Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983 Fjölnota- bíll á Selfossi { bæjarblaðinu á Selfossi má lesa frétt þess efnis, að bæjarfé- lagið hafi nýlega keypt Iítinn sendibíl til sameiginlegra afnota fyrir stofnanir sínar. „Vegna fjölþættra verkefna hefur hann hlotið heitið „fjölnot- abíll". Skv. fréttabréfi félagsmál- astofnunar verði helsti ökumaður og umsjónarmaður bílsins „fjöl- notastarfsmaður" bæjarins. Mogginn í Morgunblaði margt er rætt, það margan hefur löst: Mest allt er þess mál í ætt við móðursýkisköst. Ekki í rakastormi stœtt, né stóryrðanna röst. Par sannleiksgyðjan sár- er fœtt og situr gjarnan föst. RAUÐGRANI Skák Karpov að tafli - 87 ( 8. umferð Sovétmeistaramótsins 1973 tapaði Karpov einu skák sinni á því ári. Hann mætti Tigran Petrosjan og eftir aö Tigran hafði hafnað jafntefli eftir 10 leiki tefldi han af miklum krafti, ruddist með framsækið e-peð sitt nánast upp í borð og vann skiptamun. Karpov lagðist í vörn og hefði átt allgóða möguleika á jafntefli gegn velflestum skákmönnum öðrum en Petro- sjan: 8 7 6 5 4 3 2 1 Petrosjan - Karpov 47. h5! (Sundrar svörtu peðstöðunni) 47. ... gxh5 48. Bf2 Bd8 49. Rd4 f4 50. Re2! Kc6 51. Rxf4 h4 52. Rg6 Rb7 53. f4 Bf6 54. Hc1 + Rc5 55. Kh3 Rd6 56. Bxc5 bxc5 57. Rxh4 h5 58. Rf3 Kd5 59. Hd1+ Bd4 60. Rd2 Ke6 61. Kg3 Rf5+ 62. Kf3 h4 63. Rc4 Bc3 64. Kg4 Bb4 65. Hd3 - Svartur gafst upp. Gaukarnir s.l. sumar í Hlöðunni (blessuð sé hennar minning) í Óðaii: Ásgeir, Haraldur, Jón, Egill og Einar, Centaur, DRon og Gaukarnir 3x5 manna sveitir á Borginni í kvöld Rokkhljómleikar verða á Borginni í kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 22. Húsið verður opnað kl. 21. Þrjár hljómsveitir koma þar fram, sem mestan part hafa haldið sig í bílskúrnum en hafa nú hug á að koma frum- sömdu efni sínu fyrir almennings heyrnir. Hér er um að ræða hljómsveitirnar Centaur, DRon og Gaukana. Centaur mun flytja þungarokk og eru liðsmenn 5 að tölu: Sigurð- ur Sigurðsson söngvari, Hlöðver Ellertsson gítar- og bassaleikari, Benedikt Sigurðsson sömuleiðis, Jón Óskar Gíslason gítarleikari og Guðmundur Gunnarsson trommari. Skammstöfunin DRon stendur fyrir Danshijómsveit Reykjavíkur og nárennis. Sú hljómsveit varð efst í vinsældavali í Músiktil- raunum ’82 sem Satt og Tónabær stóðu fyrir. DRon flytur einskon- ar popprokk, en sveitina skipa Bragi Ragnarsson söngvari, Máni Svavarsson hljómborðs- leikari, Björn Gunnarsson bassi, Einar Þorvaldsson gítar og Óskar Þorvaldsson trommari. Gaukarnir eru 5 talsins eins og hinar sveitirnar 2 og flytja blöndu af rokki og poppi, en annars munu þessar 3 hljómsveitir ólík- ar. Gaukarnir eru bræðurnir Ein- ar (gítar og hljómborð) og Har- aldur (trommur) Hrafnssynir, Ásgeir Sverrisson (gítar), Jón M. Einarsson (bassi) og Egill Helga- son (söngur). Fiskveiðar og útivist Væntanleg frímerki Samkvæmt frétt frá Póst- og símamálastofnuninni hefur þegar verið ákveðin útgáfa á nærri 20 nýjum frímerkjum á þessu ári. Auk blómafrímerkjanna fjög- ! urra, sem þegar eru komin út, munu 24. mars n.k. koma út tvö