Þjóðviljinn - 26.01.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Side 16
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Vigdís hjá Listasmiðjunni StarfshópurListasmiðjunnarágeödeildBorgar- meðfylgjandi mynd tekin er forseti íslands frú spítalanshefursettuppsýninguíNýlistasafninu. Vigdís Finnbogadóttir heimsótti sýninguna á A sýningu sýna 7 einstaklingar verk sín. Var dögunum. (ljósm. Atli) Vegaskemmdir um allt land Varla hægt að gera við vegi nema til bráðabirgða mÚÐVSUlNN Miðvikudagur 26. janúar 1983 Skákþing Reykja- víkur eftir sjö umferðir: Elvar hefur unnið allar sínar skákir Elvar Guðmundsson er nú á góðri leið með að stinga aðra kepp- endur af á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir í féiagsheimiii Taflfclags Reykjavíkur að Grensásvegi. Að loknum 7 um- ferðum hefur hann unnið allar skákir sínar þ.á.m. gegn hættuleg- asta keppinaut sínum Hauki Ang- antýssyni. Haukur Angantýsson og Dan Hansson hafa hlotið 6 vinninga og eru í 2. - 3. sæti. Mikla athygli vekur frammistaða Guðlaugar Þorsteinsdóttur sem er í 4. - 9. sæti með 5'A vinning. 572 vinning hafa einnig hlotið Sveinn Kristinsson, Óskar Bjarnason, Hrannar Jónsson og Þröstur Ein- arsson. 8. umferð verður tefld í kvöld og þá mætir Elvar Guðmundsson Dan Hansson. -hól. Elvar Guðmundsson - 7 vinningar af 7 mögulegum! Um allt land hafa orðið miklar vegaskemmdir og alls ekki full- kannaðar enn, og það sem verra er að snjóað hefur víða í dag, þar sem skemmdir hafa orðið, þannig að erfitt getur orðið að sjá hvörf og skörð í vegi, sagði Hjörleifur Ólafs- son, hjá vegacftirliti Vegagerðar- innar í samtali við Þjóðviljann í gær. Hjörleifur sagði að á tveimur stöðum hefðu orðið verulegar veg- askemmdir í vatnsveðrinu um helg- ina, fyrir austan Hellu á Rang- árvöllum og hjá brúnni yfir Bjarna- dálsá í Norðurárdal. Á þessum tveimur stöðum hefðu orðið hvað mestar skemmdir, en smáskörð, skemmdir á ræsum og hvörf í vegi væru um allt land. Þá hefði víða runnið úr vegaköntum og mætti segja að flestir vegir væru afar var- hugaverðir yfirferðar um þessar mundir. Ekki er hægt að framkvæma fullnaðarviðgerð á mörgum stöð- um fyrr en í sumar; yrði að láta bráðabirgðaviðgerð duga þangað til. Þá sagði Hjörleifur ennfremur að víða hefði vatn komist niður á klaka í vegum og myndað holrúm, og gæti yfirborðið því brostið hve- nær sem er. Þetta gæti verið hættu- legt ökumönnum og farþegum bif- reiða ef ógætilega er farið. Viðgerð vega hefst um leið og vatn hefur sjatnað, en þó dregið hafi nokkuð úr flóðunum er fjarri því að vatn sé allsstaðar farið af vegum. -S.dór Iceland Seafood Ltd: Tvöföld sala á 2 árum Fisksölufyrirtæki Sambands- manna í Bretlandi, Iceland Seafood Ltd., seldi á sl. ári 5.590 lestir af frystum sjávarafurðum fyrir .rúm- lega 6 milj. sterlingspunda, að sögn Benedikts Sveinssonar, framkvstj. Verðmætaaukningin var 69 af hundraði og magnaukningin um 30 af hundraði frá árinu áður. Hærra hlutfall seldist af verð- mætum fisktegundum en fyrr. Rækjusalan fjórfaldaðist og sala á frystum botnfiskafurðum jókst mun meira en sala á frystri síld. Fyrirtækið tók til starfa á árs- byrjun 1981. Á þessum tveimur árum hefur sala frystra sjávar- afurða á sölusvæði þess gert meira en að tvöfaldast, baéði að magni og verðmæti. -Um 90% af sölunni eru bundin Bretlandseyjum, en 10% fara til ríkja á meginlandi Evrópu, einkum Frakklands. -mhg Prófkjör krata á Sudurlandi Steingrimur tók 2. sætið Prófkjör Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi fór fram um helgina. Ekki var kosið um 1. sæti