Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 14
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983
Dr. Sigurður Þórarinsson
fyrirlestrana lífi. Fyrirlestrar Sig-
urðar fjölluðu ekki einungis um
jarðfræði, heldur fléttaði hann þar
inn í frásögnum af siðum og menn-
ingu hinna ýmsu þjóða sem jarð-
kúluna byggja, s.s. Eskimóum,
Indíánum, Sjerpum, Japönum og
svona mætti lengi telja. Stutt var í
glettnina og var hún ekki síður á
eigin kostnað en annarra. Auðgi
ímyndunaraflsins var alveg ótrú-
leg. Einu sinni sem oftar vorum við
„stödd“ með Sigurði uppi við
Grímsvötn, þar sem hann lýsti á
listilegan hátt, hvernig sigketillinn
yfir Grímsvötnum myndast við
Skeiðarárhlaup. „Og hugsið ykkur
svo, þegar sigið hefst“, sagði hann,
„hvernig jökulhellan dettur allt í
einu niður um nokkra tugi metra í
senn. Mig hefur alltaf langað til að
sitja á jökulhellunni, meðan hún
sígur. Það hlýtur að vera stórkost-
legt. Hún tekur allt í einu að síga,
„púms“, og svo aftur, „púms“, og
maður fær flugferð á ný“. í anda
fylgdumst við hugfangin með þess-
ari flugferð, þar sem Sigurður sat á
miðri hellunni og hélt báðum
höndum um rauðu skotthúfuna
sína.
Jarðfræðinám byggist ekki síður
á ferðalögum en bóknámi, því sjón
er sögu ríkari. Á vorin fóru fyrsta
árs jarð- og landfræðinemar ávallt í
einnar viku námsferð með Sigurði
um Suðurland. Þar hlutu menn
sína eldskírn. Þessi ferð er ógleym-
anleg, því Sigurður bjó yfir ótrú-
legri þekkingu á landi og landshátt-
um, hvort sem um var að ræða hæð
á fjalli. nafn á bæ eða ábúanda, að
ekki sé minnst á þjóðlegan fróð-
leik. Hversu oft hafði Hekla gosiö?
Varþetta „landnámslagið“? Hvers
vegna verða Skeiðarárhiaup eða
hvernig er umhorfs á Mýrdalssandi
í Kötlugosi? Það var sama um hvað
var spurt, Sigurður hafði ávallt svar
á reiðum höndum, en þótt fræðin
sætu í fyrirrúmi, var oft slegið á
léttari strengi. Mikið var sungið og
voru kvæði eftir Sigurð j afnan vin -
sælust. Sigurður söng gjarnanmeð,
sérstaklega ef sungin voru kvæði
eins og „Ennþá geymist það mér í
minni, María, María...“, eða
„Land veit ég langt og mjótt..."
Þegar textarnir sem við kunnum
höfðu verið marg endurteknir og
ekkert sérstakt bar fyrir í lands-
laginu, tók Sigurður til sinna ráða.
Hann kenndi okkur viðlag, en
gerðist sjálfur forsöngvari og þá
heilu kvæðin, sem jafnvel urðu til á
staðnum.
Sigurður skildi eftir sig mikið
safn greina. Einn mikilvægasti
þátturinn í skrifum hans er hvernig
hann tengdi saman sögu lands og
lýðs. Greinarnar eru flestar skrif-
aðar á alþýðumáli, þar munu því
leikir jafnt sem lærðir eiga Mímis-
brunn að bergja á.
Síðasta árið var mönnum ljóst að
mjög hafði dregið af Sigurði. Ljós-
ið ljómaði ekki eins skært og áður,
en vinnugleðin virtist samt óþrjót-
andi og stöðugt brá fyrir þeim
neista glettni og gamansemi, sem
einkenndu Sigurð jafnan.
Leiðina frá vöggu til grafar göng-
um við öll, þó með misjöfnum
hætti. Hvert okkar skilur eftir sig
spor, sumir þó dýpri en aðrir.
Við sem vorum nemar og svo
lánsöm að kynnast Sigurði og njóta
handleiðslu hans þökkum innilega
liðnar samverustundir, bæði í leik
og starfi.
Fjölskyldu Sigurðar sendum við
heilshugarsamúðarkveðjur. Minn-
ingarnar lifa.
„En orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getur".
Jarð- og landfræðinemar
við Háskóla Islands.
Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 15. fe-
brúar kl. 15:00.
Inga Þórarinsson
Snjólaug Sigurðardóttir Friðleifur Jóhannsson
Sven Þ. Sigurðsson Mary Sigurðsson
Auglýsing
frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um stöðv-
uii á orkuafhendingu vegna vanskila.
Þeir viðskiptamenn Rafmagnsveitu og Hita-
veitu Reykjavíkur sem skulda gjaldfallna ork-
ureikninga eru alvarlega minntir á að gera
skil hið fyrsta. Frá og með þriðjudeginum 15.
febrúar má búast við fyrirvaralausri stöðvun
orkuafhendingar hjá þeim sem eru í van-
skilum á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu og
Hitaveitu Reykjavíkur. Þar sem ekki verður
komist að mælum verður orkuafhending um
heimtaug rofin.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Skjásýn sf.
Myndbanda- og tækjaleiga, Hólm-
garði 34, sími 34666.
Einungis VHS í þokkalegu úrvali.
Blaðberi óskast
í Hafnarfjörð, Kinnahverfi.
DlOOVIUINN
Umboðsmaður s. 53703.
^ ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
Lína langsokkur
i dag kl. 17. Uppselt
laugardag kl. 15.
Jómfrú Ragnheiður
föstudag kl. 20
laugardag kl. 20.
Litla sviðiö:
Súkkulaði handa Silju
í kvöld kl. 20.30. Uppselt
miövikudag kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30.
Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200.
Jói
aukasýning í kvöld kl. 20.30.
Salka Valka
miðvikudag kl. 20.30
laugardag kl. 20:30.
Fáar sýningar eftir.
Skilnaður
fimmtudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30.
Forsetaheimsóknin
föstudag kl. 20.30
Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30, sími
16620.
NEMERDA
LEIKHUSIÐ
UilKUSTARSKOU ISIANDS
LINDARBÆ Símí 21971
Sjúk æska
8. sýn. þriðjudag kl. 20.30
9. sýn. fimmtuddg kl. 20.30
10. sýn. föstudag kl. 20.30.
Miðasala opin alla daga kl. 17-19 og
sýningardagana til kl. 20.30.
IILi
ilili ------- "
ÍSLENSKA OPERAN
föstudag kl. 20
laugardag kl. 20
sunnudag kl. 20.
Næst síðasta sýningarhelgi.
Miðasala opin milli kl. 15 og 20 daglega,
sími 11475.
A-salur
Dularfullur fjársjóður
Islenskur texti
Spennandi ný kvikmynd með Terence
Hill og Bud Spencer. Þeir lenda enn á ný
í hinum ótrúlegustu ævintýrum og nú á
eyjunni Bongó Bongó, en þar er falinn
dularfullur fjársjóður. Leikstjóri: Sergio
Corbucci.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.05
LAUGARÁS
Simsvari
I 32075
— E.T. -
Mynd þessi hefur slegið öll aðsóknarmet
í Bandaríkjunum fyrr og síðar.
Mynd fyrir alla fjölskylduna.
Aðalhlutverk: Henry Thomas sem Elli-
ott. Leikstjóri: Steven spielberg. Hljóm-
list: John Williams.
Myndin er tekin upp og sýnd í DOLBY
STEREO
Hækkað verð.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9
ÐSími 19000
Leikfang dauðans
Hörkuspennandi ensk-bandarísk lit-
mynd, um njósnir og undirferli, með
GENE HACKMAN - CANDICE BERG-
EN - RICHARD WIDMARK
Leikstjóri: STANLEY KRAMER
(slenskur texti - Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11
Sweeney 2
Hörkuspennandi litmynd, um hinar harö-
svíruðu sérsveitir Scotland Yard, með
John Thaw og Dennis Waterman.
Islenskur texti.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 3.05, 5.05,7.05,9.05 og 11.05.
Late Show
Spennandi og lífleg Panavision-iitmynd,
um röskan miöaldra einkaspæjara, með
ART CARNEY - LILY TOMLIN
Leikstjóri: ROBERT BENTON
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10, 11.10.
Etum Raoul
Bráðskemmtileg bandarísk gamanmynd
í litum.
Blaðaummæli: „Ein af bestu gaman-
myndum ársins" - „Frábær- Mary Wor-
onov og Paul Bartel fara á kostum sem
gamanleikarar" - „Sú besta sem sést
hefur í langan tírna".
