Þjóðviljinn - 26.01.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Síða 11
Miðvikudagur 26. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Víöir Sigurðsson Lands- dystlr í flogbólti Eftirfarandi íþróttafréttir rák- umst við á í færeyska blaðinu 14. september: Götu ítróttarfelag hevur sett tann 31 ára gamla íslendingin, Kristian Hjartansson af Horna- firði, sum venjara. Kristian Hjart- ansson hevur leikt á 3. deildar- liðnum hjá Hornafirði og hevur í fleiri ár vænt tær yngru deildirnar fjá felagnum. Föroyar skulu leika tveir lands- dystir í flogbólti fyrir mansung- lingar móti Islandi. Báðir dystirnir verða leiktir í Föroyum á páskum. Föroyska úrvalsliðið í hondbólti kláraði seg væl móti danska liðnum Rödovre. Föroyingar vunnu tveir dystir, ávikavíst 34-23 og 21-20 og taptu ein, 23-19. 144 fótbóltslið eru meldaði inn til kappingina í ár. Hetta eru 22 lið fleiri en í fjör. Fyrir þá sem ekki rennir grun í hvaða í þrótt flogbólti er, er rétt að upplýsa að þar slá menn knött yfir net og fyrsti stafurinn er blak. Kristján Hjartarson er rétta nafnið á þeim hornfirska og sögðum við frá ráðningu hans hér á síðunni fyrir skömmu. -VS Firma- keppni Eins og undanfarin ár gengst Knattspyrnufélagið Þróttur fyrir firmakeppni í innanhússknatt- spyrnu í Vogaskólanum. Keppnin hefst að þessu sinni um aðra helgi í febrúar, en nánari dagsetning verður ákveðin þegar þátttaka er Ijós. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðjóns Oddssonar í Litnum, Síðumúla 15, sími 33070, fyrir mánudagskvöldið 7. febrúar. Þátttökugjald er 800.- kr. Firma- keppni Vals Knattspyrnudeild Vals gengst fyrir firmakeppni í knattspyrnu í íþróttahúsi félagsins dagana 19,- 20. febrúar nk. Þátttöku skal til- kynna fyrir 14. febrúar til Guð- mundar Kjartanssonar í síma 12027 milli kl. 9 og5 en í íþróttahús Vals eftir þann tíma. Keppt verður unt farandbikar og veittir verðlaunapeningar fyrir efstu sætin. Landsdóntarar dærna og í félagsheimilinu verður opið hús þar sem þátttakendur geta horft á knattspyrnumyndir af myndbönd- uin og fengið veitingar. Neðstu liðin Á síðunni um ensku knattspyrn- una í blaðinu í gær féllu neðstu lið 1. deildarúrstöðunni. Úrþvíverð- ur nú bætt og hér koma sex neðstu liðin: Southampton.25 8 16 11 29-41 30 Swansea......25 7 6 12 31-36 27 Sunderland...25 6 9 10 28-38 27 Norwich......25 7 5 13 26-41 26 Brighton.....25 6 6 13 23-48 24 Birmingham..25 4 11 10 19-35 23 Akranes fékk 24 gull Akurnesingar voru afar sigur- sælir á Meistaramóti ÍA, opnu ung- lingamóti í badminton, sem fram fór á Akranesi um síðustu helgi. Af 27 gullverðlaunum runnu 24 til heimamanna, hin fórutil TBR. Auk þessara félaga sendu Víking- ur, Afturclding og Valur keppend- ur á mótið. Á myndinni að ofan cru verðlaunahafar í hnokka/tátu flokki. Frá vinstri: Rósant Birgis- son, Oliver Pálmason, Berta Finn- bogadóttir, María Guðmundsdótt- ir, Vilborg Viðarsdóttir, Ágústa Andrésdóttir, Arnar Gunnlaugs- son og Bjarki Gunnlaugsson, öll úr í A. Gegn Dönum í kvöld íslenska landsliðið í handknatt- leik hélt til Danmerkur í morgun og leikur við Dani í Kaupmannahöfn í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn af sex í Norðurlandaferð landsliðsins en annar leikur verður við Dani annað kvöld. Frá Kaupmannahöfn verður haldið til Helsinki og leiknir tveir landsleikir við Finna, á laugardag og sunnudag. Loks er farið til Nor- egs og þar einnig leikið tvívegis, á þriðjudag og miðvikudag. Síðan koma strákarnir heim í lokaundir- búninginn fyrir B-keppnina í Hol- landi sem hefst í lok febrúar. Handknattleiksmenn hafa gert mikið af því að leggja land undir fót í vetur og hafa farið víða á stuttum tíma. í Evrópukeppnuni fóru FH- ingar til Svartahafsstranda, og