listans þar sem Magnús H. Magn- ússon var sjálfkjörinn, en baráttan stóð um 2. sæti listans. Hlutskarpastur í þeirri rimmu varð Steingrímur Ingvarsson, sem hlaut 412 atkvæði. Næstir komu þeir Guðlaugur Tryggvi Karlsson með 252 atkvæði og Hreinn Er- lendsson með 143 atkvæði. Auðir seðlar voru 11, en ógildir 2. Sam- tals tóku 820 manns þátt í prófkjör- inu, en Alþýðuflokkurinn fékk við síðustu alþingiskosningar 14-1500 atkvæði. -v. Af hverju ekki flóð í Elliðaánum nú? Jörðin ekki gaddfreðin en það er forsenda þess að yfirborðsrennsli geti myndast á lindáasvæðum Margir hafa velt því fyrir sér hér á Reykjavíkursvæðinu hvers vegna ekki hafi orðið flóð í Elliðaánum í þeim gífurlegu leysingum sem hafa verið undanfarna daga. Fyrir tæpu ári urðu einmitt ein mestu flóð í Elliðaám sem orðið hafa eftir mikla hláku um nokk- urra daga skeið. Við spurðum Sigurjón Rist vatnamælingamann, sem er allra manna fróðastur um vatnsflóð, hverjn þetta sætti. „Skýringin er einfaldlega sú, að jörö þarf að vera gaddfreðin á svæði lindaáa til þess að yfir- borðsrennsli myndist. í fyrra höfðu verið mikil frost í desember og jan- úar og jörð var því freðin þegar leysingar og rigningar urðu í byrjun febrúar með þeim afleiðingum að eitt stærsta flóð sem um getur varð í Elliðaánum. Nú hins vegar hafði snjóað á þíða jörð og hún var því nægjanlega gljúp til að taka við öllu vatnsmagninu", sagði Sigurjón. En hvað þá með flóðin í Ölfusá og Hvítá í Borgarfirði? Hvað olli þeim? Sigurjón svarar því: „Bæði voru þetta hálendisflóð, þ.e. vatns- magnið kom ofan af hálendinu eftir þíðu og rigningar þar. Hvað flóðin í Ölfusá varðar, þá tel ég að Árnesingar megi teljast heppnir að ekki var krapastífla í ánni, því ann- ars hefði getað farið ver. Að vísu var nokkur hindrun á svonefndri Gljá vegna íss og klaka, en það olli Sigurjón Rist ekki teljandi vandræðum. Einnig hefur þíðan á láglendi, t.d. í Brúar- ársveit, stuðlað að örri hjöðnun vatnsflaumsins. . Flóðin í Hvítá í Borgarfirði stafa einnig af miklu vatnsmagni sem kemur ofan af hálendinu, en þar skiptir freri í jörðu minna máli heldur en t.d. hér á Elliðaár- svæðinu. Borgarfjörðurinn er meira dragársvæði, en berggrunn- urinn er þar gljúpur og hleypir vatninu vel í gegnum sig“, sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður íð lokum. Eggert Haukdal alþingismaður: V onbrigði en maður verður að una niðurstöðu prófkjörs Því er ekki að leyna, að niður- staða prófkjörsins olli mér miklum vonbrigðum, ég bjóst við mínum hlut betri en raun varð , sagði Egg- ert Haukdal alþingismaður í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Eggert lenti í 3ja sæti prófkjörs íhaldsins á Suðurlandi urn helgina. Aðspurður hvort hann hyggði ekki á sérframboð nú, eins og við síðustu Alþingiskosningar, þegar hann neitaði að una því að vera settur í 3. sæti listans, sagði Eggert að málið horfði öðruvísi við nú. Fyrir síðustu kosningar var ekki urn prófkjör að ræða og því vildum við ekki una og því buðum við fram. Nú var prófkjör viðhaft og þá verður maður að una niður- stöðunni, þótt maður sé óánægður, sagði Eggert og tók fram, að sér- framboð af sinni hálfu væri ekki inní myndinni. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um sérframboð tala. Eggert Haukdal Úrslit prófkjörs íhaldsins í Suðurlandi varð sem hér segir: f 1. sæti er Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, í 2. sæti Árni John- sen úr Vestmannaeyjum, í 3. sæti Eggert Haukdal og í 4. sæti Siggeir Björnsson, bóndi. -S.dór -v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.