Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 9
MINIPOLIES LÚXUSVILLUR í SÓLSKINSPARADÍS Dvalifl er i lúxusvillum (bungalows) efla íbúflum ú einum fegursta og eftirsóttasta ferðamanna- staðnum ó Mallorca, Puerto de Andrtaitx. í bofli er gisting í glœsilegum villum og ibúflum. VERÐTRYGGING: Ef farfl er pöntufl og greidd afl fullu fyrir 15. mars 1983, fostum vifl varfl ferflarinn- ar miflafl vifl þonn dag. Vifl veitum 5% staðgroiðsluafslAtt eða greiflslukjör sam- kvœmt nánari upplýsingum á skrifstofu okkar. IWiX •tBitidsl - .dS nixlðH — AÖife a Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 University of Iowa Press og hlotið hefur afburðaviðtökur í Bandaríkj- unum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk nútímaljóð eru kynnt á myndarlegan hátt í hinum ensku- ‘ mælandi heimi. Sigurður hefur lagt á sig mikla vinnu án endur- gjalds til að rit þessi mættu sjá dagsins Ijós, og hann hefur þar að auki orðið fyrir miklum persónu- legum fjárútlátum af þessum sök- um. Fær hann þakklæti fyrir? Það er nú öðru nær. Illgirni og rógur eru hans verkalaun. Tilefnislaust skrum sem forráða- menn International Festival of Authors skrifuðu um mig í kynn- ingarbæklingi sínum hefur að von- um mjög farið fyrir brjóstið á þeim frændum. Ég tek undir það. Ég mótmælti þeim þegar ég kom til Toronto, þótt illgjarnir menn muni náttúrlega ekki trúa því. Slíkum klausum mótmæltu fleiri þótt meiri höfundar væru en ég og merkilegri. Það var nú bara hlegið að okkur og sagt að þar í landi þætti sá lakur kaupmaður er lastaði sína vöru. Þetta var mjög leiðinlegt, og allra leiðinlegast fyrir mig sjálfan. Hins vegar verð ég að segja það, að það þarf einkennilegt hugarfar til að búa sér til þá samsæriskenningu sem kviknar í hugarfylgsnum Þor- geirs Þorgeirssonar er hann leyfir sér að halda því fram að mennta- málaráðuneytið hafi látið þýðanda minn (Kristjönu Gunnars) útbúa þessa dæmaíausu klausu! Ég vona að góðfúsir lesendur skilji að það er stundum erfitt fyrir ven julega menn að lifa í heimi snill- inga. Nú hafa mér orðið á þau mis- tök að þiggja boð um að sækja al- þjóðlegan rithöfundafund í Lahti í Finnlandi án þess að leita álits eða leyfis Thors Vilhjálmssonar. Og veit ég þó að hann hefur áður heiðrað þessa samkomu með sinni víðfrægu ljúfmannlegu framkomu. Gefst því tækifæri til áframhald- andi hneykslunar á heimsku mann- anna. Að lokum vil ég svo bera fram tvær óskir til handa þeim frændum. Hin fyrri er að árna þeim heilla í bókmenntasköpun þeirra. Hin síð- ari er að þeir megi læknast af þeirri áráttu sem knýr þá til að sýna öðr- um lítilsvirðingu. Njörður P. Njarðvík. Snillingum svarað Sigurður A. Magnússon væri svo smekklaus að birta eftir mig ljóð- nefnu í kynningarritinu Icelanaic Writing Today. Þetta eru náttúr- lega dapurlegar staðreyndir. En ég gerði mér enga grein fyrir því að um stórmál væri að ræða, fyrr en ég tók eftir því að ritstjórar Þjóðvilj- ans vöktu sérstaka athygli á pistli Þorgeirs á forsíðu blaðsins. Það hefði ekki heldur hvarflað að mér að svara þessum skrifum, ef Þor- geirÞorgeirsson hefði ekki af