Þjóðviljinn - 27.01.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983
Frambjóðendur svara
Síðari umferð forvals ABR vegna Alþingiskosn-
inga fer nú fram um helgina. Kosið verður að Grett-
isgötu 3 og verður kjörfundur sem hér segir:
Föstudag kl. 4-7, laugardag kl. lð-7, sunnudag kl.
2-7.
Við höfðum samband við öll þau 16, er gefið hafa
kost á sér í forvalið og lögðum fyrir þau eftirfarandi
spurningar:
1) Hvers vegna tekur þú þátt í forvalinu?
2) Hver eru að þínu mati helstu málin sem Alþýðu-
bandalagið ætti að beita sér fyrir?
Hér á eftir fara svör 6 af þessum 16. Hin birtum við
á morgun.
Tryggvi Jakobsson:
Esther Jónsdóttir:
„Áframhaldandi
aðstoð
við aldraðau
1.
„Dettur þér nokkuð betra í
hug?“
2.
„Þjóðin stendur nú frammi
fyrir miklum vanda og það er að
mínu mati einkum fernt, sem Al-
þýðubandalagið ætti að berjast
fyrir: í fyrsta lagi verður að
tryggja fólki atvinnu; í öðru lagi
finnst mér, að Alþýðubandalagið
ætti að berjast fyrir því að inn-
flutningur haldi ekki áfram að
vera 10-20 prósentum meiri en
við erum borgunarmenn fyrir -
þessi gegndarlausi innflutningur
er á góðri leið með að gera okkur
gjaldþrota; í þriðja lagi er mjög
mikilvægt, að haldið sé áfram
þeirri miklu aðstoð við aldraða,
sem hófst á síðasta ári. Ég er mik-
ið með hugann við það fólk, sem
lagði allt upp í hendur okkar, og
mér finnst við ekki geta annað en
þakkað rausnarlega fyrir okkur.
En það væri synd að segja að við
gerum það í dag. I fjórða lagi er
mjög brýnt að halda áfram upp-
byggingu heilbrigðisþjónustunn-
ar. Þetta þokast allt í áttina, en
við verðum að halda vöku
okkar".
Elísabet Porgeirsdóttir:
„Húsnæðismál
ungs fólks
eru brýn“
1.
„Ég er félagi í Alþýðubanda-
laginu og tilbúin til að vinna því
það gagn sem ég get“.
2.
„Sem sósíalískur flokkur á Al-
þýðubandalagið að beita sér fyrir
málum sem stuðla að jafnari rétti
þegnanna til lífsgæðanna, þannig
að lífsorka fólks fari ekki öll í
brauðstritið, það eigi eitthvað af-
gangs til að njóta þess að vera til.
I því sambandi er mjög brýnt að
auðvelda ungu fólki að eignast
eigið húsnæði eða komast í leiguí-
búðir til lengri tíma, með
skikkanlegri húsaleigu.
Að sjálfsögðu á Alþýðubanda-
lagið að halda áfram baráttu ís-
lenskra sósíalista fyrir hlutleysi
fslands í vopnabaráttu þjóðanna
og stuðla að því að íslendingar
leggi lóð sitt á vogarskál þeirrar
friðarumræðu, sem nú er uppi,
því að þótt við séum fámenn get-
ur rödd okkar hljómað sterkt".
Ólafur Ragnar
Grímsson:
„Þrír mála-
flokkar eru
sérstaklega
brýnir46
1.
„Mörg verkefni bíða úrlausnar
og ég mun leitast við að vinna að
þeim á svipaðan hátt og ég hef
gert sem þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík á
undanförnum árum. Ég tel mig
hafa verk að vinna og gef þess-
vegna kost á mér í forvalinu."
2.
„Það eru þrír málaflokkar sem
ég tel sérstaklega brýna á næst-
unni:
í fyrsta lagi að vinna að öflugri
atvinnustefnu, sem megnar að
verja íslendinga gegn því atvinn-
uleysi sem nú hrjáir öll önnur
lönd í Evrópu. Ný sókn í útflutn-
ingsgreinum þarf að vera ríkur
Íiáttur slíkrar atvinnustefnu.
afnhliða verður.að veita launa-
fólki aukinn íhlutunarrétt um
málefni fyrirtækja og tryggja
þannig verulegan áfanga í átt að
virku lýðræði á vinnustöðum.
