Þjóðviljinn - 03.02.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Síða 7
Fimmtudagur 3. febrúar 1983 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Verðhrunið á olíu kemur ekki bara niður á skreiðarmarkaðnum í Nígeríu. Hundruð þúsunda atvinnulausra flóttamanna hafa verið sviptar lífsviður- væri sínu. Fyrstu fórnarlömb verðhruns á olíu Mismunandi geislunarstuðull Geislunarstuöull sá, sem talið er að mannslíkaminn þoli, er mjög mismunandi eftir löndum. í Bandaríkjunum er stuðullinn þúsund sinnurn hærri en sá sem leyfður er í Sovétríkjunum. Það er vegna þess, að Bandaríkja- menn miða við hitaáhrifin, en So- vétmenn taka mið af öðrum á- hrifum. Bandaríkjamenn leyfa geislun, sem sannað þykir að valda ekki varanlegunt breyting- um. í Sovétríkjunum leyfist ekki geislun ef sannað þykir að hún valdi breytingum - hvort heldur varanlegum eða tímabundnum. Þessi mismunandi stuðull hef- ur leitt til mikilla rannsókna og svo virðist sem þjóðirnar nálgist hvor aðra í þessum efnum á næst- unni. Menn eru nær undantekn- ingarlaust á einu máli um hitaá- hrifin og hættumörkin þar. Það ríkir einnig eining um það, að önnur áhrif séu til staðar, en á- greiningur er um nákvæmlega hver þessi áhrif séu og hættu- mörkin. Geislun frá örbylgjuofnum Alþjóðastuðulinn, sem gefinn er fyrir örbylgjuofna, hafa 22 lönd samþykkt, þ. á . m. bæði Sovétíkin og Bandaríkin. Stuðul- inn gefur upp hámark 5mW/cm: í 5 cem fjarlægð. Geislunin minnkar mjög ört við vaxandi fjarlægð frá ofninum. Rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu miklum tíma „meðaln- eytandinn" eyðir við ofninn og þá í hvaða fjarlægð frá honum. Enn- fremur hefur geislun verið mæld í ofnum, sem hafa verið langan tíma í notkun. Út frá þessu hefur verið reiknað nokkuð nákvæm- lega hver geislunarhættan er fyrir fólk. Geislunin liggur undir öll- um hættumörkum. Þá vitum við það. Lítil hætta virðist stafa af örbylgjuofnunum, og því ætti fólk að geta fengið sér slíkan kvíðalaust. Astæða er þó til að hvetja fólk til að fara gæti- lega að, og er ráðlegt að láta mæla geislunina frá ofninum öðru hverju. - ast inn á verðinu enn athyglisverð- ari. En grípum í niðurstöður könnunarinnar. Hátt verð er á jógúrt í Reykja- vík. Hún er um 152 prósentum dýrari hér en í Kaupmannahöfn. Um 40 prósent lægra verð er á lambalæri í Reykjavík en í Kaup- mannahöfn - á síðarnefnda staðnum er um að ræða kjöt frá Nýja-Sjálandi (innflutt og þar af leiðandi dýrara en ef um innlenda framleiðslu væri að ræða). Kjúklingar eru 140 prósentum dýrari í Reykjavík en í Kaup- mannahöfn. Tómatar eru 91 prósenti dýrarií Reykjavík og hvítkál 165 pró- sentum. Á tómötum og hvítkáli er 70 prósent tollur auk þess sem flutningsgjald er hátt miðað við verðmæti. Sykur er dýrari í Kaupmanna- höfn en í Reykjavík þó danskur sé. Er það vegna þess að hann er niðurgreiddur þegar hann er seldur út fyrir lönd EBE. Kaffí er einnig dýrara í Kaup- mannahöfn én hér m.a. vegna skattlagningar á kaffi í Dan- mörku. Þá vekur sérstaka athygli, að brauð, sem ekki falla undir verð- lagsákvæði eru nrun dýrári hér á landi en í Kaupmannahöfn. Einnig má benda á, að skv. þess- ari könnun kostar að jafnaði 10 krónur að sneiða niður brauð í Reykjavík, en 2,50 krónur í Kaupmannahöfn. Ekkert getur skýrt þennan mun. Við birtum hér töflu Verðlags- stofnunar um samanburð á verði á matvöru í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Aðrar töflur bíða betri tíma og úrvinnslu. - ast Þegar ríkisstjórn Nígeríu gaf út tilskipun 17. janúar sl. til allra er- lendra farandverkamanna í landinu sem ekki hefðu tilskilin landvistarleyfi um að þeir ættu að yfirgefa landið innan tveggja vikna var Alhaji Shehu Shagari forseti landsins staddur í opinberri heini- sókn í Nýju Delhi á Indlandi. Við það tilfelli var haft eftir hon- uin að „ólöglegir innflytjendur ættu ekki að fá neinn frest“. - Við vorum örlátir að gefa þeim tveggja vikna frest, við hefðum get- að handtekið alla þá sem komið höfðu inn í landið með ólöglcgum hætti og sest þar að svo mánuðum eða árum skipti. Shagari sagði að allir inyndu hljóta góða