Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. febrúar 1983 Skák Karpov a& tafli - 91 I lok árs 1973 hélt Karpov ásamt þjálfara sínum Semion Furman til Madrid þar sem hann tók þátt i sterku alþjóðlegu skákmóti. Þátttakendur voru 16 talsins, þ.á.m. stór- meistarar á borö við Portisch, Hort, Uhlmann, Anderson, Ljubojevic, Browne, Tukmakov og Planic. Þetta mót átti að verða síðasti liður í undirbúningi Karpovs fyrir einvígið við Polugajevskí. I 1. umferð maetti hann Spánverjanum Arturo Pomar. Pomar þessi var á sínum yngri árum eitt af undrabörnum skáklistarinnar og skorti Alj- ekin orð til að lýsa haefileikum hans. Eftir að honum fór að vaxa fiskur um hrygg varð þó heldur lítið úr þessum mikla efnivið og I dag er litið á hann sem hálfgerðan flóð- hest, svo að notað sé alþekkt skákmál. Thor Heyerdahl finnur merkar fornleifar Hámenning í frumskóginum Skáksveit Flugleiða Sigraði í Swissair Cup Skáksveit Flugieiða, skipuð þeim Herði Jónssyni, Hálfdáni Hermannssyni, Ólafi Ingasyni og Trausta Jónssyni, sigraði í hinni árlegu keppni svissneska Oug- félagsins Swissair. í keppninni tóku þátt 6 flugfélög og 6 bankar og tefldu allar sveitirnar inn- byrðis. Flugleiðir hlutu 3172 vinning af 44 mögulegum, en í 2. sæti varð sveit frá Kantonen bank með29'/2 og sveit Swissair með 27'A vinning. Skáksveit Flugleiða hefur ver- ið mjög sigursæl á skákmótum flugfélaga undanfarin ár og sigr- aði t.d. á alþjóðlegu móti flugfé- laga sem haldið var á Florida á síðasta ári. Þá má geta þess að sveit Flugleiða er komin í úrslit Evrópuskákkeppni flugfélaga. Mun sveitin heyja úrslitaviður- eign við skáksveit Lufthansa, vestur-þýska flugfélagsins, og fer hún fram í Hamborg þann 19. mars næstkomandi. -hól. 500km Frá Reykjavíkurhöfn á öldinni sem lcið. Kauptaxti hafnsögumanna Hinn 1. des. 1841 var gefinn út kauptaxti fyrir hafnsögumenn í Reykjavík og Hafnarfirði. Skyldu þeir vera þrír á hvorum stað og geta allir sinnt störfum við hvora höfnina sem væri. Bar amtmanni að skipa hafnsögumennina eftir tillögum bæjarstjórnar í Reykja- vík og sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en þar skyldu og kaupmenn vera með í ráðum. Skilyrði fyrir því, að hafnsögu- menn fengju fulla greiðslu fyrir störf sín var að þeir kæmu til móts við skipin hálfa mílu undan Sel- tjarnarnesi eða Álftanesi eftir því hvort för þeirra var heitið til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar. Stæðist það ekki yrðu hafnsög- umennirnir hýrudregnir. Og tæk- ist svo til, að skip væru komin inn fyrir Akurey eða Helgusker þeg- ar þau mættu hafnsögumanni, fengi hann ekkert fyrir sinn snúð. Hafnsögugjaldið miðaðist við það hversu djúpt skipið risti og gat hlaupið á 3 rd. upp í 10 rd. og 48 sk. að sumrinu og frá 3 rd. og 48 sk. í 12 rd. og 48 sk. að vetrin- um. Fyrir að leiðbeina skipi úr höfn var gjaldið einum þriðja lægra. -mhg Karpov - Pomar Pomar vann skiptamun snemma tafls en allnokkrar bætur hafði Karpov þó, biskup- aparið og peð. Vinningsmöguleikarnir virt- ust ekki miklir hvorki á hvítan né svartan en þegar leið á skákina tók Pomar að leika hverri vitleysunni á fætur annarri. Eftir 49. leik svarts kom þessi staða hér aö ofan upp. Karpov hefur orðið sér út um tvö sam- stæð frípeð og brunar með þau áfram... 