Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Séra Bjarni Sigurðsson lektor talar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Barna-
heimilið" eftir Rögnu Steinunni Eyjólfs-
dóttur Dagný Kristjánsdóttir les (7).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Man ég það sem iöngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
11.00 Islenskir einsöngvarar og kórar
syngja
11.15 Skipulag, stjórnun og þjónusta al-
mannatryggingakerfisins; síðari þáttur
Umsjónarmaður: Önundur Björnsson.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor-
steinsson og Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (2).
15.00 Miðdegistónleikar Leonid Kogan og
hljómsveit Tónlistarháskólans í París
leika Fiðlukonsert í D-dúr op. 35 eftir
Pjotr Tsjaíkovský; Constantin Silvestri
stj ■
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna. •
17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís-
indanna Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhingurinn Umsjónar-
maður: Ólafur Torfason (RÚVAK.)
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Kvöidtónleikar a. Julian Bream
leikur á gítar verk eftir Johann Sebasti-
an Bach, Maurice Ravel, Frederico
Moreno Torroba og Isaac Albéniz. b.
Elly Ameling syngur lög ur Mörike-
ljóðabókinni eftir Hugo Wolf. Dalton
Baldwin leikur á píanó. c. Gidon Krem-
er og Andrej G.awrilow leika Fiðlusón-
ötu op. 134eftir Dmitri Sjostakovitsj. d.
Yara Bernette leikur á píanó Prelúdfur
op. 32 eftir Sergej Rakhmaninoff.
21.45 Útvarpssagan: „Sonur himins og
jarðar“ eftir Káre Holt Sigurður Gunn-
arsson les þýðingu sína (18).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíusálma
(14),
22.40 Áttu barn? 2. þáttur um uppeldismál
í umsjá Andrésar Ragnarssonar.
23.20 Spor frá Gautaborg Adolf H. Emils-
son sendir þátt frá Svíþjóð.
RUV
Hví ekki að framleiða vörurnar sjálf?
Signý Kjartansdóttir skrifar
frá Spáni:
Þann 19. janúar 1983 varð
ég þess heiðurs aðnjótandi að
fá að skoða alþjóðlega textíl-
sýningu í Valentía hér á Spáni.
Sýningin var annars aðeins
opin sterkum kapítalistum því
þarna var til sýnis og sölu
framleiðsla þeirra mörgu
verksmiðja á þessu sviði, sem
virðist mala gull í hinum
iðnvædda heimi. Framleiðsl-
an var margbreytileg, enda
framleiðendur með ólíka
markaði í huga.
Spánverjar framleiða t.d.
aðallega fyrir Arabaþjóðirn-
ar, rúmteppi og gardínur, sem
falla vel að smekk olíukóng-
anna. Þeirra á millum fóru
fram mikil viðskipti. Frakkar
og ftalir höfðu á boðstólum
efni í skærum litum og pastel-
litum í takt við þá tísku, sem
ríkir nú í Norður-Evrópu. ís-
lendingar voru ekki með
bás.
Þarna voru líka til sýnis og
sölu vélarnar, sem notaðar
eru við framleiðsluna og það
hafði mikil áhrif á mig að sjá
hvernig þessar vefnaður-
knipl- og saumamaskínur
unnu, tölvustýrðar auðvitað.
- Já, mikils er mannsheilinn
megnugur.
Hvernig stendur annars á
því að íslenskir kapítalistar
fjárfesta ekki í álíka vélum,
sem bæði gætu skapað atvinnu'
og gjaldeyri? Þeir, sem eiga
peninga heima á fslandi, virð-
ast nær eingöngu sjá hag sinn í
því, að kaupa fullunnar vörur
frá útlöndum. Síðan ávaxta
þeir fé sitt með því að selja
vörurnar á uppsprengdu verði
í búðum sínum. íslenskt,
vinnandi fólk þarf að vinna
mikla yfirvinnu til þess að geta
keypta allan innflutninginn og
staðið undir verslunarbákn-
inu. - Er gróðanum af versl-
uninni eytt í nokkuð annað en
einbýlishús og tvöfaldan bíl-
skúr?
Væri ekki nær að eyða þess-
um gróða í að koma á fót
framleiðslu í landinu sjálfu,
framleiða t.d. okkar eigin
handklæði, rúmföt og viska-
stykki svo eitthvað sé nefnt af
því, sem við notum á hverjum
degi? Þó sleppi ég því hér,
sem er e.t.v. flóknara, svo
sem útvörp, klukkur og þess
háttar. - Eða kunna Islend-
ingar e.t.v. ekki annað en
veiða fisk og prjóna lopa-
vörur?