Norðuriandafrímerki, þar sem lögð verður áhersla á ferðalög um Norðurlönd. Á íslensku frí- merkjunum verða myndir af Súl- um milli Breiðdalsvíkur og Stöðvafjarðarm og Urriðafossum í Melbugsá. í byrjun maí koma út tvö Evr- ópufrímerki þar sem lögð verður áhersla á merkar framkvæmdir og munu íslensku frímerkin hafa að myndefni beislun jarðhitans. Þá kemur út frímerki í sumar í tilefni af „Alþjóðasamgönguári", frímerki helguð fiskveiðum og útivist og frímerki í tilefni frí- r Eg er „Nú er nóg komið af mér í þessu blaði“, segir fréttaritari Suðurnesjablaðsins Víkurfrétta í Vatnsleysustrandarhreppi í síð- asta tbl. fréttablaðsins. „Það er ábyrgðarstarf að skrifa pistla eins og ég hef gert, það má ekki á neinn hátt sverta byggðar- lagið, heldur á að skrifa um alla fegrunina sem sífellt er verið að framkvæma, það á að leitast við að telja blómin í blómabeðunum sem eru með öllum gangstéttum, 1 merkjasýningarinnar Nordica i ’84. Minningarfrímerki um dr. Kristján Eldjárn, fyrrum forseta Tslands, kemur út í sumar, og einnig frímerki með mynd af málverki Finns Jónssonar af Lak- agígum, en á árinu verða 200 ár liðin frá því að Skaftáreldar brut- ust út. Einnig verða sem fyrr gef- in út jólafrímerki. hættur telja kossana á hreppsnefndar- fundunum og það á að telja grjót- in í hafnargarðinum og hlusta á söng fuglanna í Aragerði, þar sem blómin blómstra árið um hring. Og ef aðför er gerð að persónu manns, þá lokið augun- um og eyrunum og hendið penn- anum og hjálpið síðan til við að rakka helvítið niður. Af hverju ég hætti nú? Jú, í dag er ég sáttur við alla í hreppnum, það er bara verst að 166 mann- eskjur eru ekki sáttar við mig.“ Stiptamtmaður leikur jómfrú Pernille Bæjarlífið í Reykjavík gat nú x ekki kallast sérlega fjölskrúðugt á þessum árum. Það þótti því ekki svo lítill viðburður er Bardenfleth stiptamaður efndi til sjónleika- halds á afmælisdegi konu sinnar 1839 og bauð til þcirrar skemmt- unar „heldri“ mönnum bæjarins. Tveir leikir voru sýndir: „Ge- ert Westphaler", eftir Holberg og „Misforstaaelse ovenpaa Misfor- staaelse". Tveir danskir náttúr- ufræðingar, sem ferðast öfðu hér um á liðnu sumri, Japhetus Ste- enstrup og Jörgen Chr. Schythe, léku hvor sitt hlutverkið í Hol- bergsleiknum. Lék Schythe Ge- ert en Steenstrup kerlingu, móð- ur Geerts. Sjálfur lék stiptamt- maðurPernille. Sáhængurvar þó á þeirri hlutverkaskipan, að stipt- amtmaður var mjög hávaxinn. Reyndist af þeim sökum ógerlegt að klæða hann pilsi af nokkurri konu í bænum, en stutta tískan illu heilli ekki komin til sögunn- ar. Varð því að sauma stiptamt- manni sérstakan klæðnað svo að hann gæti leikið jómfrú Pernillu. Það var samgönguleysinu að þakka að hægt var að halda upp á afmæli amtmannsfrúarinnar með þessum leiksýningum. Kvöldið áður hafði Friðrik konungur VI. andast úti í Kaupmannahöfn. Af þessum atburði höfðu þegnar hér Og hvergi fannst pils sem passaði stiptamtmanni. hinsvegar engar spurmr tyrr en 5 mánuðum seinna og þá hafði Bardenfleth fyrir löngu afklæðst skrúðanum. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.