Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. febrúar 1983 Helmu Sanders* ms Ég hef ástríðu fyrir eldfjallaeyjum, og mig hefur dreymt um að koma til íslands frá því að ég las skáldsögur Halldórs Laxness... — Ljósm. Atli. F ór narlund og stríðsótti undirbúið, en enginn vissi í rauninni nákvæmlega hvað myndi gerast, því samtöl voru ekki skrifuð fyrirfram. Það sem gerðist byggðist mikið á þeim viðbrögðum sem leikkonan kallaði fram. Þetta gerði það líka að verkum að sj álf takan er ekki eins úthugsuð og undirbúin eins og í hinni myndinni, en árangurinn varð sá, að myndin hefur á sér nokkurn blæ heimildamyndar. Viðbrögð manna hafa ýmist verið mjög jákvæð eða neikvæð, en myndin hefur hlotið verðlaun gagnrýnenda íEnglandi. Eldfjallaeyjar Hefur þú séð einhverja íslcnsku myndanna á hátíðinni? -Nei, því miður. Það er reyndar gamall draumur minn að koma hingað til íslands, en nú get ég því miður ekki stoppað nema í 3 daga. Ég hef ástríðu fyrir eldfjallaeyjum. Þær koma manni í tengsl við kj arna jarðarinnar. Ég hef heimsótt Stromboli og Bali, Lanzarotaeyju í Kanaríeyjaklasanum og Orineyju á gríska Eyjahafinu. Ég hef skoðað Etnu og Vesúvíus, en ég hafði aldrei komið til íslands, enda þótt það hafi verið draumur minn allt frá því ég las skáldsögur Halldórs Laxness sem unglingur. Ég notaði því daginn í gær til þess að fara í ökuferð út fyrir borgina, og í dag er mér boðið að hitta Halldór Laxness. Meira get ég ekki gert á þessum þrem dögum. Hvers vegna hefur þýsk kvikmyndagerð tekið þeim framförum sem raun ber vitni á síðastliðnum áratug? - Það er fyrst og fremst breytt lög um kvikmyndagerð, sem þar hafa haft áhrif til góðs. Þýsk kvikmyndagerð nýtur nú umtalsverðs stuðnings frá ríkinu. Hjá okkur eru það dómnefndir gagnrýnenda sem velja úr þau handrit sem fá stuðning, en þaðer t.d. andstætt þeim reglum sem gilda í Frakklandi, þar sem það eru kvikmyndaframleiðendur og dreifingaraðilarsem í rauninni ákveða hvaða myndir eru gerðar. Það var stjórn jafnaðarmanna sem setti þessi lög. Á stjórnarárum kristilega flokksins voru nær eingöngu gerðar klámmyndir í Þýskalandi. Ég vona að ekki fari í sama farið aftur eftir síðustu stjórnarskipti. Nýja þýska kvikmyndabylgjan hefur í rauninni breytt andliti Þýskalands út á við. ímynd Þýskalands virðist koma betur til skila í hinni nýju kvikmyndabylgju heldur en í máli og hugsun stjórnmálamannanna. Að sjálfsögðu eru gerðar mun fleiri myndir en þær sem fara á erlendan markað. Það er kannski ein mynd af hverjum 10 eða 20 sem stendur upp úr. En ég vona að þeim reglum sem nú gilda um kvikmyndagerðina verði ekki breytt. Við kveðjum Helmu Sanders, og hún segist vonast til þess áð komast hingað aftur, helst til að kvikmynda, -þeir sem búa á þessari eyju hljóta að vera lánsamt fólk, segir hún að lokum. -ólg „Þið eruð lánsamir að búa á þessu landi“, sagði þýski kvikmyndaleikstjórinn Helma Sanders-Brahms, þegar við Atli Ijósmyndari hittum hana í anddyrinu á Hótel Holt á mánudaginn. Helma Sanders á tvær kvikmyndir á kvikmyndaviku listahátíðar, sem nú fer fram í Regnboganum, og ætlunin var að fræðast svolítið afhenniumþessar myndir. Helma Sanders-Brahms er talin í hópi efnilegustu kvikmyndagerðarmanna í Þýskalandi. Húnerfædd 1940ogsló í gegn meðsinni 10. mynd, Þýskaland, náföla móðir, sem ergerð árið 1980. - Þýskaland, náföla móðir segir sögu foreldra minna og fjölskyldu á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð. Þetta er bæði mín persónulega saga og saga Þýskalands á þessum tíma, því sagan snertir líf okkar alltaf á persónulegan hátt, jafnvel líka hér uppi á fslandi að ég held. Foreldrar mínir urðu fórnarlömb þeirrar reynslu, sem strfðið og nasisminn varð Þýskalandi. Myndin hefst þegar þau hittast í fyrsta