Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983 Palestínskar flóttamannabúðir í Jórdaníu. Framtíðarheimili palestínsku þjóðarinnar? Palestínumenn landflótta þjóð Ofsóknum haldið áfram í Líbanon og á Vesturbakkanum Ekkert virðist enn hafa miðað í samningum um brottflutning er- lendra herja frá Líbanon. Á meðan liggur öll önnur viðlcitni til lausnar deilumála niðri. ísraelsmenn not- færa sér hinsvegar frestinn til þess að auka við landnám gyðinga á vesturbakka árinnar Jórdan auk þess sem ofsóknum á hendur palest- ínumönnum er enn haldið áfram í Líbanon. Almennt er talið að Isra- elsstjórn sjái sér hag í að tefja lausn mála eins lengi og unnt er, m.a. til þess að koma í veg fyrir að friðará- ætlun sú sem Keagan Bandaríkja- forseti lagði fram komist á dagskrá. Helstu skilyrði ísraelsmanna fyrir brottflutningi þeirra 30.000 hermanna sem þeir hafa haft í Lí- banon frá því í ágúst sl. er að þeir nái sérstöku samkomulagi við stjórn Amins Gemayels er feli m.a. í sér samstarf í öryggismálum. Þá hefur ísraelsstjórn sett fram kröfur um að ísraeiskar hersveitir fái að vera áfram í austurhluta Líbanons. Hvorki Líbanonstjórn né Banda- ríkjamenn, sem hafa haft milli- göngu um samninga, hafa ljáð máls á þessum kröfum, á þeim forsend- um að þær kæmu í veg fyrir að það meginatriði næði fram að ganga að tryggja rétt Líbanons sem fullvalda ríkis og losa það undan erlendri hersetu. ísraelar hafa sagt Sýrlendinga standa í vegi fyrir samkomulagi með hersetu sinni í Líbanon. Það er hins vegar öllum ljóst að sjálf- stæði og fullveldi Líbanons verður ekki tryggt nema með stuðningi ar- abaríkja, þar á meðal Saudi- Arabíu og Sýrlands, og sérstakur samningur Líbanonstjórnar við ís- rael um öryggi landanna myndi koma í veg fyrir að slíkt samkomu- lag næðist. Tillögur Reagans Ljóst er að Bandaríkin hafa á síðustu mánuðum leitast við að beita ísraelsstjórn þrýstingi til eftirgjafar hvað varðar brottflutn- ing frá Líbanon og landnám á Vest- urbakkanum. Þeir hafa þó ekki beitt því vopni sem gæti dugað, en það er að skrúfa fyrir efnahags- og hernaðaraðstoðina við fsrael. Tilögur Reagans um lausn deilu- mála fyrir botni Miðjarðarhafsins fólu m.a. í sér, að Palestínumenn fengju sjálfsstjórn á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu í bandalagi við Jórdaníu. PLO lýsti því yfir á sínum tíma, að tillögur þessar væru spor í rétta átt á meðan ísrael hafn- aði þeim algjörlega. Það mun nú vera stjórn Begins efst í huga að koma í veg fyrir að tillögur þessar komist á dagskrá. Palestínumenn ofsóttir í Líbanon Á meðan þófið um stöðuna í Lí- banon stendur yfir berast fregnir um áframhaldandi ofsóknir á hendur Palestínumönnum þar. Nýlega sagði fréttaritari breska blaðsins Guardian í hafnarborginni Saida eða Sídon í Líbanon frá því að falangistar í borginni hefðu nú nýverið hafið herferð er miðaði að því að flæma alla Palestínumenn á brott og væri herferð þessi farin með sýnilegri velþóknun ísraels- manna, sem fara með yfirráð á svæðinu. Fréttaritarinn segir að í Saida búi um 300 fjölskyldur Pal- estínumanna. Aðferð falangist- anna er sú að reka fólkið á brott með ógnunum. Verði það ekki við tilmælum er það einfaldlega drepið af grímuklæddum mönnum. Starfs- maður alþjóðlegrar hjálparstofn- unar segir að bankað hafi verið upp á hjá einni slíkri fjölskyldu að mor- gni sunnudags 6. febrúar sl. Húsm- óðirin kom til dyra, og kröfðu hinir grímuklæddu hana um mann henn- ar og peninga. Hún afhenti þeim eigur sínar sem voru 3000 líbönsk pund og bað þá að hlífa manni sín- um. Þeir ruddust hins vegar inn og drógu hann út á götuna þar sem hann var skotinn. Fréttaritarinn rekur fleiri slík dæmi, og segir að markmið þessar- ar herferðar sé að reka alla íbúa borgarinnar af palestínskum up- pruna inn í flóttamannabúðirnar í Ain-Hilweh, sem eru í hinum músl- imska hluta borgarinnar, en Palest- ínumennirnir sem þar hafast við eiga öryggi sitt gagnvart falangist- um undir hervörslu fsraelsmanna sem settu vörð um búðirnar eftir að fjöldamorðin