í öðru lagi verður að efla fylgi
við málstað friðar og afvopnunar.
Þegar ég hóf að túlka stefnu evr-
ópsku friðarhreyfinganna hér á
íslandi haustið 1981 voru margir
sem lögðust gegn þessum boð-
skap. Þessar andstæðingafylking-
ar friðarhreyfingarinnar hafa nú
riðlast. Hinsvegar verður að fylgja
þessu betur eftir á Alþingi og
á þeim alþjóðavettvangi, sem ís-
land á fulltrúa á. Árið 1983 verð-
ur afdrifaríkt fyrir þróun afvopn-
unar í Evrópu. Ég mun leitast við
að gera friðarbaráttuna að öflug-
um þætti í íslensku stjórnmálalífi
á næstu misserum.
í þríðja lagi bíða mörg óleyst
verkefni á sviði féiagslegs rétt-
lætis og í umræðunni um aukna
einingu vinstri manna á íslandi og
breytta starfsháttu og nýtísku-
legra skipulags Alþýðubanda-
lagsins. Ég mun reyna að tryggja
að sú umræða verði árangursrík."
Svavar Gestsson:
„Sterkt Alþýðu-
bandalag
er þjóðinni
nauðsyn46
1.
„Ég tek þátt í þessum undir-
búningi kosninganna vegna þess
að ég vil gjarnan að fyrir liggi
mælikvarði á það starf sem ég hef
verið að vinna á liðnum árum á
vegum flokksins.
Að öðru leyti hlýtur svarið við
þessar spurningu að vera hjá fé-
íagsmönnum Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík."
2.
„Þau málefni sem ég legg
mesta áherslu á felast í stefnu Al-
þýðubandalagsins. Þau koma
fram í þeim samþykktum sem
flokkurinn hefur gert á lands-
fundum og á flokksráðsfundi og
er öllum lesendum Þjóðviljans
vel kunn. Ég tel því enga ástæðu
til að tíunda þessi mál í einstökum
atriðum hér. Aðalatriðin í mín-
um huga nú eru þau, að takist að
verja íslensku þjóðina fyrir
kreppu og atvinnuleysi og þeirri
hættu sem stefna íhaldsins myndi
hafa í för með sér við slíkar kring-
umstæður fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar. Þá er ég bæði að skírskota
til þess að þessi stefna hefði í för
með sér stórfellt atvinnuleysi og
þar með yrði kallað á erlenda
auðhringa í stórauknum mæli
hingað inn í landiðoghinsvegarer
ég að vísa til þeirrar hættu sem
þessi stefna gæti haft fyrir almenn
lífskjör þjóðarinnar. Ég vil í þeim
efnum vísa til borgarstjórnar-
meirihlutans í Reykajvík, þar sem
innheimt eru gjöld af börnum á
gæsluvöllum, skorin niður fram-
lög til aldraðra og haft í hótunum
um það, að rífa niður þá þjónustu
við þroskahefta einstaklinga í
landinu, sem byggð hefur verið
upp hér á liðnum árum. Þannig
tel ég að flokkur okkar hljóti að
leggja ríka áherslu á eflingu ís-
lensks atvinnulífs til að treysta
grundvöll þeirra lífskjara sem við
búum við.
Flokkurinn hlýtur að leggja
áherslu á það, að vinna gegn
verðbólgunni, sem er stórháska-
leg meinsemd í efnahagskerfi
okkar og jafnframt hlýtur flokk-
urinn að leggja aukna áherslu á
félagslega nýtingu auðlindanna á
grundvelli heildstæðrar stefnu í
umhverfisverndarmálum. Al-
þýðubandalagið hlýtur áfram að
fylgja framfarastefnu í félagsmál-
um í framhaldi stórátaks liðinna
ára. Ég tel einnig mjög mikilvægt
að verði flokkurinn kvaddur til
við næstu stjórnarmyndun verði
þess freistað að ganga tryggilega
frá því að ekki verði um að ræða
úrfærslu hernáms Bandaríkja-
manna á fslandi frá því sem það
er nú þegar.
