Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN' — SÍÐA 5 Ályktun Náttúruvemdarráðs um hvalveiðibann Melri rannsóknlr eru nauðsynlegar Óráðlegt að mótmæla samþykkt um tímabundna stöðvun hvalveiða Náttúruverndarráð greindi ríkisstjórninni frá því 28. október s.l. að það teldi mjög óráðlegt að mótmæla samþykkt Alþjóða hval- veiðiráðsins um tímabundið bann við hvalveiðum. Ráðið hefur nú sent blöðunum samþykkt er það gerði á fundi sínum 25. október þar sem þessi afstaða kemur fram: Náttúruverndarráð hefur nokk- ur undanfarin ár fylgst með fram- vindu hvalveiðimála og átt þess kost að senda fulltrúa á fjóra síð- ustu fundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins. í þeim umræðum sem átt hafa sér stað um hvalveiðar og verndun hvala undanfarin ár hefur Náttúr- uverndarráð eindregið lagt til að rannsóknir á hvalastofnum hér við land verði stórauknar og veiðarnar stundaðar af sérstakri varfærni, meðan óyggjandi niðurstöður liggja ekki fyrir. Náttúruverndar- ráð fagnar því að rannsóknir hafa nú aukist. Gögn um afla langreyðar og sókn hafa þannig verið unnin upp og lögð fyrir vísindanefnd Al- þjóðahvalvciðiráðsins. Því miður varð nefndin ekki sammála um túlkun þessara gagna en niður- stöðurnar eru þess eðlis að Nátt- úrverndarráð telur ástæðu til enn meiri varfærni í nýtingu stofnsins en hingað til. Síðastliðin 2 sumur voru merktar miklu fleiri langreyð- ar en nokkru sinni fyrr. Þessar merkingatilraunir munu innan fárra ára væntanlega gefa miklu betri upplýsingar um stærð stofns- ins en áður hafa þekkst. Náttúruvemdarráð hefur áhyggj- ur af því, að enn skuli ekki liggja nægar upplýsingar um tvo veiði- stofna, hrefnu og sandreyði, til þess að unnt sé að meta ástand þeirra og hvetur því enn til að dregið verði úr veiðum uns niðurstöður liggja fyrir. Náttúrvcrndarráð hefur áður lýst yfir, að það líti á hvali sem nýtanlega auðlind. Þessu sjónar- miði eru margir ósammála og telja að hvalveiðum eigi að linna af siðfræðilegum eða menningar- legum ástæðum. Tímabundin stöðvun hvalveiða hér við land er ekki líffræðileg nauðsyn, heldur ákvörðun sem byggir á stjórnmálalegum og menn- ingarlegum viðhorfum. Miðað við núverandi aðstæður telur Náttúr- uverndarráð þó mjög óráðlegt að mótmæla samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um tímabundna stöðv- un veiða 1986-1990 og leggur jafn- framt áherslu á að tíminn fram til 1986 verði notaður til að afla nán- ari vitneskju um stærð og eðli þess- ara nytjastofna en við nú höfum. 28.10.’82 Myrkir músíkdagar í Langholtskirkju: 5 íslensk verk fvrir hliómsveit Myrkir niúsíkdagar halda áfram annað kvöld, fímmtu- dagskvöld, með tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Langholtskirkju. Flutt verða fímm íslensk verk, en stjórn- andi er Páll P. Pálsson. Eitt verkanna fimm er frum- flutt og er það eftir Magnús Bl. Jóhannsson og heitir Athmos II. Það er samið í fyrra og sprottið af tilraunum höfundar með hljóðgervil. Nú er það um- skrifað fyrir þrískipta hljóm- sveit og einkennist af andstæð- um strangs ryþma og fljótandi frjálslegs forms. Octo November heitir verk eftir Áskel Másson sem flutt er á tónleikunum og segir höfund- ur það sprottið af vangaveltum sínum um samhverf form. Verkið var frumflutt fyrr í vet- ur. Þá er á dagskránni Til- einkun eftir Jón Nordal, sem er einskonar hátíðaforleikur sem Magnús B. Jóhannsson: Athmos hans er frumflutt í kvöld. fluttur var við opnun íslensku óperunnar í fyrra. Helgistef eitir Hallgrím Helgason eru níu sinfónísk tilbrigði sem Iýkur á fúgu. Þá er fluttur Óbókonsert eftir Leif Þórarinsson sem saminn var t' fyrravetur fyrir Kristján Þ. Stephensen, sem er einmitt einleikari í þessu verki. „Það sem ég hef þegar nefnt hefur flest allt verið baráttumál Alþýðu- bandalagsins. Þessi baráttumál verða að vera á oddinum þar til sigur hefur unnist. “ Svartnætti eða áætlunarbúskapur Togaraflotinn of stór, útgerð á hausnum og yfirleitt öll fyrirtæki. Laun verkafólks lægri en í ná- grannalöndunt. Ógjörningur að eignast hús eða leigja. Er ekki lífvænlegt á íslandi, verðum við að leita betlandi til annarra þjóða? Nei, það eru hvergi betri möguleikar fyrir jafna og góða lífsafkomu. Hvað er þá að? Það skyldi þó ekki vera yfirbygging einkafyrirtækja, of margir for- stjórar með of há laun, einn for- stjóri fyrir hvern togara og smá- bát? Það skyldi þó ekki vera stjórnleysi fiskveiða, 300 tonn í þessu frystihúsi að úldna, ekkert í hinu? Það skyldi ekki vera vitlaus vinnutími sem leiðir af sér léleg afköst og lélegt hráefni? Er tog- araflotinn