Þjóðviljinn - 27.01.1983, Side 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. janúar 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Neskaupsstað
- þorrablót
Hið árlega þorrablót Alþýðu-
bándalagsins í Neskaupsstað, verð-
ur haldið í Égilsbúð laugardaginn
29. janúar og hefst kl. 20.00.
Heiðursgestur verður Stefán Jóns-
son alþingismaður. Blótsstjóri
verður Stefán Þorleifsson.
Að afloknu borðhaldi leikur
hljómsveit fyrir dansi. Miðasala
verður fimmtudaginn 27. janúar
frá kl. 18.00 - 21.00 að Egilsbraut Stefan Jonsson Stefán Þorleifsson
11-
Hver skuldlaus félagi á rétt á fjór-
um miðum. Stjórnin.
Tilboð óskast í smíði, uppsetningu pg frágang á 780 m3
stálgeymi m/tilheyrandi fyrir asfalt á ísafirði.
A: Smíði geymis, ásetning mannopa, tengistúta, hitara o.fl.
B: Einangrun og klæðning geymis, smíði stigapalla. Smíði
dæluhúss með tilheyrandi, uppsetning á dælum ásamt
smíði og frágangi lagna.
Efni verður að mestu tillagt af verkkaupa. Útboðsgögn eru
afhent á skrifstofu vorri gegn skilatryggingu, kr. 2000,- og
hjá Vegagerð ríkisins, isafirði.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. febrúar n.k.
kl. 11:00 f.h. að viðstöddum bjóðendum.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
ÚTBOÐ
Stjórn Verkamannabústaða óskar eftir til-
boðum í blikksmíði í 17 fjölbýlishús við Eiðs-
granda.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30, gegn 500 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu V.B.
mánudaginn 7. febrúar kl. 15.00.
Stjórn V.B.
Smásagnasamkeppni
Samtök móðurmálskennara hafa ákveðið að efna til sam-
keppni um smásögur, sem ætlaðar eru börnum og ungling-
um á grunnskólaaldri (6-15 ára). Verðlaunum er heitið,
20.000 kr. fyrir bestu söguna, auk væntanlegra höfundar-
launa. Stefnt er að því að úrval sagnanna komi á bók.
Höfundarlaun verða að sjálfsögðu greidd fyrir hverja sögu,
sem valin verður. Handrit, merkt dulnefni, skal vera vélritað í
stærðinni A-4 og eru engin lengdarmörk sett. Sögurnar
mega ekki hafa birst áður. Nafn höfundar og heimilisfang
fylgi í lokuðu umslagi, merktu viðkomandi dulnefni.
Skiiafrestur er til 1. júní 1983.
Handrit sendist Þórði Helgasyni Bjarnhólastíg 18,
200 Kópavogi.
Byggingarfulltrúi
Bæjarsjóður Neskaupstaðar óskar eftir að
ráða nú þegar tæknimenntaðan mann sbr.
grein 2.5.4 í byggingarreglugerð til starfa
sem byggingarfulltrúi á Norðfirði.
Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjar-
stjórinn í Neskaupstað í síma 97-7700 eða
97-7138.
Bæjarstjórinn í Neskaupstað
Blaðberar óskast
Fálkagata - Lynghagi Holtagerði
Hraunbær Kópavogsbraut - Skjólbraut
Hjallabrekka
UOWIUINN
Umræðufundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi
heldur umræðufund mánudaginn
31. janúar kl. 20.30 í Þinghóli,
Hamraborg 11.
Fundarefni: Vinstri stjórn,
hægri stjórn - núverandi stjórn.
Frummælendur eru Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra og Óskar
Guðmundsson blaðamaður.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Forval 22. - 30. janúar
Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins
á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum fer fram dagana 22. - 30.
janúar.
í síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra
sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf
við nöfn þeirraþriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og3. sæti framboðslist-
ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur. •
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem taka viljaþátt í forvalinu
geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra:
Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS.
Ástþór Ágóstsson, Móla Nauteyrarhreppi, N-ÍS.
Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS.
Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík.
Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði.
Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík.
Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði.
Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði.
Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri.
