Þjóðviljinn - 27.01.1983, Side 16
WDVIUINN
Fimmtudagur 27. janúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess
tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum
sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, I jósmyndir 81257.
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663.
Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll
kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Stuðmannamyndin fékk góða dóma
á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Hanaholmen
„Hélt þetta væri stærsta
, Jiasko” á mínum ferii
^ ^ _ þtiilr m Tin/j T lirni'Of Vmii’
„Þetta var ansi söguleg sýning
hjá okkur. Ég verð að viðurkcnna
að um tíma hélt ég að þetta væri
stærsta „fiasko“ á mínum ferli“,
sagði Ágúst Guðmundsson kvik-
myndaleikstjóri í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Hann var þá nýkominn heim af
Norrænu kvikmyndahátíðinni í
Hanaholmen í Finnlandi, þar sem
nýjasta kvikmynd hans „Með allt á
hreinu“ var sýnd. Ekki var búið að
setja enskan texta við myndina,
svo þeir Ágúst og Stuðmaðurinn
Valgeir Guðjónsson tóku sig til og
lásu enska þýðingu inn á myndina
jafnóðum og hún var sýnd. „Við
lékum öll hlutverkin í myndinni og
tókum líka lagið stundum, þar sem
við sátum inni í stúdíói og sáum
ekkert hvernig áhorfendur tóku
þessu uppátæki frammi í salnum".
En að sögnÁgústs tóku áhorf-
endur tiltækinu mjög vel og voru
ánægðir með sýninguna, einnig
þýðinguna.
Auk Stuðmannamyndarinnar
segir Ágúst Guðmundsson sem
ásamt Valgeiri Guðjónssyni
lék og söng öll hlutverkin
1 myndinni á ensku
var nýjasta mynd Hrafns Gunn-
laugssonar „í hita og þunga dags-
ins“ sýnd á hátíðinni. Þá var einnig
frumsýnd í Hanaholmen nýjasta
kvikmynd Lárusar Ýmis Óskars-
sonar „Andra dansen“ sem hann
vann að í Svíþjóð á síðasta ári.
„Þessari mynd Lárusar var tekið
mjög vel, en hún verður frumsýnd í
Stokkhólmi í byrjun febrúar“,
sagði Ágúst.
Um stöðu íslenskra mynda í
samanburði við aðrar nýjar nor-
rænar myndir, sagði Ágúst að þar
færu íslendingar síður en svo hall-
oka, og miklar umræður hefðu orð-
ið á hátíðinni um grósku í íslenskri
kvikmyndgerð.
Hann sagði aðspurður að lof-
samleg orð hefðu fallið um
Stuðmannamyndina og óskað eftir
sýningum á henni í Finnlandi og
víðar. „Við ætlum að bíða með
frekari sýningar erlendis í bili.
Bæði á eftir að texta myndina og
einnig ganga sýningar mjög vel
heima. Sérstaklega í Háskólabíó,
þar sem er jöfn og góð aðsókn og
meðalaldur sýningargesta virðist
vera að færast upp á við“, sagði
Ágúst.
-lg-
Framkvæmda-
stjóri Sameinuðu
þjóðanna
Heimsækir
/
Island
Javier Perez de Cuellar aðal-
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna kemur í opinbera
heimsókn til íslands, dagana
8.-11. apríl næstkomandi.
Island er fyrsti áfangastaður
aðalframkvæmdastjórans í
heimsókn til Norðurlandanna
fimm, að því er fram kemur í
frétt frá utanríkisráðuneytinu.
- ekh
Kristján Thorlacíus formaður
BSRB-ráðstefna um samtök launafólks
Staða, tengsl
og áhríf útávið
í dag kl. 13 hefst á vegum Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja ráð-
stefna um stöðu launþegahreyfing-
arinnar og innbyrðis tengsl hennar,
svo og áhrif út á við. Ér ráðstefnan
haldin í húsakynnum BSRB að
Grettisgötu 89 og stendur fram á
föstudagskvöld.
Ráðstefnan hefst með erindi
Kristjáns Thorlacius formanns
BSRB og fjallar hann um uppbygg-
ingu BSRB. Þá munu félög innan
BSRB kynnt og tengsl þeirra inn-
byrðis.
Að loknum fyrirspurnum og um-
ræðum mun Ásmundur Stefánsson
forseti Alþýðusambands íslands
flytja erindi um uppbyggingu Al-
þýðusambandsins og Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar
ræða um einstakt félag innan ASÍ,
Sókn. Þá munu verða fyrirspurnir
og umræður.
Á föstudeginum verður fjallað
um starfsemi og uppbyggingu Sam-
bands íslenskra bankamanna og
Bandalags háskólamanna. Um kl.
15.30 á föstudag munu svo fara
fram paljborðsumræður með full-
trúum fyrrnefndra félaga og stjórn-
ar þeim Albert Kristinsson vara-
formaður BSRB. - v.
Spilin hafa verið tekin upp að
nýju, og hafín er þriggja kvölda
spilavist á vegum Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík. Spil-
að er í Sóknarsalnum að
Freyjugötu 27, heldur keppnin
áfram þar 8. febrúar og 22. fe-
brúar nk.
Heildarverðlaun verða veitt í
iokin, en þeir sem ekki komast
öll kvöldin geta keppt um sér-
stök verðlaun kvöldsins. Þau
hlutu í fyrrakvöld, er spilað var
í fyrsta sinn, Finnbogi Júlíusson
og Þóra Þorsteinsson. Spilað
var á tíu borðum.
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður heimsótti spilamenn og
sagði fréttirúr pólitíkinnií kaffí-
hléi. - ekh
Frumvarp um
örorkumatsnefnd
Breytingar
á örorku-
mati
Lagt hefur verið fram frumvarp
til laga um breytingu á almanna-
tryggingalögum, þar sem gert er ráð
fyrir að örorka skuli vera metin af
örorkumatsnefnd. „í nefndinni
eiga sæti 3 starfsmcnn Trygginga-
stofnunar. Skal cinn vera lækn-
ir og tilnefndur af tryggingayfir-
lækni, forstjóri tilnefnir einn og
heilbrigðis- og tryggingaráðherra
einn. Ráðherra setur í reglugerð
nánari ákvæði um starfssvið og
starfsháttu nefndarinnar“.
1 greinargerð með frumvarpinu
segir að vaxandi óánægju hafi gætt
á undanförnum árum með fyrir-
komulag og ákvörðun örorkumats
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Bent hafi verið á ýmsar leiðir til
úrbóta, m.a. þá sem hér væri lögð
til.
Tryggingayfirlæknir og fleiri
hafa talið, að eðlilegt væri að taka
tillit til fleiri atriða en læknisfræði-
legra þegar örorkustig væri á-
kveðið. Til eru nefnd atriði við ör-
orkumat eins og: líkamlegt og and-
legt heilbrigði, tekjuöflunarfærni
við óbreytt ástand, félagslegar að-
stæður einstaklinga, þ.á. m. þörf
miðað við fjölskyldubyrði, heimil-
isástæður og fleira. - óg