Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 : .. Hjónin Gunnsteinn Höskuldsson (t.v.) og Glynnis Duffin f húsi sínu ásamt Óla Rafni Sigurðssyni sem bjargaði Glynnis út um glugga. Ljósm. cik. Húsið tútnaði út og leit út eins og tunna Ung hjón bjuggu í Aðalstræti 77 (Kristjánsborg), 77 áragömlu timburhúsi, sem varð fyrir flóðinu miðju og er gjörónýtt þó að það standi enn uppi. Þau heitaGunnsteinn Höskuldsson og Glynnis Duffin frá Nýja Sjálandi. Hún var stödd á neðri hæð húss- ins þegar flóðið skail á og var bjarg- að lítið meiddri út um glugga af þeim Óla Rafni Sigurðssyni og Barða Sæmundssyni. Glynnis er komin af maórum, frumbyggjum Nýja Sjálands. Hún kom hingað upphaflega sem fiskvinnslustúlka. Við hittum þau hjón að máli þar sem þau voru að kanna skemmdir á húsi sínu á mánudag og ennfremur hittum við að máli Óla Rafn sem bjargaði Glynnis út um gluggann. Við báðum þau að segja frá. Þau sögðu að sjónarvottar hefðu sagt svo frá, að þegar flóðbylgjan skall á húsinu hefði það gjörsam- lega horfið meðan hún fór yfir, og síðan hefði húsið allt tútnað út og litið út eins og tunna þar til gluggar létu undan og fóru út. Um leið og vatnið tók að sjatna jafnaði húsið sig. Kristjánsborg er vel byggt hús upphaflega, með voldugum uppi- stöðuviðum, og fór því ekki með flóðinu eins og húsin tvö við hliðina. Glynnis: Ég var að tala í síma í vesturenda hússins þegar ég varð vör við flóðið, fleygði frá mér sím- anurn og hljóp inn í horn í austur- endanum, en þar voru tveir veggir á milli mín og hliðarinnar sem flóðið skall á. Á miðri leið skall bylgjan á húsinu og einhvern veg- inn kornst ég inn í hornið og klemmdist þar inni. Einhvern veg- inn tókst mér svo að krafla mig út að glugganum sem er þar rétt hjá, og þar sást til mín. Óli Rafn: Ég var með fyrstu mönnum á vettvang, var akandi á sjúkrabílnum á staðnum. Fyrst fór ég að huga að annarri stelpunni úr Þórðarhúsi sem lá niðri í fjöru, en þá sáum við Glynnis í glugganum. Við Barði óðum flóðið upp eftir, og svo mikill var krapinn að við óðum upp fyrir mitti áður en við komumst að húsinu. Þar tókst okk- ur að ná Glynnis út um glugann en urðum síðan að skríða með hana á bakinu niður eftir tilþessaðsökk- va ekki. Þetta tókst giftusamlega og vió komum henni á sjúkrahúsið. Blm.: Varstu ekki hrædd? Glynnis: Þetta skeði allt svo snöggt að ég hafði engan tíma til að hugsa um það. Mér var bara hræði- lega kalt. Viðtal við Glynnis Duffm sem lenti í krapaflóðinu Glynnis Duffin frá Nýja Sjálandi var klcnimd úti í horni hússins en gat krafsað sig út að glugganum og þaðan var henni bjargað. Hér er hún í sama glugganum á mánudegi. Ljósm. eik. Blnt.: En hvernig líður þér núna? Glynnis er létt í lund og segist vera alveg passleg núna. Hún talar orðið ágætlega íslensku en bregður fyrir sig ensku af og til. Og það er ekki fallegt um að litast á neðri hæðinni í Kristjánsborg. Búið er að moka úr húsinu miklu af snjó en ennþá eru þó miklir klaka- bunkar á gólfum og í stofunni eru tvö stærðar björg sem hafa borist með flóðinu inn í húsið. Allt er ónýtt. En uppi í risi er eins og ekk- ert hafi í skorist. Stiginn er af en þegar búið er að klifra upp er allt í röð og reglu þar. Uppi eru svefn- herbergi og þar voru öll föt þeirra hjóna. Gunnsteinn segir, að viðbygging og olíutankur hafi farið með flóðinu alla leið niður í fjöru, en það var hvorttveggja fyrir ofan hús. Þau segjast tæplega mundu leggja í það að byggja húsið upp á ný og svo sé heldur ekki fýsilegt að búa á slíkunr snjóflóðastað nema eitthvað verði gert til varnar. - GFr Kristjánsborg (Aðalstræti 77) árið 1969. Til hægri við hana eru húsin nr. 79 og 79a, en þau fóru bæði í flóðinu, enda líklcga ekki eins vel byggð og Kristjánsborg. Ljósm. GFr. Og hér er mynd tekin af Kristjánsborg eins og hún leit út á mánudag. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.