Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN . Fimmtudagur 3. febrúar 1983 Ritgerða- samkeppni • • Oldrunar- ráðs Flensborgarnemi hlutskarpastur „Hvaða breytingar vilt þú gera á kjörum aldraðra á íslandi áður en þú verður 67 ára?“ hét rit- gerðarverkefni, sem Öldrunar- ráð íslands efndi til á tímabilinu 10. okt-10. nóv. meðal allra fjölbrauta- og menntaskólanema á sl. ári, en þá var ár aldraðra. Sú skipan var höfð á, að skóla- stjórnir voru beðnar að velja þrjár bestu ritgerðirnar frá hverj- um skóla og senda þær dómnefnd öldrunarráðs, en hana skipuðu Halldór Halldórsson, prófessor, Runólfur Þórarinsson, fulltrúi og Sigurður Magnússon, fulltrúi. Nefndin lauk störfum hinn 12. janúar sl. og urðu niðurstöður hennar þær, að 1. verðlaun hlaut Ragnar Gautur Steingrímsson, nemandi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, 2. verðlaun Edda Guðbjörg Aradóttir, Mennta- skólanum á Akureyri, og 3. verð- laun Dagný Hcrmannsdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík. Ungmennin hlutu öll góða vinn- inga: Ragnar Gautur fékk viku- ferð til Puerto Rico á vegum Flugleiða, Edda Guðbjörg fékk Philips ferðahljómflutningssam- stæðu og Dagný Sinclair-tölvu. Skák Sigraði sveit AMRO-Bank Skáksveit Búnaðarbanka Is- lands skipuð 10 starfsmönnum bankans, sem flestir eiga það einnig sammerkt að vera í hópi sterkustu skákmanna þjóðarinn- ar, hélt fyrir nokkru til Hollands og háði þar keppni við skáksveit hollcnska bankans AMRO-Bank. Skáksveit þessa banka hafði fyrir keppni við sveit Búnaðarbankans ekki tapað í tvö ár, cnda skipuð mörgum snjöllum skákmönnum. Úr miklum mannskap er að velja, þar sem starfsmenn eru um 60 þúsund. Sveit Búnaðarbankans var skipuð Jóni Hjartarsyni, Braga Kristjánssyni, Jóni Kristinssyni, Hilmari ÍCarlssyni, Guðmundi Halldórssyni. Stefáni Þ. Guðmundssyni, Guðjóni Jó- hannssyni, Kristni Bjarnasyni, Birni Sigurðssyni og Árna f>. Kristjánssyni. I sveitina vantaði einn sterkasta skákmann hennar, Leif Jósteinsson. Það hefur varla farið frant hjá þeim sem með skákmálum hér á landi fylgjast, að sveit Búnaðar- bankans hefur verið nær ósigr- andi í Skákkeppni stofnana, sem haldin er á ári hverju og dregur til sín flesta af sterkustu skák- mönnum á höfuðborgarsvæðinu. Fór svo, að mótstaða hollensku kollega íslensku bankamannanna varðlítil. Upphaflega vargert ráð fyrir þrem umferðum, en eftir tvær untferðir, þar sem teflt var á 10 borðum, var orðið ljóst að lok- aniðurstöðunni yrði ekki breytt. Þá hafði Búnaðarbankinn hlotið ló'A vinning gegn Vh. Keppnin fór fram helgina 22. og 23. janúar, og þann tíma sem ekki var teflt notuðu sveitarmeð- limir til þess að heimsækja skák- mótið í Wijk Aan Zee þar sem Friðrik Ólafsson stóð í ströngu. -hól. Fyrsta alíslenska fuglabókin Landvernd gefur út Nú er komin á markaðinn ný bók á íslenska tungu um fugla ís- lands og jafnframt fyrsta alís- lcnska bókin um fugla. Þetta er áttunda rit Landverndar, og í það skrifa greinar allir okkar fremstu fræðimenn á sviði fuglafræði. Það er gefið út í samvinnu við Náttúruverndarráð. í bókinni er sagt frá lifnaðarháttum fugla og samskiptum þeirra við manninn. Alls eru greinarnar sjö talsins, og leitast höfundar þeirra við að skipa efni fyrir á sem aðgengilcg- astan hátt og þannig að það veki forvitni lesenda. Inngang bókarinnar, sem er 216 bls. að stærð, ritar Arnþór Garðarsson, en aðrir sem skrifa í bókina eru Ævar Petersen, en hann skrifar um sjófugla, Agnar Ingólfsson ritar um varginn, kjóa, máva og skúma. Arnþór Garðarsson ritar um andafugla og aðra vatnafugla, Árni Waag Hjálmarsson ritar um rjúpuna, Kjartan G. Magnússon og Ólafur K. Nikelsen um ránfugla og uglur og Kristinn Haukur Skarphéðins- son skrifar um spörfugla. í bókinni eru fjöimargar mynd- ir þ.