Þjóðviljinn - 26.01.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Page 6
6 SÍÐA'— ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. janúar 1983 Mikael Þorsteinsson á Patreksfirði Þaö stóð vörubíll fyrir ofan hús- iö hjá mér og flóðið skall á hon- um, breytti þá örlítið um stefnu og fór því fram hjá húsinu mínu, en svo nálægt fór það að far er eftir því endilöngu. Hins vegar missti ég fjárhús með 5 kind- um, hlöðu, bílskúr og geymslu- hús, þar sem ég geymdi allt mitt dót utan húss, sagði Mikael Þorsteinsson, Aðalstræti 82a, í viðtali við blaðamann Þjóðvilj- ans, en hann var nýgengin inn er krapaflóðið mikla skall á. Ég hafði verið úti í bílskúr að hlusta á talstöð, sem ég átti þar, og fór síðan út í fjárhús að huga að kindunum mínum, því að mikill vatnselgur var í kringum þau. Síð- an fór ég inn, úr vaðstígvélunum og var rétt sestur við eldhúsborðið þegar ég heyri að eitthvað skellur í vegginn. Égfórþáútídyrog þá var allt horfið, bara á örfáum sekúnd- um. Loftkapail var strengdur frá íbúðarhúsinu og út í fjárhúsin og hann hafði slitnað og síegist utan í húsið. Það var hljóðið sem ég heyrði, en ég heyrði ekkert í flóðinu sjálfu. Ég hélt að ég væri orðinn vitlaus þegar ég leit út. Og það verður líklega sagt um mig, að ófeigum verður ekki í hel komið, því að þarna munaði örlitlu að ég var kominn inn og eins munaði engu að íbúðarhúsið færi. Eg fór nú að líta í kringum mig og sá að það komu menn innan að tii að hjálpa mæðgunum sem höfðu borist með risinu niður í fjöru rétt fyrir neðan mig. Skömmu síðar kom Kristján Pétursson gangandi þvert yfir brakið og inn til mín. Hann var illa skorinn á höfði, hafði einnig verið uppi á lofti í sínu húsi sem varð að braki og barst með flóðinu. Einnig kom Halldóra Snjóflóð og afleiðingar þeirra Hvers konar flóð féllu á Patreksfirði? „Flokkast sem viðburðarflóð” segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður „Á máli vatnafræðinnar kallast það fyrirbrigði sem skall yfir Pat- reksfjörð viðburðarflóð, en þau verða oft stórkostleg sökum þess að snjóflákar af svellabunkum hrapa niður í gil og eins konar snjóflóð stíflar upp í gilið í nokkrar mínútur og brestur síðan fram með miklu afli og rífur allt lauslegt með sér“, sagði Sigurjón Rist vatnamæling- amaður um krapaflóðin sem fcllu yfir Patreksfjörð sl. laugardag með hörmulegum afleiðingum. „Þessi fyrirbrigði ganga undir ýmsum nöfnum eftir landshlutum. Á Suð-austurlandi kallast þetta vatnshlaup en á Vestfjörðum krap- ahlaup. Þessi sk. viðburðarflóð stafa af óvæntum og venjulegast snöggum veðrabrigðum eins og eldgosum, jarðskjálftum, hruni og svo framvegis. Tvö alþekkt dæmi eru um þessi flóð, annars vegar við upphaf Heklugos 1947, en þá skall flóðbylgja út í Ytri-Rangá og hins vegar þegar bergspilda úr Innsta- haus féll niður í Steinholtslón árið 1967 og orsakaði mikla flóð- bylgju“, sagði Sigurjón ennfremur. „Þessi tvö flóð sem féllu yfir Patreksfjörð komu mér í sjálfu sér ekki á óvart þegar veðurfræðingar höfðu spáð úrkomu og tölur um gífurlega úrkomu á þessu svæði lágu fyrir. Það hlaut eitthvað að gerast. „Spýjurnar" sem féllu úr Brellum og gili Litladalsár eru ein- mitt afleiðingar rigninganna á undan, enda þótt engan hefði órað fyrir þeim hörmulegu afleiðingum sem þær höfðu í för með sér," sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður að síðustu. -v. Hús Mikaels og Sabínu að Aðalstræti 82. Ef rýnt er í myndina má sjá far eftir flóðið á húsveggnum. Mikael var rétt stiginn inn fyrir dyrnar þegar flóðið skall á. Niðri í fjörunni er risið af Aðalstræti 79a, sem flaug fram hjá. Ljósm eik. Daglega fylgst með snjóflóðahættu 1 Neskaupstað: Vildi ekki vera án þessa eftirlits segir Logi Kristjánsson bæjarstjóri Þótt maður þykist vita það, að snjóflóð