lengst af vetrar í Hákonssenshúsi við Aðalstræti. Á þessu sumri, hinn 11. júní, andaðist í Reykjavík Einar Jóns- son, stúdent og borgari, aðeins 64 ára að aldri. Hann var hvorttveggj a í senn tengdafaðir og föðurbróðir Jóns Sigurðssonar. Einar hafði um langt skeið verið einn af mestu at- hafnamönnum Reykjavíkur. -mhg Gætum tungunnar Sagt var: Opinbera heimsókn Noregskonungs stendur í þrjá daga. Rétt væri: Hin opinbera heim- sókn (eða: Opinber heimsókn) Noregskonungs stendur þrjá daga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.