50. c6+ Kc8 51. Bd6 16 52. Bb4! Kc7 53. Kb3 Ha1 54. Kc4 Kb6 55. Bc5+ Kc7 56. Kb5 Hbl+ 57. Bb4 - Svartur gafst upp. Norski vísindamaðurinn kunni Thor Heyerdahl hefur fundið merkilegar fornleifar á eyju sem til- heyrir Maldívalýðveldinu. Rústir af hofum og öðrum byggingum í frumskóginum á þessari óbyggðu eyju benda til þess að þær hafi verið reistar af þjóð sem bjó þar á tímum fyrir Búddisma, uþb. 500 árum fyrir Kristsburð. Hámenning hefur ríkt á þessari eyju á þessum tíma og hafa fund- ist guðamyndir úr steini með álet- runum sem minna á letur úr hinni svokölluðu Indusmenningu sem kennd er við Indusdalinn (núver- andi Indland og Pakistan) frá 2500 til 1800 fyrir Krist. Maldivaeyjar eru 1438 kóralrif um 80 mílur suðvestur af Sri Lanka, og eru aðeins 202 þeirra byggðar. Yfirvöld á Maldiva- eyjum hafa lýst fund Heyerdahls mesta viðburð í lýðveldinu á þessari öld. Heyerdahl sem dvelst á Maldivaeyjum mun í þessum mánuði fá í heimsókn Arne Skjöldsvold fornleifa- fræðing, sem er hans nánasti sam- starfsmaður, til þess að ræða um meiriháttar fornleifarannsóknir á áðurnefndri eyju. -ekh Hvað skrifa lands- hluta- blöðin? Hið óháða fréttablað Víkur- blaðið, sem gefið er út á Húsavík og fyrst og fremst ætlað þeim sem búa norðanlands, greinir frá því þann 25. janúar síðastliðinn, að snemma vetrar hafi skíðaráðs- menn farið með heljarmikla vír- rúllu á endastöð skíðalyftunn- ar í Löngulaut. Var meiningin að nota þennan vír í lyftuna. Þetta er 10-12 mm trollvír að verðmæti 30 þúsund krónur. Fyrir skömmu síðan eða þegar koma átti vírnum fyrir gripu menn í tómt. Engin rúlla, enginn vír. Blaðið hefur uppi tvær kenn- ingar um þetta dularfulla vír- hvarf. Annaðhvort hafi vírnum verið stolið, sem verður að teljast ólíklegt, segir blaðið, eða að ein- hverjir skopparaglaðir menn hafi hrundið rúllunni af stað niður fjallið og hafi hún síðan stöðvast einhversstaðar við rætur þess þar sem hennar sé að leita. Langtífrá er gefið að rúllan finnist fyrr en með vorinu, því að snjóþungt er á þessum slóðum og allar líkur bendi til að rúlluskömmin sé hul- in snjó. í lok fréttar um þetta stórundarlega rúlluhvarf er þess farið á leit við þá, sem hugsanlega vita eitthvað um afdrif rúllunnar, að þeir láti skíðaráðsmenn vita... ...Og svo eru það fuglarnir. Eru annars nokkrir fuglar hér um slóðir á þessum kalda og frosna tíma ársins? Jú, ekki ber á örðu, og hér kemur niðurstaða úr taln- ingunni á annan dag jóla, skrifar Norðurslóð, blað Svarfdælinga: Stokkönd, 42. Hávella, 70. Æðarfugl, 150. Straumönd, 2. Gulönd, 2. Sendlingur, 35. Silf- urmávur, 25. Svartbakur, 30. Hvítmávur, 15. Teista, 2. Hrafn, 8. Snjótittlingur, 30. Ógreindir mávar 12. Þessa könnun gerði Steingrím- ur Þorsteinsson á Dalvík.... ...Komiði sæl elskurnar mínar og allt það. Moli er svona rétt að jafna sig eftir hátíðirnar, er skrif- að í Brautina, málgagn krata í Eyjum. Blaðið heldur svo áfram: .. .Heitasta málið þessa dagana er útreiðin sú sem þingmaður Suðurlands, Guðm. Karlsson fékk. Ljóst er að þingmannsferli hans er lokið að sinni. Árni John- sen sneri kappann niður í einni lotu. Ekki er flokksvélin sátt við útreiðina, því að vitað er að full- trúaráð flokksins hér í Eyjum stóð nærri allt með Guðmundi. Óhætt er að túlka úrslitin sem mikið áfall fyrir forystuna... ...Veistu að á íslandi munu vera um 4800 heildsalar? Þetta er afar merkileg staðreynd, ekki síst í ljósi þess að íslenskir sjómenn munu vera um 5000 talsins. (Austurland, mál Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi). Þeir vísu sögöu Alla mína vitneskju öðlaðist ég eftir þrítugt. - Georges Clem- enceau Gætum tungunnar Sést hefur: Þeir líta á hvor annan sem bræður og finnst þeir hafa frjálsan aðgang að eigum hvors annars. Réttara væri: Þeir líta hvor á annan sem bróður, og þeim finnst þeir hafa frjálsan að- gang hvor að annars eigum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.