Þjóðviljinn - 27.01.1983, Side 1
DJÚÐVIUINN
Gætu launamanna-
sjóðir verið sú lausn
sem væri heppileg á
sumum
vandamálum
efnahagslífs okkar?
spyr Ásmundur
Hilmarsson
janúar 1983
fimmtudagur
48. árgangur
21. tölublað
Sjá 5
Landsvirkjun áformar 29% hækkun á orkuverði
til almenningsrafveitna þann 1. febrúar
Hækkunin ein er hærri
en verðið til Alusuisse
þá hefur orkuverð til almenningsraf-
veitnanna hækkað frá 1. janúar 1980 til
1. febrúar 1983 um 774%, en á sama
tíma hefur orkuverð til álversins
hækkað langtum minna eða urn tæp-
lega 400%.
Þannig magnast skattgreiðslan frá ís-
lenskum almenningi til Alusuisse ár frá
í~4
Alusuisse borgar nú liðlega 12 aura á
kílówattstund fyrir orku sem Lands-
virkjun selur til álversins í Straumsvík.
Þjóðviljanum er kunnugt um að
stjórn Landsvirkjunar áformar nú að
hækka orkuverð til almenningsraf-
veitna um 29% þann 1. febrúar n.k., og
nemur sú hækkun 14,7 aurum á kílów-
attstund.
Þannig nemur hækkunin eins sér tals-
vert hærri upphæð en svarar öllu
verðinu, sem Alusuisse greiðir fyrir
orkuna, en þar kemur engin hækkun til
framkvæmda um næstu mánaðamót.
Á sama tíma og Alusuisse greiðir 12
aura á orkueiningu, þá stendur til að
hækka verðið til innlendra almennings-
rafveitna um tæpa 15 aura, úr 50,7
aurum í 65,4 aura.
Orkuverðinu til Alusuisse verður
ekki beytt nema með samningum eða
lagaboði, en Landsvirkjun fer með allt
vald til að ákveða verð á raforku til
almenningsrafveitna og þarf hvorki að
spyrja Verðlagsstofnun né ríkisstjorn
samicvæmt núgildandi lögum.
Komi þessi hækkun til framkvæmda,
Nokkrir þeirra listamanna sem verða með verk á listahátíðinni „Gull-
ströndin andar“. F.v.: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Óskar Jónasson, Þorlák-
ur Kristinsson, Einar Garíbaldi Eiríksson, Stefán Valdimarsson, Georg
Guðni Hauksson og Eyþór Stefánsson. Ljósm.: - Atli.
Um 120 einstaklingar á hin-
um ýmsu sviðum lista hafa á-
kveðið að stilla saman strengi
sína og efna til listahátíðar sem
valin hefur verið yfirskriftin
„Gullströndin andar“.
Listahátíð þessi er öðrum þræði
ætluð sem einskonar andóf gegn
þeirri listahátíð sem haldin hefur
verið hér á landi annað hvert ár. í
þeim hópi sem sýna verk sín á há-
tíðinni má nefna marga af eftirtekt-
arverðustu ungu myndlistar-
mönnum þjóðarinnar, 18 rithöf-
undar munu lesa upp úr verkum
sínum á meðan hátíðin stendur
yfir, og nafntogaðar hljómsveitir á
borð við Orghestana og Tappa tík-
arrass koma fram, meðfram því
sem öðrum tónlistaruppákomum
er gefinn laus taumurinn. Fram-
jleiðendur gjörninga láta sitt ekki
| eftir liggja á hátíðinni.
Hún stendur frá 29. janúar til 12.
febrúar næstkomandi.
120 listamanna:
Verðstríð á
olíumörkuðum gæti
orsakað
gjaldþrotaskriðu og
harðnandi kreppu.
í slenska landsliðið í
handknattleik
sigraði Dani ytra í
gærkvöldi með 1<9
mörkum gegn 18.
Cannibal Holocaust:
Rannsókn á drelf-
ingunni er lokið
Rannsóknarlögregia ríkisins hefur nú sent öll málsgögn
varðandi rannsókn embættisins á dreifingu ÍS-VÍDEÓ
á ofbeldismyndinni margumtöluðu Cannibal-
Holocaust. Eins og kunnugt er, þá kærði Þjóðviljinn
dreifingu myndarinnar til ríkissaksóknara og hann
sendi kæruna með framkomnum gögnum til RLR.
Arnar Guðmundsson deildar-
stjóri hjá RLR fer með mál sem
þessi fyrir hönd Rannsóknarlög-
reglunnar, og þegar hann var
spurður um niðurstöður rannsókn-
ar varðist hann allra frétta. Hann
sagði að ríkissaksóknara hefði ver-
ið afhentar niðurstöður rannsókn-
ar sem hánn vildi ekki fjölyrða um
að öðru leyti.
Ríkissaksóknari, Þórður Björns-
son, sagði að hann hefði enn ekki
tekið afstöðu til niðurstöðu RLR,
hver svo sem hún væri. Hann
kvaðst ekki hafa kynnt sér niður-
stöðurnar, en kvaðst eiga von á að
málið fengi eðlilega afgreiðslu og
hefði ekki neinn forgang umfram
önnur mál sem inná borð hjá sér
kæmu.
Þjóðviljinn hefur haft spurnir af
því, að myndbönd með Cannibal
Holocaust væru í dreifingu hjá
nokkrum myndbandamörkuðum
og hefði gildi myndarinnar sem söl-
uvöru aukist verulega eftir að um-
ræður um hana jukust svo verulega
sem raun ber vitni.
- hól.
Sjá 3