Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÓVÍLjÍNN |ÍÍelgiri 26.‘ - 27. febrúar 1983
hclgarsyrpa
Thor
Vilhjálmsson
skrifar
Ein áhrifamesta kvikmyndin á
hátíöinni hjá okkur í vetur var sú
tyrkneska, Yol eftir Guney. Þaö
fór ekki hjá því að hún vekti
margatil umhugsunar um þetta
land og þjóð og það voðalega
stjórnarfar sem hrjáir þetta fólk,
og styðst náttúrulega við
hindurvitnin fáfræði og fátækt.
Og svo eru fólin sem þar ráða
með okkur í Nató að berjast fyrir
vestrænu frelsi, eins og fyrri
daginn.
Hvað vitum við um Tyrki? Öldum saman
óttaðist íslenska þjóðin ekkert meira en
hundtyrkjann. Að þeir kæmu aftur þessir
voðalegu ræningjar og morðingjar og villu-
trúarhundar sem andskotinn hafði sent
hingað árið 1627; og höfðu með sér héðan á
Gangan stranga í Yol: og hvaðan kom þetta fólk?
HUNDTYRKINN
fjórða hundrað manns sem flestir urðu eftir
í Barbaríinu. Að vísu voru nokkrir leystir
fyrir fé, og komu heim aftur löngu síðar.
Það var gert með samskotum átta árum
síðar um allt ísland.
Aftur snéru því tuttugu og átta konur og
níu karlar; meira en þrjú hundruð urðu
eftir; og má ekki seinna vera en að fara að
leita uppi frændur okkar í Algeirsborg, -
erfiðara að finna frænkurnar eins og frels-
ismálum kynjanna er háttað þar í landi.
Hver veit nema Ben Bella sé kominn út
af þeim sem ræningjar sviptu burt úr Vest-
mannaeyjum, og seldu á torgi í Alsír. Sá
óstýrláti maður sem enn er ófriðlegt kring-
um í útlegðinni í Frakklandi, og skemmst
að minnast þess að lífvörður hans var um
daginn tekinn í karphúsið hjá frönsku lög-
reglunni, þegar Ben Bella brá sér til Sviss
snögga ferð. Liðið hafði ólögleg vopn eins
og allir lífverðir hafa; auk þess voru þar á
meðal einhvenir eftirlýstir glæpamenn, eins og
fara gerir. Ymsir töldu þessa smásmygli
stafa af kurr meðal farandverkamanna úr
Afríku í frönskum verksmiðjum, og
íslömskum undirróðursmönnum sem voru
að róa í þeim réttminnstu að rísa upp.
Ben þessi Bella varð frægur í Alsír-
stríðinu, einn helztur leiðtoganna sem svik-
inn var í hendur Frakka og sat í frönsku
fangelsi, þar til De Gaulle varð að láta
aflæsa hjá honum og færa honum hvíta
skyrtu og bindi, og biðja hann að koma á
samningafundinn í Evian; sem leiddi til
lykta þessarar styrjaldar, og enginn annar
franskur þjóðarleiðtogi þorði að enda en
De Gaulle. Og svo tók Ben Bella við völd-
um í frjálsu Alsír; en var steypt, og gerður
útlægur einhvers staðar í eyðimörk.
En eftir þessa undarlegu ræðu um Ben
Bella í einskonar hugleiðingartangó er ekki
seinna vænna að geta þess hve íslendingar
hafa misvísað hatri sínu öldum saman; því
vafasamt er að kalla þessa hundtyrki tyrk-
neska sem hingað sóttu. Þeir komu ekki
frá Tyrklandi heldur frá Norðurafríku. Að
vísu áttu Tyrkir þá víðlent ríki og víða ítök;
líka þar. Það var æði blendið liðið undir
þeirra merkjum. Líka voru Tyrkir orðnir
mjög blandaðir Aröbum þegar hér kemur
sögu, og fleiri þjóðum, og ríktu um stóran
hluta af sunnanverðri Evrópu, auk þess
sem sjóræningjaríki stóðu í Norðurafríku
og voru í nánum tengslum við Tyrkjaveldi
sem var þá kennt við Ósmanna. Arabar
höfðu lagt undir sig Norðurafríku á sínum
tíma: í sjóræningjabúðunum voru alls kon-
ar reyfarar; sem stundum sáu sér hag í því
að halla sér að Tyrkjaveldi og sækja þaðan
liðstyrk. Einhverjar illskæðustu hersveitir
Tyrkja voru svonefndir Janitsjarar en þær
sveitir voru skipaðar mönnum sem Tyrkir
höfðu rænt börnum í kristnum löndum og
alið upp. Af þeim fór hið versta orð eins og
kemur fram í Reisubók Ólafs Egilssonar
prests frá Ofanleiti í Vestmannaeyjum sem
var rænt ásamt konu sinni og tveim börn-
um, komst heim eftir að hafa hrakizt víða
um land og sjó, og kona hans allnokkru
síðar, - en börnin urðu eftir í Barbaríinu, -
og kannski hefur drengurinn lent í Janits-
jarasveit.
