Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983
Hundrað dagar A ndropofs
Hinn nýi leiðtogi
Kommúnistaflokksins
sovéska, Andropof, hefurenn
ekki bryddað upp á neinum
verulegum nýmælum - en
hann hefur skipt um áherslur
á nokkrum sviðum frá því sem
gerðist í tíð fyrirrennara hans
Brésfnéfs.
Þessi er niðurstaða sovéska
sagnfræðingsins Rojs Médvédéfs
í grein, sem nýlega birtist í Dag-
ens nyheter. Médvédéf hefur
árum saman verið gagnrýninn
höfundur bóka og greina um sögu
Sovétríkjanna og boðberi endur-
bóta í lýðræðisátt. Hann er ólíkur
flestum öðrum sovéskum andófs-
mönnum að því Ieyti að hann tel-
ur sig sósíalista. Ekkert hefur ver-
ið birt eftir Médvédéf í heima-
landi hans í 20 ár, og nýlega hefur
honum verið hótað fangelsi ef
hann hætti ekki að skrifa í erlend
blöð. Hér fer á eftir samantekt úr
grein Rojs Médvédéfs.
Ekki strax
Médvédéf hefur máls á því, að
fyrstu hundrað dagana eftir að
Andropof tók við af Brésjnéf hafi
engar meiriháttar breytingar
gerst. Leiðtogaskipti í Sovétríkj-
unum hafi venjulega í för með sér
meiriháttar breytingar, en þær
gerist ekki fyrr en að nokkrum
tíma liðnum. Þegar nýr forseti
tekur við í Frakklandi eða
Bandaríkjunum er skipt um alla
ráðherra að sjálfsögðu og marga
embættismenn. í einsflokkskerfi
eins og í Sovétríkjunum gerist
ekkert þessháttar: nýr leiðtogi
tekur ekki bara við því almennu
þjóðfélagsástandi sem fyrirrenn-
ari hans skilur eftir, heldur og
öllu stjórnkerfi hans. Og það fór
og sem búast mátti við, að And-
ropof sá enga ástæðu til að bera
Júrí Andropof
fram áætlun um nýja „stjórnar-
stefnu“. Hann lýsti í ræðum yfir
því að hann héldi áfram að fram-
fylgja þeim ákvörðunum sem
miðstjórn flokksins hefur tekið á
síðari árum - en lét að því liggja í
leiðinni, að það yrði gert af meiri
krafti en á seinni árum Brésjnéfs.
Eldflaugar
og Kfna
Roj Médvédéf telur, að að því
er varðar utanríkismál hafi Júrí
Andropof mestar áhyggjur af
meðaldrægum kjarnorkueld-
flaugum bandarískum, sem á-
formað er að koma fyrir í Vest-
ur-Evrópu. Hann segir um þetta
mál: „Andropof hefur boriðfram
ýmsar nýjar tillögur um „Evrópu-
eldflaugarnar". Tillögurnar eru
þýðingarmikil skref í átt til mál-
amiðlunar. í þessum efnum er
ekki hægt að slá neinu á frest, því
það er einmitt á því ári sem nú er
að líða að menn verða að gera
það upp við sig hvort Sovétríkin
og Bandaríkin eigi að byrja á
nýrri lotu í vígbúnaðarkapp-
hlaupinu, enn hættulegri og
kostnaðarsamari en næstliðin
lota var“.
Médvédéf telur að Andropof
og hans menn munu leggja næst-
mesta áherslu á að bæta sam-
búðina við Kínverja, en fer ekki
nánar út í þá sálma.
Agaherferð
Innanlands þarf Andropof að
reyna að hressa upp á þjóðarbú-
skapinn, segir Médvédéf, en býst
ekki við að hann bryddi upp á
meiriháttar breytingum á næst-
unni. Miklu líklegra sé að tjminn
verði á næstunni notaður til að
brydda upp á tilraunum í smáum
stíl og til að gera ýmsar rannsókn-
ir. Andropof hefur ekki enn
boðið upp á neinar nýjar lausnir í
efnahagsmálum, en hann hefur
byrjað mikla herferð sem á að
herða á aga á vinnustöðvum og í
stjórnsýslu. Þessi herferð er það
sem mestan svip setur á sovésk
dagblöð um þessar mundir.
Médvédéf lætur þess getið í
þessu samhengi, að á stjórnarár-
um Brésjnéfs hafi aga og skipu-
lagningu hnignað - bæði í fram-
leiðslugreinum og í stjórnsýslu.
