Þjóðviljinn - 12.03.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Side 9
£8?í «»811» .£1 - .Sl nigísH t!7öO(*í — A'ii>. f :.v:--;v-íviFr'W3J«'*ítTVs u * n »?'rn » t"(>*,»'í''» iW v< ' i*<.í •■•« -f .•* .?,. . " ' ' Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 INGVAR HELGASON simi3356o SÝNINGARS ALURINN /RAUÐAGERÐI kviHmyndir UMBODSMENN UM LAND ALLT Meinatæknar Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða meina- tækni, til sumarafleysinga. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri í síma 96-41333. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Verið velkomin LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5 Sýndir verða: DATSUN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði. DATSUN CABSTAR — vörubifreið — TRABANT. SUBARU 1800 station — SUBARU 700 4WD. 5 dyra sendibíll — SUBARU 700 van 3ja dyra sendibíll Komið og skoðið okkar fjölbreytta bílaúrval — og auðvitað verður heitt á könnunni. FINT SKAL ÞÞÐVERÞl FRÁ KODAK Hans Alfredson og kvikmyndatökumaðurinn Jörgen Persson við töku á Einfalda morðingjanum. Einfaldi morðinginn * • jí-í Ingibjörg Haraldsdóttirj skrifar Den enfaldige möraren Svíþjóð, 1982. Handrit og stjórn: Hans Alfredson. Kvikmyndun: Jörgen Persson. Leikendur: Stellan Skarsgárd, Hans Al- fredson, Maria Johansson, Per Myr- berg. Sýningarstaður: Regnboginn. Sænski kvikmyndastjórinn, leikarinn, rithöfundurinn og skemmtikrafturinn (svo eitthvað sé nefnt) Hans Alfredson kom heldur betur færandi hendi til íslands í vik- unni. Á þriðjudaginn var nefnilega frumsýnd nýjasta kvikmynd hans, Den enfaldige mördaren, í Regn- boganum. Þetta er margverð- launuð og fræg mynd, og m.a. hlaut Stellan Skarsgárd verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu. Myndin hlýtur að koma mjög á óvart þeim sem séð hafa fyrri myndir Alfredson, sem hann hefur oftast gert í náinni samvinnu við Tage Danielsson. Þeir félagarnir erh venjulega kallaðir Hasse og Tage, heimsfrægir brandarakarlar í Svíþjóð og víðar og bera ábyrgð á myndum einsog Eplastríðið (1971) og Ævintýri Picassos (1978). Pess- vegna býst maður ósjálfrátt við grínmynd, en Einfaldi morðinginn er svo sannarlega engin grínmynd. Hún sýnir og sannar að Hans Al- fredson hefur ýmislegt fleira í pokahorninu en hamslaust grínið sem hann er frægastur fyrir. Myndin segir söguna af Sven, sem er málhaltur og með skarð í vör og álitinn vangefinn af þeim sökum. Hann elst upp hjá móður sinni og systur í sænskri sveit, og sögutíminn er fjórði áratugurinn. En einsog Hans Alfredson sagði á frumsýningunni í Regnboganum gæti sagan gerst hvenær sem er og hvar sem er. Systir Svens fer að heiman og litlu síðar deyr móðir þeirra. Þá er Sven komið fyrir á stórbýli verksmiðjueigandans Höglund, sem Alfredson leikur reyndar sjálfur. Höglund þessi er persónugervingur hins Illa. Sven er látinn sofa á bás úti í fjósi, hann er látinn þræla myrkranna á milli og fær engin laun, en Höglund hirðir fátækrastyrkinn sem hreppurinn borgar með honum. „Fávitinn“ er niðurlægur á alla lund, en hann leitar sér huggunar í biblíunni sem hann les við kertaljós í básnum sínum á kvöldin. Svo kynnist hann góðu fólki, leigu- liðafjölskyldu í nágrenninu. And- ersonhjónin og Anna dóttir þeirra, sem er lömuð, sýna Sven samúð og skilning og til þeirra flýr hann þeg- ar vistin í fjosinu verður honum loks óbærileg með öllu. Höglund er samur við sig og fer nú að ofsækja Anderson og svo fer að hann hrek- ur hann af leigujörðinni. Sven hefur mikinn áhuga á bílum og mótorhjólum og Anderson hef- ur hjálpað honum að kaupa gamalt vélhjól, sem hann tekur miklu ást- fóstri við. Þegar Höglund lætur bíl- stjóra sinn stela hjólinu og eyði- leggja það er loks mablirinn fullur. Þá grípur Sven sveðju eina mikla og þrammar í fylgd refsiengla á fund kúgara síns og gengur frá hon- um fyrir fullt og allt. Hans Álfredson segir að myndin sé ævintýri, í henni sé greint frá baráttu hins Góða og hins Illa. Einsog vera ber í ævintýrum eru menn annaðhvort góðir eða vondir - allt er einfalr og klárt, engir hálf- tónar til að rugla áhorfandann. Ef- laust er þetta ástæðan fyrir því að myndin er látin gerast á fjórða ára- tugnum, þegar andstæðurnar í þjóðfélaginu voru mun skarpari og augljósari en nú á tímum. Það kem- ur líka á daginn að Höglund er af- skaplega hlynntur nasistum. En í hinu áhrifamikla atriði undir lok myndarinnar þegar Sven grípur til örþrifaráða er engu líkara en að hann gangi inn í nútímann - göt- urnar sem hann æðir um með reiddan brandinn eru götur okkar tíma og lögreglan sem þefar hann uppi þar sem hann hefur leitað skjóls með Önnu vinkonu sinni eftir að hafa drepið kvalara sinn er lögregla okkar tíma. Þannig öðlast myndin samtímaskírskotun, eða öllu heldur tímaleysi, einsog ævin- týri. Ævintýralegir eru líka englarnir, sem birtast Sven öðru hverju, rétt- látir refsienglar sem syngja Requi- em eftir Verdi. Þeir eru einu „yfir- náttúrulegu“ persónurnar í mynd- inni, en verka undarlega sannfær- andi í þessu magnaða andrúms- lofti. Leikur Stellan Skarsgárd í hlut- verki Svens er í einu orði sagt stór- kostlegur. Án þess að detta nokkru sinni útúr rullunni sem „þorps- bjálfinn“ tekst honum að skapa til- finningaríka og næma persónu sem eignast alla samúð áhorfandans og líka virðingu hans. Það er einmitt samúðin með lít- ilmagnanum sem er aðalsmerki þessarar myndar. Enginn þarf að velkjast í vafa um afstöðu höfund- arins, jafnvel þótt hann leiki sjálfur útsendara hins Illa í myndinni. í lokin skal þess getið, til að fyrir- byggja misskilning, að þótt Ein- faldi morðinginn sé engin grín- mynd er húmorinn aldrei langt undan, þessi manneskjulegi, hlýi húmor sem aðdáendur Hasse og Tage kunna svo vel að meta. Ein- hverntíma var það sagt um Chaplin að hann kæmi áhorfendum til að „hlæja gegnum tárin“ og það getur fyllilega átt við um Hans Alfredson líka. ÞÚVELUR GLiySSM MA3TB ÁFERÐ Á KODAK MYNDIRNAR ÞÍNÁR! HfíNS PETERSEN HF

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.