Þjóðviljinn - 27.01.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Síða 5
Fimmtudagur 27. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Allsnœgtaborðiö á Herranótt Herranótt: Prjónastofan Sólin eftir Halldór Laxness Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Aðstoðarieikstjóri: Soffía Karlsdóttir Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Árni Bergmann skrifar Höfundur Prjónastofunnar hef- ur tekið mönnum vara fyrir að leita að „dulmálum og felumyndum", Prjónastofan sé veröld í sjálfri sér. Þessu hefur mönnum gengið illa að hlýða og hafa haft uppi ýmsar ráðningartilraunir og rakið tilsvör og persónur og athafnir saman við eitt og annað úr heimsástandinu fyrir svosem tuttugu árum. En það er ekki nema rétt, að það er erfitt að láta púsluspil ganga upp, þótt menn sætti sig illa við að sitja á strák sínum með túlkunarfreisting- ar. Bomburnar eru þarna, bæði þær stórvirku sem sprungu í Japan og þær sem laumað var inn á fólk í smærri stríðum; þarna eru hug- sjónamenn og lærisveinar og kröf- ugerðarmenn og braskarar og stundum er farið með landfræði- þulu (Grænland, Svalbarði og Baffinsland) sem hljómar eins og lýsing á umdæmi því, sem Djúnki fékk hjá páfanum þegar hann átti að turna norðurhjaranum aftur til kaþólsku. Verður nú ekki vaðið út í þá sálma her, en minnt á, að mörg launadrjúg skemmtun er falin í Aðstandendur Prjónastofunnar þessu leikriti, margar ágætar at- hugasemdir um eilífðarmál og dæg- urflugur í bland. Satt best að segja finnst mér að Herranæturleikurum gangi betur ' að koma skemmtuninni til skila en Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Sýn- ingin var að sönnu með göllum og taugatrekkt. Og leikararnir urðu stundum flaumósa eins og þeim lægi lífið á eða þá áttu ekki þunga til að gefa nokkrum þýðingarmikl- um stöðum í textanum hljóm um- fram önnur orð. En það var í sýn- inguni sprettfiskur einhver og áhugi. Og - svo dæmi sé tekið - þá hefur Andrési Sigurvinssyni tekist að ná miklu meira lífi út úr tilstandi með þokkadísir fákænar en við munum eftir úr fyrri uppfærslu hér í bæ, og þær æptu svo sannarlega eins og heimurinn væri að farast og það var mikið stríð. Og þótt skrjáf- ið í plastklæðnaði þeim sem hafður er fyrir búninga væri stundum til truflunar, er það sennilega í réttu áliti að „firra" heint Prjónastof- unnar með þeirn umbúnaði sem leiknum er valinn. Edda Arnljótsdóttir var Sólborg prjónakona og Hafliði Helgason lék Ibsen Ljósdal, kenningasm- iðinn sem er á móti kenningu (því allir eru eitthvað annað en sýnist í þessum leik). Þau gerðu margt vel og skynsamlega, en öðru hvoru varð framsögn ábótavant og sumt eins og hálftýndist sem hefði mátt hljóma betur. Einar Sigurðsson er Sine Manibus, Haraldur sem ekki er handarvana - hann var sá leikar- anna sem rnesta sveifiu átti og kraft og slóttugheit (hæðnishlátrarnir mættu þó vera betri). Stefán Jóns- son tók upp hreina farsalínu í með- ferð sinni á Fegurðarstjóranum, sem vill hafa konur feitar, og fylgir henni af góðum dugnaði. Þórdís Arnljótsdóttir er meginparturinn af Þrídísi og steypir stökkum með drjúgri einbeitingu. Önnur hlut- verk eru smærri. AB. »> „Viðþekkjum hvert og eitt, að við gengisfellingu erfjármagnflutt til í þjóðfélaginu, án þess að nokkuð komi þvítil viðurkenningar, tilþeirrasem láta það raunverulega afhendi rakna... “ Laummannasjóöir næsta skref ? Frá mínu sjónarhorni er ást- æða til fyrir verkalýðshreyfingu og stjórnmálaflokka að kanna, hvort eitthvað það sé spunnið í hugmyndina um launamannasj- óði að þær séu nothæfar hér á landi. Aðeins fengum við reykinn af hugmynd Svía að launamann- asjóðum síðastliðið haust þegar þeir gengu til kosninga. Birgir Björn Sigurjónsson viðraði skoð- anir sínar