Þjóðviljinn - 15.02.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Síða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. 'Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjðrnsdóttir; Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Augíýsingar': Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Stjórnarsáttmálann ber að virða • Þessa dagana virðast ýmsir hnútar vera að herðast á vett- vangi stjórnmálanna. Þetta á við um ýmis átök innan ríkis- stjórnarinnar, deilur milli flokkanna og sviptingar stjórnar og stjórnarandstöðu. Það sannast æ betur, að skynsamlegast hefði verið að fara að tillögu Alþýðubandalagsins og ganga til alþingiskosninga í byrjun þessa vetrar, þegar sjá mátti fyrir að ella færi veturinn í argvítugt þrátefli á Alþingi og öngþveiti, sem litlum árangri gæti skilað á nokkurn veg. • Hér þarf sem fyrst að efna til kosninga, og fá úr því skorið hvort ekki megi takast að kosningum loknum að mynda á Alþingi starfhæfan meirihluta í samræmi við vilja kjósenda. • Það eru mikil og alvarleg tíðindi þegar forsætisráðherra ákveður í andstöðu við Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfinguna að leggja fram á Alþingi frumvarp að lögum um frestun á öllum verðbótagreiðslum á laun um næstu mánaða- mót og nýjar skerðingar við ákvörðun verðbóta á laun í framtíðinni. • Þetta er ekki síst alvarlegt vegna þess, að í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar stendur orðrétt: „Ríkisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um niðurstöður í kjarasamningum, sem geta samrýmst barátt- unni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar að jafna lífskjör og bæta kjör hinna lakast settu í þjóðfélaginu. Rlkis- stjórnin mun hins vegar ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks“. • Það samrýmist varla þessu skýra ákvæði stjórnarsáttmál- ans, að einstakir ráðherrar flytji á Alþingi frumvörp um nýjar vísitöluskerðingar án þess nokkurt samkomulag sé um málið í ríkisstjórninni, og verði slíkt frumvarp að lögum með tilstyrk stjórnarandstöðunnar, þá hefur stjórnarsáttmálinn verið brotinn með ótvíræðum hætti. • A Alþingi ríkir þessa dagana upplausn og öngþveiti, og enginn veit hvaða mál þar verða afgreidd og hver ekki. En verði frumvarp forsætisráðherra um vísitölumálin að lögum í þeirri mynd, sem það hefur verið boðað, þá hlýtur slíkt óhjákvæmilega að hafa í för með sér mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir stjórnarsamstarfið. • Alþýðubandálagið féilst á skerðingu verðbóta á laun þann 1. des. sl. í tengslum við aðrar efnahagsaðgerðir, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir um svipað leyti. - Þessi skerðing verðbótanna veldur því, að kaupmáttur almennra launa verður á þessu ári 6-7% lakari en í fyrra. Ástæðan fyrir því að Alþýðubandalagið féllst á þessa launaskerðingu var fall þjóðartekna á síðasta ári og slæmar horfur í þeim efnum á því ári sem nú er hafið. • Alþýðubandalagið mun hins vegar ekki feta þá slóð sem hér var troðin af stjórnvöldum á viðreisnarárunum og á ríkisstjórnarárum Geirs Hallgrímssonar, þegar fall þjóðar- tekna var notað sem átylla til að skerða kaupmátt almennra launa langtum meira en hrap þjóðarteknanna gaf nokkurt tilefni til. Ætli samstarfsaðilar Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórn að leita þar fyrirmynda og fordæma við lausn