Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 7
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands aimennra lífeyrissjóða, SAL. rétti hjóna í tvennt við skilnað þeg- ar aðstæður eru eins og að framan greinir". s Atak í gangi Að lokum Hrafn, þið hjá Sam- bandi lífeyrissjóða hafið haft ykkur talsvert í frammi undanfarið ár með útgáfu upplýsingarita. Hvað veldur? „Jú, það er alveg rétt að hjá okk- ur hefur verið í gangi átak sem hef- ur það að markmiði að kynna fé- lögum sjóðanna rétt sinn og skyldur. I marsmánuði á sl. ári gáf- um við út lítinn bækling sem við nefndum „Þekkir þú lífeyrisrétt þinn“ og var hann prentaður í 50.000 eintökum. f júní það ár var svo gefinn út annar ýtarlegri bæk- lingur undir sama heiti og hann prentaður í 6.600 eintökum. Landssamband lífeyrissjóða og SAL gaf svo út í haust bækling sem var prentaður í 30.000 eintökum og var nefndur: Lán úr lífeyrissjóðum - hvað veistu um verðtryggð lán. Til- gangurinn var að upplýsa lántak- endur um þær breytingar sem orðið hafa á lánskjörum hér á landi undanfarin ár, þeas. verðtryggingu lánanna. Okkar álit var að nokkurs misskilnings og vanþekkingar gætti á eðli þeirra lána sem lífeyris- sjóðirnir hafa haft í boði og töldum við að hin mikla eftirspurn eftir lánum á síðustu árum stafaði að nokkru leyti af þessari vanþekk- ingu. Því væri ástæða til að bæta úr. Hvað endurskoðun lífeyriskerf- isins áhrærir vil ég taka það fram að á vegum ýmissa hagsmunasam- taka, s.s. ASÍ, VSÍ, Farmanna- og fiskimannasambands fslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna er unnið að nýskipan þessa kerfis. Markmið þeirrar vinnu er að samfelldu lífeyriskerfi sem tekur til allra starfandi manna í landinu verði sem fyrst komið á. Það þarf að koma á jöfnuði milli allra landsmanna í þessum efnum og ör- yggið þarf að vera í sama mæli. Auk þess starfs sem þessi sameigin- lega nefnd er að vinna að er í gangi vinna við samningu frumvarps um starfsemi lífeyrissjóða og er stefnt að því að leggja það frumvarp fram í vor. Við ölum þá von í brjósti að 1. júní 1985 taki gildi nýskipan líf- eyriskerfisins í landinu þar sem öllu vinnandi fólki verði tryggður við- unandi lífeyrir sem fylgi þróun kaupgjalds á hverjum tíma. Það eru brotalamir á núgildandi kerfi sem þarf að sníða af en ég held að vegna margvíslegra hagsmuna ein- stakra sjóða sé ekki heppilegt að stofna einn stóran lífeyrissjóð. Hins vegar er sjálfsagt að stuðla að fækkun lífeyrissjóðanna, enda virðist þróunin stefna í þá átt, sem betur fer. Aðalatriðið í dag er hins vegar að tryggja fjárhagslegan grundvöll lífeyrissjóðanna, svo þeir séu færir um að standa undir lífeyrisskuld- bindingum í framtíðinni svo og að samræma bótaákvæði sjóðanna.“ - v. Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Sinfóníuhljómsveit íslands: einleik í óbókonsert eftir Mozart. Er þetta í fyrsta skipti sem Sigríður leikur einleik með hljómsveitinni á áskriftartónleikum, en hún býr í Þýskalandi og starfar þar. Enn- fremur verður flutt tónverkið Friðarkall eftir Sigurð Garðarsson og Pastoral-sinfónía Bethovens,. Á sjöundu tónleikunum fá ís- lenskir tónlistargestir að heyra tón- verkið Choralis eftir Jón Nordal, sem frumflutt var í Washington í nóv. sl. og vakti mikla athygli. Ga- briel Tacchino verður einleikari í píanókonsert eftir Saint-Saéns og tónleikunum lýkur með hinu sívin- sæla Sheheresade eftir Rimsky- Korsakoff. Á síðustu áskriftartónleikunum verður flutt 9. sinfónía Beetho- vens, með aðstoð Söngsveitarinnar Fílharmoníu, en síðar verður aug- Atta áskriftar- tónleikar framundan Með tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands fímmtudaginn 17. febr. nk. hcfst síðara missiri starfs- árs hljómsveitarinnar, en alls held- ur hún þá 8 tónleika og mun Jean- Pierre Jacquillat stjórna fimm þeirra. Á fyrstu tónleikunum verða Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari og Nina G. Flyer selló- leikari frá Israel einleikarar á kons- ert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms og La Muse et le Poéte eftir Saint- Saéns en auk þess verður leikin sin- fónía nr. 25 eftir Mozart. Á öðrum tónleikunum verður flutt óperan Tosca eftir Puccini í konsertformi með Sigelinde Ka- hmann, Kristján Jóhannsson og Robert Becker í einsöngshlutverk- um og Söngsveitinni Fílharmoníu. Þriðju tónleikunum mun P. P. Pálsson stjórna, en þar verða flutt verkin Snúningur eftir austurríska tónskáldið Werner Schulze, en það er tileinkað Sinfóníuhljóm- sveitinni, sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius og trompetkonsert eftir Haydn. Einleikari á þeim tón- leikum verður