1 Tyrkjafælu sinni segir Magnús Péturs-
son prestur:
Tyrkjar tryggðatrauðir
tapaðir og snauðir,
þá sæki saka nauðir,
svelgi og elgi dauði,
um þá sveimi og í þeim eimi
ógnaloginn rauði
þeir aldrei gegni happi í heimi
hrjáðir víða á hauðri...
Hvaöan eru Tyrkir?
Fyrst er þeirra getið, eða þess nafns um
árið 550 eftir Krist og haft um þjóð sem
steypti veldi Zúan-Zúan í Mongólíu sam-
kvæmt kínverskum heimildum sem hafa
nafni T’u-kúe. Og þjóð þessi hélt um aldir
undirtökunum á þessum slóðum og reis til
menningar sem hefur skilið eftir sig ýmis
merki í rituðu máli, og munu hafa hneigzt
til einhvers konar Búddisma snemma. Ríki
þeirra voru reyndar tvö; Khan-veldi, sem er
einhvers konar keisaradæmi á klassíska
vísu. Einkum hafa fundizt merkar graf-
skriftir sem herma ríkidæmi furst-
anna. Ein verður nefnd hér, frá árinu 731
til að mæra sjólann Kúl- Tegin í Tyrkja-
dæminu eystra, frá höfuðborginni á bökk-
um Orkhonelfu:
Þegar sköpuð voru hið efra himinninn
blár og hið neðra sú hin dökkva jörð voru
þar í millum skaptir mannanna synir. Yfir
mannanna sonu hófu sig forfeður mínir
Búmin Quaghan (khan) og Istámi quag-
han. Drottnar stýrðu þeir og treystu stór-
veldi tyrknesku þjóðarinnar og stofnanir
þess. A fjórum hornum heimsins áttu þeir
urmul óvina; en með herhlaupum bældu
þeir þá undir sig og friðuðu. Þeir knúðu þá
að hneigja höfuð og beygja sín kné.
Letrið sem þjóð þessi notaði framan af
var einhvers konar rúnaletur með þrjátíu
og átta rúnum, og skrifað frá hægri til vinstri
eða að neðan upp eftir, og talið af aram-
eískum uppruna. Á þessum slóðum voru
margar skyldar þjóðir svo sem Kirgísar,
Tartarar, Kasakkar, Úsbekar, Túrk-
mannar, og fleiri sem töluðu ýmsar tungur
skyldar;og ein þeirra ottómannska eða ós-
mannska en sú er nú nefnt tyrkneska og
töluð í samnefndu ríki, nokkuð skotin arab-
ískum og persneskum áhrifum. Mjög hef-
ur verið stefnt að því að hreínsa málið af
arabísku, ekki sízt á dögum Kemal Atatúrks og
ungtyrkjahreyfingar hans, og síðan. Snögg-
ur uppgangur Mongóla undir forystu
Djengis khan sem hófst upp á ofanverðri
tólftu öld (rétt á undan Sturlungum) og arf-
taka hans hrakti Tyrki austur á bóginn; og í
þeim þjóðflutningum reis sá ættflokkur
þeirra sem Ósmannar nefndust eða Ottó-
•mannar yfir hina,- steppubúar og hesta-
menn frá Túrkistan í Litluasíu; og komu sér
upp miklu ríki í Litluasíu og við Miðjarðar-
hafið sem ægði löngum Evrópu þegar linnti
ógn sem stóð af Mongólum. Mongólar
reyndar komnir að hliðum Vínarborgar
með óvígan her nokkru fyrr; en snéru við til
að kjósa khan yfir sig, þegar sá gamli dó.
