Þjóðviljinn - 12.03.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. — 13. mars 1983 sKraargatid Svavar: Dux á prófinu Jóhann S. Hannesson fyrrv. skóla- meistari er orðinn einn helsti limrusmiður landsins eftir að Þor- stein Valdimarsson leið. Nýlega sáum við í BHM-blaðinu (blaði Bandalags háskólamanna) limru eftir Jóhann sem hann orti í orða- stað fulltrúa í fjármálaíáðuneytinu þegar yfir stóðu kjarasamningar. Hún er svona: Ég er fjárlagasparnaðar fremjandi svo mér finnst ekki í alvöru semjandi um hækkanir við þetta háskólalið sí-hótandi og sí-BHMjandi. Menn hafa tekið eftir því að hið „óháða og frjálsa" Dagblað & Vísir hefur verið heldur ónotalegt í garð Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra eftir að vitnaðist að hann hygðist e.t.v. bjóða sig fram tíl al- Jóhann: Sí-BHMjandi þingískosninga. Skýtur það dálítið skökku við fyrri afstöðu blaðsins. Ástæðan mun vera sú að Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri blaðsins, sem hingað til hefur verið Gunnarsmaður, gaf út þá dag- skipun að í þetta sinn skyldi ekki hlaðið undir Gunnar. Hann hefur sem sagt ákveðið að söðla alfarið yfir á Albert á hinum listanum. Helgarpósturinn gaf ráðherrum einkunnir í síðasta tölublaði og hafði þann hátt á að láta kunnuga einstaklinga, frétta- menn, stjórnmálamenn, embættis- menn og forystumenn hagsmuna- samtaka gefa þeim einkunn á mæl- ikvarðanum einum og upp í tíu eins og í skólanum í gamla dága. Niður- staðan varð sú að Svavar Gestsson fékk hæsta einkunn ráðherranna eða 7,2. Hinir fengu þessar ein- kunnir: Ragnar Arnalds 6,6, Ólafur Jóhannesson 6,6, Pálmi Jónsson 6,3, Gunnar Thoroddsen 6,2, Tómas Árnason 5,3, Hjör- leifur Guttormsson 5,3, Steingrím- skák Kasparov á sigurbraut Eitthvað virðast reglur varðandi fjrsta hluta Askorendakeppninn- ar vefjast fyrir mönnum. Sumir virðast álíta að einvígi séu 15 skáka á meðan aðrir standa í þeirri trú að sigurvegari verði sá er fyrr vinnur þrjár skákir. Til fróðleiks má geta þess að reglur eru þær sömu og í síðustu Áskorendakeppni; þetta eru 10 skáka einvígi og sigurvegari er því sá sem kemst yfir 5 vinninga markið. Einvígi þeirra Kasparovs og Beljavskí í Moskvu hefur frá skáklegum sjónarhóli séð ekki valdið hinum fjölmörgu aðdá- endum Caissu vonbrigðum. Skákirnar hafa verið hver annarri hressilegri, rétt eins og vænta mátti frá hendi þessara frábæru skákmanna. Hinsvegar er hægt að kvarta eilítið yfir fréttaflutn- ingi frá móti þessu. Ríkisútvarpið sem á marga skáklega sinnaða starfsmenn hefur ekki teygt sig eftir fréttum frá einvíginu og sjónvarpið, þar sem menn fylgj- ast með þyrlum eiginkvenna sinna> þegir. Ef ekki kæmu til þessi tvö ágætu blöð, Þjóðviljinn og Morgunblaðið, vissi fólk ekki hvað væri að gerast í einvíginu. Harry Kasparov virðist ekki ætla að láta deigan síga þrátt fyrir tap í fjórðu skák einvígisins. Sú skák sem var frábærlega vel tefld verður að bíða birtingar en hér kemur 5. skák einvígisins. Hún var tefld síðastliðinn þriðjudag: Hvítt: Harry Kasparov Svart: Alexander Beljavskí Drottningarbragð I. d4! (Drottningarpeðið á enn hug Kasparovs allan, jafnvel þó svo kóngspeðsbyrjanir eigi ekki síður