Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 31
VV;’. w'SiVJ V • - •*>' •í'p.i'J! vi','J. .'/» • At#ísj Helgin 26. - 27. fébruar Í983 WÖÖVÍLJÍNN SÍ6A áí Alusuisse í Straumsvík: Seglr upp 70 starfsmönnum Brottreksturinn nær til allra deilda fyrirtækisins Forráðamenn álvers Alusuisse í Straumsvík hafa ákveðið að segja upp 70 starfsmönnum á næstu 6 mánuðum og er því starfsmönnum fyrirtækisins fækkað úr 640 í 570. Mun fækkunin ná til allra stjórn- deilda fyrirtækisins, segir í frétt frá ísal. í frétt fyrirtækisins er sagt að til þess að vera samkeppnisfært í framtíðinni verði fyrirtækið að auka mjög framleiðni, sparnað og hagræðingu. Er jafnframt fullyrt að áliðnaður eigi í alveg sérstökum erfiðleikum um þessar mundir og hafi orðið að loka fjölmörgum verksmiðjum fyrir fullt og allt. Þá segir að ísal muni aðstoða þá sem sagt verður upp störfum við að finna önnur störf og að starfsmann- adeild muni skipuleggja sérstaka leit að öðrum störfum fyrir brott- rekna starfsmenn. Verði haft sam- band við fyrirtæki í því skyni. - v. Pétur Einars- son í embætti flugmálastjóra Samgönguráðherra skipar í stöðuna andstætt vilja Flugráðs Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra skipaði í gær Pétur Einarsson varaflugmálastjóra í stöðu flugmálastjóra. Flugráð samþykkti einróma í síðustu viku að mæla með Leifi Magnússyni formanni Flugráðs í stöðu flugmálastóra. Skúli Alexandersson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í Flugráði sagðist í samtali við Þjóðviljann í gær, lýsa vonbrigðum sínum með þessa ákvörðun samgönguráð- herra að ganga á þennan hátt gegn samþykkt Flugráðsmanna. „Við verðum að sætta okkur við gerðan hlut, valdið liggur hjá ráð- herra“, sagði Skúli. -•g- Videómenn með fund Áhugamenn um vídeómál hafa ákveðið að boða til almenns fundar í framhaldi af kæru ríkisútvarpsins á hendur fyrirtækisins Videosón. Verður fundurinn haldinn í skemmtistaðnum Broadway kl. 14 á sunnudag. Að sögn fundarboðenda verður Guðmundur H. Garðarsson fram- sögumaður, en megináhersla lögð á almennar umræður. Til fundarins hefur verið boðið einum þing- manni frá hverjum stjórnmála- flokki, og þá reykvískum þing- manni. Mikið húllumhæ var hjá Ármúlaskólanum i fyrrakvöld og slegið upp stórum tjöldum á skólalóðinni þar sem höfð var í frammi ýmis skemmtan. Nokkrar hljómsveitir spiluðu, þar á meðal Grýlurnar eða Gærurnar eins og þær voru nefndar í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Ljósm. Atli. A SKIDUM 1983 1. JANUAR — 30. APRIL Skráníngarspjald NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI A SKIÐUM 1983 Jtloröimblníiiíi Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er taiinn með i' keppn- inni. Allar tegundir skiða gilda. Einn ler á svigskíði, annar á gönguskið: eða hvoru tveggja. Natn Heimilisfang Heraö Hve oft Eins og sjá má er búið að kippa Mogga-hausnum af skráningarspjöldum Norrænu Skíðakeppninnar Norræna skíðakeppnin: Mogginn þurrkaður út af spjöldunum Eins og komið hefur fram í frétt- um, ákvað stjórn Skíðasambands íslands að klessa blaðhaus Morg- unblaðsins efst á skráningarspjöld þau, sem notuð eru í Norrænu fjöl- skyldukeppninni á skíðum, með þeim afleiðingum að fólk neitaði umvörpum að taka þátt í keppn- inni, þar sem um augljósa pólitíska misnotkun á íþróttastarfsemi var að ræða. Þegar svo var komið að ísland komst ekki á blað í keppninni, en jafnvel Danir komust jóað og hafa þó ekki til þessa verið kallaðir góðir