Halldór G. Jónsson, Lönghiíð 22, Bíldudal.
Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði.
Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði.
Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit.
Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu .
Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík.
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða
grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis-
götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu.
Alþýðubandalagið Suðurlandskj ördæmi
Forval 22.-27. janúar
Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi vegna
skipunar á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar fer
fram 27. janúar nk. Félagsmenn sem staddir eru utan heimabyggðar geta
kosið hjá næsta félagsformanni í kjördæminu.
í kjöri eru 22 félagar sem tilnefndir voru í fyrri umferð forvalsins. Kjósa
á 6 félaga með því að setja tölustafina 1-6 fyrir framan nafn við korhandi.
Kosningferfram á Selfossi að Kirkjuvegi7. í Vestmannaeyjum í Kreml,
Hellu að Geitasandi 3, Hveragerði í gamla leikskólanum.
Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu.
Akranes - nærsveitir
Árshátíð AB á Akranesi verður haldin í Rein
laugardaginn 29. janúar næstkomandi og hefst
með borðhaldi kl. 20.30. Húsið verður opnað kl.
20. Helgi Seljan verður gestur okkar.
Skemmtiatriði:
Fjöldasöngur
Dans
Miðasaia og borðapantanir í Rein fimmtudaginn
27. janúar kl. 18-20 s. 1630.
Mætum öll stundvíslega.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalagið á Húsavík
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin laugardaginn 29.
janúar n.k. í Félagsheimili Húsavíkur og hefst með borðhaldi kl. 20.
Húsið opnað kl. 19.30
Dagskrá:
Ávarp, samkoman sett: Freyr Bjarnason.
Kvöldverður.
Fjöldasöngur.
Blandað efni: Sigurður Hallmarsson
Helgi og Villi.
Dans, hljómsveit Illuga leikur.
Veislustjóri: Freyr Bjarnason, fjöldasöngur: Sigurður Hallmarsson.
Miðapantanir í sínum 41761 og 41882 kl. 20-22 alla daga Sala aðgöngu-
miða frá kl. 17 laugardaginn 29. í Félagsheimilinu. Miðaverð kr. 350.
Undirbúningsnefndin.
Árshátíð og þorrablót ABR
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verða haldin í
Snorrabæ við Snorrabraut (Áusturbæjarbíóhúsið)Töstudaginn 4. febrúar.
Húsið opnað klukkan átta - borðhald hefst klukkan háifníu.
Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi til klukkan þrjú. - Fjölbreytt skemmt
iatriði eru í undirbúningi. - Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi
að. Ahugafólki er því bent á að panta miða sem fyrst að Grettisgötu 3 -
sími 17500. - Skemmtinefndin
Alþýðubandalagið Hafnarfírði
Blaðamennskunámskeið
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði hefur fengið þau Vilborgu Harðardótt-
ur útgáfustjóra og blaðamann og Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamann, til að
hafa umsjón með blaðamannanámskeiði á vegum félagsins.
Námskeiðið verður í tveim hlutum og hefst fyrri hlutinn á laugardaginn
29. janúar n.k. kl. 14.00. Síðari hluti verður haldinn fimmtudagskvöldið
3. febrúar n.k. Námskeiðið verður haldið í Skálanum Strandgötu 41.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa að útgáfu Vegamóta, málgagns ABH,
og taka þátt í námskeiðinu, hafi sem fyrst samband við Hallgrím, sími:
51734, eða Lúðvík, s: 81333 (vinnutími).
Athugið, að þátttökufjöldi er takmarkaður.
Stjórnin.
Hlynur — blað
samvinnu-
starfsmanna
Hlynur, blað samvinnustarfs-
manna, kemur út sex sinnum á ári.
Þrjátíu ár eru nú liðin síðan blaðið
kom fyrst út og má heita, að út-
koma þess hafi verið samfelld síð-
an.
Fræðsludeild SÍS sá um útgáfu
ritsins frá 1955-1974. Síðan hefur
hún verið í höndum Landssam-
bands samvinnustarfsmanna og
Nemendasambands Samvinnu-
skólans.
