Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 32
UÚÐVIUINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257, Laugardaga kl, 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 , Bandarískir fiskkaupendur loka á hvalveiðiþjóðir _ Stórum fisksölusamningi við Norðmenn sagt upp „Alþingi tók rétta afstöðu út frá þjóðarhagsmunum”, segir Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH Bandaríska veitingahúsakeðjan „Long John Silver“ hefur ákveðið að afturkalla kaup á frystum þorski frá einum stærsta fiskframleiðanda í Noregi „Frionor“ að upphæð 5 miljón bandaríkjadollara. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að Norðmenn hafa ákveðið að mótmæla samþykkt Al- þjóða hvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum, og eins vegna þess að norskir hvalfangarar nota svonefndan kaldan skutul við hvalveiðar. „Þessar fréttir staðfesta mat okk- ar manna í Bandaríkjunum og aðvörunarorð okkar iim hvað gæti af hlotist ef við hér heima myndum mótmæla hvalveiðibanninu", sagði Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Dótturfyrirtæki sölumiðstöðvar- innar í Bandaríkjunum Coldwater selur meginhluta framleiðslu sinn- ar til fisksöluhringsins „Long John Silver“, og nam söluverðmætið á síðasta ári rúmum 30 miljón doll- urum. Aðeins fyrstu aðgerðir Þetta eru fyrstu aðgerðir banda- rískra fiskkaupenda gegn norskum fiskframleiðendum, en bandarísk stjórnvöld hafa boðað endurskoð- un á veiðiréttindum Norðmanna innan bandarískrar lögsögu, láti Norðmenn ekki af andstöðu sinni gegn hvalveiðibanni. „Það alvarlegasta er ekki að Norðmenn missa þarna einn á- kveðinn samning, heldur er á for- ráðamönnum Frioner að skilja, að þeir óttist að missa öll sín viðskipti við Bandaríkin. Tókum rétta afstöðu Við tókum af öll tvímæli varð- andi afstöðu okkar til hvalveiði- bannsins og það vita viðskiptaaðil- ar okkar í Bandaríkjunum, en við vissum að áður en ákvörðun Al- þingis lá fyrir þá voru þessi hval- friðunarsamtök að undirbúa her- ferð gegn íslenskum fiski og þeim fyrirtækjum sem kaupa af okkur“, sagði Guðmundur H. Garðarsson. „Þarna hefur Alþingi fslendinga og þeir sem stóðu að þessari sam- þykkt að mótmæla ekki hvaðveiði- banninu, greinilega tekið rétta af- stöðu út frá þjóðarhagsmunum.“ -»g- Formannafrumvarpið um kjördœmamálið lagt fram í gœr: Þingmönnum fjölgi um þrjá Kjörnum þingmönnum í Reykjavík fjölgi um tvo og um einn í Reykjaneskjördæmi — kosningaaldur verði 18 ár Hið margumrædda frum- varp formanna stjórnmála- flokkanna um kjördæmamálið var lagt fram á Alþingi í gær, en verið var að gera á því breyting- ar allt þar til það fór í prentvél- ina. Flutningsmenn frumvarps- ins eru formenn flokkanna á Alþingi, Svavar Gestsson, Steingrímur Hermannsson, Geir Hallgrímsson og vara- formaður Alþýðuflokksins Magnús H. Magnússon. Fjölgun þingmanna Ýmis nýmæli eru í þessu frum- varpi sem menn hafa deilt um og munu eflaust gera áfram. Þar er þá fyrst til að nefna að gert er ráð fyrir að þingmönnum fjölgi úr 60 í 63. Af þeim verði 54 kjördæmakjörn- ir, 8 þingsætum skal ráðstafa til kjördæma fyrir hverjar kosningar samkvæmt ákvæðum í kosninga- lögum, hér er átt við uppbótarþing- sæti og síðan er gert ráð fyrir að heimilt sé að ráðstafa einu þingsæti til kjördæmis samkvæmt ákvæðum í kosningalögum. Verður þetta sæti notað til að ná fram sem mestum jöfnuði og hefur það af gárungum verið kallað „flakkarinn". Gert er ráð fyrir að kjörnir þing- menn í Reykjavík verði 14 en þeir hafa verið 12. Þá má gera ráð fyrir að Reykjavík fái 4 uppbótarmenn, þannig að þingmenn Reykjavíkur verða alls 18 í stað 15 nú. Kjörnir þingmenn í Reykjanes- kjördæmi verði 8 en eru nú 5, upp- bótarsætin verða þá 3, eru nú 2, þannig að þingmenn kjördæmisins verða þá alls 11 en eru nú 7. í öðr- um kjördæmum verður um óbreytta tölu kjörinna þingmanna að ræða. Lækkun kosningaaldurs Þá er gert ráð fyrir að kosninga- aldur lækki niður í 18 ár og er mið- að við kjördag, en ekki áramót. Loks er ein nýjung, sem ekki hefur verið til hér á landi, en þekk- ist erlendis. Ef flokkur eða samtök sem bjóða fram á landsvísu fá eng- an mann kjörinn, en fá 5% at- kvæða, þá fái þau þingmann við úthlutun jöfnunarsæta. -S.dór Svavar Gestsson um kjördæmamálið:_________ Betrijöfnuður milliflokka — minna búsetumisvægi Frumvarpið er í samrœmi við stefnu Alþýðubandalagsins „Það frumvarp sem hér hef- ur verið lagt fram er í fullu samræmi við stefnu Alþýðu- bandalagsins í kjördæmamál- inu“, sagði Svavar Gestsson, formaður þess, er Þjóðviljinn leitaði álits hans á sameigin- legu frumvarpi formanna stjórnmálaflokkanna í kjör- dæmamálinu. ,’Alþýðubandalagið samþykkti á landsfundi árið 1980 sín mark- mið í kjördæmamálinu, en þau eru í fyrsta lagi, að þau stjórn- málasamtök, sem starfa í landinu á hverjum tíma fái þingstyrk í sem bestu samræmi við kjósend- afylgi. Veruleg skekking hefur orðið í þessum efnum á liðnum árum, en í frumvarpi formanna flokkanna, sem lagt er fram á Alþingi í gær er stigið mikilvægt skref í þá átt að tryggja þetta. Þannig er t.d. gert ráð fyrir því að kjördæmiskjör verði ekki lengur sicilyrði fyrir úthlutun jöfnunar- sæta á þingi, heldur sé nægjanlegt að flokkur hafi 5% fylgi á lands- vísu. Ég tel því að þetta fyrsta meginatriði í afstöðu Alþýðu- bandalagsins hafi verið uppfyllt í þessu frumvarpi. Svipað misvægi og var 1959 í öðru lagi lagði landsfundur Alþýðubandalagsins áherslu á að dregið yrði úr misvægi atkvæða eftir landshlutum og að reynt yrði að nálgast svipaða stöðu í þeim efnum og var 1959 eftir kjördæm- abreytinguna, milli fjölmennasta og fámennasta kjördæmisins. Það tekst í meginatriðum með þessu frumvarpi. Mikið hefur verið unnið í þessu frumvarpi að undanförnu. Þar hafa formenn flokkanna oft hist ásamt Þorkeli Helgasyni, dósent. Og ég tel að hann eigi sérstakar þakkir skildar fyrir sitt vinnu- framlag. Allir þingmenn hafa fylgst með framgangi málsins og almenning- ur hefur einnig getað fylgst með fréttum af málinu í blöðum, þannig að unnt ætti að vera að afgreiða stjórnarskrárbreyting- arnar í þinginu áður en langur tími líður. Hinsvegar mun kosningalaga- breytingin koma til afgreiðslu á því þingi sem kemur saman í rnaí- mánuði að loknum næstu kosn- ingum. Að sjálfsögðu er ljóst að upp geta komið álitamál í meðferð málsins á Alþingi, nú eða síðar og ber þá að taka tillit til sjónarmiða af fullri sanngirni. Þannig verður að fjalla sérstaklega um úthlutun Unnt að afgreiða málið áður en langt um líður jöfnunarsæta og svokallað per- sónukjör. Að lokum vil ég geta þess að ég tel að þetta frumvarp fjögurra flokksformanna sýni að í þinginu er til góður samstarfsvilji um mikilvæg mál, þó að ágreiningur hafi fremur en samstaða sett svip sinn á löggjafarsamkunduna að undanförnu“. -eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.