Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 16
UODVIUINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í stma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Olafur Ragnar Grímsson um vísitölufrumvarpið Framsókn er mikið mál - Athæfi Framsóknarflokksins og offors við að troða þessari vísi- töluskerðingu í gegn er slíkt, að þeir brjóta allar þingvenjur og hefðir, sagði Ólafur Ragnar Grímsson þingflokksformaður AI- þýðubandalagsins um ákafa Fram- sóknarmanna við að koma vísitöl- ufrumvarpi forsætisráðherra á dagskrá þingsins í gær. - Til að byrja með fór forsætis- ráðherra fram á að fá að mæla fyrir frumvarpinu kl. 18.00 (í gærkveldi) sama dag og frumvarpið er lagt fram. Þessu neitaði forseti neðri deildar Sverrir Hermannsson enda bráðabirgðalögin á dagskrá. - Eftir hádegið var svo fundur með forsetum og þingflokksfor- mönnum, þar sem samþykkt var að mælt yrði fyrir málínu kl. 13.00 (í dag). Um þetta var fullt samkomu- lag. - Næst gerist það að Framsókn- armennirnir Páll Pétursson og Halldór Ásgrímsson krefjast þess af forseta að málið verði tekið fyrir um kvöldið þvert ofan í samþykktir forseta þingsins og þingflokksfor- manna. Þessu neitar Sverrir Her- mannsson að sjálfsögðu. - Þá gerist það næst, að Halldór Ásgrfmsson boðar kl. 9.00 (í morg- un) fund hj á fj árhags- og viðskipta- nefnd neðri-deildar án þess að mælt hafi verið fyrir frumvarpinu. Slíkt hefur aldrei gerst áður í and- stöðu við einn þingflokk. Þannig eru Framsóknarmenn farnir að fara offari gegn hefðum og þing- venjum til þess að koma fram af- greiðslu á frumvarpi sem felur í sér vísitöluskerðingu, sagði Óiafur Ragnar Grímsson að lokum. -óg Síðustu fréttir: Laust fyrir miðnætti afboðaði Halldór Ás- grímsson fund fjárhags- og viðskiptanefndar eftir harðorð mótmæli Alþýðubandalagsins og viðburðaríkan þingdag í gær. -óg Miðstjórnir Abl. og Framsóknar: Formennfengu umboð Miðstjórnir Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins veittu báðar formönnum sínum, þing- flokki og framkvæmdastjórn um- boð til þess að vinna áfram að sam- komulagi í kjördæmamálinu á fundum sínum nú um helgina. I gær voru allar horfur á því að stutt væri í samkomulag milli þing- flokkanna um tillögur í frumvörp að breytingum á stjórnarskrá og kosningalögum. Meginlínur virð- ast vera komnar í þær viðræður, en innan flokka er þó enn tekist á um nokkur atriði. -ekh Miðstjórn Alþýðusambands íslands: Skorað á Alþýðusamband íslands hcfur fagnað því að sett hafa verið lög um málefni aldraðra og einnig því að frumvarp um málefni fatlaðra skuli hafa verið lagt fram á Alþingi. Skorar miðstjórn ASÍ jafnframt á alþingismenn að tryggja framgang málsins á yfirstandandi þingi með því að samþykkja frumvarpið og koma þessu mikilvæga hagsmuna- máli í höfn. Það var í tengslum við lausn kjaradeilunnar á liðnu sumri sem þingið ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu varðandi málefni fatlaðra. Þar hét ríkisstjórnin því m.a. að lögð yrðu fram frumvörp um málefni aldr- aðra og fatlaðra og að hún mundi beita sér fyrir því að bæði þessi frumvörp yrðu gerð að lögum á yfirstandandi þingi. Lög um málefni aldraðra voru samþykkt fyrir jól og nú hefur mið- stjórn ASÍ sumsé þrýst á um að frumvarpið um málefni fatlaðra fái sömu meðferð. ~ V- Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Laugarnestanga: „Atlagan að grænu svæðun- um hafin sagði Sigurður Harðarson fulltrúi í skipuíagsnefnd „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það lcngur að atlaga í- haldsins í Reykjavík að grænu svæðunum er hafin af fullum krafti“, sagði Sigurður Harðarson fulltrúi Alþýðubandalagsins í skipulagsnefnd í samtali við Þjóð- viljann í gær. Nú liggur fyrir tillaga í skipulagsnefnd um að leggja vegi og bílastæði á Laugarnestanga, en þar var fyrirhugað að yrði útivistarsvæði Reykvíkinga. Þá hefur verið samþykkt að heimila byggð á grænu svæði á horni Réttarholtsvegar og Soga- vegar, austan við hús Ingvars