Þjóðviljinn - 26.02.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Síða 11
Helgin 26. — 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Talía frumsýnir__ Galdra-Loftur inn við Sund Sieglinde Kahman og Kristján Jónsson í hlutverkum sínum í La Boheme. Sinfóníuhljómsveit Islands____ Tosca Pucdnis er á leiðinni Talía, leikistarsvið Mennta- skólans við Sund, frumsýnir nk. þriðjudag Galdra-Loft eftir Jó- hann Sigurjónsson. í uppfærslu Talíu er reynt að leita nýrra leiða varðandi túlkun og útlistun á þessu stórverki Jóhanns. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, en með helstu hlutverk fara: Arin- björn og Þórhallur Vilhjálmssynir, Soffía Gunnarsdóttir, Agnar Steinarsson og Sólveig Þórar- insson. Sýningin fer fram á tveimur stöð- um í húsnæði Menntaskólans við Sund og er uppsetningin mjög óvenjuleg. Uppselt er á fjórar fyrstu sýning- ar, en næstu sýningar eru föstudag- inn 4. mars, og sunnudaginn 6. mars. Hægt er að panta miða í síma 37441, en sýningar hefjast stund- víslega kl. 20.30 Óperan Tosca eftir Puccini verð- ur flutt á næstu tónleikum Sinfón- íuhljómsvcitar íslands á miðviku- dagskvöldið kemur kl. 20.00. Á þá tónleika seldist upp á nokkrum klukkustundum, en tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 5. mars, kl. 14.00 og stendur að- göngumiðasalan á þá nú yfir. Laugardaginn 12. mars mun svo hljómsveit og söngvarar fljúga til Akureyrar og flytja Toscu þar um kvöldið í nýja íþróttahúsinu þar í bæ, og hefjast þeir tónleikar kl. 19.00. Sieglinde Kahman syngur Toscu en aðal tenórhlutverkið, Cavaradoss, er í höndum Kristjáns Jóhannssonar. Þetta er í annað sinn, sem þau Sieglinde ogKristján syngja saman í óperu eftir Puccini, en meðferð þeirra á hlutverkum Mimi og Rudolfo í La Boheme vakti mikla hrifningu þegar sú óp- era var flutt í Þjóðleikhúsinu fyrir u.þ.b. tveim árum. Þess má einnig geta, að Kristján hefur í vetur sungið aðalhlutverk í þriðju Puccini-óperunni, þ.e. Pinkerton í Madame Butterfly hjá norður- ensku óperunni, og hefur söngur hans fengið frábæra dóma. Þriðja aðalhlutverkið í Toscu er Scarpia og hefur fengist til þess frábær am- erískur bariton, Robert W. Beck, sem hefur, þrátt fyrir ungan aldur, sungið yfir 20 stór óperuhlutverk, (Verdi, Mozart, Puccini, Berlioz, Debussy o.fl.) á óperusviði í Bandaríkjunum. Önnur hlutverk og smærri eru í höndum Guðmundar Jónssonar, Kristins Hallssonar, Más Magnús- sonar og Elínar Sigurvinsdóttur, en Söngsveitin Fílharmónía fer með hið mikla kórhlutverk. Kórstjóri er Guðmundur Emilsson en æfinga- stjóri er Gary Di Pasquasio frá Bandaríkjunum, en hann er óperu- fólki hér að góðu kunnur síðan hann stjórnaði æfingum á Aidu í fyrra. Stjórnandi yfir öllu saman er svo aðalstjórnandi hljómsveitar- innar, Jean-Pierre Jacquillat, sem hefur eins og kunnugt er starfað sem óperustjóri víða um heim, sér- staklega þó í París og Lyon. -mhg Gránufélagiö í Hafnarbíói Fröken Júlía frumsýnd Fyrsta frumsýning Gránufjel- agsins sem frestað var í síðustu viku verður í Hafnarbíó á mánudags- kvöldið kemur kl. 20.30. Það er sjónleikurinn „Fröken Júlía“ eftir Strindberg sem fært verður á svið. Fyrir áhugasama má geta þess að tvær forsýningar verða