í þessa átt hér í Þjóðvilj- anum í fyrra. í fréttum hérlendis voru Svíasjóðirnir kallaðir launþegasjóðir. Ég kýs fremur að nefna þá launamannasjóði. Lík- lega er það af tómum tepruskap, að ég tel mig ekki þiggja laun fyrir vinnu mína, heldur taka laun fyrir hana. í þessu sambandi er gaman að geta þess, að í lögum um stéttafélög og vinnudeilur frá árinu 1938 er hugtakið launtaki notað fyrir það sem í síðari lögum kallst launþegi eða launamaður. Sænsku sjóðirnir voru af þar- lendum nefndir löntagarfonder, sem útleggst nákvæmlega: launtakasjóðir. Þetta var annars ofurlítill útúr- dúr og líklega rétt að snúa sér að aðalatriðunum aftur. Líklega eru ein 35 ári liðin frá því að fyrst voru kynntar hug- myndir um launamannasjóði. Það mun hafa verið í Vestur- Þýskalandi. Ein 30 ár eru síðan fyrst var rætt um sjóði hér á landi, sem svipaði mjög til launamann- asjóðanna. Spor þessarar hug- myndar er einnig að finna í Hol- landi, Frakklandi og Danmörku. Ekki er örgrannt um að verka- lýðshreyfingin í Bandaríkjunum ætli sér að auka áhrif verkafólks í stjórnum fyrirtækjanna með því að beita því afli, sem eftirlaunasj- óðunum fylgir. En þeir hafa stundum verið kallaðir stærstu atvinnurekendur Norður- Ameríku, því að eftirlaunasj- óðirnir eru notaðir í ríkum mæli til hlutabréfakaupa. En sú var einmitt ætlunin með launamann- asjóðunum sænsku. Efnahags- legt lýðræði, eins og það hefur gjarnan verið kallað. Það er nefnilega svo að sjá sem fyrir- tækjalýðræði þeirra hafi ekki heppnast nægilega vel. Fyrir þá sem eru áhugamenn um atvinnul- ýðræði ættu launamannasjóðirnir að vera áhugaverð leið til skoðunar málsins. Fjármuni til launamannasj- óðanna sænsku á að afla eftir tveimur leiðum. í fyrsta lagi með því að hækka iðgjald til lífeyris- sjóðanna unt 1%. í öðru lagi, að leggja 20% skatt á arð fyrirtækja eftir afskriftir og kostnaðar- greiðslur. Fjármunum sjóðanna á að verja til hlutabréfakaupa og í krafti þeirra eiga starfsmenn að fá meira að segja um ákvarðanir sem teknar eru. Þannig telja Sví- ar sig geta aukið efnahagslegt lýðræði í landi sínu. En því til viðbótar er annað atriði ofarlega á baugi sem snertir þjóðarhag- inn. Launamannasjóðunum er ætlað að gegna mikilvægu hlut- verki í sparnaði þjóðarinnar. Hlutfali sparnaðar af þjóðar- framleiðslu hefur farið dvínandi á undanförnum áratugum, og arði fyrirtækja hefur gjarnan verið varið fremur í annað en endur- nýjun búnaðar og tækja og rann- sókna. Þetta á að breytast með tilkomu launamannasjóðanna. Þeir eiga að vera vítamínsprauta í efnahagslífið. Ef til vill er þarna einnig um atriði að ræða sem stjórnmála- menn og verkalýðshreyfingin gætu skoðað í sameiningu. Þarna gæti leynst lausn sem væri heppi- leg á sumum vandamálum efna- hagslífs okkar. Sjóðir í ýmsum myndum í atvinnulífi og efnahagsiífi eru ekki nein frumleg nýjung hér á landi. En markmið launamann- asjóðanna eru með ofurlítið nú- tímalegri hætti en aðrir sjóðir sem við þekkjum til. Ekki er loku fyrir það skotið, að með launam- annasjóðum megi slá af nokkra aðra sjóði. Við þekkjum hvert og eitt, að við gengisfellingu er fjármagn flutt til í þjóðfélaginu án þess að nokkuð korni því til viðurkenn- ingar, til þeirra sem láta það raunverulega af hendi rakna. Sjóðir eins og ríkisskuldabréfin mynda eru eins og hlutabréf án atkvæðisréttar og sama má segja unt skyldusparnaðinn. Frá mínu sjónarhorni er nauðsynlegt að kanna hvort eitthvert vit sé í þess- ari hugmynd fyrir okkur. Asmundur Ililmarsson. Ásmundur Hilmarsson er húsasmiður. Hanner starfsmaður Sambands byggingarmanna. Ásmundur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum innan verkalýðshreyfingarinnar og á . vegum Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.