á.m. litmyndir, atriðaorða- skrá og margt tleira forvitnilegt efni. Þess má geta að Landvernd hefur með þessari bók gefið út 8 bækur sem tengjast dýra- og nátt- úrulífi íslands. Efni þessara bóka hefur allt verið í sérfræðinga höndum. Sjöunda bókin í þessum flokki er tiltölulega nýútkomin, og ber heitið Villt spendýr. -hól. Karpov að tafli - 90 I eftirfarandi stöðu er hugsanlega að finna eina skýringu á þvi, að Karpov sigraði ekki á Sovétmeistaramótinu 1973. Karpov er með hvítt og missir af besta leiknum. abcdefgh Karpov - Rashkovski Karpov lék 23. Rf3 og vann að loknum 54 leikjum eftir slælega vörn Rashkovskís. Hann átti mun betri leik nefnilega: 23. Bxf5! sem vinnur peð t.d. 23. - Bxf5 24. Hxb7 með myljandi hótunum eða 23. - gxf5 24. Hg3+ o.s.frv. Pétta Sovétmeistaramót, sennilega það sterkasta sem haldið hefur verið, varð mik- II sigur fyrir Boris Spasskí sem sýnilega var á góöri leið með að ná sér upp úr þeirri lægð sem hafði einkennt taflmennsku hans eftir tapið fyrir Fischer. Spasski varð einn í efsta sæti, hlaut 11 '/2 vinning. 12.-5. sæti komu Karpov, Petrosjan, Kortsnoj, Kusmin og Polugajefskí allir með 10V2 vinning. Sigurskákir Spasskis voru margar hverj- ar hreint stórglæsilegar, og fyrir vikið var því nú spáö að í Áskorendaeinvigjunum sem í hönd fóru myndi hann bera glæsi- legan sigur úr býtum. Um likt leyti og Sov- vétmeistaramótinu lauk var dregið í keppn- inni. Spasskí skyldi mæta Robert Byrne, Karpov Polugafefskí, Kortsnoj Henrique Mecking og Petrosjan Lajos Portisch. Skáksveit Búnaöarbankans gerir víðreist: Fjörutíu ár frá Stalingrad- orrustunni Hin sigursæla skáksveit Búnaðarbankans. Efri röð frá vinstri: Jón Kristinsson, Guðmundur Halldórsson, Guðjón Jóhannsson, Bragi Kristjánsson og Björn Sigurðsson. Neðri röð frá vinstri: Kristinn Bjarnason, Árni Þ. Kristjánsson, Jóhann Hjartarson og Hilmar Karlsson. Kvikmynda- sýningar MÍR: í síðasta mánuði voru liðin 40 ár frá því sovéska hernum tókst að rjúfa einangrun Leningrad- borgar og vinna umtalsverðan sigur á sveitum Þjóðverja sem setið höfðu um borgina mánuð- um saman. Um þessar mundir eru einnig liðin fjörutíu ár frá lok- um orrustunnar miklu um Stal- ingrad, en 2. febrúar 1943 höfðu þýsku hersveitirnar beðið alger- an ósigur þar, réttum 10 árum eftir valdatöku Hitlers og nasista í Þýskalandi. Kvikmyndasýning- ar í MÍR-salnum, Lindargötu 48, í febrúarmánuði verða til-i einkaðar þessum sögulegum at- burðum og sýndar 4 heimildar- kvikmyndir tengdar at- burðunum. Sunnudaginn 6. febrúar verður sýnd myndin „900 dagar sem aldrei gleymast“, en í henni er rakin saga orrustunnar um Len- ingrad. Sunnudaginn 13. febrúar verður (að öllu forfallalausu) sýnd kvikmyndin „Orrustan mikla við Volgu“, sem fjallar um orrustuna um Stalingrad 1942- 1943. Sunnudaginn 20. febrúar verður sýnd mynd „Grenada, Grenada“,, heimildarmynd Romans um Spánarstyrjöldina 1936-1939, aðdraganda hennar og endalok spænska lýðveldisins. Sunnudaginn 27. febrúar verður svo sýnd myndin „Venjulegur fasismi“, víðfræg heimildarkvik- mynd eftir Mikhaíl Romm um uppgang fasismans á Ítalíu og Þýskalandi. Allar kvikmyndasýn- ingarnar hefjast kl. 16 á sunnu- dögum. Þrjár af framangreindum kvikmyndum eru gamlar. Mynd- in um Stalingrad er ný og hafi hún ekki borist til landsins í tæka tíð verður sýnd hin fræga verðlauna- mynd Larissu Shepitko „Seigla“, sem sýnd var á kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum. I tilefni 40 ára afmælis sigurs sóveska hersins við Stalingrad hefur verið sett upp í MÍR- salnum lítil sýning á bókum og ljósmyndum um styrjöldina. Sýn- ingin verður opnuð á undan kvik- myndasýningunni sunnudaginn 6. febrúar. Aðgangur að MÍR- salnum er ókeypis og öllum heimill.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.