núver- andi vanda þá er kveðjustundin ekki langt undan. Hitt er skylt að leita til þrautar að samkomulagsleið svo í þessu máli sem öðrum. • Það er höfuðlygi, að Alþýðubandalagið líti á núverandi vísitölukerfi sem heilaga kú. Þvert á móti er Alþýðubanda- lagið reiðubúið til margvíslegra breytinga á því kerfi. En krafa Alþýðubandalagsins er sú að breytingar á þessu verð- bótakerfi leiði ekki sjálfkrafa til kjaraskerðingar hjá al- mennu launafólki, og þá síst hjá láglaunafólkinu. Alþýðu- bandalagið vill að sjálfsögðu að verðbætur á laun taki mið af þeirri neyslu sem nú tíðkast hjá almenningi, en varðandi breytingar í þeim efnum þarf líka að hafa hagsmuni hinna lægst launuðu sérstaklega í huga. Alþýðubandalagið gerir þá skýlausu kröfu, að áður en gripið verði til frekari kjara- skerðingar gagnvart almennu launafólki, þá verði ráðist á aðra þætti í þjóðarbúskapnum, sem meiru valda um verð- bólguna en kaup láglaunafólksins. klippt Verkalýðsblaðið 1. tbl. 1 2. árg. 7. febrúar 1 983 Verð kr. 20.00 Verkalýðsblaðið hættir að koma út Kommúnistasamtökin ákveða að leggja blaðið niður f.o.m. 1. tbl. 1983 Sjá nánar bls. 2—6 Öndvert við tískuna Á vorum tímum, þarsem ekki mega fleiri en tveir koma saman, að ekki sé farið að tala um stofnun samtaka og helst fram- boð, sætir það nokkrum tíðind- um að hópur fólks ákveður að draga saman seglin. Það hafa Kommúnistasamtökin ákveðið að gera og tilkynna í síðasta tölu- blaði Verkalýðsblaðsins að út- gáfu þess sé nú hætt. „Blöð marx- leninista hafa sést í rúman áratug hérlendis en hverfa nú um stund“, segir Ari Trausti Guð- mundsson í Verkalýðsblaðinu. Segir þar í leiðara blaðsins: „Kommúnistasamtökin líta svo á að sú þróun sem Verkalýðsblaðið hefur tekið að undanförnu gefi ekki tilefni til áframhaldandi út- gáfu“. Mikið liggur eftir „Með þessu síðasta tölublaði Verkalýðsblaðsins er lokið kafla í sögu marx-leninista á íslandi. Samfelldri 11 ára útgáfu, Stétta- baráttunnar og Verkalýðs- blaðsins, er lokið“, segir einnig í leiðaranum. í blaðinu er sagt frá útgáfumálum þessarar hreyfingar sem í daglegu tali hefur gengið undir nafninu „maóistarnir". Þekktustu hóparnir voru KSML/ KFÍml og Eikml áður en Kom- múnistasamtökin komu til sög- unnar við samruna tveggja hópa fyrir nokkrum árum. Meðal blaða og tímarita sem maóistarnir hafa gefið út á liðnum áratug má nefna: Verka- lýðsblaðið, Stéttabaráttuna, Rauða fánann, Rauðliðann, Bar- áttu gegn endurskoðunarstefnu, Verkalýðsbaráttuna, Dagsbrún- arverkamanninn, Straumsvíkur- verkamanninn, Námsmanna- blaðið, Áfram, Rauða æsku, Sjómanninn og Nýja Verka- manninn. Einsog sést af þessari upptalningu eru mörg heitin þekkt úr orðabók bókstafstrúar- manna fyrr og síðar. En það er ekki einungis að ma- óistarnir hafi haldið þessum tíma- ritum úti um lengri og skemmri tíma, heldur er til skrá um 38 bækur og bæklinga sem þeir hafa gefið út á þessu tímabili. Það er í sjálfu sér dapurlegt að slíkt magn af pappír og slík vinna sem hlýtur að liggja að baki útgáfustarfsemi af þessum toga skuli ekki hafa skilað meiri árangri en raun ber vitni. En slíkt mat er auðvitað af- stætt. Kreddufesta og trúarleg afstaða Sjálfir segja félagarnir í Kom- múnistasamtökunum í mjög hreinskilnu uppgjöri og virðing- arverðu að ýmsar ástæður liggi að baki því að félagarnir hafi gefist upp í áranna rás; of lítil fræðileg