kunnri smekkvísi gefið í skyn, að ég hefði misnotað aðstöðu mína sem for- maður Rithöfundasambands ís- lands til að nota fjárveitingu tii kynningar á íslenskum bók- menntumíeiginþágu. Þettaeral- varlegri ásökun en svo aðég geti undir henni setið, úr því að hún er sett fram undir fullu nafni en ekki undirrituð svarthöfði, þótt kannski megi segja að skrif þeirra frænda beri svipað ættarmót. Ég verð að hryggja Þorgeir Þor- geirsson með því, að ásökun hans er annaðhvort byggð á misskilningi eða einhverju því hugarfari sem ég kann ekki að skilgreina. Listkynn- ingarstofnunin Harbourfront í Toronto beitir sér fyrir vikulegum bókmenntakynningum, og einu sinni á ári hverju stendur hún fyrir International Festival of Authors. í fyrra var mér óverðugum boðin þátttaka. Slíku boði fylgir ekki greiðsla ferðakostnaðar, og ég hef ekki fengið styrk til þessarar ferðar. Eins og áður er komið fram, las ég þarna kafla úr Dauðamönnum. Var hann þýddur á ensku af Krist- jönu Gunnars, sem hefur áunnið sér þvílíkt nafn fyrir skáldskap sinn í Kanada, að Islendingar mættu vera stoltir af. Svo er auðvitað ekki, enda keppast menn um að níða hana, og þar á meðal meira að segja þeir, sem ég hygg hún hafi tal- ið til vina sinna. Trúlega verður hún hissa á þessu. Hún hefur dval- ist svo lengi erlendis, að hún er sennilega orðin afvön þremur dyggðum sem prýða nokkuð marga landa hennar og heita öfund, ill- gimi og rógur. Hvað um það, Krist- jana álpaðist til að þýða þennan kafla fyrir mig og hlýtur nú bágt fyrir, en sem betur fer var sú þýð- ing ekki greidd af fjárveitingu til kynningar á íslenskum bók- menntum, heldur borgaði ég hana sjálfur úr eigin vasa. Það er líka gott að geta sagt það með góðri samvisku, að ljóð mitt sem birtist í Icelandic Writing Today, þeim til hrellingar sem kunna skil á góðum skáldskap og vondum, þýddi Sig- urður A. Magnússon fyrir mörgum árum til að birta í ritinu The Post- war Poetry of Iceland, og hlaut til þess engan styrk. Vona ég nú að Þorgeir Þorgeirsson geti andað léttar þegar ljóst er að fjárveiting til kynningar íslenskra bókmennta erlendis hefur ekki verið notuð til að koma mínum verkum á fram- færi. í framhaldi af þessu kemur mér í hug sú einkennilega árátta sumra íslenskra rithöfunda að standast ekki reiðari heldur en þegar eitthvað er gert til þess að efla hag þeirra. Einu sinni var Launasjóður rithöfunda ekki til. Þá þurfti ekki að rífast út af honum. Svo tókst að ná fram þessu brýna hagsmuna- máli. Ekki virðist neinum detta í hug að þakka fyrir að nú skuli út- hlutað tæpum 400 mánaðarlaununi til rithöfunda. Þvert á móti er rekið upp ramakvein sjálfsdýrkandans: af hverju hann og hún en ekki ég? Sama virðist nú ætla að verða uppi á teningnum um kynningu ís- lenskra bókmennta erlendis. Ég er ekkert feiminn að segja að það var mín hugmynd og mitt verk, að nú hefur fengist fjárveiting til þess að greiða fyrir kynningu og útgáfu ís- lenskra bókmennta erlendis. Stjórn Rithöfundasambandsins réð Kristjönu Gunnars í hlutastarf til þess að gera spjaldskrá yfir bókaforlög í hinum enskumælandi heimi sem iíkleg væru