Blaðið er nú gefið út í 6 þús.
eintökum og mega mörg tímarit
láta sér minna nægja. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður er Guðmundur R.
Jóhannsson en útgáfustjórn skipa
Eva Örnólfsdóttir, Gunnar Sig-
urðsson, Pálmar Arnarson, Reynir
Ingibjartsson og Vigdís Pálsdóttir.
Okkur hefur nú borist 6. tbl. síð-
asta árg.. Töluverður hluti þess er
helgaður þrítugsafmælinu í máli og
myndum en forystugreinina skrifar
ritstjórinn og fjallar hún um blaðið
og þýðingu þess. Viðtal er við Ing-
veldi Einarsdóttur, sem nú er átta-
tíu ára. Hún byrjaði að vinna í
Garnastöð SÍS árið 1922, eða fyrir
60 árum, hefur síðan starfað hjá
SÍS og vinnur enn í Reykhúsinu
hálfan daginn. Ingveldur er ekki
alveg búin að gera það upp við sig
hvort hún mætir á árshátíðinni í
vetur.
Dagbjört Torfadóttir sér nú um
8. síðuna og ræðir einkum fjöl-
skyldumál, sem stjórnmálamenn
virtust hafa mikinn áhuga á fyrir
síðustu kosningar en síðan þær
„raddir vorsins“ þagnað.
Rætt er við Hörð Zóphoníasson,
stjórnarmann í SÍS og Valgerði
Kristjánsdóttur hjá Samvinnu-
bankanum um lífeyrismál og Krist-
ínu Karlsdóttur, Höskuld Egilsson
og Sæmund Hrólfsson um starfslok
og málefni aldraðra. Sagt er frá
vetraráætlun KPA, haustmóti sam-
vinnustarfsmanna í innanhúss-
knattspyrnu, starfsaldursmerkja-
veitingu hjá Kf. Borgfirðinga,
stofnfundum félaga samvinnu-
starfsmanna á Borðeyri og á
Skriðulandi í Saurbæ og nýbygg-
ingu Kf. Stöðfirðinga. Pétur Krist-
jónsson segir frá eftirlaunakerfinu í
Svíþjóð. Greint er frá ritstjóra-
skiptum við Gjallarhorn, málgagn
Samvinnutryggingamanna. Bald-
vin Þ. Kristjánsson hefur nú látið af
ritstjórninni eftir 22 ára starf en
Þórir E. Gunnarsson tekið við.
Guðvarður Kjartansson segir frá
ferð Starfsmannafélags Kf. Önfirð-
inga norður í Fljótavík. Sagt er frá
starfseminni í Hamragörðum og
rætt við Kristjönu Sigurðardóttur
um fund norrænna samvinnustarfs-
manna, sem haldinn var í Osló 5.-
6. nóv. sl.. Þá eru í ritinu fréttir frá
ýmsum starfsmannafélögum og
annað smálegt.
-mhg
Esperantistar
safna gögnum
Islcnska Espcranto-sambandið
safnar nú efni til sögu Esperantista-
hreyfingarinnar á íslandi. AHir
þeir, sem gætu látið í té heimildir
og/eða gögn um þetta efni, eru vin-
samlega beðnir að hafa samband
við einhvern neðangreindan, en
þeir sitja í sjö manna nefnd, sem
skipuð hefur verið af þessu tilefni:
Friðrik Kristjánsson, Akureyri,
sími 22279, Hallgrímur Sæmunds-
son, Garðabæ, sími 42810, Harald-
ur Guðnason, Vestm., sími 1498,
Helgi Hannesson, Rvk., sími
83659, Ingimundur Ólafsson,
Rvk., sími 32848, Jón Emil Guð-
jónsson, Rvk., sími 19737, og
Kristján Eiríksson, Laugarvatni,
sími 6129.
Þau sem veitt gætu einhverjar
upplýsingar um hreyfinguna hér á
landi á fyrsta fjórðungi þessarar
aldar eru sérstaklega beðin að láta í
sér heyra. Gagnasöfnunin er for-
senda þess að hægt verði að rita
sögu íslensku Esperantistahreyf-
ingarinnar.