Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 3
____________________________________________________________Helgin 26: ^ 17. febrúar 1983 ÞjÓÐVILJINN - SÍÐÁ 3 Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á beinni línu: ísland er framvaröarríki í N orður-Atlantshafi í baráttunni gegn hinni sovésku ógnun ísland er framvarðarríki í baráttunni gegn hinni sovésku ógnun í Norður-Atlantshafi, sagði Richard R. Burt, nýskipaður aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sérstöku ávarpi til íslenskra blaðamanna sem flutt var af myndbandi í Menningarmiðstöð Bandaríkjanna við Neshaga í gær. Blaðamenn Morgunblaðsins og Þjóðviljans ásamt Kenneth Yates yfir- manni Menningarstofnunar Bandaríkjanna i beinu símasambandi við Washington. Tilefni ávarpsins var að Menn- ingarmiðstöðin hafði boðið fulltrú- um dagblaða og hljóðvarps að tala við varautanríkisráðherrann á beinni línu eftir að ávarpið hafði verið flutt. Er það nýmæli í ís- lenskri fjölmiðlun að boðið sé upp á slíka þjónustu. Sagði ráðherrann í ávarpi sínu að stefna Nato og Bandaríkjanna byggðist á því að fæla Sovétríkin frá öllum áformum um árás, og í því skyni hefðu Bandaríkin byggt upp kjarnorkuvopnaregnhlíf yfir Evrópu. Bandaríkin stefna að því að jafnræði ríki á milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna í sóknar- vopnum og væri „núll-lausnin“ svokallaða liður í að ná slíku jafn- vægi í Evrópu. Aðspurður um hvort hernaðar- legt mikilvægi íslands sem „fram- varðarríkis“ gerði ekki herstöðina í Keflavík að mikilvægu skotmarki Sovétríkjanna ef til átaka kæmi sagði ráðherrann að svo væri ekki. Þvert á móti myndi aukinn hern- aðarstyrkur Bandaríkjanna koma í veg fyrir það að ísland yrði fyrir slíkri árás. Ráðherrann sagði einnig að kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, í Mið-Evrópu eða í Balkaniöndum væri engin trygg- ing fyrir öryggi nema það næði þá einnig til Sovétríkjanna. Hann sagðist ekki svara spurningum varðandi það hvort kjarnorkuvopn væru hugsanlega geymd á íslandi. Ráðherrann gaf ekki skýrt svar við því hvort smíði nifteinda-' sprengjunnar í Bandaríkjunum væri til þess fallin að auka á öryggi í Evrópu eða rétta við hernaðarjafn- vægið, en sagði hins vegar að ekki væru uppi nein áform um að koma þessu vopni fyrir í Evrópu^ Margt fleira bar á góma, en ráð- herrann lauk máli sínu með því að ' segja að Bandaríkin stefndu að því að ná hernaðarjafnvægi með eins lítilli hervæðingu og unnt væri. Marshal Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi sagði að Menningarmiðstöðin myndi í framtíðinni bjóða upp á fleiri blaðamannafundi með beinni símalínu til Bandaríkjanna. ólg. Árni Hjartarson flytur inngangser- indi á fræðslufundi Samtaka her- stöðvaandstæðinga á þriðjudags- kvöld. Þriðjudagsfundir herstöðva- andstæðinga ísland í netinu Þriðjudaginn 1. mars verður haldinn fræðslufundur á vegum SHA á Hótel Heklu og hefst hann kl. 20.30. Árni Hjartarson flytur inngangserindi um Vígvæðinguna í N-Atlantshafi. í erindinu verður þróun víg- væðingarinnar rakin og gerð grein fyrir því hvernig Island fléttast inn í net kjarnorkuvopnakerfanna. Sú saga hefur ekki verið rakin áður enda var með einstæðum hætti far- ið á bak við þing og þjóð í því máli. Saga herstöðvanna á íslandi verður skoðuð frá hernaðarlegu sjónarmiði og sagt frá þeim her- búnaði sem hér er og hlutverki hans á friðar- og ófriðartímum. Að lokum verður fjallað um stöðu her- stöðvamálanna í dag og þau umsvif sem þar eru í gangi. Leiðrétting á myndbrengli Þau leiðu mistök áttu sér stað í blaðinu í gær, föstudag, að tvær myndir frá ráðstefnu Jafnréttisráðs um stjórnmálaþátttöku kvenna fylgdu skrifum frá ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Bflasöludeildin er opin í dag frá kl. 2—6. Nýir og notaöir bflar til sýnis og sölu. 1982 Serstok verðlækkun a VERÐ FRA KR.J44im NÚ KR. 128.000,- LADA SAFIR J«M22m NÚ KR. 109.800, LADA STATION 1500JCBrT4Mj;- NÚ KR. 129.700, Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.