Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 5
Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ig, að einkaaðilar eigi þess kost að veita þjónustu á þessum svið- um til jafns við opinbera aðila. Jafnframt verði opinber útgjöld til þessara málaflokka endur- skoðuð og sú þjónfista, sem rétt og mögulegt er að veita, betur skilgreind“. Lægri skattar - færri opinberir starfsmenn Á bls. 17 í áðurnefndri áætlun kvartar Verslunarráðið undan því hve mikill hluti skatta fer í heilbrigðismál og fræðslumál. Um heilbrigðisútgjöldin er sagt að gera verði „alveg sérstaka kröfu um rekstrarlegt fyrirkomulag þessarar þjónustu og tengja saman eins og unnt er ákvarðanatöku um útgjöld og fjárhagslega ábyrgð“. Þetta þýðir eins og áður ersagt, að eir'ca- aðilar verði með heilbrigðisþjón- ustuna á sínum snærum til að græða á fyrirtækinu - sem þeir sem hafa efni á kaupi þjónustu hjá. Það þýddi að færri gætu notfært sér heilbrigðisþjónustu en nú gera. Þeir sem fengju ekki þessa þjón- ustu, væru hinir efnaminni í landinu. Og þetta þýddi þar af leiðandi að verulega fækkaði í heilbrigðisstéttunum. Kennsla í skólum eftir þörfum markaðarins Við höfum verið að kynnast því af raun hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur sker niður samneyslu, einsog útgjöld borgarinnar til dagvistarstofnana. Enn fremur að þjónusta sem annað hvort hefur verið ókeypis eða seld lágu verði er skyndilega seld eftir lögmálum „hins frjálsa markaðar“. Þannig er t.d. allt í einu farið að taka gjald fyrir börn á gæsluvöllum borgarinnar og einnig er skyndi- lega búið að hækka áskriftagjöld barna að bókasöfnum. í þessu felst „leiftursóknin" þó í fljótu bragði virðist ekki mikið mál hverju sinni. Að öllu samanlögðu þýðir þetta mikið áfall fyrir láglaunafjöl- skyldur. Allt skal gert að bísniss. Á bls. 17 segir: „Fræðslumálin eru annar stærsti útgjaldaflokkurinn. Á þessu sviði hafa einkaaðilar sýnt að þeir hafa hlutverki að gegna og ætti að auka hlutdeild einka- skóla í menntakerfinu eins og kostur er. Skólar á vegum ein- staklinga, fyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu eru líklegir til að tengja betur það nám sem í boði er á hverjum tíma þörfum atvinnulífsins í landinu.“ Þess er að sjálfsögðu ekki getið að verslunarskólar hérna og víða erlendis lenda yfirleitt fljótlega á ríkisspenann og eru oftsinnis kost- aðir alfarið af ríkinu. Leggja niður Lána- sjóð námsmanna í þessu barbaríi verslunarinnar er ekki pláss fyrir jafnrétti til náms. Reiknað er með að í tvö þúsund miljóna niðurskurði ríkisútgjalda á þessu ári verði Lánasjóður ís- lenskra námsmanna skorinn niður (áfjárlögum 1983). Undirhnífnum viðskiptajöfranna lenda í því tilfelli 226,943 miljónir. Niður með bændur! Það er undarleg tíska í Reykja- vík um þessar mundir og trúlega ættað frá innrætingarverksmiðjum frjálshyggjunnar, að gera lands- byggðina tortryggilega, bændur og fólk almennt úti á landsbyggðinni. Sagt hefur verið frá hallærislegri „skoðanakönnun" í Reykjavík, þarsem atkvæðaseðli fylgir áróður þeirra sem standa fyrir könnun- inni. Margir þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni um „Varið Land“ eru líka í þessu stússi sem gengur út á það að velflestir þing- menn löggjafarsamkomunnar eigi að vera úr Reykjavík og nágrenni. Þetta sjónarmið er oftsinnis var- ið einsog fólk á landsbyggðinni hefði gerst sekt um galdra með því að gætt hefur verið landsbyggðar- sjónarmiða á þinginu. Formaður Verslunarráðs íslands undirstrik- aði þetta sjónarmið í setningar- ræðu sinni á Viðskiptaþingi 1983 með eftirfarandi orðum: „Þó er jöfnun kosningaréttar ekki aðeins sjálfsagt réttlætismál heldur einnig mikilvægt baráttumál þeirra sem vilja heilbrigðan markaðsbúskap“. Og þegar stefnuskrá þeirra er grannt skoðuð, kemur í ljós að landsbyggðin skipar ekki háan sess í framtíðarsýn íslensku viðskipta- jöfranna. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða viðhorf Verslunarráðið hef- ur til niðurgreiðslna og útflutnings- bóta. Hvort tveggj a skal leggj a nið- ur. „Heildsölu og smásöluverð landbúnaðarafurða verði gefið frjálst" (bls. 35). Á fjárlögum yfir- standandi árs þýddi það niður- skurð uppá samtals 470 miljónir. Auk þess vilja þeir skera niður hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins (20.828), Framleiðnisjóð landbún- aðarins (750 þúsund), Búnaðar- banka íslands, veðdeild (250 þús- und). Þá verður Byggðasjóður skorinn niður um 69 miljónir 825 þúsund og Lánasjóður sveitarfé- laga um 5 miljónir og 510 þúsund, sem hlýtur að koma einnig niður á bændum sem og öðru fólki á lands- byggðinni. Þá má geta þess að „Fyrir búfé sem gengur sjálfala á afréttar- löndum sem ekki eru eignarhlutar bújarða komi sérstakt beitargjald á árinu 1984, sem eigendur greiði í hlutfalli við fjölda búfjár á fjalli. Gjald fyrir hross skal vera 5 sinnum hærra en fyrir sauðkind", segir á bls. 39 í Frá orðum til athafna Verslunarráðs íslands. Niðurgreiðslur og útflutnings- bætur eiga að falla niður. Það stór- hækkar verð landbúnaðarafurða innanlands. Sama gildir um nýtt beitargjald. Ekkert af þessum verðhækkunum fengju launþegar bætt í kaupi, þarsem ein aðal tillaga Verslunarráðsins gengur út á að vísitölubætur á laun verði felldar niður! Enga samvinnu í dreifbýlinu Engu er líkara en þeir viðskipta- jöfrar vilji leggja niður búsetu á landsbyggðinni því afleiðing af efnahagsráðstöfunum þeirra gæti alveg eins orðið sú. Er það máske það sem þeir vilja? Á bls. 39 í áðurnefndum bæk- lingi segir: „Sveitarfélögum verði bannað með lögum að eiga eða taka þátt í áhættusömum atvinnurekstri. Sveitarfélög verða þar með skuldbundin að selja útgerðar- fyrirtæki sín og fiskvinnslu- stöðvar til einkaaðila. Frestur til að ganga frá sölu þessara fyrir- tækja renni út í árslok 1985. Ef sveitarfélög vilja örva atvinnu- rekstur, verður að lækka skatta til sveitarfélagsins á fyrirtæki." Þessu til viðbótar má minnast þess sem áður hefur verið sagt um niðurskurð sjóða einsog Byggða- sjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. Eins ættu menn að átta sig á því, að niðurskurður í opinbera geiran- um hlýtur að koma jafnt niður á landsbyggðarfólki einsog þéttbýlis - í liðum einsog þeim, þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði endur- ráðið í þau störf í A-hluta fjárlaga sem losna á árinu 1983 (niður- skurður áætlaður 134 miljónir og 600 þúsund). Eins má geta þess að sjóðir einsog Iðnlánasjóður og Fé- lagsheimilasjóður verða skornir niður við endurskoðun fjárlag- anna, sá fyrrnefndu um 625 þúsund og Félagsheimilasjóður um 10 milj- ónir 352 þúsund. Þetta hefði ekki lítið að segja fyrir búsetu á lands- byggðinni. Það er margt í þessari leiftursókn gegn lífskjörum almennings, sem launþegasamtökin hljóta að berj- ast harkalega gegn. Þarna eru til- lögur (í ætt við þær frá Vilmundi Gylfasyni) um stéttarfélög á vinnu- stöðum og bindandi kjarasamn- inga á vinnustöðunum, verulegar takmarkanir á verkfallsréttindum, að ekki skuli minnst á þá tillögu að verðtrygging á launum verði bönn- uð með öllu. Lagt er til að „Á árinu 1984 verði afnumin öll félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk“. Hér er trúlega átt við fæðingarorlof og ýmis réttindi sem launþegasamtökin hafa skilað í höfn með baráttu sinni m.a. með milligöngu ríkisins. í samræmi við þetta leggja þeir viðskiptajöfrarnir til