Ósmannar tóku síðasta virki Austróm-
verska ríkisins, sjálfan Miklagarð, Kon-
stantínópel eða Býzans, árið 1453.
Glefsur um
tyrkneskar bókmenntir
Margar þjóðir skyldar hinum fornu
Tyrkjum eru nú innan Sovétríkjanna og
eiga sínar bókmenntir,- sem nú er farið að
skrá með latnesku letri. Arabískt letur var
lagt niður með Tyrkjum líka, árið 1928, og
hafði verið tíðkað í fimm aldir. Því réð Ke-
mal Atatúrk, eða Mustafa Kemal sem svo
nefndist eftir valdatökuna. Tyrkir áttu bók-
menntir á sínu máli áður en þeir komust
undir arabísk áhrif og persnesk, en þau á-
hrif urðu rík þegar á leið; þótt mál og menn-
ing Tyrkja héldi sérstökum blæ og inntaki.
Höfuðskáld Tyrkja Iunus Emre sem lifði
rétt fram yfir aldamótin 1300 varð tákn and-
ófs gegn persneskum og arabískum áhrif-
um, þótt hann beri mark Islams. Mál hans
er með fornlegum blæ og safaríkt; ljóðrænt
og myndríkt og þrungið dulhyggju. Henrik
Nordbrand sem er nú eitt bezta skáld með
Dönum leitaði á aðrar brautir en jafiialdrar
hans, sigldi mót straumi að Asíuströndum
Tyrklands, og sótti innblástur. Hann hefur
gert fagrar þýðingar á ljóðum þessa tyrk-
neska höfuðskálds á tungu frænda okkar á
beykiströndinni.
Margir kannast við Nasreddin Khoga
(sem þýðir hinn gamli) af kverinu sem kom
út á íslenzku með smásögum af speki
bragðarefsins; ýmsar þessar sögur fóru um
allar jarðir, og finnast afbrigði síðan í
Grikklandi, á Sikiley og í Norður-Afríku og
miklu víðar; fullar af gamansemi sem var
eldskírð á rósturtímum og styrjalda þegar
Ósmannar tókust á við Mongóla, og menn
voru brytjaðir niður í hjörðum.
Þjófur lét greipar sópa um hús Nasredd-
inS. Nasreddin tíndi saman það litla sem
eftir var, og flýtti sér með þær reitur sínar á
eftir þjófnum og lézt ætla að ganga inn í hús
hans. Sá varð mjög undrandi og spurði
hverju sætti. Nasreddin svaraði: Nú vorum
við ekki að skipta um hús?
Á okkar dögum eru þekktastir rithöf-
unda meðal Tyrkja ljóðskáldið Nazim
Hikhmet og Yashar Kemal skáldsagnahöf-
undur sem hefur verið nefndur til Nóbelsv-
erðlauna. Þeir hafa báðir sætt pólitískum
ofsóknum, ritskoðun, fangelsunum og þol-
að útlegð.
Kemal er kunnastur af skáldsögunum
Ince Mchmet, Haukur minn Mehmet, og
Grasið sem deyr ekki.
Nazim Hikhmet stundaði nám í Sovét-
ríkjunum á árunum eftir byltinguna, og
komst undir sterk áhrif frá rússnesku fútúr-
istunum, og jafnvel kúbistum; en orti sig frá
þeim áhrifum að því að túlka baráttu þjóðar
sinnar við ófrelsi og skort. Á þróttmiklu
máli og með vönduðu formi og stjórnvöld
kunnu ekki annað svar en að hneppa hann í
fangelsi og banna Ijóð hans. í heilan áratug
var þetta fremsta skáld Tyrkja í fangelsi,
fram yfir seinni heimstyrjöldina; og lýsir
líðan sinni þar í bréfum og ljóðum til konu
sinnar; hugurinn leitar til hennar í Istanbúl
og segir: Borginni þar sem þú ástin mín
býrð, borginni sem ég ber á bakinu, frá
útlegð til útlegðar, frá fangelsi til fangelsis,
borginni sem ég geymi í hjartanu eins og
hníf, eins og myndina af þér í augum mér.
Ég heyrði Nazim Hikhmet fara með ljóð
sín í skáldahópi í Flórens árið 1962. Það var
í forsal á stóru hóteli í miðju borgarinnar.
