Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Bamaverndarnefnd Reykjavíkur skorar á Alþingi: Samþykkið bann við ofbeldiskvikmyndum Barnaverndarnefnd Reykja- víkur samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun á fundi sín- um hin 8. þessa mánaðar: „Barnaverndarnefnd Reykja- víkur hefur nú undanfarið beitt sér fyrir umræðu um myndbanda- væðingu og áhrif myndbanda á börn og unglinga. Stóð nefndin m.a. fyrir fjölmennum fundi um þessi mál í byrjun desember sl. Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur hefur kynnt sér þau tvö laga- frumvörp, semnúliggjafyrir Al- þingi um þessi mál. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 53/1966, um vernd barna og ungmenna. Þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að banna sýningu á- • kveðinna kvikmynda börnum innan 16 ára aldurs og að slíkar myndir megi ekki leigja á mynd- böndum börnum innan 16 ára aldurs. Jafnframt verði óheimilt að selja eða leigja slíkt myndefni full- orðnum nema þeir undirriti yfirlýs- ingu um að þeir ábyrgist að mynd- efnið verði ekki til sýningar fyrir börn. Hins vegar er stjórnarfrumvarp til laga um bann við ofbeldiskvik- myndum, en skv. því er gert ráð fyrir að framleiðsla- og innflutning- ur ofbeldismynda sér bannaður. Bannið næði einnig til sölu,dreif- ingar og sýningu slíkra mynda. f frumvarpinu er ofbeldismynd skil- greind sem kvikmynd þar sem sér- staklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum eða dýrum eða hrottalegar dráps- aðferðir. Ef gerður er samanburður á framangreindum frumvörpum kemur í ljóst að annað, þ.e. stjórn- arfrumvarpið gengur verulega iengra, því það bannar alfarið sölu, dreifingu og sýningu ofbeldis- mynda. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur telur að í þessu efni verði að ganga svo langt að leggja alfarið bann á þessar myndir og tekur undir ummæli í greinargerð með fyrrgreindu stjórnarfrum- varpi, en þar segir: „Höfuðmark- mið frumvarpsins er verndun barna og ungmenna. Ekki verður séð að slíkri verndun verði við komið án þess að gengið sé í ein- hverjum mæli á „rétt“ fullorðinna til að afla sér tiltekinnar tegundar afþreyfingar. Óhugsandi er talið að bann, sem einungis tæki til ákveð- inna aldurshópa, gæti komið að til- ætluðu gagni, einfaldlega vegna þess hversu auðvelt mundi reynast að fara í kringum slíkt bann.“ Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur telur að iagasetning af því tagi sem felst í umræddu stjórnarfrum- varpi sé orðin mjög brýn og leyfir sér að skora á Alþingi að afgreiða hið fyrsta sem lög frá Alþingi frum- varp til laga um bann við ofbeldis- kvikmyndum.“ allar undirstrikanir eru Þjv.) barnaverndarnefnd Reykjavík- ur eiga nú sæti: Dögg Pálsdóttir, formaður, Þórhallur Runólfsson, varaformaður, Arna Jónsdóttir, ritari, Auður Þórhallsdóttir, Ás- laug Jóhannesdóttir, Hanna Jó- hannesdóttir og Matthías Haralds- son. Ekki er okkur kunnugt um, að fleiri barnaverndarnefndir landsins hafi samþykkt álíka áskorun, en heyrst hefur að kvenfélög hugsi sér til hreyfings. ast Þorsteinn Gauti: Leikur verk eftir Bach, Schumann, Brahms og RachmaninofT. Tónlis tarfélagið: Píanótónleikar Þorsteins Gauta Ungur