að félagslegar íbúðabyggingar leggist af. í niðurskurðaráætlun ársins 1983 er lagt til að Bygging- asjóður ríkisins verði skorinn niður um 141 miljón 514 þúsund og Byggingasjóður verkamanna um 158 miljónir og 50 þúsund. Þessir sjóðir sjá annars vegar um hús- næðislán Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og hins vegar um byggingu verkamannabústaða. Muna má um minna. Þessi niðurskurður kæmi að sjálfsögðu einnig niður á þeim sem ella hefðu unnið við byggingar húsnæðisins t.d. niður á iðnaðar- mönnum. Atvinnuleysi skiptir engu máli Hugsanlegt atvinnuleysi virðist ekkert hrella þessa menn. Það er allt réttlætanlegt ef verðbólgan næst niður um nokkur prósentu- stig. Enda er sagt (bls. 9): „Helstu viðskiptaþjóðir okkar hafa sýnt mun betri árangur en við í því að leysa þau efnahagsvandamál, sem leiða til verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika". Þessu til staðfest- ingar er svo birt tafla um verðbólgu í helstu viðskiptalöndum okkar sem sýnir að Bretar og Bandaríkja- menn hafi náð árangri í baráttunni við verðbólgudia. En að það sé birt tafla með tölum um atvinnuleysi í sömu löndum? Nei, {»í er ekki að heilsa. Hins vegar brá Morgun- blaðið skjótt við og birti töflurnar um verðbólguna - í viðurkenning- arskyni. Svarið er stóriðja, stóriðja, stóriðja Verslunarráðinu er nú ekki alls varnað í atvinnumálum, því þeir sjá fyrir sér hálfa þjóðina í vinnu fyrir stórverksmiðjurnar, sem út- lendingar reisa hér fyrir lítið. Þann- ig mega opinberir starfsmenn glöggt vita hvar þeir vinna í fram- tíðinni: • „Hraði framkvæmda skal taka mið af atvinnuþörf landsmanna, bæði þess nýja vinnuafls, sem bætist á vinnumarkaðinn á næstu áratugum og þess dulda atvinnuleysis, sem þrífst vegna útþenslu hins opinbera og óarð- bærrar atvinnuuppbyggingar í sjávarútvegi á vissum svæðum og í landbúnaði. Ný og arðbær atvinnutækifæri geta þar bæði losað mannafla og fjármagn, sem gefa þjóðarheildinni meiri arð og bæta lífskjör í landinu." Sagt er að hraði við orkufram- kvæmdir skuli miðast við væntan- lega orkukaupendur. Þeir eru kall- aðir „stórkaupendur“ í plöggum þessum. „Gert er ráð fyrir því að erlendir aðilar geti reist og rekið hér stóriðju án skilyrða um meiri- hlutaaðild íslendinga“. Reyndar er þess getið að: „ís- lenska ríkið hætti að leggja fram fé skattborgaranna í áhætturekstur. Hlutabréfaeign í núverandi iðnfyr- irtækjum verði seld einstaklingum á almennum markaði". Þetta er og í samræmi við stefnuna gagnvart sveitarfélögum sem ekki mega taka þátt í atvinnurekstri. Ekki er að sökum að spyrja um viðskiptin við erlenda aðilja, þeir vilja fá Jóhannes Nordal og félaga til að sjá um þetta á ný og meira til. Á bls. 37 í þessari raunverulegu stefnuskrá fyrir næstu kosningar segir svo: „Erlendir aðilar boðnir velkomnir“ • „Orkusala í tengslum við stór- iðju og samningar við erlend og > innlend fyrirtæki verði í höndum sérstakrar stóriðjunefndar. ís- land verði auglýst á erlendum vettvangi sem land fjárfesting- artækifæra, þar sem erlendir aðilar eru boðnir velkomnir til arðbærs samstarfs við innlenda aðila. • Til að bæta fyrir seinagang verði sérstakt kapp lagt á að afla samninga um sölu á orku frá Blönduvirkjun annað hvort með stóriðju á Norðurlandi í huga eða stækkun þeirra iðjuvera sem fyrir eru í landinu. • Því verði haldið opnu, þegar fram í sækir, að sá auður, sem orkulindir okkar skapa, verði notaður til að kaupa erlendar fjárfestingar í stóriðju. Fjár- magnsskortur, ónóg tækniþekk- ing og reynsluleysi í mark- aðsmálum standa enn í vegi fyrir „íslenskri“ stóriðju, enda ó- nauðsynleg áhætta á þessu stigi.