Þá var evrópskt skáldaþing haldið þar, um
þrjú hundruð höfundar samankomnir og
ýmsir meðal hinna fremstu álfunnar. Þessi
margreyndi píslarvottur skoðana sinna,
sinnar pólitísku baráttu bar mildan svip,
hærður í vöngum, með Clark Gable skegg
yfir þunnum vörum, hnakkasléttur; og
hvelfdar augabrúnir lágu þétt yfir smáum
dökkum augum með fuglsbliki. Hann vagg-
aði þegar hann þuldi ljóð sín á þessu undar-
lega máli sem ég hafði ekki heyrt áður,
sönglandi þulur sínar með seiðandi hrynj-
andi, og lyfti sér upp á tærnar eins og hann |
langaði til að fara að dansa ljóðið; og þó ég
skildi ekki orð í því fannst mér það einhvern
veginn töfrandi á að hlýða.
Þetta leitaði á hugann þegar ég var með
tyrkneskum útlagahöfundum sem ég var
ásamt á PEN-stjórnarfundi í London í haust
sem leið. Þeir voru tveir saman, gestir hol-
lenska PEN-klúbbsins á þessu þingi, ásamt
túlki sínum ungum menntamanni, Mehmet
Ali að nafni. Þegar ég heyrði þá tala sín á
milli kom aftur upp í hugann þessi eftir-
minnilega stund frá Flórens, töfrarnir.
Annar var sagnaskáld og bjó í Þýzkalandi,
með stórt yfirskegg eins og þeir sem við
sáum í myndinni Yol,stuttur til hnésins og
nokkuð fattur eins og riddari sem er vanur
stórum hestum; hinn lágvaxinn og var lög-
maður búsettur í Stokkhólmi vegna þess að
honum var ekki lengur vært heima fyrir,
marghótað lífláti því að hann var frægur þar
af því að verja skáld sem voru lögsótt af
hinni grimmu hershöfðingjastjórn sem nú
ríkir, og nýlega var sögð í Morgunblaðinu
sífellt auka vinsældir sínar. Enda kom fram
á PEN-fundinum í London að það væri búið
að handtaka eina hundrað og tuttugu rit-
höfunda og blaðamenn, og dæma marga í
fangelsi. Mehmet Ali er gáfaður og há-
menntaður maður úr enskum skólum, með
doktorsgráðu í hagfræði úr London School
of Economics, og lærdómsgráður í fleiri
greinum, bókmenntasinnaður maður.
Hann fræddi mig um menningarsögu
Tyrkja og margvíslega strauma sem koma
saman þar. Við vorum að ganga eftir götu
af fundarstað í kvöldsamkvæmi og blautar
göturnar spegluðu ljósin. Mehmet Ali,
segi ég: geturðu ekki hitt mig á morgun eftir
hádegið þegar fundirnir eru búnir? Svo við
getum talað saman í næði.
Á morgun get ég það ekki. Þá verð ég að
vinna við að ferma og afferma vöruflutn-
ingabíla.
Þegar ég spurði hann hvort hann gæti
ekki fengið neina aðra vinnu með allar
þessar lærdómsgráður og fjölþættu mennt-
un, þá sagði hann: Nei.
Hann sagði mér frá föður sínum Dikand-
er sem væri þekktur rithöfundur, og hefði
verið sendiherra í íran og á Indlandi. En
hann vildi ekki vinna fyrir núverandi vald-
hafa og sagði starfi sínu lausu. Hann er f
fangelsi núna, með krabbamein. Honum
tókst að smygla bréfi þar sem hann segir:
Það má vera að ég sé í fjötrum, en þeim skal
aldrei takast að brjóta mig niður.
Kippt f lið
PS: í síðasta Helgarblaði segir Þorgeir
Þorgeirsson vegna Helgarsyrpu minnar
viku fyrr: „Nýlega birti Thor frændi minn
Vilhjálmsson klausu hér í blaðinu sem
ráðuneytið hefur látið þýðanda sinn útbúa
um Njörð P. Njarðvík til notkunar í menn-
ingarhernaði sínum.“ segir Þorgeir.
Því verð ég að geta þess að ég hef alls ekki
gert því skóna að ráðuneytið beri ábyrgð á
þessum upphafna texta. Ætli þurfi að fara í
Stjórnarráðið til þess að finna rausn og
ímyndunarafl sem h'æfir til að kynna þannig
fjarlægum þjóðum það sem skærast skíni í
íslenzkum skáldskap og leikritun.
f'NÍ