of stór, rniðað við hvað, of marga sjómenn, vinnu- tíma sjómanna eða vinnu- aðstöðu? Er eðlilegt að togari taki svo mikið í hafi að megnið af fiskinum sé ónýtt þegar upp kem- ur? Hversu dýrt hráefni erum við að eyðileggja, hvað ef sjómenn vinna átta stundir á sólarhring, hvað er vinnutími sjómanna? Stóriðja þjóðarinnar Fiskiskipaflotinn er ekki of stór. Spurningin er hvort hann er ekki óskipulagður, þar af leiðandi of dýr. Hér þarf að vera hæfileg blanda af hverskonar fiskiskipum, smábátum, loðnu- bátum, til fullkominna skutto- gara og endurnýjun þarf að vera jöfn og án sveiflna eins og verið hefur. Hér þarf markviss áætlan- abúskapur að ráða ferðinni en ekki skammtímasjónarmið ein- hyggjumannsins og gróðahyggj- unnar. Stjórna þarf löndunum fiskh skipa með eftirfarandi í huga: 1. Heimahöfn. 2. Afkastageta vinnslustöðva á sólarhring. 3. Aldur og samsetning hráefnis þannig að aldrei komi til að heiium skipsförmum sé hent þeg- ar að vinnslu kemur, vegna þess hversu gamall fiskurinn er. 20 stunda vinna verkafólks á öllum aldri leiðir af sér illa unna vöru og léleg afköst. Fiskvinnslan er stór- iðja þjóðarinnar og það verður að taka hana sem slíka, ekki ann- ars flokks starf fyrir þræla. Fisk- vinnsluna á að skipuleggja sem stóriðju, þar sem hver vakt miði við 40 stunda vinnuviku hámark, þá næst fuli nýting dýrra fiskvinn- slustöðva og betri nýting hráefn- is.Hráefnið verður ævinlega nýrr. aívinnslu, afköst hvers verka- manns aukast með styttri vinnu- tíma. Ríkið á að eiga nokkra togara til að hiaupa í skarðið ef þörf krefur til að jafna afla. Þegar þessu stigi er náð þá mun út- gerðin standa fyrir hlutverki sínu, afla nægs gjaldeyris svo við þurf- um ekki að stóla á stopuia stór- iðju sem byggist á erlendu hrá- efni og niðurgreiddri raforku frá alþýðuheimilum. Staðgreiðslukerfí skatta Staðgreiðslukerfi skatta er nauðsyniegt alþýðunni, því hún hefur ekki auraráð né möguleika á að nota það kerfi sem fyrir er til aukinna tekna, líkt og braskarar og atvinnurekendur. Kerfið er byggt af einhyggjumönnum til að hagur hátekj ufólks og eignastétta sé sem mestur. Staðgreiðslukerfi þarf að miða að tekjujöfnun, þannig að þrýstihópar með sér- stöðu hætti að berjast fyrir sífellt breiðara launabili. Það þarf að vera þannig að fólk sjái í raun að yfirvinna borgar sig ekki, ef nauðsynlega þarf að vinna yfir- vinnu til að bjarga verðmætunr, þá verði það tekið út í fríi. Staðgreiðslukerfið þarf að miðast við desemberlaun skattfrí og þá komi restskattur eða inneign til greiðslu. Staðgreiðslukerfi þarf að miðast við aukna samneyslu. Það þarf að vera þannig úr garði gert að fólk taki orlof, og vinni aidrei meir en 40 stunda vinnu- viku. Þegar hér er komið gerir fólk sér grein fyrir raunveru- Ármann Ægir Magnús- son skrifar: legum kaupmætti launa sinna, það auðveldar kjarabaráttu. Húsnæðislán til 90 ára Það þekkjast hvergi á Norður- löndum jafn fáránleg húsnæðis- lán og á íslandi. Við eigum ekki að borga að fullu á nokkrum árum þær íbúðir sem næstu kyn- slóðir koma til með að nota. Lán- in eiga að minnsta kosti að vera til 90 ára, þau mega vera verðtryggð ef það þykir henta en þau eiga að greiðast mánaðarlega eins og unt húsaleigu væri að ræða, greiðslan á þó aldrei að fara upp fyrir á- kveðið hlutfall af taxta viðkom- andi verkamanns. Strangt eftirlit á að vera með byggingunum þannig að um ó- þarfa íburð og bruðl sé ekki að ræða. Settir verði ákveðnir staðlar sem fara verður eftir. Þeir sem ekki vilja byggja samkvæmt þessu fái ekki lán hjá ríki heldur verið sjálfir að fjármagna hús sín í gegnum bankakerfið. Fjármagn- ið mun væntanlega ekki vanta til húsbygginga þegar við erurn komin á þetta stig. Atvinnuleysi er skortur á samábyrgð Það sem ég hef þegar nefnt hef- ur flest alit verið baráttumál Al- þýðubandaiagsins. Þessi baráttu- mál verða að vera á oddinum þar til sigur hefur unnist. Þrældómur sá sem viðgengst hjá verkafólki og ill nteðferð sjávaraflans geng- ur ekki lengur. Atvinnuleysi er skortur á samábyrgð. Stytting hins raunverulega vinnutíma kemur f veg fyrir atvinnuleysi og eykur afköst og þar með hag fyrirtækja. Verkafólk, gerum okkur grein fyrir að Alþýðubandalagið er eina aflið sem getur leitt sam- einaða baráttu okkar til sigurs. Armann Ægir Magnússon Ármann Ægir Magnússon er tré- smiður á Selfossi. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum. Ármann Ægir hefur verið formaður Iðn- nemasambands íslands. Hann hef- ur og verið formaður Alþýðu- bandalagsins á Selfossi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.