Vík- ingar til Prag. Landsliðið fór til Austur-Þýskalands og KR-ingar eyddu hluta jólaleyfisins í Vestur- Þýskalandi. Nú Norðurlandaferð og síðan B-keppnin í Hollandi. Fyrir þá sem vilja sjá heiminn er því best að draga fram handknatt- leiksskóna og freista þess að fá inn- göngu í landsliðið. Ekki þó í vetur því Hiimar Björnsson landsliðs- þjálfari hefur þegar valið liðið sem fer til Hollands. -VS Clough vildl United! Brian Clough, hinn kunni og lit- ríki l'ramkvæmdastjóri enska 1. deildarliðsins í knattspyrnu, Nott- ingham Forest, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við fé- lagið. Að þeim tíma liðnum hyggst hann draga sig í hlé. Hann segist sakna eins þegar hann hættir: að hann skyldi aldrei fá tækifæri til að stjórna Manchester United. „Ég hefði viljað halda um stjórn- völinn hjá United með Peter Tayl- or mér við hlið. United hefði átt að leita til mín í stað Rons Atkinson, ég hef alla þá reynslu sem nauðsyn- leg er til að taka við slíku félagi", segir Clough. „Með þessu er ég ekki að gagrýna Atkinson. Hann er rétti maðurinn fyrir United eins og er, hann hefur aðlagast nijög vel, var með réttan bakgrunn og verðskuldaði starfið. Ég hef átt góðar stundir hjá Der- by og Forest en ég hefði getað gert enn betur hjá United. Það er talað um að góðir leikmenn laðist að mér, ég ætti enn auðveldara með að fá þá til mín hjá United. Minn stærsti söknuður er alls ekki sá að fá ekki umráð yfir enska lands- liðinu, ég vildi stjórna virkilegu stórliði áður en ég hætti, ég vildi fá að stjórna Manchester United." Clough þarf svo sem ekki að kvarta, hann kom Derby upp úr 2. deild og gerði það að Englandsmeist- ururn, tók síðan við Forest í 2. deild og leiddi félagið beint að sigri í 1. deild, tveimur Evrópu- meistaratitlum og tveimur sigrum í deildarbikarnaum. -VS Ljósmyndararnir þyrpast að Brian Clough eftir að lið hans, Nottingham Forest, hafði verið slegið út úr bikarkeppninni af hans gamla félagi, Derby County. Sheff.WedL í 4. umferð Sheffield Wednesday, undir stjórn Jacks Charlton, er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Sout- hend Únited í fyrrakvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna og fór fram á hlutlausum velli en hinum tveimur fyrri iauk með jafntefli. Miðviku- dagsliðið, sem er í 4. sæti 2. deildar, rnætir 4. deildarliðinu Tor- quay á útivelli í 4. umferðinni á laugardag. -VS Getraunir Kenny Rush? Sóknarmennirnir skæðu hjá Li- verpool í ensku knattspyrnunni hafa hvað eftir annað valdið rugl- ingi hjá varnarmönnum og mark- vörðum 1. deildarliðanna. Þeir Kenny Dalglish og Ian Rush hafa saman skorað 32 mörk í 1. deild það seni af er vetri en fleiri en and- stæðingar þeirra ruglast ef marka má eftirfarandi bút úr umsögn um leik WBA og Liverpool fyrir skömmu: ..lan Dalglish, who had been jeered by the Albion fans with chants of „We hate Dalglish“ ..Hvað hcitir félagi hans, Kenny Rush, eða hvað?! * -VS Ogreidd félaga- skipti Knattspyrnusamband íslands vill vekja athygli á að nú þurfa þeir sem vilja skipta um félag að greiða kr. 200 um leið og þeir skila inn tilkynningu um félagaskiptin. Fé- lagaskiptin verða ekki afgreidd fyrr en þessi greiðsla hefur borist. Nú liggur á skrifborðinu stafli félaga- skipta sem ekki ganga í gegn fyrr en KSI hefur fengið peningana í hend- urnar og því brýnt fyrir hlut- aðeigandi að gera skil hið fyrsta. I 21. leikviku Getrauna komu fram 10 raðir með 11 réttuni og var vinningur fyrir hverja röð 28.050.- kr. Með 10 rétta voru 178 raðir og vinningur fyrir hverja röð 675.- kr. Enginn seðill kom fram með 12 réttum og er það reyndar í 5. sinn í vetur. Getraun dagsins: Hvort er þetta Ian Dalglish eða Kenny Rush?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.