við skarpan stíl hans. Skákmenn eru margir hverjir kreddufastir og breyta ekki út af fyrri venjum nema í sárustu neyð. Kasparov er einn þeirra. Tékkneski stór- meistarinn Ludek Pachmann annar. Hann lék drottningarpeð- inu, til d4 um áratugaskeið, engu öðru uns ófyrirleitinn náungi skrúfaði d-peðið fast við skák- borðið þar sem Pachman átti að Steingrímur: Ný ríkisstjórn? Sveinn: Gefur Gunnar upp á bátinn ur Hermannsson 5,3, Ingvar Gísla- son 4,7 og lestina rak Friðjón Þórðarson með 4,5. Hæsta meðal- einkunn fá ráðherrar Alþýðu- bandalagsins eða 6,37, næst koma ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með 5,57, en restina reka ráðherrar Framsóknarflokksins með 5,48. Annars segja þeir sem gerst vita að eina einkunnagjöfin sem verulega sé mark takandi á séu einkunnir Ingvar Gíslasonar. Það eru nefni- lega skólamenn sem gefa hana og þeir kunna að nota einkunna- stigann. Steingrímur Hermannsson, ráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, hef- ur látið hafa það eftir sér að ef til- laga 3ja flokksformanna um að Al- þingi verði kallað saman eigi síðar en 18 dögum eftir næstu kosningar, verði samþykkt muni Framsóknar- flokkurinn ganga -úr ríkisstjórn. Menn hafa velt því fyrir sér hvort það sé ekki einsdæmi í lýðræðis- og þingræðisríki að stjórnmálaflokkur hóti að segja sig úr ríkisstjórn ef þing landsins verði kallað saman. Á forsíðu Tímans sl. fimmtudag var það haft eftir Steingrími Her- mannssyni formanni Framsóknar- flokksins að flokkurinn væri á leiðinni útúr ríkisstjórn vegna þess að kalla ætti Alþingi saman eigi síðar en 18 dögum eftir kosningar. Síðan er það á allra vitorði að Al- þingiskosningar munu fara fram ekki síðar en 23. apríl. En í viðtali við Steingrím í sama blaði, sama dag, en bara á baksíðu, er rætt um hið alvarlega ástand þorskstofns- ins. Þar segir formaðurinn að hann muni taka það mál allt til ræki- legrar athugunar um leið og vertíð lýkur. Nú vita allir að vertíð lýkur ekki fyrr en nær miðjum maí og því vaknar sú spurning hvort búið sé að mynda ríkisstjórn, sem taki við eftir kosningar og að Steingrímur haldi ráðherraembættum þeim sem hann nú gegnir, eður hvort hér er bara um hina rómuðu frétta- mennsku Tímans að ræða og þá ó- nákvæmni og fréttasamræmingu, sem ríkir á þeim bæ. ✓ Ymsir menn hafa það nú að tómstunda- iðju að safna saman fróðleik um heimabyggðir sínar. Rétt fyrir jólin kom út mikið rit um Rangárvelli eftir Valgeir Sigurðsson verka- mann á Þingskálum, og nú hefur skráargatið fregnað af öðru sam- bærilegu riti um Villingaholts- hrepp í Flóa eftir Brynjólf Amundason múrara í Rvík. Hann hefur árum saman verið að safna saman ábúendatali á öllum bæjum í hreppnum frá árinu 1801 og fróð- leik um þá og börn þeirra. Ætlar hann að gefa bókina út á eigin kostnað í haust og hefur þegar viðað að sér miklum myndafjölda í hana. Fimm skákum lokið í einvígi Kasparovs og Beljavskí (21. - De7 strandaði á 21. Re4! dxe4 22. Hd7 og svartur er elat- aður.) 21. Re4! (Á’ann!) 21. .. Bxf4 22. exf4 gxf5 23. Dxf5! (Það er eftirtektarvert að Kasp- arov lætur vera að skáka á f6. Eftir 23. Rf6+ Kg7 24. Dxh4 Hh8! 