í Sabra og Chatila áttu sér stað. Vesturbakkinn - fyrirheitið land Bandaríska vikuritið Time rakti nýlega hliðstæðar aðgerðir ísaels- manna á vesturbakka árinnar Jór- dan, sem ísraelar hertóku í sex daga stríðinu. í réttarhöldum, sem nýlega fóru fram í Jaffa vegna meints yfirgangs ísraelskra her- manna gagnvart íbúum þar kom m.a. fram að Rafael Eitan, yfir- maður ísraelska hersins hafði gefið fyrirmæli um að handtaka skyldi alla sem ástæða væri til að ætla að myndu efna til óeirða eða mótmæla gegn landnámi gyðinga. Þá boðaði hann að setja ætti upp sérstakar „útlagafangabúðir" þar sem grun- aðir væru hafðir í haldi. Hann boðaði jafnframt að landnemar gyðinga skyldu ganga vopnaðir og grípa til þeirra yrðu þeir fyrir aðkasti. Skyldi þetta gert öllum ar- öbum kunnugt. Þegar Eitan bar vitni fyrir rétti hélt hann því fram að allt væri þetta lögum sam- kvæmt. Hann sagði jafnframt að á embættistíma hans hefðu færri ara- bar verið reknir frá Vesturbakkan- um en áður og færri palestínsk heimili eyðilögð. Dagblöð í Israel hafa gagnrýnt framkomu hersins á Vesturbaick- anum, og Jerusalem Post sagði, að á Vesturbakkanum væri ísraelsher ekki beitt til þess að sigrast á óvina- her, heldur til þess að kúga óbreytta borgara. „Við slík verk- efni getur enginn herafli viðhaldið siðgæðisþreki sínu“, sagði blaðið. Það er því ljóst, að þótt Ariel Sharon landvarnaráðherra skipti um ráðherraembætti vegna ábyrgðarinnar sem hann ber á fjöldamorðunum í Sabra og Cha- tila, þá hefur engin grundvallar- breyting orðið á afstöðu ísraels- stjórnar og deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar virðast menn enn búa sig undir frekari blóðsúthellingar og hin brottrekna þjóð Palestínumanna virðist nú varnarlausari en nokkru sini gagn- vart yfirgangi ísraelsmanna og bandamanna þeirra. -ólg. Réttlæti og syndakvittun? Sharon úr embætti hermálaráðherra ísraelsk rannsóknarnefnd sem fjallað hcfur um ábyrgð ísraels- manna á fjöldamorðum í búðum Palestínumanna í Beirút í fyrra lagði það til fyrir skömmu, að Ariel Sharon hermálaráðherra yrði látinn víkja úr embætti vegna þeirrar ábyrgðar sem hann beri á atburðum öðrum ísraelskum ráða- mönnum fremur. Eftir þóf og átök í ríkisstjórn Bcgins hefur nú skrýtna niðurstaða fcngist að Sharon scgi af sér embætti hermálaráðherra en verði áfram í ríkisstjórninni. Sharon hafði sjálfur spyrnt við fótum og neitað að taka á sig aö vera einskonar „syndahafur“ í ináli þessu. Hann hefur að sögn hvatt til þess í ríkisstjórninni að niðurstöð- ur rannsóknarnefndarinnar væru vittar að vettugi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að kristnir fal- angistar í Líbanon bæru höfuðá- byrgð á morðunum, en telur með- sekt Sharons og nokkurra annarra ísraelskra áhrifamanna og herfor- ingja ótvíræða. Viðbrögðin við þessu máli verða ekki á einn veg. Talsmenn Palest- ínuaraba hafa að sönnu látið í ljós ánægju yfir því að Sharon verður fyrir skelli, en þeir telja að Begin forsætisráðherra hafi verið hlíft. Á hinn bóginn má benda á það, að það er nokkur sigur fyrir ísraelska stjórnarandstöðu að æðstu menn ríkis og hers voru látnir standa reikningsskap gerða sinna með þeim hætti sem nú hefur orðið. Mestu skiptir þó, hvort þau tíð- indi sem nú hafa orðið verða upp- haf þess að Ariel Sharon sé á leiðinni út úr stjórnmálum í ísrael. Sharon hefur verið allra ísraelskra ráðamanna kappsamastur í land- ránsstefnu, innrásin í Líbanon er eitt af mörgum dæmum um þá stefnu hans að reyna að flæma Pal- estínumenn sem lengst frá heima- slóðum, eyðileggja samtök þeirra og helst ekki viðurkenna að þeir eigi annarsstaðar heima en handan við Jórdan. Sharon gekk orðið næstur á eftir Begin forsætisráð- Begin og Sharon: hann ætlaði sér í efsta sæti. herra í ísraelsku valdakerfi og hann sem og allir þeir sem hafa bundið dró enga dul á það, að hann keppti nokkrar vonir við friðsamlega að því að komast í efsta sæti. Þessa lausn mála. þróun hafa margir ísraelar óttast, -ál

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.