íslenskur píanóleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, mun leika í Austurbæjarbíói í vegum Tónlistarfélagsins nk. þriðjudag 15. febrúar kl. 19.00. Reykvíkingar hafa heyrt Þorstein Gauta leika nokkrum sinnum áður, hann lék m.a. einleikstónleika þegar hann lauk einleikaraprófí frá Tónlistar- skólanum og hann lék einnig með Sinfóníuhljómsveit íslands í sama tilefni og hefur nokkrum sinnum komið fram í útvarpi og sjónvarpi. En segja má að þetta sé í fyrsta sinn sem hann kemur hér fram sem sjálfstæður listamaður og í þeim skilningi eru þetta hans „debut“ tónleikar. Þorsteinn Gauti er Borgfirðing- ur að ætt, fæddur í febrúar 1960. Hann byrjaði að læra píanóleik í Barnamúsíkskólanum kornungur en stundaði seinna nám við Tón- listarskólann í Reykjavík þar sem Halldór Haraldsson var hans aðalkennari og lauk þaðan ein- Ieikaraprófinu 1979. Það sumar- hélt hann til Bandaríkjanna og var á sumarnámskeiði hjá Eugene List í Vermont og var List aðalkennari Gauta veturinn á eftir við há- skólann í New York. Síðan 1980 hefur Þorsteinn Gauti hinsvegar verið nemandi hins aldna rússn- eska snillings Sascha Gorodnitzki við Juilliardskólann í New York. Hefur hann oft leikið opinberlega á • vegum skólans og var einn sex nemenda Juilliardskólans sem léku í Hvíta húsinu í Washington fyrir skömmu. Á tónleikunum í Austur- bæjarbíói verða verk eftir Bach, Schumann, Brahms og Rachmaninoff. »> „En ritstjóri Þjóðviljans skal upplýstur um það hér, að það vald, sem fyrirfinnst í atvinnulífinu í Neskaupstað, er vald fólksins sjálfs, sem það í krafti sósíalisma, samvinnu og samstöðu hefur byggt upp í hálfa öld....“ Heggur sá, er hlífa skyldi I-JIHIMIJINN Hrfrm sjónarhom Ómaklega vegið að blaðamönnum Þjóðviljans Olatur Gunnarston ••u«» ^>"'" tramkvamdaation >> 'k'"" ' >'1" Sildarvinnalunftar i ii-nir>li»" >i Naskaupslaft vegur i«hiIi|4jimii> omaklaga a& Pjoövilianum l, •!, ogbla&amonnumhansi i„kii».u l"» S|onarhornsgrain, sam nKI> , birtist I bla&inu i gar. 11. !•,,«>> il|.»>. »> Neikvæð skrif Þjóðviljans uni sjávarútvcgsmál t? NANM I Ik WS i I lHl.ll l'» ' -»'I>-M. Sil>l.»\ini.»iii.„l»l.i >•«*• k-.l ll.r.k Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað skrifaði sjónar- hornsgrein, sem birtist í Þjóðvilj- anum föstúdaginn 11. febr. sl. undir fyrirsögninni „Neikvæð skrif Þjóðviljans um sjávarút- vegsmál". Þar kemur fram gagn- rýni á vinnubrögð Þjóðviljans varðandi skrif um tvö afmörkuð mál sérstaklega. Þetta hefur hlaupið svo fyrir brjóst þeirra Þjóðviljamanna, að í helgarblaði Þjóðviljans 12.-13. febr. svarar einn ritstjórinn, Einar Karl Har- aldsson, þessari gagnrýni í grein, sem ber yfirskriftina „Ómaklega vegið að blaðamönnum Þjóðvilj- ans“. Nú skal ég ekki blanda mér í deilumál þeirra Ólafs Gunnars- sonar og ritstjórans. Ólafur hefir fullan rétt til að gagnrýna Þjóð- viljann og ritstjórinn hefir fullan rétt til að svara þeirri gagnrýni. En það eru nokkrar málsgrein- ar undir lok svargreinar ritstjór- ans, sem mér finnst ástæða til að gefa gaum, og eru ástæða þess, að ég skrifa þessar línur. Þegar rit- stjórinn hefir svarað gagnrýni Ólafs efnislega, segir hann m.a.: „Að endingu þetta. Það má vera