um helgina. Á laugardag og sunnudag kl. 14.30. Miðasalan er opin í Hafnarbíói frá kl. 14-19 daglega. Leikstjóri Fröken Júlíu er Kári Halldór en með hlutverk í leiknunt fara þau Ragnheiður Arnardóttir, Guðjón Pedersen, Kristín Krist- jánsdóttir, Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson. Lýsingu annast Ingvar Björnsson og leikmynd og búninga sá Jenný Guðmundsdóttir um. Sýningar Asmundarsalur: Steingrímur Sigurðsson listmálari nteð 51. sýningu sína, að þessu sinni tileinkaða Stokkseyri og næsta nágrenni. Bókasafn Kópavogs: Meðlim- ir súrrelistahópsins Me- dúsu sýna ljósmyndir, teikningar, málverk og klippimyndir. Við opnun- ina í dag kl. 14.00 flytja félagarnir fyrirlestur um London, París, New York og Pétursborg. Flutningur verður allur hinn nýstár- legasti. Djúpið: Þar stendur yfir sýn- ing á veggspjöldum og plakötum eftir þekkta listamenn. Gallerí Austurstræti 8: Sam- sýning á grafi'k og teikningum eftir Pétur Stefánsson, Kristberg Pét- ursson, Hauk Friðjónsson og Hörpu Björnsdóttir. Gangurinn Mávahlíð 24: ívar Valgarðsson sýnir fram til 10 mars nk. Kjarvalsstaðir: Fréttaljós- myndarar með viðamikla sýningu í vestursal. ómar Ragnarsson með erindi unt öflun frétta í máli og . myndurn á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Á göngum og í Kaffistofu sýnir Helgi Gíslason skúlptúra unna í brons. Skemmtilegsýning. Langbrók Ólafur Tlí. Ólafs- son frá Selfossi sýnir vatns- litamyndir, síðasta sýning- arhelgi. Opið frá 14 - 18. Lcikhúsið Akureyri: Mynd- listarsýningin „Fólk“ - samsýning 13 myndlistar- manna á Akureyri. Opnað klukkutima fyrir hverja leiksýningu. Listasafn Einars Jónssonar: íslensk og dönsk grafík- sýning og nokkur olíumál- verk sem safninu hefur ný- lega áskotnast. Listmunahúsið: Margrét Guðmundsdóttir, búsett í Stokkhólmi frá 1966, opn- ar sýna fyrstu sýningu, alls um 70 verk unnin með olíu og einnig tempera á striga, auk mónóþrykksmynda. Opið frá kl. 14 - 18 unt helgina. Mokka: Fyrsta einkasýning Plútós-Benedikts Björns- sonar. Hann sýnir 4 olíu- málverk og 19 vatnslita- myndir. Norræna húsið: 34 finnskir listhönnuðir sýna textíla, leirmuni, gler, tré- og silf- urmuni. Opið frá kl. 14- 19.1 anddyrinu sýnir Brian Pilkington tröliamyndir. Nýlistasafnið: Ivar Valgarðs- son með aðra sýningu. Hér sýnir hann geometriskar myndir. Opið frá 16-22 um helgina. Rauða húsið Akureyri: Magn- ús V. Guðlaugsson opnar sýningu á nokkrum mál- verkum unnunt á síðasta. ári. Þetta er önnur sýning. Magnúsar í Rauða húsinu. Sýningin opin til 4. mars nk. Sjálfstæðishúsið Akurcyri: Þengill Valdimarsson sýn- ir á sunnudag mvndir unn- ar meö spraututækni, skúlptúra, ljósmyndir og blómakassa. Sýningin aðeins þennan eina dag. Þórhallur Vilhjálmsson í hlutverki Galdra-Lofts. SERTV AKANDI.. ..VERTV VAKANDI! Um 40% allra árekstra* veröa vegna þess að ökumenn virða ekki biðskyldu/stöðvunar- skyldu eða almennan umferðarrétt! HVERSVEGNA? Vegna þess að þeir eru ekki nógu vakandi við aksturinn! SVO EINFALT ER ÞAO! Ert ÞÚ nógu vakandí viðstýríð? Baetum umferðina á umferðaröryggisárinu! * Samkv. skyrslum lögreglunnar i Reykjavik Tryggingafélag bindindismanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.