Við hljótum nú að heyja mjög
harðvítuga kosningabaráttu og
þá skiptir öllu máli að við stönd-
um saman og sýnum einingu
flokksins út á við og inn á við og
sköpum forsendur til þess að
aðrir sem til þessa hafa staðið
álengdar geti komið til liðs við
Alþýðubandalagið í stórauknum
mæli á næstu mánuðum og miss-
erum.
Sterkt Alþýðubandalag er
þjóðinni nauðsyn, þess vegna fer
það saman sem er þjóðinni fyrir
bestu og flokki okkar. Mér er því
efst í huga að Alþýðubandalagið
komi þannig út úr næstu kosning-
um, að það verði möguleiki til
þess að skapa ný sóknarfæri til að
treysta sjálfstæði íslensku þjóðar-
innar enn frekar og lífskjör al-
þýðu manna.
Það verður erfitt verkefni, en
það verður þeim mun eríiðara
sem Alþýðubandalagið kemur
ver út úr næstu kosningum, þeim
mun auðveldara sem Alþýðu-
bandalagið er sterkara."
„Fram til
baráttu fyrir
umhverfís-
verndarstefnu44
Stundum er sagt, að pólitískar
umhverfishreyfingar séu eins-
máls hreyfingar. Það er villandi
málflutningur, að mínum dómi.
Sannur umhverfisverndarsinni
hlýtur að meta öll þjóðfélagsmál
út frá vistfræðilegum/mannvist-
arfræðilegum skilningi sínum.
Hann reynir að taka afstöðu til
þjóðfélagsmála út frá slíku sjón-
arhorni.
Umhverfisvernd á í heild sinni
að taka jafnt tillit til náttúrulegs,
félagslegs og manngerðs um-
hverfis, annars væri hún nafnið
tómt. Sem umhverfisverndar-
sinni tek ég afstöðu til þjóðfélags-
mála út frá þessari skoðun fyrst
og fremst.
Ég er þátttakandi í hópi áhuga-
manna um umhverfismál, sem
m.a. reynir að finna nýjar leiðir
til að auka þátt umhverfisverndar
í almennri þjóðmálaumræðu og
ákvarðanatöku. Ég er ekki félagi
í ABR en geng til þessa forvals á
eigin ábyrgð, m.a. til þess að láta
reyna á hvaða hljómgrunn mál-
flutningur umhverfisverndar-
manns hefur innan ABR.
Það er ljóst að íslenska flokk-
akerfið á ekki sterk ítök meðal
kjósenda. Það hlýtur að vera eitt
af höfuðverkefnum Abl. að
endurskoða starfshætti sína, m.a.
með tilliti til þess, vilji það áfram
vera gildandi stjórnmálaafl í
framtíðinni. Sú stefna
beinharðrar efnishyggju
neysluþjóðfélagsins, að auka beri
framleiðslu og hagvöxt, og það
álit að jöfnuður sé á milli aukinn-
ar efnalegrar velmegunar og
mannlegrar hamingju, er í grund-
vallaratriðum andstæð umhverf-
isverndarstefnu. Abl. á að líta til
framtíðarinnar með það að
leiðarljósi, hvernig hægt sé að
jafna kjör manna, ekki bara á ís-
landi heldur um heim allan.
Hvernig er hægt að viðhalda
sæmilegum lífskjörum með því að
hafa minna umleikis? Hvernig er
hægt að brjóta á bak aftur þann
afturhaldssama hugsunarhátt, að
verri efnaleg afkoma bitni fyrst
og samneyslunni?
Alþbl. á í samstöðu við um-
hverfisverndarhreyfinguna að
leggja enn frekari áherslu á þau
verðmæti, sem ekki verða mæld í
rúmmetrum steinsteypu, fermetr-
um malbiks, eða útflutnings-
verðmæti á mann. Flokkurinn á
að stefna að því að auka þátt
verndunarsjónarmiða á kostnað
hinna hagrænu og tæknilegu for-
senda. Hann á að víkja af stefnu
stórvirkjana og orkufreks
iðnaðar eins og hún nú er og líta
til smærri eininga í auknum mæli.
Abl. á að takast á við vandamái
ofnýtingar lands og fiskistofna á
raunhæfan hátt og krefjast ein-
arðlega úrsagnar Islands úr
NATO og leggja aukna áherslu á
samstöðu með friðarhreyfingum
og andstæðingum kjarnorku.
T