Allskonar hangs og óráðsía hefur
leitt til þess, að herferð til að
herða á aga nýtur allalmenns
stuðnings. En því miður, segir
Médvédéf, hefur herferðin tekið
á sig myndir sem eru ekki síst
fallnar til að hræða fólk í stað
þess að vinna almenning á sitt
band. Hann nefnir til dæmis, að
nú fara lögreglumenn og sjálf-
boðasveitir um verslanir, í
biðraðir hér og þar, í kvikmynda-
hús, og heimta af mönnum skil-
ríki - til að ganga úr skugga um
hvort viðkomandi sé í „sínum
tíma“ eða að skrópa úr vinnunni.
Og teknar hafa verið upp harðar
refsingar gegn agabrotum.
Bitnar á
hverjum?
Þetta eftirlit, segir Roj Médvé-
déf, er að því leyti óréttlátt, að
það kemur hart niður á vakta-
vinnumönnum og svo mörgum
konum, sem hafa ekki tök á að
leysa praktísk vandamál fjöl-
skyldunnar og kaupa í matinn
nema það komi að einhverju leyti
niður á vinnuaganum. Það er
ekki venjulegu fólki að kenna, að
verslanir og þjónustufýrirtæki
starfa svo illa sem raun ber vitni
og að það er mikill skortur á ýms-
um nauðsynjavarningi. Það er
heldur ekki verkamönnum að
kenna, að á mörgum vinnu-
stöðvum er svo illa haldið á verk-
stjórn og aðföngum að það er
meiningarlaust að mæta á réttum
tíma í vinnu - það er ekki hægt að
byrja á neinu fyrr en eftir einn
eða tvo tíma.
Barátta gegn
mútuþægni
Þá hefur Andropof sett á dag-
skrá að berjast við almennt út-
breidda mútuþægni og spillingu
meðal embættismanna, hátt sem
lágt seftra. Médvédéf getur þess
til dæmis, að ættingjar manna
eins og Brésjnéfs, Kirilenkos
flokksritara, Sjtolokofs innanrík-
isráðherra og fleiri hafi verið
viðriðnir ýmisleg skuggaleg mál.
Almenningur er langþreyttur á
hinni útbreiddu mútuþægni, en
Médvédéf telur, að háttsettir
embættismenn séu ekki alltof
hrifnir af því að sum þessara
hneykslismála komast í blöðin og
gjaldi þeir aðeins varaþjónustu
þessum þætti í stjórnsýslu And-
ropofs.
Médvédéf gerir einnig að um-
ræðuefni nokkur mannaskipti f
æðstu stjórn flokks og ríkis, sem
ekki verða í bili dregnar sérstakar
ályktanir af enn sem komið er.
Hann lýkur máli sínu á þá leið, að
Andropof sé meiri starfsmaður
en Brésnjéf, praktískari, og
miklu fáorðari, Eitt einkenni á
starfsstíl hans sé það, að sovésk
blöð séu gagnrýnni en í tíð Brésj-
néfs í skrifum sínum um efna-
hagsmál.
áb tók saman.
r itstjórnargrei n
sér vara gagnvart frjálshyggju-
hjali af því tagi sem predikað er
þarna yst frá hægri. Innlendur
framleiðsluiðnaður gæti t.d. átt
mjög í vök að verjast gegn frels-
inu mikla.
Hœttulegt
innlendri
framleiðslu
Það sem boðað er í hinu
„snögga átaki” er nefnilega veru-
leg minnkun kaupmáttar, bæði til
að lækka verðbólguna og einnig
til að draga úr innflutningi. En á
það er aldrei minnst, að þessi
minnkun kaupmáttar getur einn-
ig orðið til þess, að draga úr eftir-
spurn eftir innlendum vörum,
einkum iðnaðarvöru ýmiskonar.
Og það er öllum ljóst að við því
má iðnaðurinn engan veginn. í
þessu sambandi má taka hús-
gagnaiðnaðinn sem dæmi. Á því
getur enginn vafi leikið, að til-
lögur Verslunarráðsins, væri
þeim komið í framkvæmd,
myndu leggja húsgagnaiðnaðinn
gjörsamlega í rúst. Það myndi
nefnilega gerast samtímis, að
kaupmáttur rýrnaði og að inn-
flytjendum yrði gert auðveldara
að ícoma vöru sinni á markað hér-
lendis.