MARY WORONOV - PAUL BARTEL
Islenskur texti
Sýndkl.3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Blóðbönd
Sýnd kl. 7.15
Með allt á hreinu
..undirritaður var mun léttstígari, er hann
kom út af myndinni, en þegar hann fór
inní bíóhúsið".
Sýnd kl. 5 og7
Sankti Helena
Hörkuspennandi og hrikaleg mynd um
eitt mesta eldfjall sögunnar. Byggð á
sannsögulegum atburðum þegar gosið
varð 1980. Myndin er í Dolby Stereo.
Leikstjóri: Ernest Pintoff. Aðalhlutverk:
Art Garney, David Huffman, Cassie
Yates.
Sýnd kl. 9.
B-salur
Snargeggjað
Heimsfræg ný amerísk gamanmynd
með Gene Wilder og Richard Pryor,
sýnd kl. 5 og 9
Allt á fullu með Cheech
og Chong
Bráðskemmtileg ný amerísk grínmynd.
Sýnd kl. 7 og 11.05.
TÓNABÍÓ
Simi 31182
The Party
Þegar meistarar grínmyndanna Blake
Edwards og Peter Sellers koma
saman, er útkoman ætíð úrvalsgaman-
mynd eins og myndirnar um Bleika Par-
dusinn sanna. - I þessari mynd er hinn
óviðjafnanlegi Peter Sellers aftur kom-
inn í hlutverk hrakfallabálksins, en í þetta
skipti ekki sem Clouseau leynilögreglu-
foringi, heldur sem indverski stórleikar-
inn (?) Hrundi, sem skilur leiksvið banda-
rískra kvikmyndavera eftir í rjúkandi rúst
með klaufaskap sínum. Sellers svikur
engan!
Leikstjóri: Blake Edwards
Aðalhlutverk: Peter Sellers og
Claudine Longet.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Melissa Gilbert (Lára í „Húsiö á slétt-
unni") sem Helen Keller í:
Kraftaverkið
Bráðskemmtileg og ógleymanleg, ný,
bandarísk stórmynd byggð á hluta af
ævisögu Helen Keller.
Aðalhlutverkið er stórkostlega vel leikið
af hinni vinsælu leikkonu Melissu Gil-
bert, sem þekkt er úr „Húsinu á slétt-
unni" I hlutverki Láru.
MYND, SEM ALLIR HAFAÁNÆGJU AF
AÐ SJÁ.
Isl, texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
Ný, mjög sérstæð og magnþrungin
skemmti- og ádeilukvikmynd frá M.G.M.,
sem þyggð er á textum og tónlist af plöt-
unni „Pink Floyd -The Wall“. I fyrra var
platan „Pink Floyd - The Wall“ metsöl-
uplata. f ár er það kvikmyndin „Pink
Floyd - The Wall“, ein af tíu best sóttu
myndum ársins, og gengur ennþá víða
fyrir fullu húsi.
Að sjálfsögðu er myndin tekin í Dolby
stereo og sýnd í Doiby stereo.
Leikstjóri: Alan Parker
Tónlist: Roger Waters og II.
Aðalhlutverk: Bob Geidof.
önnuð börnum.
ækkað verð.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
iími 7 89 00 ,,
Sálur 1:
Gauragangur
á ströndinni
Létt og fjörug grlnmynd um hressa
krakka sem skvetta aldeilis úr klaufunum
eftir orófin í skólanum og stunda strand-
lífið á fullu. Hvaða krakkar kannast ekki
við fjörið á sólarströndunum.
Aðalhlutv.: KIM LANKFORD, JAMES
DAUGHTON, STEPHEN OLIVER.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Fjórir vinir
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10.
Salur 3
Meistarinn
(A Force of One)
Meistarinn er ný spennumynd með hin-
um frábæra Chuck Norris. Hann kemur
nú í hringinn og sýnir enn hvað í honum
býr. Norris fer á kostum í þessari mynd.
Aðalhlutverk: Chuck Norris, Jennifer
O’Neill, Ron O’Neal.
Sýnd kl. 5 - 7 - 9 - og 11.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Salur 4
Flóttinn
Sýnd kl. 5
Sá sigrar sem þorir
Sýnd kl. 7.30 og 10.
Salur 5
Being there
Sýnd kl. 9.
(12. sýningarmánuöur)