Þjóðviljinn - 27.01.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Page 15
Fimmtudagur 27. janúar 1983 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt má. Endurtekinn þáttur Arna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgu- norð: Sigurður Magnússon talar. 9.05 Morgunstund barnanna: Líf, eftir Else Kappel. Gunnvör Braga les þýð- ingu sína (16). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.30 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar Ár- mannssón og Sveinn Hannesson. 10.45 Skáld í vanda. Guðmundur L. Friðfinnsson les úr óbirtu handriti sínu. 11.00 Við Pollinn. Gestur E. Jónassson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna. Helgi Már Ár- thúrsson og Guðrún Ágústsdóttir. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannesdóttir. 14.30 „Tunglskin í trjánum“, ferðaþættir frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson. Hjörtur Pálsson les (10). 15.00 Miðdegistónleikar. Davið Oistrakh, Mstislav Rostropovitsj og Svjatoslav Rikhter leika með Fílharmóníusveit Berlínar Konsert í C-dúr op. 56 fyrir fiðlu, selló, píanó og hljómsveit eftir Lud wig van Beethoven; Herbert von Kara- jan stj. Frederich Chopin og George Sand, tón- skáldið og skáldkonan. Tveir stórbrotnir listamenn, sem löðuðust hvor að öðrum. Sé annað nefnt kemur hitt í hugann. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Aladdín og töfralampinn". Ævintýri úr „Þúsund og einni nótt“ í þýðingu Steingríms Thor- steinssonar. Björg Árnadóttir les (8). 16.40 Tónhornið. Stjórnandi: Anne Marie Markan. 17.00 Djassþáttur í umsjón Jóns Múla Árnasonar. 17.45 Hildur - Dönskukennsla 1. kafli - „Ankomst"; seinni hluti. 18.00 Neytendamál. Umsjónarmenn Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins. Stjórnandi: Helgi Már Barða- son (RÚVAK). 20.30 Sand og Chopin. Friðrik Páll Jónsson segir frá ævi og viðhorfum frönsku skáldkonunnar George Sand og tón skáldsins Chopins, ástum þeirra og sam- skiptum. Lesari með Friðriki Páli: Unn ur Hjaltadóttir. í þættinum er leikin tón- list eftir Chopin. (Áður útv. í apríl 1977). 21.30 „Manndómur", smásaga eftir John Wain. Þýðandinn, Sigurður Jón Ólafs- son,les. 22.00 Tónleikar. 22.35 Leikrit: „Drakúla" eftir Bram Stok- er. 2. þáttur - „Hún þarf blóð og blóð skal hún fá“. Leikgerð og leikstjórn: Jill Brook Árnason. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdótt- ir, Saga Jónsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson og Guðný Helgadóttir. 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. frá lesendum Hvernig verður tekið á mínum málum? Atvinnulaus og skuldar skatta frá síðasta ári Lcsandi hringdi: Eg er búinn að vera atvinn- ulaus um nokkurt skcið og sé ekki fram á bjartari tíð í þeim cfnum í bráð, heldur virðist atvinnuástandið almcnnt vera að versna í landinu. Nú er ég skuldugur að því er varðar síðustu greiðslur af skatti ný- liðins árs og þar að auki skulda ég á öðrum stöðum. Atvinnuleysisbætur eru ekki hærri en það að þær dugi til að framfleyta mér og mín- um hvað þá að standa undir greiðslu þessara skulda. Og nú er mér spurn hvernig á þessum málum verður tekið, sem er sjálfsagt ekkert eins- dæmi með mig. Skuldirnar safna á sig dráttarvöxtum. Verður gengið að eignum okkar, sem erum atvinnu-. lausir og getum ekki greitt þessar skuldir, eða verður brugðist á annan hátt við þess- um vanda? Vegna fyrirspurnar lesanda leituðum við upplýsingar hjá gjaldheimtustjóra og fcr svar hans hér á eftir: Hægt að biðja um lækkun eða frest! Gjaldheimtustjóri svarar: Guðmundur Vignir Jósefs- son, gjaldheimtustjóri, sagði að í skattalögum væri heimild til handa skattgreiðendum að sækja um lækkun á sköttum ef þeir ættu við erfiðleika að stríða, t.d. vegna veikinda eða efnahagslegra skakkafalla. Þá þarf að sækja um lækkun tekjuskatts til ríkissjóðs og út- svars til borgarsjóðs eða bæjarfélaga. Guðmundur sagði að það væri matsatriði hverju sinni hvort lækkun væri veitt á álögðum gjöldum og eins hvort frestur fengist á greiðslum. Þó að óskað hafi verið eftir fresti, þá sendum við út lögtakstilkynningu þeg- ar skuldin er gjaldfallin, til að tryggja okkar stöðu. Það er hinsvegar okkar að meta hvort og hvenær gengið verð- ur að eigninni til innheimtu. Snúðarnir hennar Rósu „Einu sinni var lítil stelpa sem hét Rósa. Einu sinni átti Rósa að fara út í búð fyrir mömmu sína. Hún átti að kaupa fimm snúða. Mamma hennar Rósu sagði að hún mætti ekkert slóra á leiðinni. Þegar Rósa var búin að kaupa snúðana fór hún að skoða hatta í hatt- abúð, en þá vildi svo til að hundur kom og borðaði alla snúðana.“ Helga Helgadóttir Laugaveg 50 B 101 Reykjavík Vísa eftir • •' Onnu Kæra Barnahorn! Ég heiti Anna Karlsdóttir og er níu, að verða tíu ára. Ég les Þjóðvilj- ann á hverjum degi og langar til að senda Barnahorninu vísu sem ég bjó til. Drengur að nafni Nissi átti bú. Hann átti hest, sem hét Sokkur. Og hann átti kú, sem hét Kokkur. Þetta eru skrýtin nöfn, ég veit það. Anna Karlsdóttir. éafétískfa OQ fór i jbau öjdattK þa'rr) móoum óinnuryi. ^Sáy-d Afcraflesí Verið nú dugleg að senda Barnahorninu myndir, sögur, kvæði og hvað annað sem ykk- ur dettur í hug. fTTélr- 9 5 f2l il ^^----------------------------eé^\-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.