að hafa áliuga á útgáfu íslenskra bókmennta. Þetta er mikið verk og algerlega nauðsynlegt áður en lengra er hald- ið: að vita hverjum þýðir yfirleitt að bjóða verk okkar. Síðan hefur menntamálaráðherra góðu heilli sett reglur um þessa fjárveitingu til þess rneðal annars að girða fyrir að menn séu með ámóta getsakir og Þorgeir Þorgeirsson leyfir sér. Sér- stök stjórn er kosin til að hafa um- sjón með þessu starfi. Stjórn Rit- höfundasambandsins hefur tilnefnt Birgi Sigurðsson og Sigurð A. Magnússon. Menntamálaráðherra hefur tilnefnt Jón Þ. Þór, sem er formaður stjórnarinnar. Ég er viss um að hann er fús til að greina frá þessari starfsemi, sem nú er rétt að byrja, ef einhver skyldi hafa meiri áhuga á sannleikanum en lyginni. Þótt Sigurði A. Magnússyni hafi orðið á þau afglöp að velja ljóð eftir mig í Icelandic Writing Today, þá hefur hann unnið merkilegt kynningarstarf með þessu riti, og þó enn merkilegra með ljóðaúrvali sínu The Postwar Poetry of Ice- land, sem gefið var út í fyrra af MALLORCA - VERÐSKRÁ 1983 30)3 13/4 11/5 27/5 15/6,6/7 27/7,17/8,7/9 Páskaferð 2 vikur 4 vikur 17 dagar 19 dagar 22 dagar 22 dagar MINI FOLIES íbúfl 1 svefnh. 4 í íbúd 11.700 11.700 11.900 15.200 15.400 15.500 3 í ibúd 12.200 12.200 12.900 16.900 16.800 17.100 2 i fbúd 12.800 12.800 13.900 18.500 18.900 19.100 Bungalow 1 svefnh. 4 i ibúd 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900 3 í ibúd 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800 2 i ibúd 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700 Njörður P. Njarðvík: Þeir frændur og ritsnillingar Thor Vilhjálmsson og Þorgeir Þorgeirsson hafa heiðrað mig með óvæntum hætti í tveimur greinum, sem birst hafa í Þjóðviljanum ný- lega. Þetta kemur mér dálítið á óvart. Ég átti ekki von á því að svo merkir höfundar sem þjóðin kepp- ist um að lesa og dá, færu að eyða dýrmætum tíma sínum til að fjalla um mína lítilfjörlega persónu. Ég bjóst satt að segja ekki heldur við því, að það kæmi af stað blaðaskrif- um þótt stofnun í Kanada væri nógu heimsk til að bjóða mér að lesa úr nýútkomnu skáldsögukorni sem heitir Dauðamenn, eða þótt JARDIN DEL SOL er stórglœsilegt nýtt ibúðarhótel I Santa Ponsa, sem var opnafl I júli 1982. Allar ibúðir eru mefl svefn- herbergi, rúmgóðri stofu, baðherbergi, eldhúsi og svölum sem snúa afl sjó. Glæsilegir veitingasteðir og setustofur. Mjög góð aðstaða til útivistar og sól- bafla, stór sundlaug og Jartjin del Sol stendur al- veg við sjóinn. Ferðaskrifstofan Sími: 28633. SANTA PONSA er sérlega fallegur baflstrandabær og einn allra eftirsóttasti dvalarstaðurinn ó Mallorca. Þar er iflandi mannlíf, fjöldi verslana veitingastaða, skemmtistaða og fróbærar baflstrendur. 30. MARS 2 VÍKUR VERÐ FRÁ KR. 11.700,- JARDIN DELSOL ibúfl 1 svefnh. 4 í fbúd 13.900 13.900 13.900 16.200 16.700 16.900 3 í fbúd 14.600 14.600 14.600 17.200 17.600 17.800 2 i ibúd 16.200 16.200 16.200 18.700 19.200 19.700 Verd 15. jenúar 1983. BARNAAFSLÁTTUR: 2-5 óra kr. 4.000,00, 6-11 óra kr. 3.000,00, 12-15 óra kr. 2.000,00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.