meðhöndlun, því Níg- eríumenn væru löghlýðið fólk. Flóttamannastraumurinn frá Nígeríu hefur nú staðið í 2 vikur, og er ekki vitað hversu mörgum hefur tekist að yfirgefa landið á tilsettum tíma. Þó er talið að það sé aðeins lítill hluti þeirra erlendu farand- verkamanna sem sest hafa að í landinu á undanförnum mánuðum og árum. Flóttamanna- straumurinn frá Nigeríu Efnahagskreppan í Nígeríu Nígería er eitt auðugasta land hinnar svörtu Afríku, en á engu að síður i miklum efnahagsörðug- leikum um þessar mundir. Sá til- tölulega öri hagvöxtur sem þar hef- ur verið á undanförnum árum staf- ar af olíuframleiðslunni, sem gefur 90% af útflugningstekjum lands- ins. Offramboð á olíu á síðastliðnu ári og fyrirsjáanlegt verðhrun nú hefur þrengt rnjög að efnahag landsins. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir „ólöglegir" innfiytj- endur hafa komið til landsins á undanförnum árunt. Tala Nígeríu- búa sjálfra er mjög á reiki, því ekki fyrirfinnst nákvæmt manntal. Þeir eru taldir vera á bilinu 80 - 120 miljónir. Menn hafa getið sér til að innflytjendur í landinu séu 2-3 miljónir, og koma langflestir frá Ghana, en einnig frá Benín, Tógó, Tsjad, Kamerún og Níger. Menn hafa giskað á að af þessurn mikla fjölda hafi um 300.000 tekist að komast úr landi fyrir uppgefinn frest sem rann út aðfaranótt síðstl. þriðjudags. Síðustu fregnir herma að fjöldi manns hafi látist í troðningum og dáið úr næringar- skorti á leiðinni. Flestir ntunu hafa farið fótgangandi, en leiðin frá landamærum Nígeríu um Benin og Togo er 240 kílómetra löng. Þá er sagt að algjört öngþveiti ríki í hinni miklu viðskiptahöfn í Lagos, þar sem tugþúsundir manna hafa beðið eftir skipsferð og margir troðist undir eða drukkanð í troðningum. Kynt undir útlendingahatur Augljóst er að erlendir gistiverk- amenn í Nígeríu óttast nú mjög hefndaraðgerðir lögreglu og al- mennings í landinu. Fréttaritari Dagens Nyheter í Afríku segir að dagblöð í Nígeríu hafi nú hafið her- ferð gegn útlendingum í landinu, og sé þeim meðal annars kennt um vaxandi afbrotaöldu í landinu, og að þeir hafi með „ósiðsömu líferni" skemmt fyrir þeirri „kynþáttabylt- ingu" í landinu, sent stjórnvöld stefni að. Segir fréttaritarinn að brottvísuninni sé almennt fagnað meðal almennings, og þó sérstak- lega meðal þeirra sem eru atvinnu- lausir. Fréttaritarinn segir að innflytj- endur hafi oft tekið að sér vinnu fyrir lægri laun en innfæddir og um- borið lélegri vinnuaðstæður. Þó hafi margir innflytjendur einnig verið í þjónustu ríkisins sem kenn- arar, sjúkraliðar o.s.frv. Auk atvinnuleysisogaðsteðjandi efnahagskreppu telja fréttaskýr- endur að stjórnvöld séu með þess- um aðgerðum að kaupa sér vin- sældir meðal kjósenda, en kosning- ar eiga að fara fram í landinu á þessu ári. Neyðarástand í Ghana Það auðveldar ekki þessa mestu þjóðflutninga, sem sögur fara af í Afríku á síðari tímurn, að spenna ríkir í mörgum nágrannaríkjum Nígeríu, þar sem efnahagsástandið er jafnframt enn verra. í Ghana ræður nú herforingjastjórn ríkjum undir forystu Jerrys Rawlings, lautinants úr flughernum. Stjórn hans á sér marga andstæðinga, m.a. meðal flóttamannanna, og höfðu landamæri ríkisins verið lok- uð síðustu 4 mánuðina fyrir flót- tamannastrauminn af öryggisá- stæðum og til þess að koma í veg fyrir smygl. Er talið að flótta- mannastraumurinn inn í landið nú muni valda miklum efnahagserfið- leikum, og er jafnvel talið að hluti flóttamannanna muni freista þess að fara eitthvað annað vegna hinn- ar vonlausu aðstæðna heinta fyrir. Haft er eftir sjónarvottum við landamæri Ghana og Togo að þar séu nú flóttamenn í biðröðum svo tugum eða hundruðum skipti, og ekki séu til samgöngutæki til að flytja þá til síns heirna innan lands. Hinar erfiðu aðstæður þessa fólks magnast af steikjandi hitabelitssól og sandroki sem kemur úr norðri frá Sahara-eyðmörkinni auk þess sem matarskortur hefur víða orðið tilfinnanlegur. Hér virðast því vera komið enn eitt verkefnið fyrir al- þjóðlegar hjálparstofnanir og voru víst hörmungar Afríku nægar fyrir. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.