skipti 1938, og henni lýkur þegar móðir mín reynir að fremja sjálfsmorð skömmu eftir stríð. Foreldrar mínir voru venjulegt fólk sem dreymdi um að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Þau voru frábitin stjórnmálum og hvorugt flokksbundin. Sagan greip inn í líf þeirra og eftir að þau giftust 1939 var faðir minn sendurí herinn, fyrst til Póllands, síðan til Frakklands, Rússlands og Grikklands. Á sjö ára tímabili meðan heimsstyrjöldin geysaði sáust þau aðeins 3-4 sinnum, og þegar hann sneri aftur voru bæði breytt. Friðurinn, sem samið hafði verið um utan heimilisins, 'arð upphafið að stríðinu á milli foreldra minna. Sektog ábyrgð Inn í þetta fléttast líka spurningin um sekt og ábyrgð, hver eigi að borga fyrir glæpinn. Frændi minn, sem einnig er raunveruleg persóna í myndinni, kemur þarna einnig við sögu. Hann var háttsettur í Loftvarnaráðuneyti Hitlers og lagði meðal annars á ráðin um loftárásirnar á England. En hann óhreinkaði aldrei hendur sínar. Þegar hann sá fram á að halla mundi undan fæti fyrir Hitler, flýði hann Berlín 1943 og settist að úti á landi. Eftir stríðið varð hann síðan háttsettur í kirkjuráði mótmælenda í V-Þýskalandi. Hann vareinn þeirra mörgu, sem skipulögðu stríðið og hlutu upphefð á eftir, og þetta gat ég ekki skilið sem barn, þegar ég horfði á afleiðingar strfðsins eyðileggja líf foreldra minna. Óttinn við stríðið Tengist mynd þín með einhverjum hætti þeirri miklu umraeðu, sem nú á sér stað í Þýskalandi um yfirvofandi stríðshættu? - Jú, við vitum að Þýskaland verður enn á ný vígvöllur fyrir næsta stríð ef til þess kemur. Það eru þeir sem tóku við í Þýskalandi eftir stríðið, sem hafa skapað þessa vígstöðu. Bertold Brecht sá þetta fyrir þegar árið 1955. En þýska þjóðin vill ekki nýtt stríð. Ekki heldur þeir sem eru eldri og íhaldssamir. Þessi staða virðist vera komin upp af einhverri pólitískri nauðsyn. Kosningarnar 6. mars næstkomandi verða mjög mikilvægar. Það er hugsanlegt að margir þeir sem annars eru íhaldssamir muni greiða atkvæði öðruvísi af ótta við hinar bandarísku eldflaugar. Ég hef haft mikil samskipti við Frakkland undanfarin ár, og þeir hafa kunnað að meta myndir mínar, en mér finnst það undarlegt að þeir virðast ekki geta skilið kvíða okkar, þann mikla ótta við stríðið sem nú grúfir yfir Þýskalandi þar sem vopnum hefur verið hlaðið upp beggja vegna landamæranna í yfirgengilegum mæli. Óvenjuleg fórnarlund Þú átt einnig aðra mynd á kvikmyndahátíðinni, Die Berúhrte, eða Óvenjuleg fórnarlund eins og hún hefur verið kölluð á íslensku? Hin saklausu fórnarlömb stríðsins fengu að gjalda fyrir það á meðan skipuleggjendurn- ir hlutu upphefð.... - Ljósm. Atli. - Já, þetta er mynd sem líklega kemur til með að verka sjokkerandi á marga. Hún er gerð á eftir „Þýskaland, náföla móðir“, og hún er byggð á sjálfsævisögu geðveikrar konu. Kona þessi sóttist eftir að gefa sig utangarðsmönnum, krypplingum, flækingum og erlendum farandverkamönnum, þar sem hún þóttist vita að í þeim væri Kristur endurborinn. Þetta er nánast yfirskilvitleg róttækni og kona þessi verður því eins konar kven- Kristur. Mynd þessi er unnin með allt öðrum hætti en „Þýskaland, náföla móðir“. Við gerðum ekkert handrit og sömdum engin samtöl fyrirfram. í myndinni koma aðeins fram tveir lærðir leikarar, þ.e. konan og læknirinn. Aðrir leikarar eru ófaglærðir. Myndin var undirbúin með þeim hætti að ég og leikkonan fórum á geðsjúkrahús og töluðum við lækna og sjúklinga oghorfðum á viðtöl. Við ræddum líka við konuna og höfðum þannig ákveðnar hugmyndir fyrirfram. Þegar að kvikmyndatöku kom var umhverfið vel Nýja þýska kvikmynda- bylgjan hefur breytt ásjónu Þýskalands út á við, segir Helma Sanders

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.