þekking á eðli mannsins og samfélagi hans, kreddufesta, trú- arleg afstaða - ógagnrýnin trú á málstaðinn, mannleg samskipti ótraust, skortur á raunverulegum menntamönnum, engar hefðir fyrir sjálfsgagnrýni eða hrein- skilni í sjálfsmati í landinu, of mikil ábyrgð á forystu samtak- anna, of lítil á félögunum. Allt eru þetta atriði sem eru meira og minna samtengd og sum þeirra kannast flestir við út öllum pólit- ískum samtökum og þarf máske ekki pólitík til. Erfidrykkja og framhaldslíf í Verkalýðsblaðinu örlar á dá- litlum húmor, sem er tilbreyting eftir þennan áratug alvöru og giftuleysis. Boðuð er erfidrykkja Verkalýðsblaðsins. En það er ekki heldur svo, að öll von sé úti fyrir þá félaga. Grein Ara Trausta ber yfirskriftina „Við komum aftur“ og þeir sem eftir starfa ætla að setjast niður og skrifa bækling eða bók með pólit- ísku uppgjöri eða þá stefnumótun fyrir framtíðina. Það er einnig svo að undirtónar gefa til kynna að pólitískt upp- gjör Kommúnistasamtakanna hafi meðal annars leitt til þess, að félagarnir eru reiðubúnir til sam- starfs við aðra. í þá veru eru kom- in út „áhersluatriði K.S. íhugsan- legu kosningasamstarfi“. Þar er að finna atriði sem flestir þenkj- andi á vinstri væng stjórnmála geta verið sammála um: lýðræði dreifing valds og ábyrgðar, nátt- úruverndarsjónarmið, j afnréttis- mál, friðarbarátta og fleira gott og vinsamlegt manneskjunum á kringlu heimsins og útskeri því sem vér byggjum. -óg 09 skorið Vídeó-ánauð Janne Helander heitir sænskur unglingur, sautján ára gamall. Þegar hann var í sjöunda og átt- unda bekk sat hann öllum stund- um fyrir framan sjónvarpið og lét vídeótæki sýna sér ofbeldismynd- ir. Janne finnst nú að þetta hafi verið hin versta ánauð. Hann hef- ur nú farið víða um Svíþjóð og talað yfir öðrum unglingum og varað þá við ofbeldismyndunum. DV birti fyrir skömmu viðtal við Janne Helander. Hann er hinn reiðasti við eigendur mynd- bandaleigufyrirtækja. „Myndirn- ar sem þeir leigja út getur gert fólk að morðingjum. Maður fer alveg úr sambandi og er hræddur við annað fólk“, segir hann. Janne segir að þegar verst gekk hafi hann ekki getað sofið fyrir atriðum úr kvikmyndunum sem hann hefði verið að glápa á. Of- sóknarbrjálæði greip hann öðru hvoru - honum fannst jafnan að morðingjar væru á hælunum á sér. Leynilegur heimur Verst, segir Janne, er að ung- lingarnir koma sér upp eigin fé- lagsskap um ofbeldismyndirnar - þeir horfa á myndirnar þegar full- orðnir eru ekki nærri og segja þeim aldrei frá þeim - þeir eiga sér í þessum myndböndum leyni- legan og háskalegan heim. Og hver sem er með verður að stánda sig, enginn má líta undan, þá er hann skræfa og ekki nógu töff fyrir hópinn: „Maður lærir að láta sér hvergi bregða við misþyrmingar og morð, að vera alveg svellkaldur. Og í slagsmálamyndunum getur maður lært lífshættuleg högg og spörk, sem menn freistast til að reyna á öðrum, t.d. þegar leikur- inn æsist og maður hefur drukkið eitthvað. Og myndirnar sjálfar brjóta eitthvað niður í manni og maður verður hneigðari fyrir of- beldi. Við vorum oftast svona fimm- tán sem horfðum á myndirnar saman. Mest strákar en nokkrar stelpur. Ég skil ekki hvernig þær upplifðu þessar myndir: það voru alltaf karlar sem lömdu og píndu og það voru oftast stúlkur sem voru píndar og drepnar....“ k.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.