á borð við það sem féll hér í Neskaupstað árið 1974, fellur ekki nema á 100 til 300 ára fresti, þá væri mér ekki rótt ef ekki væri haldið uppi því cftirliti með snjó- flóðahættu, sem verið hefur hér síð- an 1974, sagði Logi Kristjánsson í samtali við Þjóðviljann í gær um þetta eftirlit, en Neskaupstaður er eini staðurinn á landinu scm hefur sérstakan mann á launum við eftir- lit með snjóflóðahættu. Logi sagði að sá er þetta eftirlit hefur með höndum væri til jafn- aðar í hálfs dags starfi. Yfir vetur- inn er eftirlitið hluta starf, en yfir sumarið '/> hluta starf. Sá heitir Gunnar Ólafsson er gegnir því, og annast liann einnig veðurtökur þrisvar á sólarhring fyrir Veður- stofuna. Að sögn Loga var skipuð nefnd strax eftir að snjóflóð féll 1974, til að kanna hvað helst væri til úrbóta á þessum sviðum. Að hennar undirlagi var eftirlitsmaður með snjóflóðahættu ráðinn, og einnig var lagt á ráðin hvernig best væri að haga snjóflóðavörnum. Við höfum lagt til, sagði Logi, að ríkíð veitti styrki til fyrirbyggjandi fram- kværnda, þar sem snjóflóðhætta er mest á landinu, en því miður hefur ekki enn verið farið eftir þeim til- lögum okkar. Reynsla af þessu eftirliti í Nes- kaupstað er mjög góð, að sögn Loga. Hann er auk þess að vera bæjarstjóri, formaður almanna- varnarnefndar Neskaupstaðar, og hefur eftirlitsmaðurinn alltaf samband við Loga ef hann telur hættu á ferðunt og síðan er haft samband við sérfræðing hjá Veður- stofunni. Aðeins einu sinni síðan 1974 hefur verið gefin út aðvörun vegna snjóflóðahættu og þá var fólk varað við að vera á ferli í fjall- inu, en ekki var og hefur ekki ver- ið talin ástæða til að fólk yfirgæfi hús sín sagði Logi að lokum. -S.dór Nauðsyn segir Helgi Björnsson jöklafræðingur Það cr greinilega nauðsynlegt að setja mjög ákveðnar reglur um skipulag byggðar, þannig að ekki verði byggt þar sem hætta er á snjóflóðum, og einnig þarf að gera athuganir þar sem eldri byggð er fyrir, með það fyrir augum að koma þar upp snjóflóðavörnum“, sagði Helgi Björnssón jarðeðlis- fræðingur og sérfræðingur um jökla og snjóflóð. Helgi kvað enga sérstaka stofnun í raun sjá um þessi atriði í dag. Skipuð hefði verið nefnd á vegum Rannsóknarráðs ríkisins undir stjórn vegamálastjóra eftir að snjóflóðin féllu á Neskaupstað, ¥ •’ Þarna var bílskúrinn, segir Mikael og bendir. Öll útihús hans fóru með flóðinu. Ljósm. eik. Þórðardóttir og önnur dóttir henn- ar inn til mín fyrst á eftir og ég reyndi að sinna þeim eftir bestu getu þar til þau voru flutt á sjúkra- hús. Mikael er búinn að búaáPat- reksfirði í 42 ár og sagðist aldrei hafa vitað aðrar eins hamfarir nátt- úrunnar. Hann býr ásamt konu sinni Sabínu Sigurðardóttur í Aðal- stræti 82a, en börn þeirra eru öll uppkomin og flutt að heiman. að efla varnirnar Helgi Björnsson er hafði það verkefni að fjalla um snjóflóð og varnir gegn þeim. Nefndin skilaði áliti og lagði til að Veðurstofu íslands yrði falið að safna saman uppiýsingum um snjóflóð og snjóflóðahættu, og hef- ur stofnunin á grundvelli þeirra upplýsinga gert landshlutaspár og sent út aðvaranir um yfir- vofandi snjóflóð. „Erlendis þekkjast margs konar varnir gegn snjóflóðum, en reynslan hefur sýnt að ekki þýðir að koma fyrir hindrunum nema annað hvort á upptakasvæðinu sjálfu ellegar neðst þar sem flóðið kemur niður og kraftur þess dvín- að. Menn hafa þróað margs konar varnarvirki t.d. grindursem koma í veg fyrir að snjór safnist í hengjur, og einnig eru keilur og varnarvegg- ir reistir til að sveigja flóðið frá mannvirkjum. En vonlaust er að hefta framgöngu þess í farvegin- um sjálfum eftir að það er komið á fullt skrið," sagði Helgi Björnsson að lokum. -v. Krapaflóðið sleikti húsið hans Viðtal við

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.