Helg- asonar hf. Þar skulu rísa skrifstofur og fleira. „Á fundi skipulagsnefndar í gær stóð til að samþykkja lagningu veg- ar að Sundahöfn, þvert yfir útivistarsvæðið á Laugarnestanga, vestan við sjálfan Laugarnes- Sigurður Harðarson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í skipulags- nefnd: enginn treysti sér til að styðja tillögu mína um að leitað yrði umsagnar. bæinn. Einnig er fyrirhugað að heimila nýja aðkomu að væntan- legu húsi Sláturfélagsins sunnan við Sætún og leggja hluta af fyrir- huguðu útivistarsvæði undir bíla- stæði“, sagði Siguröur Harðarson ennfremur. Til stóð að samþykkja þessar vegalagningar á Laugarnesi en Sig- urður bað um frestun til að unnt yrði að leita umsagnar Borgar- skipulags og Umhverfismálaráðs svo og að kynna fyrirhugaðar breytingar fyrir íbúum í nærliggj- andi byggð. Enginn annar fulltrúi í Skipulagsnefnd treysti sér þó til að styðja tillögu Sigurðar og sátu full- trúar Kvennaframboðs og Sjálfstæðisflokks hjá. Bókaði Sig- urður að það vekti sérstaka athygli að formaður skipulagsnefndar, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, virtist sérstaklega andvígur öllu samráði og samvinnu við Umhverfismála- ráð. Togarar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar eru byrjaðar að landa og hjólin því farin að snúast '& ný í Bæjarút- gerðinni. Ljósm. Atli. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Vinna hafin á ný! „Það hefur lifnað yfir öllu hér og auðvitað almenn ánægja hjá fólki að vera komið til vinnu aftur. Þetta hefur verið ansi dauft undanfarnar vikur“, sagði Þorvarður Gunn- laugsson verkstjóri hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar í samtali við Þjóðviljann í gær. Um helgina kom Bv. Maí af veiðum og landaði í Bæjarút- gerðinni 140 tonnum af ufsa og karfa. Á morgun landar svo Bv. Apríl. Vinna hefur legið niðri í Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar frá því síðast í desember eða í hálfan annan mán- uð, en alls misstu um 150 manns atvinnuna. Allflestir starfsmenn voru komnir til vinnu í gær. -Ig- Lagaboð án samkomulags: Alvarleg áhrif á st j órnarsamstarf „Fundurmiðstjórnar Alþýðubándalagsinsl2.febrúar 1983 telur óhjákvæmilegt að einhliða ákvörðun ein- stakra stjórnaraðila um flutning frumvarps um vísitöl- umálið hljóti að hafa alvarleg áhrif á stjórnarsamstarf- ið, vegna þess að ákvæði stjórnarsáttmálans kveða á um annað. Flokkurinn hlýtur að meta slík vinnubrögð í tengslum við framgang annarra mála í stjórnarsam- starfínu og Alþingi á næstunni.“ Á þessa leið er komist að orði í samþykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins, sem gerð var ein- róma á fundi miðstjórnarinnar sl. laugardag. í samþykktinni segir ennfremur: „Miðstjórn Alþýðubandalagsins mótmælir harðlega þeim tillögum um breytingar á vísitölukerfinu, sem nú liggja fyrir af hálfu annarra aðila í ríkisstjórninni. Miðstjórnin telur, að breyta beri núverandi vísitölukerfi í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar frá 1979-80 og að gera verði ýmsar breytingar á núverandi viðmiðun- arkerfi, enda stuðli þær að því að tryggja betur kaupmátt almennra launa og þá ekki síst hinna lægstu launa. Fundurinn leggur áherslu á að breytingar á vísitölukerfinu verða hins vegar að eiga sér stað í beinum tengslum við aðrar breytingar á efnahagskerfinu. Alþýðubanda- lagið er reiðubúið til samstarfs um að tryggja nauðsynlegar breytingar á stjórn efnahagslífsins og minnir í því sambandi á ákvarðanir ríkis- stjórnarinnarfrá sl. ári um verðlag- skerfi sjávarútvegs og landbúnaðar og tillögur Alþýðubandalagsins varðandi sjóðakerfið, innflutnings- verslunina og fleiri þætti efnahags- mála. Því miður hafa ákvarðanir ríkisstjórnarinnar frá sl. ári í þess- um efnum ekki náð fram að ganga, og þess vegna er fráleitt að mati flokksins að slíta vísitölumálið út úr samhengi, eins og tillögur eru nú um innan ríkisstjórnarinnar.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.