skíðamenn, var ekki um ann- að að ræða fyrir Skíðasambandið en að láta af Mogga-dýrkun sinni og prenta ný skráningarspjöld án blaðhauss Mbl. og hefur það nú verið gert eins og myndin af spjald- inu hér til hliðar sýnir. Aftur á móti er Moggahausinn á merki keppn- jpnar, ennþá að minnsta kosti. ' - S.dór Háskólinn útskrifar 54 í dag í dag, laugardag, brautskráir Háskólinn kandídata við athöfn í hátíðarsal háskólans. Að þessu sinni verða brautskráðir 54 kandídatar og skiptast þeir þannig. Embættispróf í guðfræði 2, aðstoðarlyfjafræð- ingspróf 1, embættispróf í lögfræði 1, B.A. próf í heimspekideild 12, próf í íslensku fyrir erlenda stúd- enta 1, B.S. próf í raungreinum 13, kandídatspróf í viðskiptafræðum 14, B.A. próf í félagsvísindadeild 10. Við úrskriftarathöfnina mun háskólarektor flytja ávarp, deildarforsetar afhenda prófskír- teini og Háskólakórinn syngja undir stjórn Hjálmars Ragnars- sonar. Iðnnemasambandið: Framkvæmda stjóri ráðinn Tryggvi Agnarsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Iðnnemasambands íslands. Starfið var auglýst og voru umsækj- endur 8 talsins. Tryggvi lauk laganámi vorið 1982 og hefur síðan unnið að lög- fræðistörfum í Reykjavík. Skrifstofa Iðnnemasambandsins er að Skólavörðustíg 19, Reykjavík og er húr. opin frá kl. 13-17 dag- lega. Þá eru sérstakir símatímar á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um frá kl. 19.30 til 20.30. Stór skellur gegn sterkum Spánverjum Gæðamunurinn á handknatt- leikslandsliðum íslendinga og Spánverja opinberaðist frammi fyrir íslensku þjóðinni í beinni sjón- varpsútsendingu í gærkvöldi. Is- lendingum tókst aðeins að halda í við hinu leiknu og eldfljótu Spán- verja fyrsta korterið en þá skildu leiðir. Spánverjar komust í 13-9 fyrir leikhlé og sigruðu 23-16 í þess- um fyrsta leik B-keppni heimsmeistaramótsins. Slæmt tap og óþarflega stórt, það gæti t.d. orðið afdrifaríkt ef leiknum við Sviss á morgun, sunnudag, lyktar með jafntefli. Það var aðeins um miðbik síðari hálfleiks sem íslenska liðið virtist ætla að rétta úr kútnum. Spánn komst í 17-10, í upphafi hálfleiksins en þá lét Hilmar Bjömsson lands- liðsþjálfari taka tvo leikmenn Spánverja úr umferð. ísland skoraði 5 gegn 2, staðan 15-19, en eins og við var að búast áttuðu hinir snöggu Spánverjar sig fljótlega á hve mikið íslenska vörnin onaðist fyrir vikið og munurinn jókst aftur. Það sem fyrst og fremst skildi á milli liðanna var markvarslan. Rico hinn spænski var í banastuði og varði 20 skot en á meðan hirtu Einar og Kristján í íslenska mark- inu einungis sex. Varnarleikur ís- lenska liðsins var góður framan af ■ Þorgils Óttar stóð einn uppúr ann- ars slöku liði Islendinga í gær. en sóknin var ráðlítil, einkum eftir því sem á leið. Spænsku varnar- mennimir komu vel út á móti skytt- unum sem gekk illa að skora, nema helst með gegnumbrotum. Þorgils Óttar Mathiesen var besti maður íslenska liðsins skoraði lagleg mörk af línunni og naéldi í nokkur vít’a- köst. Því miður voru þrjú víti varin af átta, tvö af Kristjáni Arasyni og eitt frá Sigurði Sveinssyni. Kristján var markanæstur, skoraði 5 mörk, þar af þrju úr vít- aköstum. Alfreð Gíslason lék þokkalega og skoraði þrjút Bjarni Guðmundsson, Þorgils Óttar, Guðmundur Guðmundsson og Sig- urður Sveinsson skorðu tvö mörk hver, Siggi bæði sín úr vítaköstum. t Ruiz 5, Uria og C^banas fjögui {hvor, skoruðu flest imirk Spánverj- anna. -vs:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.