“ Bogesen til liðs við auðhringa Trúlega er meir að segja Versl- unarráðsmönnum ljóst, að ef til þessa kæmi er líklegt að auðhringar gleypi á sögulegu augabragði allt efnahagslíf í landinu. Og þá gleymist sá sem síst skyldi í öllu frelsistalinu, nefnilega einstakling- urinn sem á undir högg að sækja. Verslunarráðið sér við þessum vandkvæðum og stingur upp á því að einstaklingar fái að reisa rafork- uver, selja orku inn á veitukerfið og „afla orkusölusamninga“. Svona einsog í framhjáhlaupi er lagt til að Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun verði lagðar niður (bls. 37); • „Einstaklingum verði gefinn kostur á að reisa og reka raforkuver og selja orku annað- hvort beint til stórkaupcnda eða i inn á veitukerflð. Opinberum ' fyrirtækjum, sem reka raforku- j ver, verði breytt í hlutafélög, en síðan verði hlutabréf þeirra sett í sölu á almennum markaði. Þessi háttur verði einnig hafður áljár- mögnun nýrra virkjana. Slík hlutabréf gætu komið í stað ríkisskuldabréfa. • Einstakiingum verði gefin kost- ur á að afla orkusölusamninga. • Hlutafé í nýjum stóriðjuverum verði boðið út á almennum inn- lendum markaði. • Erlendum fyrirtækjum verði frjálst að eiga meirihluta í inn- lendum fyrirtækjum, enda verði þeim sett almenn takmörk að eiga hér tilteknar tegundir eigna eða réttinda.“ 7. maí verður gaddavélin sett af stað Áætlun þessari fylgir „tímaröð aðgerða“. Gerir Verslunarráðið ráð fyrir að ný ríkisstjórn taki við í' lok apríl - og á hún að kynna þann 7. maí aðgerðirnar og að niður- skurður ríkisútgjalda taki gildi. Sama dag byrjar gaddavélin að snúast gagnvart almenningi; vísi- tölubinding launa afnumin, tollaf- greiðslugjald fellt niður, nýr grunnur fyrir vísitölu framfærslu- kostnaðar tekinn upp miðað við 1. febrúar 1983, frjáls verðmyndun tekur gildi, ný stóriðjunefnd tekur til starfa og fleira gott á að gerast þann dag. 1. júní verða svo niður- greiðslur afnumdar og gengur svo á allt til 1. júní 1984. Og máske er ártalið 1984 einmitt táknrænt fyrir hugmyndafræðina (skáldsaga Orw- .ells). Erum við hundar? Á Viðskiptaþingi flutti Matthías Johannesen erindi sem hann nefndi Athafnaskáld. Harris lá- varður flutti þar erindi sem hann nefndi Samkeppni í atvinnulífi og stjórnmálum. Harris er sagður vera einn af frumkvöðlum efna- hagsstefnu Tatchers í Bretlandi og Morgunblaðið hefur mikið látið með manninn í tilefni Viðskipta- þings. 1 útvarpinu í sl. viku var viðtal við Harris þennan. Hann var spurður um andstöðu nokkurra ráðherra við því, að taka fleiri þætti heilsugæslu ög menntunar undan ríki og afhenda einkaaðiljum. Við þessari spurningu hafði Harris lá- varður það svar, að auðveldara væri að gefa hundi bein heldur en ná því af honum. Ég og þú.lesandi góður, erum hundar í þessu dæmi. Sami lávarður Viðskiptaþingsins heldur því fram, að stjórnmál þurfi að lúta sömu lögmálum og efna- hagslífið. í sjónvarpsviðtali var hann spurður um það hvort hann væri að segja lýðræðinu einsog við þekktum það stríð á hendur. Hann var ekki fjarri því í svari sínu og sagði - að þó stjórnmálalýðræði væri nauðsynlegt þá væri það „truflandi starfsemi sem oft er til trafala“. Það er löng leið frá borgara- legum húmanisma til hins „snögga átaks“ íslenskra viðskiptajöfra 1983. Oft hefur manni fundist lítill veigur í slagorðum sem Alþýðu- bandalagið hefur verið að taka upp um Einingu um íslenska leið - og fleira þess háttar. En þegar staðið er andspænis hugmyndaheimi eins- og þeim sem forstjórar íslands ætla að bjóða uppá, þá öðlast slík slagorð dýpri merkingu og fá raun- hæft inntak. -óg „Með auglýsingum séu erlendir aðilar boðnir velkomnir til arðbærs sam- starfs við innlenda aðila....“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.