Annars væri ekki verra að
þetta yrði verkefni ríkis-
kapítalismanns, - finna hvar
fjármagnið liggur (hjá Aröb-
um?) og framleiða vörur við
þeirra hæfi svo peningarnir
streymi heim til íslands.
Aukin framleiðsla, samfara
minni innflutningi, er auðvit-
að eina svarið við viðskipta-
hallanum við útlönd, sem fs-
lendingar hafa svo lengi glímt
við.
Með von um að íslendingar
verði með á næstu textílsýn-
ingu hér og ósk um efnahags-
legt sjálfstæði íslensku þjóð-
arinnar í framtíðinni, læt ég
þessu skrifi lokið.
Þetta er pabbi -
Svona er mamma
Teygjuleikur
Teygjubútur var teygður svo að lengd hans fjór-
faldaðist og þá voru klipptir lócmaf teygjunni. Síðan
var slakað á teygjunni aftur og þá mældist hún vera
3/4 af upphaflegri lengd sinni.
Reiknaðu nú út hve langur teygjubúturinn var
upphaflega.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sögur úr Snæfjöllum. Barnamynd
frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunn-
arsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðs-
son.
20.40 Á skíðum Fyrsti þáttur. Skíðakenn-
sla í þremur þáttum sem gerðir voru í
Kerlingafjöllum í fyrrasumar. í fyrsta
þætti er fjallað um útbúnað og undir-
stöðuatriði fyrir byrjendur á svig-
skíðum. Þorgeir D. Hjaltason, skíðak-
ennari, annaðist gerð þáttanna en
leiðbeinandi ásamt honurn er Guð-
mundur Jakobsson. Annar þáttur
verður á dagskrá Sjónvarpsins miðviku-
daginn 23. febrúar kl. 19.00.
21.05 ÚtlegðFimmti þáttur. GingoldÞýsk-
ur framhaldsþáttur í sjö þáttum.
22.05 Kjarabót láglaunamanna - kaupauki
hátekjumanna? Umræðuþáttur í beinni
útsendingu um láglaunabæturnar en þær
verða næst greiddar 1. mars næstkom-
andi. Umsjónarmenn: Erna Indriða-
dóttir og Rafn Jónsson.
23.10 Dagskrárlok.
Erfitt að ná
í augnlækna
Lesandi hringdi og kvartaði
mjög undan erfiðleikum á þvi
að ná sambandi við augn-
lækna.
- Það er nú þannig ástatt
með mína sjón, sagði viðmæl
andi okkar, - að ég hefi um
nokkurt skeið talið mig hafa
brýna þörf á því að ná til
augnlæknis. En að því virðist
ekki auðhlaupið. Ég er nú bú-
inn að reyna það á annan
mánuð en árangurslaust til
þessa. Ég hefi að sjálfsögðu
hringt á auglýstum símaviðtal-
stímum en síminn hjá.
augnlæknum virðist alltaf
vera á tali.
Auðvitað eru augnlæknar
fáir, alltof fáir, en þörfin fyrir
þá mikil. Ég efast því ekki
um, að þeir séu önnum kafnir.
En hér getur verið mikið í húfi
fyrir sjúklinginn. Símaviðtals
tíminner yfirleittstuttur, 1-2
Bréf til Barnahornsins
Myndirnar
hennar Lilju
Unufelli 9, 8.2.’83
Ágæta barnahorn!
Lilja Eggertsdóttir Unufelli 9, Reykjavík send-
ir þér nokkrar myndir. Hún hefur mjög gaman af
barnahorninu og skoðar vel myndirnar. Hún er 5
ára.
Lilja segir að svörtu myndirnar séu pabbi og
mamma.
En Lilja hefur meira gaman af að teikna
með litum. Vonumst eftir ýmsu skemmtilegu.
Lifið vel.
Fyrir hönd Lilju, Hólmfríður Gísladóttir.
Svar frá barnahorninu:
Kæru Lilja og Hólmfríður!
Því miður getum við ekki prentað myndirnar
hennar Lilju í lit, en vonandi koma þær skemmti-
lega út samt.
klst. á dag og hjá sumum ekki lengja hann eitthvað? Það ætti
alla virka daga vikunar. Sjá að auðvelda fólki að ná tali af
augnlæknar sér ekki fært að þeim.
y
VI