Varðandi það að gera innflytj-
endum auðveldara fyrir má vísa
til ræðu sem Einar Birnir, fyrrum
formaður Félags íslenskra stór-
kaupmanna, flutti á Viðskipta-
þingi. En þar biður hann m.a. um
„hagræðingaraðgerðir í innflutn-
ingsmálum, þar með talið tollkrít
og afnám bankastimplunar inn-
flutningsskjala”, svo dæmi séu
tekin. En kjarni málsins er þó sá,
að það er engan veginn víst að
Frá orðum Verslunar-
ráðs til athafna
Sjálfstæðisflokksins
Frá orðum
til athafna
Ljóst er að við íslendingar
eyðum meira en við öflum um
þessar mundir, og það svo að til
vandræða horfir ef ekki verður að
gert. Bráðabirgðatölur benda til
þess að halli á viðskiptajöfnuði
hafi orðið um 3.500 miljónir
króna á árinu 1982, sem mun vera
nálægt 11% af þjóðarfram-
leiðslu. Annað vandamál, sem
við er að glíma um þessar mundir
(og hefur verið svo lengi sem
menn muna) er verðbólgan.
Það er andspænis þessum
staðreyndum sem frelsishetjurn-
ar í Verslunarraði hafa sett fram
nýjar leiftursóknarhugmyndir,
sem nú heita að vísu „snöggt á-
tak”, og eiga á pappírnum að
þýða, að verðbólgan og við-
skiptahallinn skuli niður færð í
einum rykk.
Ekki skal það útilokað, að
heldur gæti ræst úr, hvað þessa
hluti áhrærir ef farið yrði að
ráðum Verslunarráðsins, þó er
það engan veginn víst. Hitt er síð-
an deginum ljósara, að lífskjör
myndu skerðast stórlega í hinu
„snögga átaki” og atvinnuleysi
stórfellt hefja innreið sína í ís-
lenskt þjóðlíf. Fyrir svo utan alla
búseturöskunina, sem af öllu
myndi leiða.
á þá stórfelldu hættu, sem felst í
tillögum Verslunarráðsins fyrir
allt það, sem við getum kallað
eðlilegt líf í þessu landi okkar. Og
það er sérstök ástæða til að hafa á
sér andvara þegar maðurinn, sem
verður í efsta sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í næstu kosning-
um er farinn að tala fjálglega um
að nú skuli stefnt „frá orðum til
athafna”. Það er full ástæða til að
óttast það, að ætlunin sé að feta
veginn frá „orðum” Verslunar-
ráðsins til „athafna” Sjálfstæðis-
flokksins, fái sá flokkur til þess
afl og styrk.
En það eru ekki aðeins
launþegar, sem þurfa að hafa á
Það er ástæða tjl að benda'fólki Tillögur Verslunarráðsins eru árás á launafólk og stórlega hættulegar innlendri framleiðslu.
Engilbert
Guðmundsson
skrifar
kjaraskerðing verði til hagsbóta
fyrir innlendan framleiðsluiðnað.
Minni eftirspurn gæti hæglega
vegið upp þann ábata, sem fyrir-
tækjunum þannig áskotnaðist.
Kaupum á
okkur
kjaraskerðingu
Það er umhugsunarvert fyrir
launþega, að ein aðal ástæðan
fyrir kröfum um kjaraskerðingu
er sú að þjóðin eyðir meiri gjald-
eyri en hún aflar. Markaðs-
hyggjumenn segja sem svo: Það
verður að draga úr kaupmætti. Þá
kaupir almenningur minna af er-
lendum varningi og þá dregur úr
innflutningi. (Að vísu er þetta
ekki nema hluti dæmisins, en þó
sá sem snýr beint að almenningi.)
Við erum semsé að kaupa á okk-
ur kjaraskerðingu með því að
kaupa erlendar vörur þegar við
gætum oft alveg eins keypt ís-
lenskar.
Það hlýtur að vera hlutverk
vinstri manna að benda á leiðir til
að draga úr innflutningi án þess
að skerða kjörin verulega.
Leiðir, sem ekki eru beint höft,
en skila okkur þó svipuðum ár-
angri. Þessar leiðir eru til og á
þær þarf að benda, sem svar
þeirra sem vilja halda þessu landi
byggilegu gegn þeim landauðnar-
boðskap, sem Verslunarráðið og
Sjálfstæðisflokkurinn boða okk-
ur þessa dagana undir kjörorðinu
„frá orðum til athafna“.
eng.
■Bimwai MfffiiiHwwBiwarnriBwwiii