að fyrirtækjavald- ið í Neskaupstað geti ráðið því hvað birtist og hvað ekki í Austurlandi, málgagni Alþýðu- bandalagsins, en Þjóðviljinn birt- ir óhikað ólík viðhorf og skoðan- ir, þó að þau séu ekki alltaf rit- stjórn að skapi, og þó að fuil- yrðing standi á móti fullyrðingu. Við ætlum okkur ekki þá dul að geta skorið úr um SANN- LEIKANN í hverju máli“. Það er í raun aðeins fyrri hluti þessarar tilvitnunar, sem gefur mér tilefni til andsvara og íhugunar. Talað er um fyrirtækjavaldið í Neskaupstað og að það viðhafi sennilega ritskoðun á því efni, sem birtist í Austurlandi, mál- gagni Alþýðubandalagsins. Ekki hefði ég orðið hissa né uppvægur, þó að ég hefði séð þessi orð standa í Morgunblaðinu eða jafn- vel Tímanum, en þegar ég sé þau í Þjóðviljanum, málgagni sósíal- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, skrifuð af einum rit- stjóra blaðsins, rekur mig vissu- lega í rogastans. Og ekki er óeðli- legt, að spurt sé:' er skarpskyggni blaðsins oft og víðar jafn ábóta- vant og hér? Hvert er þetta fyrir- tækjavald í Neskaupstað, sem rit- stjórinn talar um, og skiljamá, að honum finnist af hinu illa? Norðfirðingar finna ekki fyrir þessu valdi sem þrúgandi yfir- boðara, er sitji á hvers manns hlut og bindi skoðanir manna. Persónugerving þessa valds er ekki til í hugum Norðfirðinga. En ritstjóri Þjóðviljans skal upplýst- ur um það hér, úr því að honum > er það ekki ljóst,að það vald, sem fyrirfinnst í atvinnulífinu í Nesk- aupstað, er vald fólksins sjálfs, sem það í krafti sósíalisma, sam- Birgir Stefáns- son skrifar vinnu og samstöðu hefir byggt upp í hálfa öld og sósíalistar hafa nú í hartnær fjóra áratugi haft meirihluta forystu fyrir. Það hefir aldrei hvarflað að mér, að þetta skuli hafa farið framhjá ritstjóra Þjóðviljans. En í ljósi þeirrar staðreyndar sýnist manni raunar, að gagnrýni Olafs Gunnarssonar á skrif Þjóðviljans um atvinnumál séu meira en tímabær. Ritstjórinn sendir flokkssyst- kinum sínum og samherjum í Neskaupstað þá vinsamlegu kveðju, að mjög sennilegt sé, að þau ritskoði það efni, sem birtist í Austurlandi. Þetta er alvarleg á- sökun í landi, þar sem málfrelsi og prentfrelsi á að vera tryggt í stjórnarskrá. Ef menn taka orð ritstjórans alvarlega, verður hann auðvitað að finna þeim stað, en vera má, að hann sleppi fyrir horn á þeim stað forsendum, að hann sé sleginn pólitískri blindu og mæli því af fákunnáttu. Útgefandi Austurlands er Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi, og hefir það jafnan falið Alþýðu- bandalaginu í Neskaupstað fram- kvæmd útgáfunnar, og það kosið ritnefnd, er hefir svo ráðið rit- stjóra. Enginn þeirra ágætu fé- laga í Alþýðubandalaginu, sem hér eiga hlut að máli, ástunda rit- skoðun, og slíkt hefir ábyggilega aldrei að þeim hvarflað. Þetta get ég hiklaust fullyrt og tel mig tala þar af nokkurri þekkingu, þar sem ég átti sæti í ritnefnd Austur- • lands hartnær helming þess tíma, sem það hefir komið út, en 33. árgangur þess hóf göngu sína um síðustu áramót. Ég harma þessi ummæli ritstjóra Þjóðviljans, en tel hann mann að meiri, ef hann biðst afsökunar á þeim í blaðinu. Birgir Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.