25. Dg5+ Kf8 getur svartur varist.) Alexander Beljavskí: Hann hefur veitt Kasparov harðvítugt viðnám í einvígi þeirra sem nú stendur yfir í Moskvu. tefla. Ur varð mikil rekistefna. Pachman þekkja flestir fyrir andóf sitt í Tékkóslóvakíu en hann var einnig fremsti skák- maður Tékka um árabil og skrif- aði hina frægu bók „1. d2 - d4!“.) 1- •• 45 5. Bg5 Be7 2- c4 e6 6. e3 h6 3. Rc3 Rf6 7. Bh4 0-0 4. cxd5 exd5 8. Bd3 b6 stæðingsins sem þarf að mæta hótun- inni: 13. Rxd7 Rxd7 14. Bxe7 Dxe7 15. dxe5) - 12. .. Rxe5 13. dxe5 Re8 (Hér koma sterklega til greina að leika 13. - Re4. Hugsanlegt fram- hald hvíts er 14. Rxe4 dxe4 (14. - Bxh4 15. Rd6 o.s.frv.) 15. Bg3 með eilítið betri stöðu á hvítt.) 14. Bg3 Rc7 15. Dg4 De8 23. .. dxe4 (Svartur afræður að gefa drott- ninguna en það kemur þó að litlu gagni. Hann gat enga björg sér veitt aðra t.d. 23. - Kg7 24. Dg4+ og 25. Rf6 eða 23. - Re8 24. Rg5! og vinnur. Texaleikurinn er eini möguleiki svarts að losna út úr ógöngunum.). 24. dg4+! Kh7 26. Dxh4+ Kg8 25. Hxd8 Hfxd8 27. De7! e3! (Smá gletta en Kasparov er auðvitað alltof reyndur til að falla í gildruna 28. Dxc7 e2 29. Hel Hdl o.s.frv.) (Mig undrar það að Beljavskí sem er mikill aðdáandi Tartakower-afbrigðisins skuli ekki reyna að fá það upp eftir öðrum leiðum þar sem hann er nú kominn út í fremur óhagstætt af- brigði. Ein leið er: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rf3 Be7, og hér er munurinn sá að kóngsriddari hvíts er kominn fram á borðið.). 9. Rf3 Bb7 10. 0-0 c5 11. Re5 Rbd7 (Fram að þessu hefur skákin fylgt 3. einvígisskák sem birt var í síðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans. Þá lék Kasparov 12. Df3 en Bcljavskí jafnaði taflið auðveldlega með: 12. - cxd4 13. exd4 Rxe5! 14. dxe5 Rd7 15. Bxe7 Dxe7 16. Rxd5 Dxe5 17. Re7+ Kh8! 18. Dxb7 Rc5 o.s.flrv.) 12. Bf5! (Endurbót Kasparovs, án nokkurs vafa árangur heimavinnu. Hvítur set- ur þegar mikla pressu á stöðu and- (Þessi leikur ber þess glöggt vitni að svartur er lentur í ógöngum. Hann gat reynt 15. - Bc8 en hvít- ur eykur þrýstinginn með 16. Hadl o.s.frv. Með textaleiknum hyggst svartur koma hróksvaldi á d5-peðið ásamt því að geta leikið, - Bc8 eða - b5. Þessar áætlanir verða að engu í næstu leikjum.) 16. Bd7! Dd8 17. Hadl (Einfalt og áhrifaríkt framhald.) 17. .. h5 18. Dh3 h4 19. Bf4 Bg5 (Svartur hefur ekkert uppúr 19. - g5 20. Dg4 o.s.frv.) 20. Bf5 (Afar óþægilegur leikur fyrir svartan vegna möguleikans - Re4 o.s.frv.) 20. .. g6 28. Hel exf2+ 29. Kxl2 Hd2+ (Svartur var kominn í gífurlegt tímahrak.) 30. He2 Hxe2+ 32. Kf2 Re6 31. Kxe2 Ba6+ 33. f5 (Það er alveg makalaust hvernig svartur hrekst sífellt undan árás- um hvíts.) 33. .. Rd4 34. e6! Hf8 ; (Eini leikurinn 34. - fxe6 strand-' ar á 35. f6 o.s.frv.) 35. Dg5+ Kh7 37. f6 Re6 36. e7 He8 38. Dh5+ Kg8 - og Beljavskí gafst upp um leið. Ein vinningsleiðin er 39. Dg4+ Kh7 40. Da4 Rc7 41. Dd7 O.sTrv. Önnur er 39. Dg4+ Kh7 40. Dxe6 fxeó 41. f7 o.s.frv. í öllu falli var Beljavskí búinn að fá nóg. Tímanotkunin í þessari skák er athyglisverð. Kasparov notaði 50 mínútur á alla skákina en Beljavskí átti innan við mín- útu eftir þegar hann gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.