Rolf Smedvig, ung- ur, bandarískur trompetsnillingur af norsk-íslenskum ættum, sem lætur mikið að sér kveða í tónlistar- heiminum vestan hafs. Fjórðu tónleikarnir verða helg- aðir enskri tónlist, með enskan hljómsveitarstjóra og enskan ten- órsöngvara. Hljómsveitarstjóri verður Nicolas Braithwaite en hann er sonur Warrick Braithwa- ite, sem kom hingað fyrir unt það bil 25 árum og stjórnaði konsert- uppfærslu á II Trovatore eftir Ver- di. Tenórsöngvarinn verður David Rendall og verkin, sem flutt verða, eru eftir Vaughan Williams, Edward Elgar og Benjamin Britten. Á fimmtu tónleikunum verður flutt sinfónía nr. 3 eftir Mendel- sohn og Requiem eftir Gabriel Fauré, með aðstoð Söngsveitarinn- ar Fílharmoníu. Stjórnandi á þeim tónleikum verður Guðmundur Emilsson. Á sjöttu tónleikunum verður ungur íslenskur einleikari, Sigríður Vilhjálmsdóttir, og mun hún leika Tólftu hádegistónleikar Tón- leikanefndar Háskólans verða haldnir á morgun í Norræna húsinu oghefjastþeirkl. 12.30. Ragnheið- ur Guðmundsdóttir sópran syngur einsöngslög við undirleik Guðrún- ar Kristinsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru sönglög eftir Edvard Grieg, Eyvind Alnæs, Sverre Jordan og Pál ísólfsson. Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona stundaði nám hjá Maríu Markan í fimm ár, innritaðist síðan í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan burtfararprófi. Kennari Ragnheiðar við Tónlistarskóla Kópavogs var Elísabet Erlings- dóttir. Framhaldsnám stundaði Ragnheiður hjá Winifred Cecil óp- lýst hverjir munu fara með ein- söngshlutverkin. Auk ofangreindra áskriftartón- leika mun hljómsveitin standa fyrir kammertónleikum, heimsækja nágrannabyggðir og fara í tónleika- ferð um Vesturland og Vestfirði svo eitthvað sé nefnt, en alls munu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári verða u.þ.b. 70 talsins. Sala áskriftarskírteina fyrir síð- asta missiri stendur yfir þessa daga í skrifstofu hljómsveitarinnar að Hverfisgötu 50, sími 22310. -mhg erusöngkonu í Nevy York. Þetta eru aðrir tónleikar Ragnheiðar á vegurn Tónleikanefndar Há- skólans. Auk þess að koma frant við ýmis tækifæri kennir Ragn- heiður við Tónlistarskólana í Vog- um og Ytri-Njarðvík. Guðrún A. Kristinsdóttir píanó- leikari stundaði nám við tónlistar- skólann í Reykjavík. Einnig nam hún við Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn og í Vínarborg hjá Bruno Seidelhofer. Guðrún hefur haldið sjálfstæða tónleika og verið einleikari með sinfóníuhljómsveit íslands. Jafn- framt hefur hún unnið með söngv- urum og starfar nú við söngskólann í Reykjavík. Hádegistónleikar á morgun: Ragnheiður Guðmunds- dóttir sópran syngur Kveöja frá Lionsfélögum s Asgeir Bjarnason Fæddur 25. janúar 1924. — Dáinn 30. janúar 1983. Það var sunnudaginn 30. janúar sl. sem vinurokkarogfélagi Ásgeir Bjarnason, verkstjóri, lést eftir löng og erfið veikindi. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vinum sínum yfir landa- mæri lífs og dauða, enda þótt stundum þýði það að loksins linni þrautum og erfiðum veikindum í þeim mannheimi sem við lifum í. En þannig var því varið með Ásgeir Bjarnason. Af mikilli hugprýði og með bros á vör háði hann baráttuna við veikindi sín, var alltaf samur og hlýr á sinn hljóðláta hátt gagnvart þeim sem í kringum hann voru. Ásgeir var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Muninn í Kópa- vogi og var þar starfandi og áhuga- samur félagi allt til dánardags. Hann hafði alla þá kosti til að bera sem prýða mega góðan Lionsfélaga. Hann var kærleiksrík- ur, tillitssamur og kurteis, glaðvær en starfsamur, áhugavekjandi og traustur félagi og vinur sem miðlaði og gaf öllum þeim sem í kringum hann voru. í honum áttu yngri klúbbféiagar góða fyrirmynd og við allir trausta kjölfestu. Hverju verki var vel borgið sem komið var í hans hendur. Nú er skarð fyrir skildi í Lions- klúbbnum okkar. Við höfum mikið misst og söknum hins hugljúfa og hljóðláta manns. - En þakklæti og hlýjar tilfinningar fylgja Ásgeiri Bjarnasyni félaga okkar og vini nú og ævinlega - og við eigum ljúfar minningar um hann. Fjölskyldu Ásgeirs, ættingjum hans og vinum öllum sendum við Lionsfélagarnir í Muninn innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja þá og blessa í sorg þeirra. Vertu svo sæll Ásgeir Bjarnason og góða ferð yfir í landið hinum ntegin. Þú skilur eftir þig dýrmætar minningar hjá okkur félögunum og það verða fagnaðarfundir, þegar við hittumst á ný í fyrirheitna landinu handan lífs og dauða. Guð blessi þig og minningu þína. Stcfán Trjámann Tryggvason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.