Þjóðviljinn - 26.02.1983, Side 24

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Side 24
/ 4O(,*£ k /■?£ - .*>C njiíji: 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 notað 09 nýtt Bandalag Gunnars og Geirs: Mesta snilldarskák stjórnmála- sögunnar Ég hefi lengi verið mjög hissa á því hve barnalegir, skammsýnir og fáfróðir þeir menn eru sem af meðfæddri svínsnáttúru og gægjustrákaónáttúru eru að burðast við að gægjast undir pils- faldinn hjá pólitíkinni. Það er engu líkara en þeir falli í öngvit yfir því sem þeir sjá og finna og tala þeir svo tómt rugl uppfrá því. Mér finnst þetta sérstaklega áberandi þegar kemur að ámátt- legum, vesælum og óviðeigandi útskýringum á því sem gerist í mínum gamla og góða flokki, Sj álfstæðisflokknum. Allskonar kommar, framsókn- armenn og framsóknarkratar hafa nú um alllangt skeið velt vöngum fyrir svokallaðri sundr- ungu í Sjálfstæðisflokknum. Geirsmenn og Gunnarsmenn berast á banaspjótum, segja þeir. Rennur blóð eftir slóð. Og Al- bertsliðið stendur álengdar og glottir herfilega. Og hinn al- menni flokksmaður grætur í hljóði á andvökunóttum þá horfna daga þegar Ólafur bóndi Thors sneri niður hvern sundr- ungarbola og blés ekki úr nös. Allt er þetta byggt á misskiln- ingi eins og nærri má geta. Nema eitt er að nokkru leyti rétt, og það er það, að óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa vissu- lega verið stúrnir á svipinn stund- um, einkum þeir sem ekki er gef- in andleg spektin. Gambítur Það er nú kannski ekki nema von, þvf að hér er í raun og sann- leika ekki um sundrung að ræða heldur hina glæsilegustu leik- fléttu sem um getur í sögu ís- lenskra stjórnmála og þótt víðar væri leitað. Þetta er gambítur. Hann bygg- ist á því að drottningunni (það er að segja flokkseiningunni) er fórnað - í þykjustunni að minnsta kosti - til þess að andstæðingarn- ir, hin bleikálótta framsóknar- kra.takommameri, haldi að henni séu allir vegir færir og stökkvi hún svo út í hvaða ófærð sem vera skal. Þetta hefur tekist vonum framar. Sjáum nú til. Fyrir þrem árum fór Gunnar Thoroddsen í stjórn, en Geirs- menn urðu eftir. Það með voru að minnsta kosti tvær flugur slegnar í einu höggi. Gunnar batt hendur kommaliðsins og svín- beygði þá í allskonar vísitöluafs- lætti, friðaði okkar kæra varnar- lið fyrir frekjulátunum í þeim og gerði framsóknarbændakurfum þann óleik að afhenda þeim sjáv- arútvegsmálin svo þeir gætu orð- ið sér nógu rækilega til skammar. Hlutverk Geirs Á meðan stjórnaði Geir stjórn- arandstöðunni. Naut hann alls þess góðs sem hafa má af þeirri stöðu - benti á þversagnir hjá stjórnarflokkun- um og undirbjó í félagi við Versl- unarráðið og annað alvörufólk alminnilega stefnuskrá handa nýrri stjórn. Um leið gætti hann þess, að Alþýðuflokkurinn væri litli bróðir í stjórnarandstöðunni og nyti því einskis góðs af henni, því að allir mundu gleyma honum í þeim hrikalegu tíðindum sem það sýndust vera að Sjálfstæðis- flokkurinn splundraðist. Gekk þetta allt eftir. Sterk staða Með þessu móti undurbjuggu foringjar mínir, skarpir menn og verður aldrei bumbult í lífsins ólgusjó, mikla sókn inn á at- kvæðalendurnar. Eins og skoðanakannanir sýndu var það óskastaða flokksins að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, þar með var einkar hátt til lofts og vítt til veggja í flokknum og allir máttu skynja að hann var ómiss- andi í hvaða Kompaníi sem væri!” Ekki er langt síðan að flokkurinn var kominn með hreinan meiri- hluta í skoðanakönnunum og lífs- gleðin blasti oss við. Einn er eftir Eina strikið í þennan reikning er útskryppið úr Alþýðuflokkn- um, hann Vilmundur. Hann hef- ur í öllu sínu ráðleysi rambað á það að stela helstu baráttumálum okkar sannra íslendinga, Sjálf- stæðismanna og Markaðsvina - og hrærir þeim saman við þann galdur sem við getum ekki sungið fyrir aldurs sakir og virðuleika - en sá galdur er nýjabrumsþulan. Þetta hefur nokkuð skert okkar meirihlutamöguleika - en víst er, að afbragðsmenn eins og Gunnar og Geir munu kunna ráð við þess- ari uppákomu. Ég fyrir mína parta vil gera það að íhuguna- refni, hvort ekki eigi að reyna að koma því inn hjá fólki að Vil- mundur sé laumukommi. Það er að vísu erfitt verk - en vilji er allt sem þarf, ekki síst þegar svart- nætti ringulreiðarinnar hefur sest að í hugarfylgsnum mörlandans eftir óviðjafnanlega fagra og snjalla gambítleiki Gunnars og Geirs - sem eru hverjum Njáli vitrari þegar saman er lagt. sunnudagskrossaátan Nr. 360 J 2 3 v— 5* (p 7 T~ 52 10 II i2 >3 u j4 T~ JU V /3 (, ip- * V n T~ >8 3 13 2 9 )2 2o iu i 5? JT~ )+ JZ V 22 w~ . 9 W~ V' V * u ¥■ / xs 5 II XI (p 2S 9 52 2 /9 * 52 9- w~ Jir V 7<r « 52 2 V~ n 52 13 T~ / 52 *F U % '1 Z~ / rV" V 2 3 7T ii r y 1 X /9 1 b )2 T~ \3 2f> rsr Y 2‘s /9 V U 24 /3 V T~ J(r )2 2/ X é> J // > V 21 é T~ <r 13 2.) 3 $2 H )2 Xo /3 5? J /y l* 52 T~ 21 $ 'V 52 /4 J2 n- Xl 52 )3 T~ j w u 2 W~ // 12 T 2.1 i. V V ¥ (o 52 29 2 /9 /3 2* 30 2 ti~ /2 u v^2/ z 22 52 2 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ BMnmr.a/ íbm Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á fuglategund af andaætt. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 360“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 3 2 2! 15 12 T 12 (e Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem „ tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Dregið hefur verið úr lausnum . fyrir krossgátu nr. 256. Verð- launin fær Ingibjörg Ingimars- dóttir, Langholtsvegi 3, Reykja- i vík. Verðlaunin eru skáldsagan Daníelsbók eftir Sven Delblanc. Verðlaunin að þessu sinni eru hljómplata, Lífsjátning Guð- mundu Elíasdóttur - úrval úr upptökum frá tónlistarferli söng- konunnar. MpuHumji Verðlaunin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.