Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.01.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. janúar 1983 Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík Seinni umferd F rambj óðendaky nning ArnórPéturson,f. 14.11. ’49, formaður íþróttafélags fatlaðra, Stífluseli 2. Arnór starfaði sem stýrimaðurframtilársins 1971 og hjáTryggingastofnun ríkisinsfrá 1974. Hann hefur tekið mikinn þátt í starfi Sjálfsbjargar og verið formaður íþróttafélags fatlaðra frá stofnun þess 1974. Hann er margfaldur íslandsmeistari í lyftingum. Arnórerfulltrúi BSRB í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar um atvinnumál fatlaðra. Bjargey Elíasdóttir, f. 6.11. ’52, fóstra, Melbæ22. Bjargey lauk prófum frá Verslunarskóla íslands 1971 og ’74 og frá Fósturskóla íslands ' 979. Síðan hefur hún verið fóstra á aagvistarheimilum Reykjavíkurborgar og vinnur nú í Árborg. Bjargey situr í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hún erí stjórn ABR og er formaður 6. deildarfélagsins. Álfheiður Ingadóttir, f. 1.5 ’51, blaðamaður, Tómasarhaga 19. Álfheiður lauk B .Sc. prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1975 og kenndi að því loknu líffræði einn vetur við Menntaskólann í Reykjavík. Álfheiður hefur verið blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1977. Álfheiður hefur verið varaborgarfulltrúi í Reykjavík frá 1978. Hún var formaður umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar ásíðasta kjörtímabili. Seinni umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna Alþingiskosninga fer fram um næstu helgi. Kjörfundur verður haldinn sem hér segir: Föstudag kl. 4—7, laugardag kl. 10—7, sunnu- dag kl. 4-7. í þetta sinn skal kjósandi merkja við 6 frambjóðend- ur með tölunum 1,2,3,4,5 ogó, í þeirri röð er hann vill að þeim verði raðað á listann. Munið: 6 nöfn, hvorki fleiri né færri. Það fólk, sem kynnt er hér á opnunni, hefur gefið kost á sér í seinni umferð forvalsins. ( Elísabet Þorgeirsdóttir, f. 12.1. ’55, , blaðamaður, Dvergabakka2. Elísabet kenndi við Gagnfræðaskólann á Neskaupstað 1975 —’76, stundaði íslenskunám við H.í. ogleiklistarnám við Leiklistarskóla íslands á árunum I 1976-’79. Hún var búsett á ísafirði 1979-81 og vann í frystihúsi þar, kenndi við Menntaskólann og tók þátt í starfi Litla leikklúbbsins. Elísabet var um tíma blaðamaður viðSjómannablaðið Víking. Fyrsta ljóðabók Elísabetar, Augað í fjallinu, kom út 1977. Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 5.11. ’41,deildarstjóri, Fálkagötu 19. Guðrún er matvælaverkfræðingur að mennt og starfar nú í iðnaðar- ráðuneytinu. Hún starfaði áður sem verkfræðingur hjá búvörudeild SÍS og var stjórnarformaður Sölustofnunar lagmetis 1972-’75. Hún vann um tíma sem ráðgjafi hjá Iðnþróunar- stofnun SÞíVínarborg. Guðrún hefur verið stjórnarformaður Iðn- tæknistofnunar íslands og stjórnarformaður Þróunarsjóðs lagmetisfrá árinu 1980. Hún var einn af stofnendum Rauðsokka- hreyfingarinnar. Guðrún hefurátt sæti í framkvæmdastjórn og miðstjórn Alþýðubandalagsins og hefur verið ritari flokksins. Varaþingmaður frá 1979. Esther Jónsdóttir, f. 30.9. ’30, varaformaður Sóknar, Grýtubakka 4. Esther hefur unnið ýmis verkakvennastörf frá 14ára aldri, m.a. í 17 áráElliheimilinu Grund. Estherhefur veriðístjórn og varastjórn Starfsmannafélagsins Sóknar frá árinu 1967 ogverið varaformaður félagsins frá 1975. Esther starfar nú á skrifstofu Sóknar. Guðrún Helgadóttir, f. 3.9. ’35, alþingismaður, Skaftahlíð 22. Guðrún var ritari rektors í Menntaskólanum í Reykjavík 1957-1967. Deildarstjóri í T ryggingastofnun ríkisins frá 1973-1980. Guðrún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1978 til 1982. Hún var kjörin á þing 1979. Guðrún er ritari Alþýðubandalagsins. Hún hefur skrifað sjö vinsælar barnabækur. Grétar Þorsteinsson, f. 20.10. ’40, formaðurTrésmiðafélags Reykjavíkur, Laugavegi 54. Grétar starfaði við trésmíðar eftir að hann lauk námi 1962 þar til hann hóf störf hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur 1978. Hann var kjörinn formaður félagsins í mars 1978 en áður hafði hann verið varaformaður í fjögur ár og átt sæti í stjórn og trúnaðarráði félagsins um nokkurra ára skeið. Grétar hefur starfað míkið með bindindishreyfingunni, m.a. frá upphafi vega við undirbúning bindindismótanna og hann hefur átt sæti í áfengisvarnanefnd Reykjavíkur frá 1974. Gunnar H. Gunnarsson, f. 16.5. ’42, byggingarverkfræðingur, Brekkuseli 26. Gunnar tók lokapróf viðTækniháskólann í Þrándheimi 1967 og starfaði um hálfs árs skeið á tveimur verkfræðistofum í Reykjavík. Hann vann á gatna- og holræsisdeild borgarverkfræðings- embættisins í Reykjavík frá 1968 til 1982, lengst af sem deildarverk- fræðingur, en starfar nú sem deild- arverkfræðingur á umferðardeild. Gunnar hefur haft víðtæk afskipti af félagsmálum verkfræðinga. Hann hefur unnið að borgarmálum innan ABR frá 1973 og hefur átt sæti í bygginganefnd og verið varamaður í skipulagsnefnd Rey kj avíkurborgar. Guðmundur J. Guðmundsson, f. 22.1. ’27, alþingismaður, Fremristekk 2. Guðmundur hefur setið í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og var varaformaður félagsins frá 1961 til 1982 er hann tók við formennsku í félaginu. Guðmundur hefur verið formaður Verkamannasambands íslands frá 1976. Guðmundurvarkjörinná þing 1979. MargrétS. Björnsdóttir, f. 1.7. ’48, kennari, Miðstræti 5. Margrét lauk magisterprófi í þjóðfélagsfræðum frá J.W. Goethe Universitátí Þýskalandi í árslok 1975. Hún hefur verið fastur kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1976 ogerdeildarstjóri í félagsgreinadeild. Hún hefurátt sæti í stjórn Hins íslenska kennarafélags frá árinu 1980. Margrét var formaður ABR veturinn 1980-’81. Margréter varamaður í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Hún sat í Æskulýðsráði Reykjavíkur 1978- 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.